Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI KARITAS HALLBERA HALLDÓRSDÓTTIR Karitas Hallbera Hall- dórsdóttir húsmóðir, Silfurtúni 18a í Garði, er 70 ára í dag, 12. september. Karitas er fædd í Vörum í Garði. For- eldrar hennar voru Kristjana Pálína Krist- jánsdóttir húsmóðir og Halldór Þorsteinsson útvegsbóndi. Þegar horft er um öxl til æskuáranna heima í Vörum, koma fram í hugann myndir og minningar frá glaðvær- um systkinahópnum þar sem Kalla er yngsta bamið, og því ævinlega kölluð „Kalla litla“. Bjart er yfír æskuárunum. Fjölskyldan hefur alltaf verið samheldin og notað hvert tækifæri til að koma saman, - hvort sem er í gleði eða sorg. Karitas giftist Einari Daníels- syni og eiga þau átta börn. Fyrir átti hún einn son. Þau Einar slitu samvistum fyrir allmörgum áram. Bamabömin hennar era orðin þrjátíu og tvö og barnabamabörnin era tvö. Hér í Garðin- um er Karitas þekkt undir nafninu „amma Kalla“ og ber það nafn með miklum sóma, því hún laðar bömin að sér og heldur vel utan um hópinn sinn. Nú upp- sker hún eins og hún hefur sáð til, því hún er umvafin kærleika fjölskyldu sinnar. Kæra systir. Ég og fjölskylda mín, óskum þér til hamingju með þessi merku tímamót í lífi þínu, og biðjum þér og fjölskyldu þinni blessunar Guðs í nútíð og framtíð. Marta Guðrún Halldórsdóttir. ^vwMVvV Brúðhjón Allur boröbiinaóur • Glæsileg gjafavdra - Briiðhjöndlisldr verslunin Laugavegi 52, s. 562 4244. Kortasaian er hafin Áskriftarkort - innifaldar eru 8 sýningar 5 á Stóra sviði: Mávahlátur, Kristín Marja Baldursdóttir/Jón J. Hjartarson Horft frá brúnni, Arthur Miller Vorið vaknar, Frank Wedekind Stjórnleysingi ferst af slysförum, Dario Fo íslenski dansflokkurinn, danssýning 3 á Litla sviði: Ofanljós, David Hare Búasaga, Þór Rögnvaldsson Fegurðardrottningin frá Línakri, Martin McDonagh Verð áskriftarkorta er 9.800 kr. Afsláttarkort giidir á 5 sýningar að eigin vali: Á Stóra sviði: Mávahlátur, Pétur Pan, Horft frá brúnni, Vorið vaknar, Stjórnleysingi ferst af slysförum, Sex í sveit, Grease, íslenski dansflokkurinn. Á Litla sviði: Ofanljós, Búasaga, Fegurðardrottningin frá tínakri, Sumarið '37. Verð afsláttarkorta er 7.500 kr. ^^EfKFÉLAGlÍHA Miðasalan er °P'n daglega frá kl. 13:00-18:00 ©TREYKJAVÍKURJ® og fram að sýningu sýningardaga. Sfmapantanir BORGARLEIKHÚSIÐ eru fra kl- 10;00 virka daga. Sími 568 8000 www.mbl.is VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta BJARNI hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri þakklæti sínu fyrir mjög góða þjónustu sem hann fékk hjá Rúmfatalagern- um á Smáratorgi. Segist hann hafa verið að skila, skipta og fá annað í stað- inn og hafi Sigurður, starfsmaður þar, veitt hon- um mjög góða þjónustu. Tapað/fundið Myndavél týnist MYNDAVÉL, Olympus AF-10 mini, í svörtu hulstri með filmu í, týndist 31. ágúst á leiðinni Hvassaleiti/Heiðargerði. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 564 3552. Myndir fundust GIFTINGARMYNDIR fundust í miðbæ Hafnar- fjarðar. Gætu hafa verið teknar í Garðakirkju. Upp- lýsingar í síma 894 2551. GSM-sími týndist GSM-sími, Nokia, týndist 16. júní, líklega í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 2009. Myndavél týndist MYNDAVÉL, Nikon, týndist á Esjugöngu 18. júlí. Vélin er merkt Jónas. Þeir sem hafa séð hana hafi samband í síma 557 5568. Týndur köttur ÞESSI marglita eins og hálfs árs læða fór að heim- an frá sér frá Háaleitis- braut 36, fóstudaginn 5. september sl. Viti einhver hvar hún geti verið niður- komin er hann beðinn að láta vita í síma 588 2308, eða í síma 551 0098, Krist- björg. Kanína óskar eftir góðu heimili GÆF og mannelsk kanína fæst gefins vegna flutnings erlendis. Upplýsingar í síma 5871964 eða 898 3964. Sambó er týndur KOLSVARTUR ungur fress týndist frá Njálsgötu 30. ágúst. