Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 32

Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Meistarabassi meistara- bassanna RAY Brown bassaleikari. Guðríður St. Auður Sigurðardóttir Hafsteinsdóttir pianóleikari fíðluleikari Tónleikar í Egilsstaða- kirkju AUÐUR Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Egils- staðakirkju laugardaginn 26. sept- ember kl. 16. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Kreisler, Fauré, Ravel, Granados og De Falla. Auk þess leika þær þrjár rómönsur eftir Clöru Schumann og sónötu eftir Grieg. Auður og Guðríður luku báðar einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og hafa stundað framhaldsnám erlendis auk þess að hafa sótt námskeið víða. Auður Hafsteinsdóttir var fulltrúi íslands í keppni ungra norrænna einleikara í Finnlandi árið 1991 og var valin borgarlistamaður Reykja- víkurborgar til þriggja ára haustið 1991. Hún er einn af stofnendum Trio Nordiea og leikur einnig með Caput-kammerhópnum. Guðríður hefur komið fram á tón- leikum bæði hér heima og erlendis. Hún hefur m.a. verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hún er píanókennari við Tónskóla Sigur- sveins og Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónleikarnir eru á vegum Tón- listarfélags Fljótsdalshéraðs og eru styrktir af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra tónlistarmanna. ---------------- Sýningum lýkur Norræna húsið Sýningu á verkum sænska list- málarans Rojs Fribergs lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningum Sigrúnar Eldjárns, Bridget Woods og Margrétar Sveinsdóttur Iýkur nú á sunnudag. Gerðarsafn er opið alla daga frá kl. 12-18. TONLIST Iljass RAY BROWN: SUMMERTIME Tríó Ray Browns ásamt Ulf Wakeni- us gítarleikara. Geoff Keezer, píanó, Ray Brown, bassi/og Gregory Hutchinson, trommur. West Coast Blues, Summertime, Topsy, Yours Is My Hcart Alone, It’s Only a Paper Moon, My One and Only, Reunion Blues, Watch What Happens, The More I See You, Honeysuckle Rose, Cake’s Blues. New York 1997. Útgefíð af Telarc 1998/ 12 tónar. Verð kr. 2.100 (1.500 meðan á djasshátíð stendur). RAY Brown er bassaleikari bassaleikaranna og fáir ef nokkrir hafa staðið honum á sporði í að sameina meistaralega tækni og hinn djúpa sanna djassbassatón. Margir nútímabassaleikarar, með snillinga á borð við Niels-Henning í broddi fylkingar, hafa eflt tæknina á kostnað tónsins, og stillt strengi í samræmi við það. Ray leikur ekki laglínu jafn leikandi létt og Niels, en hann hefur meiri dýpt í tóninum - og enginn sveiflar jafn ruddalega vel og hann. Á nýjasta diski sínum þarsem gítarleikari Niels-Henn- ings, hinn sænski Ulf Wakenius, er gestaleikari tríósins, leikur Ray eina laglínu sjálfur og gerir það með glæsibrag: It’s Only a Paper Moon, leikur meira að segja inn- gangskaflann. Annars er það Ulf sem leikur flestar laglínurnar, en Ray bregður stundum boganum á strengi eða leikur samstiga gítarn- um og svo tekur hann stórkostlegar einleikshrinur þegar við á. Hann er heldur ekki með bassasóló í hverju lagi þó hljómsveitarstjóri sé. Aftur á móti eru allar útsetningar eftir hann og bera þess merki að þar er bassaleikari af klassíska skólanum að verki. Ulf Wakenius er einn fremsti gít- arleikari Evrópu og Ray segir: „Hann kann að leika á gítarinn, maður!“ Ulf hefur einu sinni heim- sótt ísland með tríói Niels-Henn- ings og vakti einlæga aðdáun ís- lenskra. Hann er mjög fjölhæfur gítaristi og býr yfír afburðatækni. Hann á auðvelt með að aðlaga sig aðstæðum enda ferill hans skraut- legur. Byrjaði í rokki og blús, fór síðan að leika flameneotónlist og klassík en loks tók djassinn völdin. Á þessari skífu er hann hallari und- ir Wes Montgomery en oftast áður og upphafslag skífunnar er blús- valsinn frægi eftir Wes: West Coast Blues. Summertime er blúsað í út- setningu Rays, enda eitt þeirra laga sem menn verða að gefa nýjan lit, svo oft er það spilað. Ulf fer þar á kostum og er bláa tilfinningin sterk í æðum