Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
GUÐJÓN Þorsteinsson bóndi í Garðakoti í Mýrdal í Höfðabrekkurétt.
Ekki eins mikill væn-
leiki og búist var við
Fagradal - Bændur á Suðurlandi
eru margir óhressir með væn-
leika lamba nú í haust. Búist var
við vænum lömbum af fjalli
vegna góðs tíðarfars í sumar.
Að sögn Hermanns Arnasonar
stöðvarstjóra S.S. Afurða á Sel-
fossi eru lömb það sem af er slát-
urtíð um hálfu kílói léttari en á
sama tíma í fyrra. Lömb af af-
réttum Sunnlendinga eru mun
lakari en bændur bjuggust við en
lömb af láglendinu í góðu meðal-
lagi. Kenna þeir því um hvað
gras lifnaði snemma í vor og að
sauðféð hafi fengið minna af ný-
græðingi fram eftir sumri á af-
réttum Sunnlendinga. Hermann
segir lömb í meðallagi feit og
vöðvamikil en léttari og áberandi
minni mun milli þyngdar á
gimbrum og hrútum.
Drög að aætlun
um vímuvarnir
á Vestfjörðum
Isafirði - Áttatíu og sex manns
sátu ráðstefnu um vímuvarnir á
norðanverðum Vestfjörðum, sem
haldin var á Núpi sl. laugardag.
Tilgangur ráðstefnunnar var að
veita bæjaryfirvöldum í Isafjarðar-
bæ, Bolungarvík og Súðavíkur-
hreppi aðstoð við gerð vímuvamaá-
ætlunar fyrir þessi byggðarlög.
Þátttakendur voru úr ýmsum þeim
hópum sem málið snertir helst, svo
sem frá foreldrafélögum, íþróttafé-
lögum, heilsugæslu, lögreglu og
skólum. Um fjórðungur var á
grunnskólaaldri.
Ráðstefnunni var skipt í tíu
vinnuhópa, en úr niðurstöðum
þeirra verður búin til eins konar
beinagrind að vímuvarnaáætlun
fyrir sveitarfélögin. Fólk var sam-
mála um að ekki skuli hvika frá úti-
vistarreglum, en jafnframt var lögð
áhersla á nauðsyn þess að auka
fjölbreytni í tómstundastarfi ung-
linga, einkum á kvöldin um helgar.
Áfengiskaup fyrir unglinga voru
fordæmd, og ljóst var að samfélag-
ið fordæmir dreifingu og neyslu
fíkniefna og vill leggja töluvert á
sig til þess að koma í veg fyrir
slíkt.
Mikið var rætt hvemig virkja
mætti hverja einingu samfélagsins,
svo sem foreldrafélög, iþróttafélög,
heilsugæslu, lögreglu og skóla.
Þegar sveitarfélögin hafa markað
sér stefnu í þessum málum munu
þessir aðilar koma á eftir og vinna
innan þess ramma.
„Ef sveitarstjórnimar verða með
stefnu í takt við þau drög sem
þama urðu til, þá verður hún mjög
skýr og við sjáum fram á bjarta
tíma í þessum málum í byggðunum
á norðanverðum Vestfjörðum,"
sagði Hlynur Snorrason, verkefnis-
stjóri VA VEST í samtali við blað-
ið. „A næstu dögum munu sveitar-
stjórnirnar fá niðurstöðurnar og
sjá hver er vilji þeirra sem þarna
komu saman, en það var raunar
þverskurður af samfélaginu hér.“
Símenntunarstöð
stofnuð á Vesturlandi
Morgunblaðið/Theodór
FRÁ vinstri: Magnús Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri,
Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi, Þórir Olafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, og Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst.
Borgarnesi - Bændaskólinn á
Hvanneyri, Fjölbrautaskóli Vest-
urlands, Samvinnuháskólinn á
Bifröst og Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi hafa ákveðið að stofna
símenntunarmiðstöð á Vesturlandi.
Stefnt er að því að stofna sjálfs-
eignarstofnun með stærri fyrir-
tækjum á Vesturlandi, opinberam
aðilum og samtökum launafólks.
Gert er ráð fyrir því að starfsemin
hefjist um næstkomandi áramót.
Nýverið var haldinn kynningar-
fundur í Borgarnesi um stofnun sí-
menntunarmiðstöðvar á Vestur-
landi. I framsögu Runólfs Agústs-
sonar aðstoðarrektors Samvinnu-
háskólans á Bifröst, sem kynnti
viðskiptaáætlun undirbúningshóps
vegna símenntunarstöðvarinnar,
kom m.a. fram að skólarnir stæðu
allir íyrir margs konar námskeiða-
haldi og símenntun af ýmsum toga.
Á síðastliðnu ári hefði sameiginleg-
ur nemendafjöldi skólanna verið
hátt í tvö þúsund manns og í því
ljósi þá yrði væntanleg símenntun-
armiðstöð eitt hið stærsta endur-
menntunarfyrirtæki landsins.
