Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Er þorskstofninn
ofverndaður?
ÞORSKVEIÐAR
hafa gengið vel að und-
anförnu. Þessi vel-
gengni fylgir í kjölfar
margra ára erfiðleika
við þorskveiðar þegar
stofninn var lítill
vegna ofveiði undan-
genginna ára. Og nú
bregður svo við að það
taka að heyrast raddir
sem segja að þorsk-
stofninn sé ofverndað-
ur og nauðsynlegt sé
að auka veiðarnar um-
fram ráðgjöf vísinda-
manna. Það er með
ólíkindum hversu fljót-
ir menn geta verið að
gleyma. Því er ekki úr vegi að rifja
upp hvernig komið var í þorskveið-
unum.
Ofveiði fyrri ára
A miðju ári 1992 varð mönnum
það ljóst að ástand þorskstofnsins
var alvarlegt og nauðsynlegt var að
draga verulega úr þorskveiðum.
Astæða þessa var alltof mikil veiði
á ungum þorski á árunum
1987-1989. Þessi veiði byggðist á
Það er með ólíkindum
hversu fljótir menn
geta verið að gleyma.
Kristján Þórarinsson
telur því ástæðu til að
rifja upp hvernig komið
var í þorskveiðunum.
stóru árgöngunum frá 1983 og
1984. Þessa árganga hefði betur
mátt nota til að byggja upp þorsk-
stofninn og tryggja hagsæld á Is-
landi langt fram á tíunda áratuginn
og jafnvel lengur. A þessum árum
var fiskveiðistjórnunarkerfið ekki
fullmótað enda var sóknarmark
ennþá stór þáttur í kerfinu. Enn-
fremur heimiluðu stjórnvöld afla
talsvert umfram ráðgjöf fiskifræð-
inga. Því fór sem fór.
lengri tíma til að koma
í veg fyrir hrun í stofn-
inum.
Ekki má heldur
gleymast að fiskveiðar
Islendinga eru at-
vinnugrein sem verður
að sýna hagkvæmni í
rekstri. Þegar nýting-
arstefna er valin er
ekki nóg að horfa bara
á tekjur af afla heldur
verður einnig að huga
að kostnaði við veið-
amar. Eftir því sem
stofninn stækkar eykst
afli á hverja sóknarein-
ingu (t.d. afli á togtíma
við togveiðar). Við hag-
kvæmustu stofnstærð er kostnaður
við veiðar á hverju kílói af þorski
vemlega minni en þegar þorsk-
stofninn er lítill. Einnig dregur úr
sveiflum í afla milli ára þegar stofn-
inn stækkar. Enn vantar talsvert
uppá að þorskstofninn hafi náð
hagkvæmustu stærð.
Niðurlag
Það er fráleitt að íslenski þorsk-
stofninn sé ofvemdaður. Þvert á
móti er stofninn nú loksins nýttur á
eðlilegan og skynsamlegan hátt
eftir margra ára óhagkvæma
ofnýtingu. Þeir eru til sem eiga
erfitt með að átta sig á þessum
framföram. Þeir segja þorskstofn-
inn ofverndaðan. Sömu raddir
heimta að veiðin verði aukin um-
fram vísindalega ráðgjöf og af-
rakstur fórna undanfarinna ára
verði hirtur strax. Með því móti
myndi stofnstærðin stefna í sama
ömurlega farið aftur. En allur
þorri manna er ekki svona fljótur
að gleyma. Atvinnugreinin og þjóð-
in öll hefur lært af reynslunni. Því
eru þessar raddir hjáróma.
Skynsemi og hagkvæmni er fólg-
in í því að setja sér langtímamark-
mið um hóflegt veiðiálag og góðan
og stöðugan afla úr tiltölulega stór-
um þorskstofni með sem minnstum
tilkostnaði.
Höfundur er stofnvistfræðingur hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna.
Krisfján
Þórarinsson
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 39
mmmmmmmmi
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni.
Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt
að taka til skráningar:
Verðtryggð skuldabréf FBA:
4. flokkur 1998
Krónur 2.000.000.000,-
Gjalddagi 25. september 2006
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur að sér viðskiptavakt
á ofangreindum flokki.
Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 28. september 1998.
Skráningarlýsingar og önnur gögn liggja frammi
hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík, umsjónaraðila skráningarinnar.
FJARFESTINGARBANKI
ATVINNULÍFSINS H F
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími: 580 5000. Fax: 580 5099. Netfang: fba@fba.is
www.n ib l.is
Samstarf um úrbætur
Þorskstofninn er mikilvægasti
fiskistofninn á Islandsmiðum. Það
er því nauðsynlegt að hann sé nýtt-
ur skynsamlega og í samræmi við
vísindalega ráðgjöf. Sem betur fer
sýndu allir aðilar skilning á þessu
grundvallai-atriði þegar á í-eyndi og
í óefni stefndi. Sjómenn, útvegs-
menn, stjórnvöld og almenningur
allur voru einhuga um að nýta bæri
þorskstofninn á sjálfbæran hátt og
tryggja þannig rétt komandi kyn-
slóða.
Þetta sást glöggt árið 1992 þeg-
ar draga þurfti veralega úr sókn-
inni, en þá ríkti nánast einhugur
um nauðsyn aðgerða þrátt fyrir þá
skammtíma erfiðleika sem afla-
minnkun hefði í för með sér. Og
aftur voru menn einhuga árið 1995
þegar svonefnd 25% aflaregla í
þorskveiðum var sett. Þá var ekki
enn útséð með hvemig tækist að
rétta þorskstofninn við eftir
margra ára lægð, enda hrygning-
arstofninn ennþá of lítill og nýliðun
ennþá léleg.
Stækkun hrygningarstofns að
undanfórnu og vel heppnað klak
tvö ár í röð gefur möguleika á
stærri árgöngum sem bendir til
þess að tekist hafí að bjarga málum
og koma stofninum á rétta braut til
stækkunar.
Hagkvæmar veiðar
Mikilvægi þess að hafa þorsk-
stofninn stóran er tvíþætt. í fyrsta
lagi er nauðsynlegt að hafa borð
fyrir bára. Náttúraleg niðursveifla
í litlum stofni getur leitt til þess að
hætta þurfí veiðum í skemmri eða
NYTA HAUSTLINAN
FRÁ
KOOKAI
Sautján
Laugavegi 91, sími 511 1717
Kringlunni, sími 568 9017.