hans. Píanistinn Geoff Keezer tók sæti Benny Greens í tríói Rays. Hann var einnig arftaki Greens í píanó- stólnum hjá Art Blakey og lék með Blakey uns trommujöfurinn lést ár- ið 1990. Hann er skemmtilegur pí- anisti og þó Peterson-taktarnir skjóti upp kollinum er hann ekki Petersonisti í sama skilningi og Benny Green, og að sjálfsögðu hafa þeir báðir boppið fullkomlega á valdi sínu einsog allir er gengið hafa í skóla Art Blakeys. Geoff er oft skemmtilega Monk-skotinn í spili sínu og vitnar óhikað í Monk. Það er kannski ekki skrítið að pí- anistar Ray Browns dragi meiri dám af Peterson en ella er þeir leika með honum, því hann var bassaleikari meistarans í fimmtán ár og hljóðritaði með honum marg- ar helstu perlur hinnar Peter- sonísku djassbókar. Trommarinn Gregory Hutchin- son er ekki í vandræðum með sveifluna, enda haft góðan kennara, sjálfan Ray Brown, sem er alltum- lykjandi á þessari skífu án þess að skyggja nokkurn tímann á félaga sína. RAY BROWN: SOME OF MY BEST FRIENDS ARE SINGERS Tríó Ray Browns ásamt gestum. Brown, bassi, Geoff Keezer, pianó, Gregory Iiutchinson, trommur, Ralph Moore, tenórsaxófónn, Antonio Hart, altósaxófónn, Russell Malone, gítar, Dee Dee Bridgwater, Etta Jones, Nancy King, Diana Krall, Kevin Mahogany og Marlena Shaw söngur. Burbank 1997 og New York 1998. Útgefíð af Telarc 1998 / 12 tónar. verð kr 2.100. ÞETTA er þriðji diskur Rays í röðinni Nokkrir bestu vinir mínir eru ... Fyrst voru það píanistarnir, þá komu tenórsaxistarnir og nú söngvararnir. Að vísu var söngv- araskífan ekki hugmynd Rays held- ur útgefendanna, sem vita að söngvarar seljast alltaf vel. Ray hefur að vísu unnið mikið með söngvurum, var meira að segja gift- ur Ellu Fitzgerald um tíma, svo hann var ekki í vandræðum með að fá fimm kvinnnr og einn karl til liðs við sig. Karlinn, Kevin Mahogany, er einna sístur þeirra sexmenning- anna þótt hann krúni í klassískum Billy Eckstine stíl. Túlkun hans á Skylark er snotur en kraftinn skortir í The Party’s Over, spuninn kraftlítill, en tríóið sveiflar vel að vanda. Yngst söngkvennanna er Diana Ki-all og féll ég kylliflatur íyrir túlkun hennar á klassík Jimmy Van Heausens og Johnny Merchers: I Thought About You. Hendingamótun hennar er ekki flókin, en svo músík- ölsk að hún hreyfir við manni. Hún kemst einnig vel frá „skattinu" í Little Boy. Mar- lena Shaw er kröftug söngkona og spinnur einsog blásari í lagi Cole Porters, As Long Last Love, og ballöðuna Imagination syngur hún af mikilli innlifun. Eilítið nefmælt röddin, bragð sem Diana Was- hington og Richard Boone beittu oft, er gædd sjaldgæfum sjarma. Etta Jones hefur lengi verið í sviðsljósinu og sveiflar Poor Butterly og There Is No Gr- eater Love af miklu öryggi þó stundum hangi hún í tóninum einsog Tony Bennett og Haukur Morthens og einsog hjá Parker og Hodges verður allt blúsættar er hún snertir. Nancy King er vel þekkt með- al djasssöngvara þótt hún hafi ekki notið mikillar almenn- ingsfrægðar. Hún fer þokka- lega með meistaraverk van Heausens, But Beautiful, og „skattar" kröftuglega blús sem Ray skrifaði: The Perfect Blues Þá er aðeins eftir að geta einnar söngkonu og þeirrar sem mér þykir mest til koma, Dee Dee Bridgewater. Ég heyrði hana fyrst er hún var 24ra ára gömul og söng með Thad Jones/Mel Lewis stórsveit- inni. Síðan eru liðin 24 ár og DeeDee hefur batnað og þroskast einsog höfugt vín. Hún hefur sung- ið mikið með Ray Brown undanfar- in ár, bæði með tríói hans og tríóinu og stórsveitum undir stjórn bassa- leikarans John Claytons sem hér stjórnaði djasstónleikum Sinfóní- unnar fyrir nokkrum árum. Dee Dee syngur ballöðu Youmans: More Than You Know af sterkri til- finningu og fer vel með Sarah Vaughan-áhrifin. Cherokee söngur Ray Nobels er hér fluttur með inn- gangskaflanum og það er ekki fyrren Ralph Moore gefur tóninn að Cherokee breytist úr ljúfri ball- öðu í hraðan söngdans í þeim stíl er djassleikarar hafa gjarnan spilað Cherokee. Gestahljóðfæraleikararnir gera sosum engar rósir