Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sjö stuttar og nnitmiðaðar námstefnur í september, október og nóvember hefur Stjórnunarfélag íslands fengið til landsins þekkta fyrirlesara til að fjalla um áríðandi efni í rekstri fyrirtækja og stofnana BESTU AÐFERÐIR í ÞJÓNUSTU 50 áhrifaríkar aöferðirtil að auka þjónustugæði og viðskiptatryggð. Tími: Þriðjudagur 29. sept. 1998. Tværtímasetningar: Kl. 8:30-12:30 eða kl. 13:00-17:00. GRYFJURNAR FIMM SEM DÝPKA ÞEGAR VEL GENGUR í REKSTRI Fjallað um grundvallaratriðin í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hvar stjórnendur fara oftast útaf leið þegar vel árar. Tími: Miðvikudagur 14. okt. 1998. Kl. 9:00-13:00. SÖLUSTJÓRNUN OG TRYGGARIVIÐSKIPTAVINIR Fjallað um leiðirtil að styrkja sölustjórnun og aðferðir topp-fyrirtækja til að halda í viðskiptavini. Tími: Miðvikudagur 14. okt. 1998. Kl. 14:00-18:00. ENDURSKOÐUN Á STARFISTJORNARMANNA í FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM Tímabær námstefna um hlutverk stjórna og leiðirtil að gera vinnu þeirra árangursríkari í þágu fyrirtækis og stofnunar. Tími: Fimmtudagur 15. okt. 1998. Kl. 9:00-13:00. MARKAÐSSETNING Á NETINU. UPPLÝSINGAR, KYNNINGAR OG RJÚKANDI SALA Sérhvert fyrirtæki þarf að eiga stjórnendur og sölumenn sem vita hvað er nýjast að gerast á þessu sviði Tími: Fimmtudagur 15. okt. 1998. Kl. 14:00-18:00. ÞEKKING Á MENNINGARMUN EYKUR SAMKEPPNISHÆFNI Sérhvert fyrirtæki þarf að eiga amk. einn sérfræðing um ólíka siði og hætti viðskiptaþjóða. Þekkingarleysið hefur leitt af sér glötuð viðskiptatækifæri. Tími: Þriðjudagur 17. nóv. 1998. Kl. 9:00-13:00. SAMSKIPTAVANDIÁ EVRÓPUMARKAÐI Ólík menning og viðhorf þjóða jafnvel innan Evrópubandalagsins kalla á ólíka framsetningu og framkomu á þessum mörkuðum. Án þess glatast viðskiptatækifæri. Tími: Þriðjudagur 17. nóv. 1998. Kl. 14:00-18:00. Námstefnurnar eru allar haldnar Stjárpunarfélag á Hótel Loftleiðum. Islands AÐSENDAR GREINAR KFUM og KFUK - ekki bara æskulýðsfélag ÞÓTT félögin frísku og síungu KFUM og KFUK, sem verða 100 ára á næsta ári, séu sannarlega fyrst og fremst æskulýðsfélög eru þau það ekki ein- göngu. Að æskulýðsstarfi fé- laganna koma hundruð sjálfboðaliða sem gegna margvíslegum hlutverk- um. Auk þessa fólks eru enn fleiri hundruð sem biðja fyrir starfi félag- anna og leggja þeim lið á ómissandi hátt með fjár- framlögum og stuðningi ýmiskonar, andlegum og félagslegum. Allt þetta fólk þarf á því að halda að koma saman til að uppbyggjast saman í orði Guðs, til að stilla saman strengi í starfinu og efla félagsand- ann og síðast en ekki síst til þess að biðja saman fyrir framgangi starfs- ins á meðal barna og unglinga borg- arinnar. Til að sinna margvíslegum þörfum félagsfóiks í KFUM og KFUK og öðrum þeim sem láta sig starf félag- Vetrarstarf KFUM og KFUK er fjölbreytt. Sigurbjörn Þorkelsson rekur í þessari grein í hverju starfíð framund- an er fólgið. anna einhverju varða er boðið upp á fjölbreytt funda- og samkomuhald sem er öllum opið og reyndar allrn hjartanlega velkomnir. Aðaldeildir KFUK og KFUM í aðaldeildir KFUM og KFUK geta þeir gengið sem náð hafa 17 ára aldri og hafa verið þátttakendur í starfi félaganna um lengri eða skemmri tíma. Þá geta aðrir einnig gerst þátttakendur, allir þeir sem unna starfi félaganna og vilja veg þeirra sem mestan og vilja leggja