Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dauðans
alvara
„Lífsnauðsynlegt er að komast að því
hvort Florence Grijfith-Joyner hafi haft
rangt við, öðrum til viðvörunar. Hafi
svo ekki verið hreinsast nafn hennar
hins vegar til frambúðar. “
Peningar skipa sífellt
stærri sess í íþrótta-
heiminum og þegar
gróðavon íþrótta-
mannsins er orðin
jafn mikil og raun ber vitni er lík-
lega ekki að undra - þó það sé
sorglegt - þó hann freistist til að
beita öllum tiltækum ráðum til að
ná árangri. Þeir bestu þéna mest.
Sögusagnir um notkun ólög-
legra lyfja hafa löngum loðað við
fólk í mörgum íþróttagreinum.
Vitað er að notkun hormónalyfja
getur haft mjög slæm áhrif á
starfsemi hjarta og því vekur
það ætíð athygli þegar íþrótta-
maður lætur lífið úr hjartaslagi,
sér í lagi ef um ungt fólk er að
ræða.
Andlát bandarísku hlaupa-
drottningarinnar Florence
mnunnc GrifHth-
VIÐHORF Joyner, langt
Eftir Skapta um aldur fram,
Hallgrímsson 1 þessari viku
hefur orðið til
þess að sögusagnir um meinta
ólöglega lyfjanotkun, þegar hún
var á hátindi ferilsins, hafa
sprottið upp að nýju. Rétt er að
taka skýrt fram að Flo Jo, eins
og hún var kölluð, féll aldrei á
lyfjaprófi. Aldrei sannaðist að
hún hefði óhreint mjöl í poka-
horninu, en ótrúlegar framfarir
hennar á hlaupabrautinni á
skömmum tíma, gífurlegur
vöðvamassi og dimm rödd vöktu
grunsemdir á sínum tíma.
Tíu ár eru í dag frá því eitt
mest spennandi 100 metra hlaup
í sögu Olympíuleikanna fór fram.
Það var laugardaginn 24. sept-
ember 1988 sem heimsmeistar-
inn frá því í Róm árið áður,
þeldökkur Kanadamaður, fæddur
í Jamaíka - gríðarlega kraftaleg-
ur strákur með gul útstæð augu
- stillti sér upp á þriðju braut á
leikvanginum í Seoul í Suður-
Kóreu. Þremur brautum frá, á
þeirri sjöttu, var Bandaríkjamað-
urinn Carl Lewis, Ólympíumeist-
ari frá því í Los Angeles fjói-um
árum áður. Lewis, einn hæfileik-
aríkasti hlaupari samtímans, var
á hátindi ferils síns á þessum
tíma og Kanadamaðurinn Ben
Johnson, sem skotist hafði hratt
upp á stjömuhimininn, hafði sýnt
ótrúlegan kraft.
Dauðaþögn var á Ólympíuleik-
vanginum þegar skot ræsisins
reið af og Johnson hreinlega
skaust upp úr startblokkunum.
Þegar hlaupið var um það bil
hálfnað var hann hérumbil
tveimur metrum á undan Lewis
og þrátt fyrir að vera frægur
fyrir stórkostlegan endasprett
hafði Lewis ekki roð við Kanada-
manninum. Þetta bil hélst alla
leið, Johnson kom eins og hrað-
lest yfir marklínuna á ótrúlegum
tíma; fór metrana 100 á 9,79 sek.
sem var glæsilegt heimsmet.
Enn hefur enginn hlaupið hraðar
á móti í löglegum vindi.
Flo Jo vakti ekki minni at-
hygli en Johnson á Ólympíuleik-
unum í Seoul. Hún sigraði bæði í
100 m hlaupi, daginn eftir þetta
fræga einvígi Johnsons og Lew-
is, og 200 m hlaupi. Setti ótrú-
legt heimsmet í fyrrnefndu
greininni á úrtökumóti Banda-
ríkjanna fyrir ÓL fyrr um sum-
arið og á leikunum í Seoul tví-
bætti hún heimsmetið í lengri
vegalengdinni. Arangur hennar í
báðum greinum þótti með ólík-
indum og þykir enn. Hún bætti
fyrri met í báðum greinum mikið
og þau standa enn óhögguð.
