Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 23

Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 23 w _______________________________________ERLENT__________________________________________ Fulltrúi frans mætti ekki á fund með fulltrúa Bandaríkjanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Reuters EFASEMDIR eru um að írönsk yfirvöld geti ábyrgst öryggi rithöfund- arins Salmans Rushdies, sem hefur verið í felum í tæpan áratug. Dvínandi vonir um bætt sam- skipti landanna New York, London. The Daily Telegraph. Reuters. vondaufari en áður um að heimsókn Mohammads Khatamis, forseta Irans, til Bandaríkjanna verði til þess að boða nýja tíma í samskipt- um landanna tveggja. Mætti full- trúi írans ekki á nefndarfund á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í gær, eins og vonast hafði verið eftir, en það hefðu verið nánustu samskipti háttsettra stjórnarerindreka landanna tveggja um árabil. Ræða Khatamis við opnun alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á mánudag var sú fyrsta sem leiðtogi írans flytur á þingi SÞ síð- an 1987 en reyndist ekki sú tíma- mótaræða sem menn höfðu vonast eftir. A óvæntum fundi með blaða- mönnum á þriðjudag sagði Khatami auk þess við blaðamenn að Iranir hefðu engin áform uppi um að hefja stjórnmálasamband við Bandaríkin nema Bandaríkjastjórn tæki í það minnsta skref í átt til þess að breyta stefnu sinni gagn- vart Iran. Fréttaskýrendur segja tregðu írana nokkur vonbrigði fyrir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, sem þeir segja að hafí vonast til þess, í miðju gjörningahríðarinnar vegna Monicu Lewinsky-málsins, að geta tilkynnt þíðu í samskiptum Irans og Bandaríkjanna. Lögðu fulltrúar Bandaríkjastjómar hins vegar áherslu á þolinmæði og að ekki þýddi að þi-ýsta á stjórnvöld í Iran. Khatami er talinn meðal umbóta- sinna í írönskum stjórnmálum en fréttaskýrendur segja stöðu hans þar síður en svo trygga og að ferð hans til Bandaríkjanna, sem Khomeini erkiklerkur kallaði á sín- um tíma „hið satanska ríki“, sé áhættusöm fyrir forsetann. Því sé vart, að sögn The Washington Post, að vænta fundar Madeleine Al- bright, utanríkisráðhen-a Banda- ríkjanna, og Kamals Kharrazis, ut- anríkisráðhen-a Irans, eins og get- gátur hafa verið uppi um, á næst- unni. Fer fram valdabarátta í Iran milli Khatamis og bandamanna hans og erkiklerksins Ayatollah Ali Khameini, sem stýrir herafla lands- ins og hefur þ.a.l. umtalsverð völd. Ummælum Khatamis um Rushdie tekið með varúð Á blaðamannafundinum í New York hrósaði Khatami Clinton fyrir ummæli hans á mánudag en þar sagðist Clinton ekki telja óumflýj- anlegt að múslímar og kristnir menn deildu hvorir við aðra og sagði Irani meðal fórnarlamba hryðjuverka. „Við fógnum öllum slíkum ummælum um þjóð okkar, menningu og samfélag,“ sagði Khatami og bað Bandaríkin um að rétta Irönum vinarhönd. Þrátt fyrir vinsamlegt yfirbragð hélt Khatami því hins vegar fram að ákall hans í janúar til Banda- ríkjamanna um að auka menningar- leg tengsl landanna hefðu verið misskilin. Engin formleg samskipti væru á döfinni. Gagnrýndi hann Bandaríkjastjórn íyrir efnahags- þvinganir sem í gildi eru gegn Iran, fyrir þá gagnrýni sem Bandaríkin hafa haldið fram gegn írönskum stjórnvöldum auk andstöðu Banda- ríkjanna gegn þeim hugmyndum að olíuleiðslum verði komið fyrir um Iran frá Kaspíahafi. Khatami lýsti því hins vegar yfir að hann liti svo á að máli rithöfund- arins Salmans Rushdies væri lokið, en Khomeini erkiklerkur dæmdi Rushdie til dauða árið 1989 fyrir guðlast í bókinni „Söngvar Satans.