Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FÍB-félögxim almennar Verðið 12-18% lægra en á sambærilegum tryggingum að mati forystumanna FIB boðnar flestar tryggingar Morgunblaðið/Kristinn ÁRNI Sigfússon, formaður FÍB, og Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegrar miðlunar, kynna nýja tryggingaflokka FÍB-tryggingar. FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur gengið til samninga við Al- þjóðlega miðlun hf. um að félags- menn FÍB eigi kost á heimilis- tryggingum, brunatryggingum og húseigendatryggingum á verði sem þeir segja að geti verið 12-18% lægra en nú er í boði fyrir sambærilegar tryggingar á mark- aði hérlendis. Þetta var kynnt á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan FÍB og Al- þjóðleg miðlun, fyrir hönd Lloyd’s í Bretlandi, tóku upp samstarf um ábyrgðar- og kaskótryggingar bif- reiða fyrir félagsmenn FIB. Árni Sigfússon, formaður FÍB, sagði að frá því að samstarfið um bifreiðatryggingar hófst hefði verðlag slíkra tryggingaiðgjalda hjá innlendum tryggingafélögum lækkað um 25-30% og sparað ís- lenskum heimilum 1,1 milljarð á ári. Á sjöunda þúsund félagsmenn í FÍB hafa tryggt bíla sína hjá fé- laginu og sagði Árni að margir þeirra hefðu gert það þrátt fyrir að tryggingafélögin hefðu refsað þeim fyrir að segja upp ábyrgðar- tryggingum bílanna með því að lækka afslátt á iðgjöldum annarra trygginga. Ekki tap á lækkun iðgjalda fyrir tveimur árum Fram kom á blaðamannafundin- um að afkoman af bílatryggingum félagsmanna FÍB hefði verið við- unandi að mati hinna erlendu tryggjenda og Árni Sigfússon sagði að svo virtist sem afkoman hjá íslensku tryggingafélögunum hefði einnig verið viðunandi þrátt fyrir 25-30% lækkun iðgjalda því að bótasjóður tryggingafélaganna hefði gildnað um 3 milljarða á tímabilinu og innstæður þar hækk- að úr 12,8 milljörðum króna í 15,8 milljarða króna. „Það þýðir væntanlega að þeir tapa ekki á því að hafa lækkað ið- ÍSLENSKA ólympíulandsliðið í skák heldur til sjálfstjórnarlýðveld- isins Kalmykíu í Rússlandi á morg- un, föstudag, til að taka þátt í 33. Ólympíumótinu í skák, sem hefst á sunnudag í borginni Elista. Mótið er haldið annað hvert ár og má gera ráð fyrir að 120-140 þjóðir taki þátt í því, en íslendingar hafa tekið þátt í mótinu frá árinu 1928. Skáksamband íslands boðaði til blaðamannafundar af þessu tiiefni í gær. Þar kom fram að talsverð óvissa hefur ríkt um þátttöku ís- lands á mótinu að þessu sinni, sem og margra annarra þjóða, en flugu- fregnir um bágt ástand mannrétt- inda í Kalmykíu séu ekki næg ástæða til að hætta við þátttöku. Aðrar þjóðir hafi ekki hætt við þátt- töku af þeim sökum og varhugavert sé að blanda saman íþróttum og stjómmálum. Kalmykia er í grennd við Kaspía- hafið og kemur skáklandsliðið þang- að seinnipart laugardags, þar sem ekki reyndist mögulegt að komast þangað á einum degi. Fram kom að nákvæmar upplýsingar um aðbúnað á mótsstað hafa ekki borist og eru menn við öllu búnir í þeim efnum. gjöldin,“ sagði Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar miðlunar, sem miðlar þessum tryggingum milli félagsmanna FIB og aðildarfélaga Lloyd’s í Bretlandi. Spurður um afkomu af rekstri trygginga fyrir félagsmenn FÍB undanfarin tvö ár sagði Halldór að hinn erlendi tryggjandi hefði upp- lýsingai- um