Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 33 LISTIR Vestur-íslenski listamaðurinn Tom Bjarnason „Hvers vegna þurfa allar myndir að vera ferkantaðar?“ „ÞETTA hefur verið stórkostlegt ferðalag en ég hef borðað of mikið og drukkið allt of mikið kaffí. Nú verð ég að fara heim og hvfla mig,“ segir kanadíski myndlistarmaðm-- inn Tom Bjarnason og afþakkar allra náðar- samlegast þegar blaða- maður býður honum kaffibolla á síðasta degi Islandsheimsóknar hans. Tom á ættir að rekja vestur á Snæ- fellsnes og austur á land og kom í þriðju heimsókn sína hingað til lands á dögunum. Tom er fæddur í Winnipeg í Manitoba árið 1925 og stundaði nám í myndskreyting- um þar og í Michigan. Frá því á miðjum sjötta áratugnum hefur hann haft lifibrauð af myndskreytingum ýmiskonar, auk þess sem hann hef- ur kennt við listaskóla. Hann hefur hannað á þriðja tug frímerkja fyrir kanadíska póstinn, myndskreytt fjöldann allan af bókum, tímaritum og auglýsingum. Langaði að verða flugmaður en fór svo að teikna flugvélar Flugvélar og geimferðir hafa lengi verið honum sérstakt áhuga- mál og hefur hann teiknað flugvélar í fjölda bóka og íýrir flugfélög. Síð- asta áratuginn hefur hann snúið sér að gerð myndverka úr ýmsu til- fallandi dóti sem hann festir upp á striga, svo sem innmat úr tölvum og sjónvörpum. Verkin, sem flest hver eru risavaxin, hefur hann selt fyrir- tækjum og opinberum stofnunum. Hann býr nú í bænum Port Hope, skammt frá Toronto, í stóru húsi frá því um miðja síðustu öld, þar sem mörkin milli heimilis og vinnustofu eru fljótandi. „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á fiugvélum, alveg frá því ég var barn, og langaði framar öllu að verða flug- maður, en af því gat ekki orðið, svo í staðinn fór ég að teikna flugvélar," segir Tom kíminn. Nú hefur hann þó ekki lengur áhuga á að mála myndir af flugvélum, því tölvumar eiga orð- ið hug hans allan. Ekki tölvuforrit heldur hlutirnir sem tölvur eru sett- ar saman úr. „Ég tek tölvur og sjón- vörp í sundur. Þetta eru dásamlega fallegir hlutir, sem ég bolta upp á stærðarinnar striga í skrýtnum fonnum. Þetta eru stór abstrakt verk. Lýsingin skiptir líka miklu máli, það sindrar á hlutina þegar ljósið skín á þá,“ segir hann. Ekki er nóg með að verk hans séu óvenjuleg að innihaldi, heldur eru þau líka fremur óhefðbundin í laginu. „Ég er alveg búinn að fá nóg af þess- um ferköntuðu mynd- um. Hvers vegna í ósköpunum þurfa allar myndir í heiminum að vera ferkantaðar?" segir hann og bætir við að hann láti gjarnan hluta verksins skaga upp eða út úr hinum hefðbundna mynd- fleti og tengi það jafnvel yfir í annað verk eða ramma en auk þess að festa fyrrnefnda málmhluti á strig- ann máiar Tom á hann með úða- tækni. Ovæntur viðauki við ferilinn „Þetta er mjög óvæntur viðauki við hans feril, sem er í rauninni al- gerlega á myndlýsingarsviðinu,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur, sem þekkir vel til verka listamannsins. „Hins vegar er þarna ákveðinn snertiflötur við hans sér- staka áhugamál, sem er ýmiskonar tækniteikning og flug- og geim- ferðatækni. I ellinni fer hann allt í einu að tengja saman úðatækni, sem hann notaði í myndlýsingunum, og allskonar málm og vélaparta, úr tölvum, mælitækjum og öðra slíku. Ur þessu verður dálítið sérkennileg myndlistarblanda sem má kannski kenna við svokallaðan konstrúktí- visma í myndlist, þegar menn voru einmitt meðvitað að vísa í tækni og Tom Bjarnason Stórviðburður í Hðilinni um helgina! Útl Vlsf fjölskyldunnar LA UGARDALSHÖLL 25. - 27. SEPT. •Ferða- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar Á •Útivistarvörur , J •Aukahlutir ISE! 15 ára afmælissýning 7h& tcetencffc Sup&rfeep artd outdoor show 1998 Ljósmynd/Aðalsteinn Ingólfsson HLUTI af verki sem hangir uppi í hringlaga anddyri kanadfska loftferðaeftirlitsins í Ottawa. ýmiskonar iðnaðarefni. En fyi-st og fremst er þetta hans eigin mjög persónulega blanda. Ég held að þetta sé honum ekkert óskaplegt al- vörumál. Honum þykir gaman að þessu og ef einhverjum öðram flnnst það líka þá er það ennþá meira gaman,“ segir Aðalsteinn. Tom kom fyrst til íslands snemma á sjötta áratugnum þegar hann bjó í London og Ingibjörg systir hans var hér á landi og kenndi ensku. Arið 1990 kom hann aftur, þá sem gestafyrirlesari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. I þetta sinn hitti hann fjöldann allan af skyldmennum og var m.a. gefíð ættartré. Frænda sínum, Karli Guðmundssyni leikara, kynntist hann í fyrstu ferðinni, en afí Karls og faðir Toms vora bræður. „Mér hálfbrá þegar ég sá afa hans, því hann leit út nákvæmlega eins og faðir minn!“ Whirlpool gæða frystikistur AFG053 134L Nettó H:88,5 B: 60 D: 68 Verö: 29.925 kr AFG073 258L Nettó H:88,5 B: 95 D: 68 Verð: 36.955 kr AFG093 320L Nettó H:88,5 B: 112 D: 68 Verð: 39.900 kr AFG094 400L Nettó H:88,5 B: 134,5 D: 68 Whirlpool frystikistur eru með læsingu á loki, Ijósi f loki og aðvörunarbúnaðl. Whirlpool gæða frystiskápar Verð: 46.455 kr AFG065 65L Nettó H:56,5 B: 52,5 D: 60 Verð: 36.000 kr AFB427 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 34.265 kr AFB341 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 49.875 kr AFG343 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 54.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði. Öll verð eru stgr. verð ? Umboðsmenn um land allt Byggingavörudeild KEA ^ Einar Stefánsson «t Elís Guðnason o Eyjaradió * Fossraf • Guðni Hallgrímsson z Hljómsýn \ Kask - vöruhús 5 K/F Húnvetninga u K/F Borgfirðinga o K/F Héraðshúa - K/F Þingeyinga i K/F V- Húnvetninga o K/F Skagfirðinga z K/F Vopnfirðinga Akureyri Mosfell Hellu Búðardal Póllinn ísafirði Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Vestmannaeyjum Radíónaust Akureyri Selfossi Rafborg Gríndavík Grundarfirði Rafbær Siglufirði Akranesi Rás Þoríákshöfn Höfn Homafirði Skipavik Stykkishólmi Blönduósi Skúli Þórsson Hafnarfirði Borgamesi Tumbræður Seyðisfirði Egilsstöðum Valberg Ólafsfirði Húsavík Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Hvammstanga Samkaup - NJarðvík Reykjanesbæ Sauðárkróki Blómsturvellir Hellissandi Vopnafirði Heimilistæki hf SÆTÚNI B SfMI 569 15 OO htip.//www. ht.ls umboðsmenn um land altt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.