Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 55

Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 55 BRÉF TIL BLAÐSINS •• Oryggismál sjómanna og ráðstefnur Kristjáni Guðmundssyni: ORYGGI sjómanna er mikið í um- ræðum og ráðstefnur haldnar þar sem margs konar tölfræðirann- sóknir eru kynntar. Tölfræði þessa mætti kalla „statistikk" og þá sem vinna að söfnun gagna og úrvinnslu „statistikkara". Á nýlegri ráðstefnu sem haldin var á Hótel Loftleiðum þar sem fjallað var um slys í lofti á láði og legi og möguleika lækna til að veita aðstoð eða leiðbeiningar með nútima fjarskiptatækni ásamt fleiri þáttum. I fjöldamörg- um erindum er flutt voru á ráð- stefnunni var mikill tölfræðilegur fróðleikur fyrir þá sem hafa gam- an af að leika sér að upplýsingum og í allt of mörgum tilvikum var ýjað að því hvað væri hægt að gera eftir að slys hefði orðið. Verður að viðurkennast að á þeim vettvangi hafa orðið stórstígar framfarir og framtíðar tjónþolar vegna slysa geta horft fram á ör- lítið bjartari framtíð vegna þess- arar tækni. Það sem vakti undrun undirrit- aðs var að aðeins einn iyrirlesara, sem undirritaður hlustaði á, gat um raunhæfar aðgerðir til að fækka slysum. Allir aðrir voru upp- teknir í sínum „statistikkum" og sumir hverjir lentu í vandræðum er þeir voru spurðir hvort þessi eða hinn þátturinn hefði verið tekinn með í rannsókninni. Gekk það svo langt að einn fvrirlesari neitaði að svara spurningunni sem beint var til hans. Niðurstöður undirritaðs eftir þessa ráðstefnu er að í þjóðfélag- inu sé komin ný iðngrein „statistikk" eða söfnun mai'gs kon- ar upplýsinga sem menn vita ekki hvað þeir ætla að gera við eða við- komandi hafi ekki næga þekkingu á verkefninu sem verið er að fjalla um. Söfnun upplýsinga getur verið gagnleg ef menn hafa þekkingu á öllum þáttum er varða málið. Súlu- rit, skífurit, kökurit, stólparit, línu- rit, gröf o.fl. nöfn sem fræðimenn- irnir gefa upp í úrlausnum sínum verða til lítils gagns ef ekki er tekið tillit til veigamikilla atriða í úr- lausninni. Niðurstöður sem fengn- ar eru með röngum eða villandi úr- lausnum eru til skaða en ekki gagns. Eins og málflutningurinn var á þessari ráðstefnu virtist stefnan vera „Hvað get ég gert til að bæta líðan slasaðra?" en ekki „hvað get ég gert til að koma í veg fyrir slys og þjáningar meðborgaranna". Þar sem undirritaður varð ekki var við heiðarlega ábendingu er leitt gæti til fækkunar slysa, nema hjá einum frummælanda, er hér með skorað á heilbrigðisyfirvöld sem stóðu fyrir umræddri ráð- stefnu að efna fljótlega til ráð- stefnu þar sem meginverkefnið verði „raunhæfar tillögur til að fækka slysum á öllum stigum þjóð- félagsins". Undirritaður hefur mestan áhuga á öryggismálum sæfarenda sem vinna í óöruggusta vinnuum- hvei'fi sem finnst í nútímasamfé- lagi. Því er hér með leitað eftir til- lögum góðra framsýnna manna um hvernig megi gera vinnustað til sjós jafn öruggan og hvern annan vinnustað, án þess að sökkhlaða skipin með margs konar búnaði sem aldrei nýtist. Neyðarbúnaði sem æskilegt er að þurfi aldrei að nota. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON skipstjóri. BORÐSTOFUHUSGOGN Stórkostlegt órval af boristofuhúsgögnum — Verð við allra hæfi — KOMMÓÐUR - NÁTTBORÐ Mikið úrval af kommóðum. Tilvalin náftborð við amerísk rúm. VerÖ fltl 8.500. Einnig mikið úrval af borðum, hornskápum, rókókóstólum o.fl. Opið í dag frá kl. 10—14. iiBsr 36 món. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36 mán. Shmmtilefw ófýameram Clio heillaralla. Hann ertraustur, Ijúfurog lipur, meó línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábíls, en þægindi og öryggi stærri bíla. RENAULT Helstu öryggisþættir: Ármúli 13 Sfmi, söludeild 5751220 SkiptibonS 575 1200 - ABS bremsukerfi - Loftpúóar - Fjarstýró hljómtæki úrstýri og margt fleira / verslunarinnar Hjörtur Nielsen veitum við 20-45 % afslátt dagana 10.-13. september. OpnuDartíini:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.