Johnson og Griffith-Joyner
eiga það sameiginlegt að bæði
voru sökuð um ólöglega lyfja-
notkun. Bæði neituðu því stað-
fastlega. Flo Jo alla tíð en John-
son féll hins vegar á lyfjaprófi
eftir hlaupið ótrúlega í Kóreu,
og viðurkenndi síðar að hafa
tekið ólögleg hormónalyf með
reglubundnum hætti um nokk-
urra ára skeið í þeim tilgangi að
verða fótfráasti maður heims. I
framhaldi af því var hann svipt-
ur heimsmeistaratitli frá því á
HM í Róm 1987 og heimsmetið,
sem hann setti á sama móti, af-
máð úr afrekaskrám.
Misnotkun lyfja er vandamál í
íþróttaheiminum, en skyldi
ótímabær dauði Florence
Griffith-Joyner, þessarar sprett-
hörðustu íþróttakonu allra tíma,
verða nauðsynleg viðvörum til
annarra íþróttamanna? Ekkert
ólöglegt sannaðist á hana, það
skal ítrekað, en vísbendingarnar
eru svo sterkar að þær einar
ættu að vera fólki umhugsunar-
efni og öðru íþróttafólki víti til
varnaðar. Ekki síst í ljósi þess
að Ben Johnson stóðst öll lyfja-
próf, þar til í Seoul 1988; nokkr-
um árum eftir að hann hóf að
nota ólögleg hoimónalyf.
Alkunna er að ákveðin lyf önnur
eru notuð til að fela hormónalyf-
in - koma í veg fyrir að þau finn-
ist við lyfjapróf - og slíkt var
aldrei talið erfitt, en læknir
Johnson gerði mistök hvað það
varðar. Þess vegna féll Kanada-
maðurinn á lyfjaprófinu. Hefðu
þau mistök ekki verið gerð væri
Johnson líklega heimsmethafi í
100 m hlaupi enn í dag.
Vitað mál er að lyfjanotkun
íþróttamanna er mikilvægust á
undirbúningstímabili, þegar æf-
ingar eru erfiðastar, og það var
ekki fyrr en 1989 að alþjóðaregl-
um var breytt á þann veg að
íþróttamenn gátu átt von á að
vera kallaðir í slíkt próf hvar og
hvenær sem er, ekki bara á mót-
um. Það vakti grunsemdir að um
sama leyti tilkynnti Flo Jo að
hún væri hætt keppni. Enn skal
þó ítrekað að hún féll aldrei á
lyfjaprófi.
Fjölskylda Griffith-Joyner á
um sárt að binda við ótímabært
fráfall hennar, einkum eiginmað-
ur og ung dóttir. Þrátt fyrir það
ætti að leita allra mögulegra
leiða til að komast að því hvort
eitthvað gruggugt hafi verið á
ferðinni. Þegar hefur verið haf-
ist handa við að kryfja hlaupa-
drottninguna en læknar segja
mér að ekki sé öruggt að hægt
sé að sanna það svo löngu eftir
að keppnisferli hennar lauk,
hvort dauða Griffith-Joyner
megi rekja til lyfjanotkunar. Sé
einhver leið fær verður hins veg-
ar að fara hana. Hafi Flo Jo haft
rangt við á íþróttaheimurinn
heimtingu á að vita það, öðrum
til viðvörunar. Hafi svo ekki ver-
ið hreinsast nafn hennar hins
vegar til frambúðar.
AÐSENDAR GREINAR
Eru íþróttimar að
peningavæðast?
EKKI er því að
neita að margt bendir
til að það umhverfi
sem íþróttafélög starfa
í sé að breytast. Sem
og þau viðhorf sem
ráða ferðinni.
Erlendis frá berast
þær fréttir að sjón-
varpsfyrirtækið Sky
sé í þann mund að
kaupa eitt vinsælasta
knattspyrnufélag í
heimi, Manchester
United, fyrir offjár.
Önnur félög standa
frammi fyrir freistandi
tilboðum. Auðkýfíngar
hafa tekið við stjórn
og eignarhaldi íþróttafélaga, eink-
um knattspyrnufélaga, ekki aðeins
í Englandi, heldur og í nágranna-
löndum okkar.
