Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 29

Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 29
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 29 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 Listamannaþingið og sýningin „Stöð tii stöðvar“ í Nýlistasafninu Utgáfutónleikar Möggu Stínu ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Möggu Stínu verða haldnir í kvöld, fimmtu- dagskvöld, í Loftkastalanum. Tilefn- ið er útkoma fyrstu sólóplötu Möggu Stínu „An Album“ sem inniheldur 12 lög og er gefmn út samhliða í Bret- landi og víðar í Evrópu. Til að fylgja plötunni efth- hefur Magga Stína sett saman hljómsveit- ina Bikarmeistarana sem skipa Pét- ur Hallgrímsson á gítar, Guðni Finnsson á bassa, Arnar Geir Ómarsson á trommur og Valgeir Sigurðsson á hristur. Fyi-irhuguð er tónleikaferð um Bretland í nóvem- berlok þar sem hljómsveitin mun hita upp á tónleikum Bjarkar. Á tónleikunum í Loftkastalanum í kvöld, sem hefjast kl. 22, verða einnig óvæntir gestir. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. „Var ekki með neinn sér- stakan blómvönd í huga“ DJÚP rödd hljómar innan úr helj- arstórum rassi uppi á vegg og talar um muninn á munni og rassi. Tölvu- skjár með orðabók, sem gestirnir geta búið til jafnóðum. Hljóðupp- taka á andardrætti sofandi manns í Landmannalaugum. Ungur Sviss- lendingur á sjónvarpsskjá reynir að botna í orðum sem hann flettir upp í þýsk-íslenskri orðabók. Verk sem leggur út af gjafaskiptum Banda- ríkjaforseta og Móniku nokkurrar Lewinsky. Brunnur, súrefnisatóm og rafmagnssnúrur. Allt þetta og langtum fleira má sjá á sýningunni „Stöð til stöðvar", sem nú stendur yfír í Nýlistasafninu og lýkur sunnudaginn 27. september. Sýningin er lokaáfangi samvinnu sem hófst milli listamanna frá Ung- verjalandi, Sviss og Islandi í sviss- nesku Ölpunum í september í fyrra og var fram haldið í Búdapest fyrr á þessu ári. Eins og segir í kynningu í fréttabréfi Nýlistasafnsins eiga þjóðríkin þrjú ýmislegt sameigin- legt. Öll iiggja þau t.d. á afgerandi mörkum mismunandi menningar- svæða. „Löndin eru í ákveðnum skilningi öll tímalausar eyjur sem eru stöðug ráðgáta fyrir ókunna. Þekktasti sjónhverfíngamaður ald- arinnar var einmitt Ungverjinn Houdini, Svisslendingar ei'u hins vegar helstu framleiðendur arm- bandsúra og annarra tímamæla á okkar dögum meðan Islendingar eru sífellt að koma á óvart,“ segir þar ennfremur. Biómabúðin og vöndurinn Listamennirnir sem hér eru að verki eru fimmtán talsins og hefur hluti þeirra tekið þátt í samvinnunni frá upphafí og aðrir eru nýir í hópn- um. Ölíkir einstaklingar sem sumir þekktust fyi'irfram og aðrir ekki hittust viku fyrir sýninguna, bjuggu saman og unnu saman í viku og úr varð sýning á sameiginlegum af- rakstri. Sum verkin eru unnin af öll- um í sameiningu, önnur af smærri hópum og enn önnur af einum og einum. Listamennirnir segja sam- vinnuna hafa verið fljótandi og hug- myndirnar þróast á staðnum, mis- munandi meðvitað. Til dæmis hafi þau yfírhöfuð ekki rætt sýninguna þann tíma sem þau voru öll saman í Landmannalaugum. „Það er nákvæmlega eins og þetta með blómabúðina og vöndinn. Þú ferð inn með ákveðinn blómvönd í huga _ en færð hann eiginlega aldrei. Út frá því gekk ég þegar ég kom hérna, ég var ekki með neinn sérstakan blómvönd í huga, þannig fannst mér það meira spennandi. Það voru margir til í það - en það eru auðvitað ekki allir þannig," seg- ir Gabríela Friðriksdóttir, einn listamannanna sem Morgunblaðið hitti í Nýlistasafninu í vikunni. Þá voru Ungverjarnir reyndar farnir Morgunblaðið/Golli EGILL Sæbjörnsson, Guðlaugur Kr. Óttarsson, Margrét H. Blöndal, Christina Hemauer, Haraldur Jónsson, Gabríela Friðriksdóttir og Nicole Henning eru meðal þátttakenda í listamannaþinginu og sýningunni „Stöð til stöðvar" í Nýlistasafninu. heim og tvær svissneskar stúlkur eftir, auk Islendinganna, sem ekki voru þó allir