Hugmyndin að stofnun símennt-
unarstöðvar gengur út á að sam-
eina krafta skólanna, sveitarfélaga,
fyrirtækja, samtaka launafólks og
annarra aðila á Vesturlandi í eina
miðstöð um símenntun. Miðstöðin
á að hafa það meginmarkmið að
mæta þörfum einstaklinga og fyrir-
tækja fyrir símenntun, endur-
menntun og fullorðinsfræðslu.
Vesturland verður forgangssvæði
miðstöðvarinnar en markaðssvæði
hennar verður landið allt. Reiknað
er með að miðstöðin verði sjálfs-
eignarstofnun sem komið verði á
fót með stofnframlögum en standi
undir sér í framtíðinni með sölu
námskeiða og annam þjónustu. Að
sögn Runólfs er um þríþætta kosti
að ræða þegar rætt er um ávinning
af samstarfí varðandi símenntun. I
fyrsta lagi sé um markaðslega
kosti að ræða þar sem til komi
breitt úrval endur- og símenntunar
á einum stað fyrir fyi'irtæki og al-
menning. I öðra lagi virkt gæðaeft-
irlit og samþættingu sérþekkingar
og að lokum leiði samstarfið af sér
ódýrari og skilvirkari stjórnun.
Gert er ráð fyrir því að ráðinn
verði framkvæmdastjóri íyrir sí-
menntunarmiðstöðina í nóvember
og að starfsemin hefjist af fullum
krafti um næstu áramót.
Jónas Guðmundsson rektor
Samvinnuháskólans á Bifröst
kvaðst vilja leggja áherslu á það að
með stofnun símenntunarmiðstöðv-
arinnar væri ekki verið að finna
neitt upp heldur væri hún eðlilegt
framhald af þeirri starfsemi sem
skólarnir hefðu staðið í og sam-
starfið hefði verið að þróast sl. tvö
ár.
Magnús Jónsson skólastjóri
Bændaskólans á Hvanneyri sagði
meginverkefni þessa samstarfs
vera að meira af því fjámagni sem
skólarnir hefðu til ráðstöfunar færi
til þess að byggja upp nýtt efni og
ný námskeið en minna færi í sam-
ræmda stjórnun.
Aðspurður sagði Þórir Olafsson
skólameistari Fjölbrautaskóla
Vesturlands að ef vel tækist til með
starfsemi símenntunarstofnunar-
innar myndi hún auðvelda skólun-
um að þjóna hlutverki sínu, hvort
sem það sneri að Vesturlandi eða
landinu öllu.
MRfck 'f’!
L.v'afc -kÁ.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
ÞÁTTTAKENDUR í Kynslóðahlaupinu í Stykkishólmi. Það er ekkert kynslóðabil á þessari mynd. Þetta er
stór og frískur hópur á ýmsum aldri sem átti ekki í vandræðum með að komast á leiðarenda.
Hólmarar hlupu
kynslóðahlaupið
Stykkishólmi - Umf. Snæfell bauð
Hólmuram að taka þátt í kynslóða-
hlaupinu sunnudaginn 20. septem-
ber. Hlaupið var á tíu stöðum á
landinu. Þetta er nýtt verkefni sem
samtökin „Grænn lífseðill" beita
sér fyrir.
Tilgangurinn er að fá kynslóð-
irnar til þess að skokka saman eða
ganga án þess að um nokkra
keppni eða tímatöku sé að ræða
heldur leggja áherslu á hreyfing-
una og samvera fjölskyldunnar.
Þátttakendur í hlaupinu gátu valið
um tvær vegalengdir, 2 km og 4
km.
I Stykkishólmi tóku þátt í hlaup-
inu á milli fjörutíu og fimmtíu
manns á öllum aldri. Foreldrar
mættu til leiks með börnum sínum,
en ekki sáust margir afar eða
ömmur á hlaupum.
Bæjarstjórinn, Olafur Hilmar
Sverrisson var einn þeirra sem
tóku þátt í hlaupinu ásamt börnum
sínum og haft var á orði að langt
væri síðan hann hefði sést hlaupa
opinberlega. Það kom á óvart hvað
hann var léttur á sér og tókst að
halda jöfnum og góðum hraða allt
hlaupið. Að loknu hlaupi fengu allir
þátttakendur litskrúðugan bol og
verðlaunapening og eru þeir því vel
merktir næstu daga.
Breyting’ar á
rekstri Hótels
Isafjarðar
fsafirði - Nýtt fyrirtæki, SKG-veit-
ingar, hefur tekið á leigu allan veit-
ingarekstur á Hótel ísafirði frá
næstu mánaðamótum. Hér er um
tvöfalt fjölskyldufyrirtæki að ræða,
en eigendur þess eru hjónin Karl Ás-
geirsson og Guðlaug Jónsdóttir og
hjónin Snorri Bogason og Agnes Ás-
geirsdóttir.
Þrjú þau fyrstnefndu eru öll mat-
reiðslumeistarar og hefur Guðlaug
unnið á hótelinu í hlutastarfi að und-
anförnu. Annað starfsfólk þar mun
væntanlega verða áfram í vinnu hjá
hinu nýja fyrirtæki.
Reynt verður að brydda upp á nýj-
ungum í vetur en fastir liðir eins og
jólahlaðborðið verða áfram á sínum
stað.