Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 26

Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A Ivanov til Noregs KNUT Vollebæk, utanríkis- ráðherra Noregs, ræddi í gær í fyrsta sinn við ígor Ivanov, hinn nýja utanríkisráðherra Rússlands, í New York þar sem þeir voru staddir vegna fundar allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Ráðherrarn- ir ræddu m.a. ástandið í N orðvestur-Rússlandi, Kosovo-málið, Smuguna og landhelgislínuna í Barentshafi. Akveðið hefur verið að Ivanov fari í opinbera heimsókn til Noregs í tengslum við fund ut- anríkisráðherra aðildarríkja Oryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu sem haldinn verður þar í landi 2. og 3. desember. Sóttvarnalög milduð PERSAKÖTTUR í búri í sóttvarnageymslu nálægt Heathrow-flugvelli í London. Breska stjórnin kynnti í gær tillögu um að breyta ströngum sóttvarna- lögum Bretlands, sem kveða á um að öllum dýrum sem koma til landsins verði hald- ið í sóttkví í hálft ár. Sam- kvæmt tillögunni verður hægt að flytja dýr frá rikj- um, þar sem lítið er um hundaæði, til landsins án þess að halda þeim í sóttkví. Dýrin geta fengið svokölluð „vegabréf* ef rannsókn leið- ir í ljós að þau séu ekki með sjúkdóma. Reiði vegna dauða flóttakonu DAUÐI tvítugrar konu frá Ní- geríu, sem dó eftir að belgískir lögreglumenn reyndu að flytja hana úr landi, hefur valdið reiði meðal almennings í Belgíu og mannréttindahreyf- ingar hafa krafist þess að Lou- is Tobback innanríkisráðherra segi af sér vegna málsins. Konan lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld eftir að hafa misst meðvitund í flugvél þegar lög- reglumennirnir þrýstu púða að munni hennar til að róa hana eftir að hún tók að hrópa. Konan flúði frá Nígeríu í mars og sagði ástæðuna þá að for- eldrar hennar hefðu reynt að neyða hana til að giftast 65 ára gömlum manni. Stjórn ftalíu að falla? LÍKURNAR á stjórnar- kreppu á Ítalíu jukust í gær þegar Fausto Bertinotti, leið- togi Kommúnískrar endurnýj- unar, sem hefur stutt stjóm- ina, neitaði að gefa eftir í deilu um fjárlög næsta árs. Bertinotti sagði að stjórnar- flokkarnir hefðu ekki orðið við kröfum flokksins og ákveðið yrði í næsta mánuði hvort hann héldi áfram að styðja stjórn Romanos Prodis for- sætisráðherra. Tveir samstarfsmenn Íljúmzhínovs forseta FIDE játa morð á gagnrýnum ritstjóra Olympíu- skákmót í skugga morðs PEGAR aðildarfélög FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, voru að taka saman lista yfir væntanlega þátttakendur í Olympíuskákmótinu, sem hefst á laugardag í rússneska sjálfstjómarlýðveldinu Kalmykíu, barst þeim bréf frá félagsskap í Moskvu og ekki er víst, að allir hafi verið hrifiiir af sendingunni. „Við, sem berjumst fyrir mann- réttindum í Rússlandi, viljum vekja athygli ykkar á því hvaða fólk það er í raun og veru, sem borgar fyrir Olympíuskákmótið, og hvers konar skömm þið getið gert ykkur með þátttökunni,“ sagði í bréfinu en sendandinn var Glasnost-vamar- samtökin í Moskvu. Berjast þau einkum fyrir tjáningarfrelsi og hafa frá 1991 veitt mörgum blaðamönn- um, sem stjórnvöld telja sig eiga sökótt við, lögfræðilega aðstoð. Glasnost hefur reynt að vekja at- hygli umheimsins á morði blaða- manns í Elísta, höfuðborg Kal- mykíu, og bréfið var sent aðildar- félögum FIDE vegna eins manns: Kírsans Íljúmzhínovs, 36 ára gam- als kaupsýslumanns og búddista, sem talinn er eiga stærsta flota lúxusbifreiða í heimi. Auk þess er hann