en Geoff Keezer á hvern sólóinn öðrum betri og að sjálfsögðu er bassaleikur Ray Browns sá póll er allir sveifluvindar skífunnar snúast um. Vernharður Linnet Útgáfubækur Fjölva fjórtán í ár Tinni, Lífsbók og Dýr agar ð sb ö r n FJÖLVAÚTGÁFAN hefur þau tíð- indi að færa aðdáendum Tinna, að í haust mun hefjast útgáfa á þeim Tinnabókum sem hafa verið upp- seldar og með öllu ófáanlegar í mörg ár. Fyrst verða fyrir valinu þær tvær bækur sem mest hefur verið spurt um - Vindlar Faraós og Svaðilför í Surtsey. Einnig er í at- hugun, hvort hægt verði að hefja endurprentun á næsta ári á Lukku- Láka og Ástríki. Meginviðfangsefni Fjölva í ár verður Lífsbók Steingríms málara, þar sem Steingrímur St. Th. Sigurðsson rekur „brokkgengan lífsferil" sinn sem kennari, rithöf- undur, blaðamaður og listmálari. „Óhætt er að segja að í þessu yfir- gripsmikla verki er höfundurinn mjög hreinskilinn um flókin per- sónuvandamál sín, drykkjuskap, slagsmál, bíladellu, kvennamál, svo að sjaldan hefur jafnmiskunnarlaus sjálfstjáning birst á prenti," segir í kynningu. Meginhluti bókarinnar mun þó fjalla um listferil hans. Æviminningar Steingríms verða í stóru broti upp á um 500 blaðsíður. Stutt andhvfld Á undanfömum árum hefur Fjölvi, „þanið sig út með of miklum fjölda útgáfubóka, árlega milli 20 og 40“, segir í kynningu og jafnframt bent á að nú verði tekin stutt and- hvíld til að safna kröftum á ný. Það hlé er notað til að líta yfir farinn veg. Auk þess sem áður var sagt um Tinnabækumar, koma nú í endurút- gáfu Dýragarðsbömin (Bahnhof Zoo), bók um eiturlyfjavandann í Þýskalandi. Komung stúlka, Krist- jana F., ofurseld fíkninni lýsir skelfilegu lífi og örlögum ungra eit- urlyfjaneytenda. Aðrar bækur í sigtinu eru m.a. íslenskir fiskar, Stóra fluguhnýtingabókin, Hunda- bókin, Stóra byggingarlistasagan. Verða samningar um útgáfu sumra þessara verka undirritaðir á Bóka- stefnunni í Frankfurt í haust. Barnabækur fyrir yngstu lesend- uma um fílinn Elmar eftir David McKee, sem nú fara sigurfór um heiminn, koma á íslensku. Það era tvær bækur, upphafsbókin sem heitir aðeins Élmar og Elmar í felu- leik sem er felumyndabók. Þá koma út tvær bamabækur sem hafa hlotið verðlaun erlendis. Önnur fjallar um tengsl móður og barns og nefnist Ég elska þig, eftir Robert Munsch. Hin er um vináttu lítils drengs og hunds og nefnist Benjamín og Bixi og er eftir Carmen Batet. Fjölvi-Vasa gefur nú út þrjár bækur danska grínistans Willi Breinholst, sem áram saman hefur verið ofarlega og jafnvel efstur á metsölulistum í mörgum Evrópu- löndum. Tvær þessara bóka era óvenjulegar að því leyti að lítið bam lýsir aðstæðum sínum og sjónannið- um, annað í móðurkviði og heitir hún Ég er á leiðinni, hitt er á íyrsta ári og heitir hún Mamma er best í öllum heimi. Sú þriðja heitir Hjálp, við er- um ástfangin, 25 djarfar ástarsögur. Fyrr á árinu kom út endurútgáfa á Létta leiðin að hætta reykingum, eftir Allan Carr, og hjá Fjölva-Vasa lækninga- og sjálfshjálparbækumar Mígreni eftir Eileen Herzberg og Breytingaskeiðið, eftir Gunillu Myr- berg. Þegar allt er talið saman verð- ur útgáfufjöldi Fjölva-Vasa í ár 14 bækur. Ung Nordisk Musik Sex þátt- takendur frá Islandi VIKUNA 27. september til 3. október fer fram í Ósló tónlist- arhátíðin Ung Nordisk Musik, en hún var haldin í Reykjavík á síðastliðnu ári. Hátíð þessa sækja ung nor- ræn tónskáld og flytjendur og er þetta í 25. skiptið sem ís- lendingar taka þátt, en UNM- hátíðirnar eiga sér yfir 50 ára sögu. Að þessu sinni verða fulltrú- ar Islands sex. Verkin sem flutt verða era Viva la animal! fyrir kammersveit, eftir Jón Guðmundsson; Kvak fyrir ein- leiks básúnu og tölvuhljóð, eft- ir Kolbein Einarsson. Einleik- ari í verkinu er Einar Jónsson básúnuleikari. Einnig verður flutt verkið Terra fyrir kamm- ersveit eftir Steingrím Rohloff; White Dwarf íyrir kammersveit, eftir Þuríði Jónsdóttur og Passacaglia fyr- ir strengjakvintett, eftir Davíð Franzson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.