Mikil hneykslismál um lyfja-
misntokun urðu opinber í hjól-
reiðakeppninni Tour de France í
sumar, sem rekja verður tfi þess að
sú keppni og raunar liðin sem taka
þátt í henni eru undir stjóm fyrir-
tækja en ekki íþróttafélaga og und-
ir miklum þrýstingi um að ná góð-
um árangri vegna gróðavonar eig-
endanna. Mikil umræða fer nú
fram í knattspymuhreyfingunni í
Evrópu um svokallaða súper-deild,
þar sem sjónvarpsstöðvar, millj-
ónamæringar og öflug fyrirtæki
beita áhrifum sínum til að lokka
þekktustu knattspyrnuleið álfunn-
ar til að stofna slíka deild og taka
þátt í henni án tillits til þess hvort
þessi sömu lið hafa borið sigur úr
býtum í heimalandi sínu og deild-
arkeppnini þar.
Hér heima sjáum við á eftir öll-
um okkar bestu íþróttamönnum til
útlanda, þar sem þeir geta stundað
íþrótt sína fyrir allsæmileg laun, en
gamalgróin knattspymufélög
standa hins vegar í harðri fallbar-
áttu vegna þess að þau hafa ekki
fjárráð til að „kaupa“ til sín bestu
leikmenn. Og missa þá svo frá sér
sem eitthvað geta. Þetta á ekki að-
eins við um knattspyrnuna. Sömu
teikn em á lofti í íþróttum eins og
handknattleik og körfubolta.
Önnur lið njóta hins vegar þeirra
forréttinda að eiga öflug bæjarfé-
lög eða fyrirtæki í heimabyggðinni
til að leggja út fyrir leikmönnum,
sem koma og fara eftir því hvemig
kaupin gerast á eyrinni. Árangur
virðist ráðast af peningagetu.
Gamla félagstryggðin er horfin og
aðstandendur íþróttafélaga, sjálf-
boðaliðar og tryggir áhangendur,
standa ráðalausir eftir með sitt
gamla félag, stundum sem rjúkandi
rúst.
Það skal skýrt tekið fram að hér
er ekki verið að draga úr þeim
tækifæram sem íþróttafólki gefast
með því að fá laun og afrakstur fyr-
ir góðan árangur og víst er það rétt
að jafnteflið fræga gegn heims-
meisturam Frakka og frábær ár-
angur Jóns Arnars,
svo eitthvað sé nefnt, á
sér meðal annars skýr-
ingu í því að þetta af-
reksfólk okkar getur
einbeitt sér að íþrótt
sinni í krafti atvinnu-
mennsku.
En þróunin er aug-
ljós og skapar erfið-
leika í grasrótinni,
breytir vígstöðu gam-
algróinna íþróttafélaga
og kallar á ný viðbrögð
sem ekki era alltaf
auðfundin.
Mitt gamla félag,
KR, hefur til að mynda
staðfest að knatt-
spyrnudeildin eigi í viðræðum við
enskt fyrirtæki, ENIC, sem hafi
áhuga á að kaupa sig inn í félagið.
Sömuleiðis hefur verið skýrt frá
Fjárhagsleg spenni-
treyja til margra ára
dregur mátt úr íþrótta-
félögunum, segir Ellert
B. Schram. Það bitnar
á öllu starfínu og niður
í yngstu flokka.
því að Knattspymufélagið Fram
sé í sömu hugleiðingum.
Ég skil þá afstöðu félaganna og
styð hana ef hægt er að fá aukið fé
inn í dýran rekstur knattspyrnu-
deilda, en ég skil jafnframt það mál
svo, að fyrirtækin kaupi ekki félög-
in með húð og hári, heldur taki þátt
í rekstri einnar deildar, en deildin
verði áfram hluti af félaginu og fé-
lagsmenn „eigi“ félagið og hafi
ávallt síðasta orðið um það hvort
breyttur rekstur sé ákjósanlegur
eða til framtíðar.
Ég nefni þeessi dæmi vegna
þess að eftir atvikum sé ég ekkert
athugavert við það að atvinnufyrir-
tæki taki þátt í að markaðsvæða
íþróttafélög svo framarlega sem
grundvallarreglur og andi íþrótt-
anna er virtur og á ég þá við upp-
eldishlutverk íþróttafélaga, reglur
um reglusemi og drengskap, sjálf-
stæði þjálfara, lýðræðislegt vald
aðalfunda félaga og yfirstjórn sér-
sambanda og heildarsamtaka
íþróttahreyfingarinnar. Viðkom-
andi fyrirtæki leggja fram fé og
njóta góðs af afrakstri ef einhver
verður fjárhagslegur en nýtur auk-
innar velvildar, „goodwill", engu að
síður þótt endar nái ekki saman.