viðstaddir þann dag- inn. Aðalatriðið að vera saman Þegar spurt er hvort líta beri á sýninguna sem verk fimmtán ein- staklinga eða einnar heildar er á listamönnunum að heyra að eigin- lega sé það bæði og. „Einstakling- arnir verða auðvitað líka að fá að njóta sín, annars verður það bara leiðinlegt. Þetta var kaos og hluti af því er að vera ekki að reyna að stjórna of mikið, maður verður líka að fara eftir eigin þörf,“ segir Egill Sæbjörnsson. Haraldur Jónsson lík- ir ferlinu við samkvæmi, þar sem ekki sé hægt að neyða einhvern til þess að skemmta sér. Christina Hemauer frá Sviss segir þetta mik- ið hafa snúist um að reyna og gera tilraunir. Samstarfíð hafí á vissan hátt virkað og á annan hátt ekki. „Aðalatriðið er að vera saman þenn- an tíma, þess vegna lögðum við áherslu á að sofa líka í safninu. Við erum hérna saman og það getur ekki farið á annan hátt en að það gerist eitthvað, jafnvel þótt áhrifín verði ekki önnur en þau að við töl- um ekki saman. Við ætluðum okkur ekki endilega hnitmiðað að komast að einhverri rosamikilli niðurstöðu, heldur bara búa til svona einingu eins og rannsóknastofu til þess að tefla saman ákveðnum elementum og leyfa því síðan að vaxa svolítið af sjálfu sér, vegna þess að ef þessu er ofstjórnað verður það leiðinlegt. Er það ekki?“ segir Egill og viðstaddir samsinna því að tíminn hafí ekki leyft að menn væru að velta hug- myndunum allt of mikið og lengi fyrir sér. Ragnar H. Ragnar Bernharður Wilkinson Sigrún Hjálmtýsdóttir Sinfóníuhljómsveit íslands á ísafírði ------ —........%----------- Tónleikar í ald- arminningu Ragn- ars H. Ragnar Isaílrði. Morg^inblaðið. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT lands kemur til Isafjarðar laugar- daginn, 26. september, og heldur tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tónleikarnir eru til minningar um tónlistarfrömuðinn Ragnar H. Ragnar, en hinn 28. september eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Á efnisskrá tónleikanna eru tón- verk eftir þá feðga og tengdafeðga Ragnar H. Ragnar, Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson en þess utan verða fluttar aríur og önnur tónlist úr óperum eftir Moz- art, Rossini og Gounod. Tónleikun- um lýkur á Polovtsían dönsum úr Igori fursta eftir Borodin. Ein- söngvari á tónleikunum verður Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, en með Sinfóníunni syngur jafnframt um 60 manna blandaður kór með söngfólki frá Þingeyi'i, Flateyi'i, Suðureyri, Isafirði, Bolungarvík og Súðavík. Hljómsveitarstjóri verður Bern- harður Wilkinson. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra verður viðstaddur tónleikana. Að tónleikunum loknum verður farið niður að Tónlistarskólanum við Austurveg og tekin fyrsta skóflustungan að nýjum tónleikasal sem verður byggður í garðinum á bak við húsið. Salurinn mun taka 150-170 manns í sæti og þar eiga hljómgæði að verða eins og best verður á kosið. Arkitekt er Vil- hjálmur Hjálmarsson en honum til aðstoðar hefur veríð Stefán Einars- son, sem er helsti sérfræðingur landsins í hljómburði tónleikasala. Ragnar H. Ragnar gegndi yeiga- miklu hlutverki í tónlistarlífí Isfirð- inga um árabil og var 'meðal annars skólastjóri og aðalpíanóleikari Tón- listarskóla Isafjarðar og organisti Isafjarðarkirkju, auk þess að stjórna Sunnukórnum og Karlakór ísafjarðar. Barnaskór SMÁSKÓR í bláu húsi viö Fákafen, sími 568 3919 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aöstæöur nnifaiið í verði bíisins s 2.0I 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél V Loftpúðar fyrir ökumann og farþega ■s Rafdrifnar rúður og speglar v Veghæð: 20,5 cm v Fjórhjóladrif v Samlæsingar v Ryðvörn og skráning s Útvarp og kassettutækí V Hjólhaf: 2.62 m v Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- HONDA Sími: 520 1100 HÁRLOS Ertu með hárlos? Við lofiim þér árangri. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.