forseti Kalmykíu og forseti FIDE. Iljúmzhínov dreymir um að gera Elísta að höfuðborg skáklistarinn- ar í heiminum. Skólabömum er gert að iðka skák tvisvar í viku og embættismenn punta gjaman upp á skrifstofuna sína með skákborði. Forsetinn lagði meira að segja til, að tekið yrði upp nýtt og nokkuð enskuskotið orð í rússnesku, chessm', og hefur það merkinguna góður. Lofaði gulli og grænum skógum Íljúmzhínov komst fyrst í sviðsljósið fyrir níu ámm þegar hann varð framkvæmdastjóri Liko- Raduga, sovésk-japansks sam- starfsfyrirtækis, og síðar stofnaði hann banka í Kalmykíu. Forseti varð hann 1993 en þá lofaði hann að breyta Kalmykíu í annað Kúveit þar sem hver einast fjárhirðir hefði farsírna. Síðan em liðin fimm ár og enn em smalarnir símalausir og ekkert bólar á Diego Maradona en Iljúmzhínov ætlaði að fá hann til liðs við fótboltafélagið í Elísta. Samt er lítill kun- í Kalmykíu enda vita landsmenn, að Iljúmzhínov er illa við óánægjuraddir. Þegar helsti gagnrýnandi Iljúmzhínovs, ritstjórinn Laríssa Júdína, fannst myrt í júníbyrjun sökuðu Glasnost og önnur mann- réttindasamtök Íljúmzhínov um að vera viðriðinn morðið. Júdína hafði skrifað mikið um spillingu í ríkisstjórninni og síðustu vikurnar fyrir dauða sinn einkum um „Skákborgina", sem á að hýsa 2.000 þátttakendur í Olympíuskák- mótinu. Mjög varlega áætlað er kostnaður við þetta „brjálæði" tal- inn verða 10,5 milljarðar feL kr. og em þá framkvæmdir við flugvöllinn meðtaldar. Notaði almannafé Júdína hélt því fram, að Skák- borgin væri byggð fyrir ah-íkisfé, sem fara hefði átt til almannaþarfa í Kalmykíu, og hún fordæmdi Íljúmzhínov fyrir að ætla að selja íbúðirnar 237 í Skákborginni fyrir 14 millj. kr. hverja að mótinu loknu. Almenningur í Kalmykíu hefur ekki fengið launin sín greidd mánuðum saman og getur ekki lát- ið sig dreyma um að eignast eigið húsnæði. Með dauða Júdínu misstu and- stæðingar Iljúmzhínovs sinn helsta talsmann en nú loksins vaknaði áhugi umheimsins. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði, að um hefði verið að ræða „pólitískt morð“ og skipaði saksóknurum alríkisins að annast rannsóknina. Kvaðst hann ekki treysta embættismönnum í Kal- mykíu til þess. I síðasta mánuði voru handteknir tveir menn, fyrr- verandi aðstoðarmaður Iljúm- zhínovs og fulltrúi hans í næsta sjálfstjórnarhéraði. Hafa þeir játað á sig morðið. Enginn bilbugur á FIDE? Fulltrúar FIDE styðja Íljúmzhínov áfram þrátt fyrir þetta. „Engin ákæra er komin fram og þótt svo væri er það nú svo, að sérhver er saklaus þar til sök sann- ast,“ segir Emmanuel Omuku, framkvæmdastjóri FIDE. Hugsast getur, að Ólympíuskák- mótið endi í klúðri og morðmálið vindi enn upp á sig en Iljúmzhínov virðist ekki hafa áhyggjur af því. Hann ætlar að bjóða sig fram í for- setakosningunum í Rússlandi aldamótaárið 2000. Heimild: The European. Rees-Jones í mál við Ritz-hótelið Fellibylurinn Georges ógnar Flórída Port-au-Prince. Reuters. FELLIBYLURINN Georges mun væntanlega ganga yfir suður- hluta Flórídaríkis í Bandaríkjun- um í dag. Á myndinni sjást hafn- armannvirki á Púertó Ríkó sem skemmdust verulega er Georges gekk þar yfír, og hann olli einnig miklum skaða á Haiti og í Dómíníska lýðveldinu. Að minnsta kosti 17 manns hafa þeg- ar farist af hans völdum. Nokkuð dró úr styrk fellibyls- ins er hann fór yfír fjalllendi eyj- arinnar Hispanjólu, sem Haiti og Dómímska lýðveldið skipta með sér, en búist var við að hann efldist á ný er hann færi