Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson GUÐJÓN Þorsteinsson bóndi í Garðakoti í Mýrdal í Höfðabrekkurétt. Ekki eins mikill væn- leiki og búist var við Fagradal - Bændur á Suðurlandi eru margir óhressir með væn- leika lamba nú í haust. Búist var við vænum lömbum af fjalli vegna góðs tíðarfars í sumar. Að sögn Hermanns Arnasonar stöðvarstjóra S.S. Afurða á Sel- fossi eru lömb það sem af er slát- urtíð um hálfu kílói léttari en á sama tíma í fyrra. Lömb af af- réttum Sunnlendinga eru mun lakari en bændur bjuggust við en lömb af láglendinu í góðu meðal- lagi. Kenna þeir því um hvað gras lifnaði snemma í vor og að sauðféð hafi fengið minna af ný- græðingi fram eftir sumri á af- réttum Sunnlendinga. Hermann segir lömb í meðallagi feit og vöðvamikil en léttari og áberandi minni mun milli þyngdar á gimbrum og hrútum. Drög að aætlun um vímuvarnir á Vestfjörðum Isafirði - Áttatíu og sex manns sátu ráðstefnu um vímuvarnir á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldin var á Núpi sl. laugardag. Tilgangur ráðstefnunnar var að veita bæjaryfirvöldum í Isafjarðar- bæ, Bolungarvík og Súðavíkur- hreppi aðstoð við gerð vímuvamaá- ætlunar fyrir þessi byggðarlög. Þátttakendur voru úr ýmsum þeim hópum sem málið snertir helst, svo sem frá foreldrafélögum, íþróttafé- lögum, heilsugæslu, lögreglu og skólum. Um fjórðungur var á grunnskólaaldri. Ráðstefnunni var skipt í tíu vinnuhópa, en úr niðurstöðum þeirra verður búin til eins konar beinagrind að vímuvarnaáætlun fyrir sveitarfélögin. Fólk var sam- mála um að ekki skuli hvika frá úti- vistarreglum, en jafnframt var lögð áhersla á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í tómstundastarfi ung- linga, einkum á kvöldin um helgar. Áfengiskaup fyrir unglinga voru fordæmd, og ljóst var að samfélag- ið fordæmir dreifingu og neyslu fíkniefna og vill leggja töluvert á sig til þess að koma í veg fyrir slíkt. Mikið var rætt hvemig virkja mætti hverja einingu samfélagsins, svo sem foreldrafélög, iþróttafélög, heilsugæslu, lögreglu og skóla. Þegar sveitarfélögin hafa markað sér stefnu í þessum málum munu þessir aðilar koma á eftir og vinna innan þess ramma. „Ef sveitarstjórnimar verða með stefnu í takt við þau drög sem þama urðu til, þá verður hún mjög skýr og við sjáum fram á bjarta tíma í þessum málum í byggðunum á norðanverðum Vestfjörðum," sagði Hlynur Snorrason, verkefnis- stjóri VA VEST í samtali við blað- ið. „A næstu dögum munu sveitar- stjórnirnar fá niðurstöðurnar og sjá hver er vilji þeirra sem þarna komu saman, en það var raunar þverskurður af samfélaginu hér.“ Símenntunarstöð stofnuð á Vesturlandi Morgunblaðið/Theodór FRÁ vinstri: Magnús Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Þórir Olafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vestur- lands, og Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. Borgarnesi - Bændaskólinn á Hvanneyri, Fjölbrautaskóli Vest- urlands, Samvinnuháskólinn á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa ákveðið að stofna símenntunarmiðstöð á Vesturlandi. Stefnt er að því að stofna sjálfs- eignarstofnun með stærri fyrir- tækjum á Vesturlandi, opinberam aðilum og samtökum launafólks. Gert er ráð fyrir því að starfsemin hefjist um næstkomandi áramót. Nýverið var haldinn kynningar- fundur í Borgarnesi um stofnun sí- menntunarmiðstöðvar á Vestur- landi. I framsögu Runólfs Agústs- sonar aðstoðarrektors Samvinnu- háskólans á Bifröst, sem kynnti viðskiptaáætlun undirbúningshóps vegna símenntunarstöðvarinnar, kom m.a. fram að skólarnir stæðu allir íyrir margs konar námskeiða- haldi og símenntun af ýmsum toga. Á síðastliðnu ári hefði sameiginleg- ur nemendafjöldi skólanna verið hátt í tvö þúsund manns og í því ljósi þá yrði væntanleg símenntun- armiðstöð eitt hið stærsta endur- menntunarfyrirtæki landsins. Hugmyndin að stofnun símennt- unarstöðvar gengur út á að sam- eina krafta skólanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, samtaka launafólks og annarra aðila á Vesturlandi í eina miðstöð um símenntun. Miðstöðin á að hafa það meginmarkmið að mæta þörfum einstaklinga og fyrir- tækja fyrir símenntun, endur- menntun og fullorðinsfræðslu. Vesturland verður forgangssvæði miðstöðvarinnar en markaðssvæði hennar verður landið allt. Reiknað er með að miðstöðin verði sjálfs- eignarstofnun sem komið verði á fót með stofnframlögum en standi undir sér í framtíðinni með sölu námskeiða og annam þjónustu. Að sögn Runólfs er um þríþætta kosti að ræða þegar rætt er um ávinning af samstarfí varðandi símenntun. I fyrsta lagi sé um markaðslega kosti að ræða þar sem til komi breitt úrval endur- og símenntunar á einum stað fyrir fyi'irtæki og al- menning. I öðra lagi virkt gæðaeft- irlit og samþættingu sérþekkingar og að lokum leiði samstarfið af sér ódýrari og skilvirkari stjórnun. Gert er ráð fyrir því að ráðinn verði framkvæmdastjóri íyrir sí- menntunarmiðstöðina í nóvember og að starfsemin hefjist af fullum krafti um næstu áramót. Jónas Guðmundsson rektor Samvinnuháskólans á Bifröst kvaðst vilja leggja áherslu á það að með stofnun símenntunarmiðstöðv- arinnar væri ekki verið að finna neitt upp heldur væri hún eðlilegt framhald af þeirri starfsemi sem skólarnir hefðu staðið í og sam- starfið hefði verið að þróast sl. tvö ár. Magnús Jónsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri sagði meginverkefni þessa samstarfs vera að meira af því fjámagni sem skólarnir hefðu til ráðstöfunar færi til þess að byggja upp nýtt efni og ný námskeið en minna færi í sam- ræmda stjórnun. Aðspurður sagði Þórir Olafsson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands að ef vel tækist til með starfsemi símenntunarstofnunar- innar myndi hún auðvelda skólun- um að þjóna hlutverki sínu, hvort sem það sneri að Vesturlandi eða landinu öllu. MRfck 'f’! L.v'afc -kÁ. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason ÞÁTTTAKENDUR í Kynslóðahlaupinu í Stykkishólmi. Það er ekkert kynslóðabil á þessari mynd. Þetta er stór og frískur hópur á ýmsum aldri sem átti ekki í vandræðum með að komast á leiðarenda. Hólmarar hlupu kynslóðahlaupið Stykkishólmi - Umf. Snæfell bauð Hólmuram að taka þátt í kynslóða- hlaupinu sunnudaginn 20. septem- ber. Hlaupið var á tíu stöðum á landinu. Þetta er nýtt verkefni sem samtökin „Grænn lífseðill" beita sér fyrir. Tilgangurinn er að fá kynslóð- irnar til þess að skokka saman eða ganga án þess að um nokkra keppni eða tímatöku sé að ræða heldur leggja áherslu á hreyfing- una og samvera fjölskyldunnar. Þátttakendur í hlaupinu gátu valið um tvær vegalengdir, 2 km og 4 km. I Stykkishólmi tóku þátt í hlaup- inu á milli fjörutíu og fimmtíu manns á öllum aldri. Foreldrar mættu til leiks með börnum sínum, en ekki sáust margir afar eða ömmur á hlaupum. Bæjarstjórinn, Olafur Hilmar Sverrisson var einn þeirra sem tóku þátt í hlaupinu ásamt börnum sínum og haft var á orði að langt væri síðan hann hefði sést hlaupa opinberlega. Það kom á óvart hvað hann var léttur á sér og tókst að halda jöfnum og góðum hraða allt hlaupið. Að loknu hlaupi fengu allir þátttakendur litskrúðugan bol og verðlaunapening og eru þeir því vel merktir næstu daga. Breyting’ar á rekstri Hótels Isafjarðar fsafirði - Nýtt fyrirtæki, SKG-veit- ingar, hefur tekið á leigu allan veit- ingarekstur á Hótel ísafirði frá næstu mánaðamótum. Hér er um tvöfalt fjölskyldufyrirtæki að ræða, en eigendur þess eru hjónin Karl Ás- geirsson og Guðlaug Jónsdóttir og hjónin Snorri Bogason og Agnes Ás- geirsdóttir. Þrjú þau fyrstnefndu eru öll mat- reiðslumeistarar og hefur Guðlaug unnið á hótelinu í hlutastarfi að und- anförnu. Annað starfsfólk þar mun væntanlega verða áfram í vinnu hjá hinu nýja fyrirtæki. Reynt verður að brydda upp á nýj- ungum í vetur en fastir liðir eins og jólahlaðborðið verða áfram á sínum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.