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 551 9264. Árnað heilla Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Berglind L. Bjarnarson og Helgi Björnsson. Heimili þeirra er að Rauðarárstíg 30, Reykjavík. Ljósmyndast. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí í Lágafells- kirkiu af sr. Önnu Pálsdótt- ur Ohna Jónsdóttir og Ás- mundur Guðnason. Heimili þeirra er að Salthömrum 6, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í „Bahá’í-hjóna- vígslu" 14. júní sl. á heimili sínu Jutaporn Puiaob og Hörður Júliusson. Heimili þeirra er að Þinghólsbraut 10, Kópavogi. Ljósmyndast. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 25. júlí í Víðistaða- kirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Oddný Jóns- dóttir og Björgvin Ingvars- son. Heimili þeirra er að Efstuhlíð 7, Hafnarfirði. Hlutaveltur ÞESSAR stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 4.779 til styrkt- ar Rauða krossi Islands. Þær heita Sif Elíasdótt- ir og Hildur Jakobína Tryggvadóttir. ÞESSAR stúlkur söfnuðu með tombólu 2.803 kr. til styrkt- ar Rauða krossi íslands. Þær heita Vaka Bergsdóttir og Freyja Sigurðardóttir. Víkverji skrifar... AÐ litla, sem Víkverji sá af Keikó-útsendingum sjónvarps- stöðvanna á fimmtudaginn, virtist ekki sérlega áhugavert sjónvarpsefni. Rétt eins og á leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs árið 1986, þegar sjón- varpsmyndavélunum var miðað á hurðarhúninn á Höfða tímunum sam- an, leið meiriparturinn af útsending- unni án þess að nokkuð markvert gerðist og fréttamenn féllu í þá gryfju að tala tóma vitleysu á meðan. Einn spurði til dæmis viðmælanda sinn hvort ekki hefði verið ástæða til að einhver úr ríkisstjóm Islands hefði verið á flugvellinum til að taka á móti Keikó! Ekki einu sinni kvikmynda- stjömur, sem tilheyra mannkyninu, fá yfirleitt slíkar móttökur. En skepn- an Keikó er greinilega orðin svo merkilegt fyrirbæri, að menn láta sér detta í hug að hann eigi að fá viðtökur eins og þjóðhöfðingi væri. VÍKVERJA finnst einkar athygl- isvert hvernig yngsta kynslóðin tekur komu Keikós. Skepnan virðist nú eiga sinn stað í hjörtum barnanna, rétt eins og Lassí eða Skippý áttu hér áður fyrr. í Morgunblaðinu á fimmtudag var spjallað við nokkra stráka úr Vestmannaeyjum, sem sögðust algerlega á móti hvalveiðum, a.m.k. ef það ætti að borða hvalina. Aðspurðir af hverju mætti ekki veiða hvalina sögðu þeir að þeir væru svo frægir og sætir. Koma Keikós skyldi þó aldrei verða til þess að upprenn- andi kynslóð Islendinga láti það vera að hefja hvalveiðar á ný, ekki vegna utanaðkomandi þrýstings heldur vegna þess að henni þykir svo vænt um hvalina? Að minnsta kosti er al- veg nýtt að heyra þetta sjónarmið úr sjávarplássinu Vestmannaeyjum, þar sem fólk lifir á því að veiða sjávar- skepnur af ýmsu tagi. EGAR Víkverji bjó í Bretlandi kom það honum á óvart að kynnast afstöðu Breta til lundans. Bretar líta á lundann á svipaðan hátt og á hvalina; sem tákn fagurr- ar náttúru, sem á undir högg að sækja vegna ágangs mannskepn- unnar. Náttúruverndarsinnar fara í kröfugöngur til að bjarga lundan- um og þar fram eftir götunum. Þetta viðhorf á auðvitað meðal ann- ars rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að á Bretlandseyjum er lundinn í útrýmingarhættu, þótt hann sé það ekki t.d. á íslandi, ekki frekar en hvalirnir. Nú, þegar Vest- mannaeyingar eru byrjaðir að smit- ast af ást erlendra þjóða á hvölum, hljóta menn að spyrja hvenær þeir hætti að veiða lundann af tilfinn- ingaástæðum. En þá væri líka fokið í flest skjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.