Ég er hins vegar algjörlega and-
vígur yfirtöku og eignarhaldi fyrir-
tækja eða auðkýfinga á íþróttafé-
lögum, þar sem íþróttalegar við-
miðanir, íþróttalegur árangur og
íþróttaleg viðhorf era virt að
vettugi. Ég er andvígur yfirráðum
peningaaflanna, ef lögmál markað-
ar og lögmál gróða og einkahags-
muna eiga að ráða og stjórna í einu
og öllu því staifi sem fram fer í
íþróttafélögum.
Hlutverk íþróttafélaganna er í
sjálfu sér afar merkilegt í íslensku
þjóðfélagi og hvarvetna annars
staðar. Þau eru samnefnari mikils
fjölda fólks, jafnvel heilla byggðar-
laga og hafa mikið félagslegt að-
dráttarafl, sem skiptir veralegu
máli í heimi firringar, tæknivæð-
ingar, afskiptaleysis og félagslegr-
ar heftingar (sem hvarvetna má sjá
stað).
Auk hins heilbrigða metnaðar að
standa sig og ná árangri eru
íþróttafélögin athvarf fyrir æsk-
una, stuðla að betri heilsu og lífs-
fyllingu og stuðla að mannrækt
(sem ekki veitir af). Til að þau geti
betur notið sín og sinnt þessum
skyldum sínum þurfa sveitarfélög-
in að hjálpa fjársveltum íþróttafé-
lögum að standa undir rekstri.
Veita þeim aðstoð við að aðstoða
aðra, bömin og unglingana og fé-
lagslega innviði. Öll áhersla sveit-
arfélaga á að vera á þann þátt fé-
lagsstarfsins.
Þetta er í rauninni spurning um
það hvort íþróttafélög haldi velli og
víst er að fjárhagsleg spennitreyja
til margra ára dregur mátt úr fé-
lagi og bitnar, áður en yfir lýkur,
ekki aðeins á árangri meistara-
flokka, heldur og á öllu starfinu og
niður í yngstu flokka.
Ég er þeirrar skoðunar að hér
reyni é. forystu íþróttahreyfingar-
innar. A alþjóðavettvangi þurfa al-
þjóðasérsambönd og alþjóðaólymp-
íuhreyfingin að bregðast við af
hörku, svo íþróttir afskræmist ekki
og umhverfist í hlaup og kapp um
peninga. Og sá vinni sem græðir
mest. Það má ekki slaka á kröfum
um lyfjaeftirlit, um íþróttalegar
forsendur, um forræði lýðræðis-
lega kjörinnar yfirstjórnar íþrótta-
hreyfmgarinnar. Síðast en ekki síst
má aldrei missa sjónar á þeirri
staðreynd að íþróttir sækja styrk
sinn til fjöldans, til félagsmanna, til
þess strengs sem liggur á milli þíns
íþróttafélags og þíns eigin hjarta.
Hvers og eins._ Sá strengur má
aldrei slitna. Iþróttafélag getur
aldrei orðið eign eins manns eða
eins fyrirtækis. Það felur í sér
dauðadóm.
Hér heima verður íþróttaforyst-
an auðvitað að laga sig að þróun-
inni. Hún verður að endurskoða
margt í eigin ranni og í ranni ein-
stakra íþróttafélaga, til að styrkja
stöðu þeirra og til að koma þeim
skilningi til skila, að íþróttafélög
lifa ekki af sjálfu sér. Þau era ekki
eyland. Þau era hluti af samfélag-
inu og opinberir aðilar, jafnt ríkis-
vald sem sveitarfélög, verða að taka
þátt í og styðja þá viðleitni og það
markmið að íþróttafélög haldi velli.
Höfundur er forseti ÍSÍ.
Ellert B.
Schram
Sérpantanir
á húsgögnum
þurfa að berast fyrir
25. september vegna
jólasendinga
Mörkinni 3. sími 588 0640
Opið mánud.—föstud. frá kl. 12-18