yfír hafíð í átt að Flórída. Lýst var yfír neyðarástandi í viðvörunarskyni á suður- og miðhluta Flórída í gær. Þúsund- ir íbúa á rifjunum undan strönd- um suðurodda ríkisins hafa ver- ið fluttar á brott frá heimilum sinum, og öllum ferðamönnum var vísað frá svæðinu á þriðju- dag. París. Reuters. LÍFVÖRÐURINN Trevor Rees- Jones, sem komst lífs af úr bílslys- inu er varð Díönu prinsessu að bana fyrir ári, hefur höfðað mál á hendur Ritz-hótelinu í París. Það er í eigu Mohamed A1 Fayeds, en sonur hans, Dodi, var vinur Díönu og lét einnig lífið í slysinu. Byggist málsóknin á því að hótelið hafi „hætt lífi annarra" með því að leigja bifreið, sem kunni að hafa verið með bilaðar bremsur. Rees-Jones slasaðist alvarlega í slysinu og greiddi A1 Fayed sjúkra- kostnað hans, auk þess sem hann útvegaði Rees-Jones vinnu. Snurða hljóp hins vegar á þráðinn í vor og sagði Rees-Jones upp. Lífvörðurinn var sá eini í bílnum sem var með bílbelti og í síðasta mánuði lýsti A1 Fayed því yfir að Rees-Jones hefði verið óhæfur starfsmaður þar sem hann hefði ekki tryggt að allir væru í beltum. Er Rees-Jones sagður miður sín vegna þessara fullyrðinga. Lögsóknin er sögð á hendur hótelinu og bílaleigunni sem átti bif- reiðina er ekið var á stólpa í undir- göngum í París. I síðasta mánuði sagði einn starfsmaður leigunnar að verið gæti að bremsur bifreiðarinn- ar hefðu verið bilaðar. Evrópusambandið hyggst banna tóbaksauglýsingar eftir fáein ár Bretar snúast til varnar London. Reuters. BRESKI tóbaksiðnaðurinn hefur ákveðið að snúast til varnar og berj- ast gegn þeim fyrirætlunum Evr- ópusambandsins að banna tóbaks- auglýsingar. „Það er allt of langt gengið með al- geru banni, það er ónauðsynlegt og gagnslítið, „sagði John Carlisle, yfir- maður almannatengsla hjá samtök- um breskra tóbaksframleiðenda. Sagði hann, að með banni væri verið að hefta tjáningarfrelsi og mannrétt- indi og ráðlagði ESB að skipta sér ekki af heilbrigðismálum, sem það hefði enga lögsögu yfir. Talsmenn Gallaher-samsteypunn- ar, Imperial Tobacco-samsteypunnar og Rothmans, sem standa að samtök- um tóbaksframleiðenda ásamt fjór- um aukafélögum, segja, að ákvörðun ESB fari í bága við evrópsk lög og eigi ekkert skylt við samræmingu á innra markaði ESB-ríkjanna. Fjórði hver reykir Fyrrnefnd þrjú fyrirtæki hafa um 90% tóbakssölunnar í Bretlandi en hún er alls um 1.525 milljarðar ísl. kr. á ári. Reykingamenn í landinu eru um 14 milljónir eða fjórði hver fullorðinn. Aætlað er, að tóbaksiðnaðurinn í Evrópu auglýsi árlega fyrir 11,7 milljarða kr. Breski Verkamannaflokkurinn hét því í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í maí í fyrra að banna tóbaksauglýsingar og ESB hyggst banna næstum allar tóbaks- auglýsingar og kostun tóbaksfyr- irtækja ekki síðar en 2006. Breskir tóbaks- framleiðendur hafa nú skotið þessu máli til dómstólanna en þeir segja, að verði auglýsingar bannað- ar, muni þeir ekki geta varið sinn hlut íyrir ódýrum innflutningi og smygluðu tóbaki. Þeir efast líka um, að bannið muni draga úr tóbaksnotk- un og benda í því sambandi á Noreg. Þar jukust reykingar eftir að auglýs- ingar voru bannaðar. Samkvæmt áætlunum ESB verða auglýsinga- spjöld þar sem tóbak kemur við sögu bönnuð árið 2000 og auglýsing- ar í blöðum og tímaritum ári síðar. Kostun tóbaksfyrirtækja verður bör uð árið 2003 en þó heimiluð áfram til 2006 þegar um er að ræða heimsviðburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.