þær tölur. Hann hefði hins vegar ekki séð ástæðu til að hækka iðgjöldin á þessu tveggja ára ferli og tjónatíðnin virðist ekki vera öðruvísi en búist var við. Önnur iðgjöld hækkuð þegar bíllinn fór Áimi sagði að FÍB hefði fljótlega sýnt áhuga á að víkka út samstarf- ið við Alþjóðlega miðlun og bjóða fleiri tegundir trygginga. Sá áhugi eigi rætur að rekja til þrýstings frá félagsmönnum, sem hafi verið ósáttir við að missa afslátt af öðr- um tryggingaiðgjöldum þegar bflatryggingamar voru færðar yfir til FÍB. Hinir erlendu aðilar hefðu viljað fara farlega í sakirnar til að átta sig á markaði hér en nú væru þeir tilbúnir til að koma inn á markaðinn með heimilistrygging- ar, húseigendatryggingar og brunatryggingar fasteigna, auk bifreiðatrygginganna. Hann sagði að með þessu væri verið að festa betur í sessi það verð sem barátta FÍB hefði skilað íslenskum neyt- endum með aukinni samkeppni. Ámi sagði að með þessu væri FIB ekki að breyta um eðli og sinna neytendamálum í breiðari skilningi. „Við töldum að þessi þáttur, það að taka inn heimilis- tryggingar, húseigendatryggingar og brunatryggingar, væri óhjá- kvæmilegt til að styrkja stöðu bfl- eigenda gagnvart tryggingum bfla.“ Lægra en hjá keppinautum Halldór Sigurðsson sagði að miðað við ýmis dæmi sem sett „Þrátt fyiir neikvæða umræðu um mótið og mótsstaðinn og óvissu um aðstæður á skákstað eru skák- meistaramir sammála um að fara þessa ferð og gera sitt besta. Skák- sambandið hefur haldið uppi fyrir- spurnum um ástandið í Kalmykíu og áform annarra skákþjóða um þátttöku og telur nú, fjórum dögum áður en mótið á að hefjast, ekki ástæðu til annars en halda þátttöku íslands til streitu," segir í frétt sem dreift var á fundinum. Tveir nýliðar Tveir nýliðar eru í ólympíuliðinu að þessu sinni og ber liðið merki þess að ákveðin kynslóðaskipti eru að verða meðal fremstu skákmanna landsins. Liðið er þannig skipað að á 1. borði teflir Hannes Hlífar Stef- ánsson, stórmeistari, á 2. borði Þröstur Þórhaljsson, stórmeistari, á 3. borði Helgi Áss Grétarsson, stór- meistari, og á 4. borði Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðlegur meistari. Fyrsti varamaður er Björgvin Jóns- son, alþjóðlegur meistari og annar varamaður Jón Garðar Viðarsson, FIDE-meistari. íslenska skáksveitin hefur oft hefðu verið upp og skoðuð sýndist sér að verð á þessum tryggingum væri nokkru lægra en verð hjá keppinautum hér á landi, að teknu tilliti til heildarafsláttar. „Ég gæti til dæmis trúað því að einstakur liður, heimilistryggingin, sé 15-20% undir markaðinum miðað við þær kannanir sem við höfum gert,“ sagði Halldór, en eins og fyrr sagði sögðust þeir telja að verðlagningin væri 12-18% undir náð ágætum árangri á ólympíu- skákmótum. Á síðasta móti fyrir tveimur árum hafnaði sveitin í 8. sæti, en á mótinu 1986 náði sveitin 5. sætinu og 6. sætinu árið 1992. Liðsmenn sveitarinnar segja að það væri frábær árangur að ná markaðinum hér miðað við þau dæmi sem skoðuð voru. Trygg- ingaverndin væri talin sambæri- leg en ekki eins í öllum smáatrið- um. Halldór sagðist ekki búast við að í kjölfar þátttöku FÍB og Alþjóð- legrar miðlunar á þessum nýja markaði færi í gang hörð sam- keppni um þessar tryggingar. Til þess væri verðmunurinn ekki nægilega mikill. einu af fimmtán efstu sætunum á mótinu, en reiknað er með að sterkustu andstæðingarnir, auk gestgjafanna Rússa, sem eru taldir sigurstranglegastir, verði Eng- lendingay, Bandaríkjamenn, ísra- elar og Ukraínumenn. Framtíðarstefna mótuð fyrir sjúkrahús Akraness Verði fjöl- greina- sjúkrahús Akranesi. Morgunblaðið. SAMNINGUR milli Sjúkra- húss og heilsugæslustöðvar Akraness (SHA) og heilbrigð- isráðuneytisins um stefnu og rekstur til næstu fimm ár var undirritaður í gær. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra og Sigurður Olafsson framkvæmdastjóri undirrituðu samninginn. Jafnframt var kynnt stefnumótun fyrir stofn- anirnar til næstu fimm ára. Sjúkrahúsið verður sam- kvæmt skilgi’einingu svokallað fjölgreinasjúkrahús sem veitir örugga vaktþjónustu allan sól- arhringinn, allt árið. Sjúkra- húsið veitir samkvæmt þessu almenna þjónustu við íbúa fjögurra kjördæma, auk sér- hæfðrar þjónustu sem einnig verður veitt. Heilsugæslustöð- in veitir almenna þjónustu fyr- ir íbúa heilsugæsluumdæmis Akraness og hefur jafnframt forystuhlutverk varðandi heilsuvernd og forvarnarstarf. Gert er ráð fyrir að SHA taki þátt í menntun heilbrigðis- stétta í samvinna við Háskóla Islands og aðrar menntastofn- anir. Með því að semja sérstaka stefnu fyrir SHA til langs tíma er leitast við að tryggja góða, hagkvæma þjónustu og mæl- anlegan árangur í rekstri. Hver deild setur sér til dæmis þjónustumarkmið, sem endur- skoðuð eru reglulega, unnir verða gæðastaðlar á hverri deild og beiðni um innlögn verður tímasett innan viku frá því hún berst. Við undirritun samningsins kom fram, að sérstök áhersla verður lögð á bakaðgerðir við brjósklosi á SHA á næsta ári. Aðgerðimar verða gerðar í gegnum holsjá. Með notkun þessarar tækni getur sjúkling- urinn farið heim samdægurs eða næsta dag. Bogi Jónsson, sérfræðingur á Landspítala, mun sjá um þessar aðgerðir, en þjónustan er undirbúin í samráði við sérfi’æðinginn og Landspítalann. Þetta er dæmi um samvinnu við sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu, sem bú- ist er við að fari vaxandi þar sem samgöngur hafa gjör- breyst á þessu svæði. Sjúkrahúsið á tímamótum Sjúkrahúsið á Aki-anesi hef- ur tekið miklum breytingum á undanfórnum árum og er fjöl- breytni aðgerða meiri en á flestum sjúkrahúsum hér á landi. Við uppbyggingu bækl- unaraðgerða hefur verið höfð náin samvinna við Bæklunar- deild Landspítalans. Lögð hef- ur verið mikil áhersla á að byggja upp aðstöðu til gervi- limaaðgerða og áætlað er að árlega verði gerðar um fimm- tíu aðgerðir á hnjám og mjöðmum. Fæðingardeildin hefur um nokkurt skeið boðið upp á fæðingar í vatni og hefur það mælst mjög vel fyrir. Fyr- irhugaðar eru gagngerðar breytingar á deildinni, bæði fæðingarstofum og legurými. Unnið hefur verið að því að auka enn frekar fjölbreytni í þjónustu lyflæknisdeildar og verður því starfi haldið áfram. Nýr yfirlæknir á lyflæknis- deild, dr. med. Þorkell Guð- brandsson, tekur til starfa 1. nóvember nk. 120-140 þjóðir taka þátt í Olympíuskákmótinu í Kalmykíu Morgimblaðið/Ásdís HLUTI íslensku skáksveitarinnar sem fer á ólympíuniótið. Taldir frá vinstri Jón Garðar Viðarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Áskell Örn Kárason, liðsstjóri, Helgi Áss Grétarsson og Björgvin Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.