Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Líf Lewinsky
í rúst
Framtíðin sem blasir við Monicu
Lewinsky er ekki björt. Hún er atvinnu-
laus og mætir andúð almennings. Og hún
hatar Lindu Tripp.
Reuters
ÞESSI mynd var tekin af Monicu Lewinsky og Ciinton Bandaríkjaforseta daginn sem samband þeirra hófst.
Var myndin eitt af fjölmörgum málsskjölum úr skýrslu Kenneths Starrs sem gerð voru opinber í vikubyijun.
Washington. The Daily Telegraph.
MONICA Lewinsky hefur ekki átt
sjö dagana sæla eftir að samband
hennar við Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta komst í hámæli.
Lewinsky situr innilokuð í íbúð,
sem afar fáir vita hvar er, horfir
á sjónvarp og tekur inn þunglynd-
islyf. Líf hennar er í rúst, hún
hefur enga vinnu, framtíðarhorf-
urnar eru svartar, hún nýtur
engrar virðingar og virðist ekki
fá neinar skynsamlegar ráðlegg-
ingar.
Þegar vitnisburður forsetans og
Lewinsky er borinn saman, kemur
í Ijós hyldýpisgjá á milli þeirra.
Forsetinn sýnir lagaþekkingu sína
og pólitíska færni er hann heldur
sér í flóknar lagalegar skilgrein-
ingar, en Lewinsky brotnaði sam-
an fyrir framan rannsóknarkvið-
dóminn. Grátur hennar varð til
þess að nokkrir úr hópnum reyndu
að hughreysta hana og af lýsing-
um á yfirheyrslunum að dæma,
minntu þær einna helst á hóptíma
hjá sálfræðingi.
Allir Bandaríkjamenn vita hver
Lewinsky er og hafa skoðun á
henni. Samkvæmt nýlegri skoð-
anakönnun eru aðeins 5% þjóðar-
innar jákvæð í hennar garð og að-
eins 10% karlmanna segist myndu
vilja fara út með henni.
Nýlegt dæmi þykir sýna berlega
þá skelfilegu stöðu sem Lewinsky
er komin í. Hún var á leið út af
skrifstofu lögmanna sinna í Was-
hington, gekk út á götu og hugðist
ná sér í leigubfl. Enginn bfll reynd-
ist á lausu og fljótlega báru gang-
andi vegfarendur kennsl á hana.
Niðrandi athugasemdir voru látn-
ar falla, skrifstofufólk í nálægum
byggingum sá hvað var á seyði og
gerði hróp að henni og Lewinsky
hljóp í örvæntingu sinni fram og
aftur eftir gangstéttinni. Að end-
ingu renndi leigubfll upp að og ók
henni á brott.
Þá hafa einhveijir komist að því
hvar Lewinsky býr, því fyrir
skemmstu var kveikt í fiugeldi og
honum troðið inn um bréfalúguna
á ibúð hennar.
Atvinnulaus og langt niðri
Lewinsky hefur verið boðið að
sýna fót á tískusýningu á Italíu í
næsta mánuði en hún hefur enn
ekki svarað tilboðinu. Hún hefur
reynt að selja sögu sína til útgef-
enda í Bandaríkjunum en ekki
haft erindi sem erfiði, fimm
þeirra hafa þegar hafnað því að
gefa út endurminningar hennar.
Ekki er þó útilokað að henni tak-
ist að selja sögu sína fyrir dágóða
upphæð þegar málið er um garð
gengið.
Móðir Monicu Lewinsky segir
hana hafa verið þunglynda og
sýnt sjálfsmorðstilhneigingar frá
átján ára aldri. Ljóst er að Lewin-
sky hefur verið langt niðri, að
minnsta kosti frá áramótum, er
samband hennar við forsetann
komst í hámæli, jafnvel frá því að
henni varð ljóst að sambandi
þeirra var lokið. Hún kennir Clint-
on ekki um það hvemig fór en
leynir hins vegar ekki reiði sinni í
garð annarrar manneskju. „Mér
þykir þetta allt saman ákaflega
leitt. Og ég hata Lindu Tripp,“
sagði Lewinsky við vitnaleiðslurn-
ar.
Tripp og blái kjóllinn
Það vekur athygli margra,
hversu lítið er minnst á Tripp í
hinni umfangsmiklu skýrslu sér-
skipaðs saksóknara, Kenneths
Starrs. Ljóst er t.d. að hún kann að
hafa haft úrslitaáhrif á að Janet
Reno, dómsmálaráðherra, leyfði
rannsóknina á sínum túna, en
ákvörðunin var byggð á upptökum
af samtölum Tripp og Lewinsky.
Nú segist Lewinsky hafa logið að
Tripp í þeim.
Fram hefur komið að það var
Linda Tripp sem hvatti Lewinsky
til að geyma bláa kjólinn með sáð-
blettum úr forsetanum. Lewinsky
hugðist láta hreinsa kjólinn en
Tripp sagði að hún yrði að geyma
hann sem sönnunargagn. Er
Lewinsky vildi það ekki og sagðist
ætla að vera í kjólnum, sannfærði
Tripp hana um að hann klæddi
hana illa, hún sýndist feit í honum.
„Hataðasta manneskja heims“
Þá lagði Tripp afar hart að
Lewinsky að undirrita ekki eið-
svarna yfirlýsingu sem Vernon Jor-
dan, lögmaður og vinur Clintons,
hafði aðstoðað Lewinsky við að út-
búa, fyrr en Jordan hefði tryggt
henni vinnu. Lewinsky segir enn-
fremur í vitninsburðinum að hana
minni að það hafi verið hugmynd
Tripp að fá Jordau til aðstoðar við
atvinnuleit. Þegar þá var komið við
sögu var Lewinsky og forsetann
farið að gruna að Tripp læki upp-
lýsingum um samband þeirra og
segist Lewinsky hafa logið að
Tripp. T.d. hafi hún sagst ekki
myndu undirrita yfírlýsinguna þeg-
ar hún var í reynd búin að því.
Einnig hafi hún sagt Tripp að for-
setinn og Jordan hafi sagt sér að
Ijúga, sem hafi ekki verið satt.
Fram hefur komið að Kenneth
Starr telur að ekki sé allt með
felldu hvað varðar upptökur sem
Tripp gerði af samtölum sínum við
Lewinsky. Tripp er einnig rúin
trausti og hefur ekki aðeins kallað
yfir sig hatur Lewinsky, heldur
fjölmargra annarra. Segir umsjón-
armaður vefsíðu hennar að hún sé
„iíklega hataðasta manneskja
heims“.