“ Hélt hann því fram að Khomeini hefði einungis verið að lýsa einkaskoðun sinni og að íran hefði engin áfonn uppi um að fram- fylgja dómnum. Mannréttindasam- tök sem beitt hafa sér í máli Rushies brugðust hins vegar var- lega við ummælunum. Eru uppi efasemdir um hvort Khatami geti í raun ábyrgst öryggi Rushdies enda hafa Iranir hingað til margoft sagt að ekki væri hægt að afturkalla dauðadóm Khomeinis. Finni sakaður um ESB- LANCÖME njósnir fyrir Rússa Rússneskum sendimanni var vísað frá Helsinki í sumar Helsinki. Morgunblaðið. Reuters. YFIRVOLD í Finnlandi sögðu í gær, að verið væri að rannsaka hugsanlegar njósnir embættis- manns í utanríkisráðuneytinu en hann er grunaður um að hafa komið trúnaðarskjölum frá Evrópusam- bandinu, ESB, til Rússlands. Seppo Nevala, yfírmaður finnsku leyniþjónustunnar, sagði í viðtali við finnska útvarpið, að embættismað- urinn væri grunaður um landráð. Kvað hann ástæðu til að ætla, að er- lendu ríki hefðu verið afhentar upp- lýsingar, sem skaðað gætu sam- skipti Finna við önnur ríki. Vegna þessa máls var rússneskum sendi- manni, sem tók við upplýsingunum, sagt að yfirgefa Finnland nú í sum- ar og áður hafði annar Rússi farið sjálfviljugur. In teífax-fréttastofan í Moskvu hafði það eftir talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins, að það harmaði ákvörðun Finna um að meina sendimönnunum landvist og teldi það á misskilningi byggt. Finn- um gremst þetta mál hins vegar mjög. Þeir hafa haft náin samskipti við Rússa áratugum saman og hafa lagt sig fram um að brúa bilið milli þeiira og Evrópusambandsins. Alvarlegt mál Markus Aaltonen, fonnaður utan- ríkismálanefndar finnska þingsins, sagði, að njósnamálið væri mjög al- varlegt en of snemmt væri að segja nokkuð um það hvort það hefði áhrif á samskipti ríkjanna. Eftir ósigurinn í síðari heims- styrjöld neyddust Finnar til að gera vináttusáttmála við Sovétmenn, sem takmarkaði tengsl Finna við vestræn ríki og leyfði Moskvu- stjórninni að vasast í finnskum mál- cfnum. Fram til 1990 var rússneska sendiráðið í Helsinki vel skipað leyniþjónustumönnum, sem höfðu það verkefni eitt að vera í nánu sambandi við finnska stjórnmála- menn. Á því varð breyting með KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, snýr aftur til vinnu í dag eftir rúmlega þriggja vikna veikindaleyfi, að sögn skrif- stofu hans. Ymsar sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi hans en samherjar Bondevik í norsku mið- flokkunum segja hann ekki hafa verið alvarlega veikan, heldur hafi svefnleysi gert útslagið. I Dagbladet er haft eftir sam- herjum hans að Bondevik hafi of- keyrt sig„ hann hafi ekki áttað sig fyllilega á álaginu sem fylgdi því að gefa sér alltaf tíma fyrir fjölmiðla og aðra. Fuliyrða þeir að forsætisráðherrann hafi ekki verið þunglyndur, heldur sýnt ákveðin hruni Sovétríkjanna en þá sneru Finnar sér í vestur og gerðust aðil- ar að ESB. Breyttir tímar Finnski þingmaðurinn Risto Pentilla segir, að þetta mál sýni vel hvað tímarnir hafi breyst. „Áður snerust Rússamir í kringum stjórn- málamennina en nú hafa þeir mest- an áhuga á embættismönnunum. Þeir vita sem er, að stjórnmála- mennirnir búa ekki yfir miklum upplýsingum." einkenni þess, sem meðal annars hafi lýst sér í svefnleysi. Háttsettir embættismenn hafa enga vitneskju haft um hversu veikur forsætisráðherrann hefur verið og hafa margir talið það merki um að hann sé enn veikari en sagt er. Þessu vísa nánir samstarfs- menn hans í stjórninni á bug. Þeir viðurkenna hins vegar að veikinda- leyfi Bondevik hefði ekki mátt standa lengur. Forsætisráðherrans bíða erfið verkefni á næstu mánuðum, auk fjárlagagerðarinnar fundur Norð- urlandaráðs og Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, svo og fyi-- irhuguð ferð til Suður-Ameríku. Bondevik sagður svefnvana fíouge Haust- og vetrarlitirnir ’98-’99 Komið, sjáið og prófið... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt. Tískan verður rauð, meira logandi, frjálslegri og kvenlegri en áður. Kynning og förðun í dag og á morgun. Viðskiptavinir fá óvæntan glaðning. GULLBRÁ BYLGJAN ANDORRA Nóatúni 17, Hamraborg 14a, Strandgötu 32, s. 562 4217 s. 564 2011 s. 555 2615 www.lancome.com mber Hmidi smgir: ,STÚRKOSTLEGT!' Þýskir dagar Perlunni 24. - 27. september • VW • Eimskip * Samskip • Flugleiðir • Mercedes Benz • Otta-Iisti • Adidas • Warsteiner • Tarkett VERSLUNARRAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.