sitt af mörkum í bæn, með áhuga og á annan hátt, beinan eða óbeinan, til stuðnings og eflingai' kristilegu æskulýðsstarfi. Þriðjudagar Aðaldeild KFUK heldur fundi fyr- m stúlkur/konur 17 ára og eldri yfir vetrartímann á þriðjudögum kl. 20.30 í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg í Reykjavík. Hojtaveg í Reykjavík. Á fundum aðaldeilda KFUK og KFUM er boðið upp á vandað, fræðandi og uppbyggi- legt efni þar sem ávallt er höfð stutt hugvekja út frá Guðs orði í lok fundar. Laugardagar Á laugardögum halda Ki-istileg skóla- samtök, KSS, einnig fundi sína i félags- heimili KFUM og KFUK við Holtaveg- inn. Hefjast fundirnir kl. 20.30. KSS-fundh' eru fyrir alla hressa unglinga eða ungt fólk á aldrinum fjórtán ára til tvítugs. Sunnudagar Á sunnudögum kl. 17.00 halda fé- lögin síðan samkomu fyrir alla fé- lagsmenn og gesti þeirra, sem og aðra áhugasama. Á samkomurnar eru allir velkomnir og það án fyrir- vara. Samkomurnar hefjast með ritn- ingarlestri og bæn, trúarjátningin er höfð yfh’, stuttur vitnisburður, stutt frásögn af einhverju sem er að ger- ast í hinu margþætta starfi félag- anna auk þess sem hlýtt er á upp- byggjandi og vandaða ræðu/prédik- un í fimmtán til tuttugu mínútm-. Þá er mikið sungið á samkomunum, oft ki’öftuglega, enda söngur og sönglíf verið aðalsmerki félaganna góðan part af öldinni. Á meðan á samkomunni stendur, en hún tekur yfirleitt ekki nema klukkutíma og kannski nokki’um mínútum betur stundum, er boðið upp á barnagæslu og fræðslu fyi’ir börn. Skipt er í a.m.k. fjóra aldurs- hópa svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Samkomurnar eru að sjálf- sögðu í aðalstöðvum félaganna við Holtaveginn í Reykjavík í jaðri Laugardalsins, á besta stað í borg- inni í gæsilegu umhverfí. Þriðja sunnudag í mánuði kl. 20.30 standa félögin einnig fyrir bæna- og lofgjörðarstund í félagsheimilinu. Það er stórsöngvarinn góðkunni Þorvaldm’ Halldórsson sem leiðir stundh’nar ásamt fleh’um. Allir velkomnir Hef ég nú greint frá föstum uppá- komum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveginn, sem eru vikulega og standa öllum opnai’. Auk þess sem hér að ofan er greint er ýmislegt annað um að vera í húsinu eða á veg- um félaganna óreglulega aða sjaldn- ar á ári. Sigurbjörn Þorkelsson Miðvikudagar í hádeginu kl. 12.10 er hádegis- verðarfundur fyrir karla og konur á Holtaveginum. Fundurinn hefst með ritningarlestri og bæn og síðan fer fram kynning á einhverju sem er að gerast í starfi félaganna eða fyrir- lestur, eitthvert uppbyggilegt efni í svona fimmtán mínútur. Að því búnu borða menn saman léttan hádegis- verð gegn vægu gjaldi. Fimmtudagar Aðaldeild KFUM hefur fundi sína fyrir karlmenn 17 ára og eldri yfir vetrartímann á fimmtudögum kl. 20.30 í aðalstöðvum félaganna við Allir þeh’ sem leggja vilja kristi- legu æskulýðsstaifi lið í einhverju formi, beinu eða óbeinu, eru vel- komnir á fundi og samkomur félag- anna og einnig þeir sem bara þrá að eiga samfélag við annað fólk, samfé- lag þar sem komið er saman til að syngja sálma og söngva, lofa Drottin og til þess að heyra Guðs orð flutt sér til uppörvunar og uppbyggingar. Hafðu þetta í huga, kæri lesandi, og vertu ekki ragur eða feiminn við að láta sjá þig. Með þakklæti og bæn um Guðs blessun. Höfundur er framkvæmdastfóri KFUM og KFUK i Reykjavík. Vantar — Vantar sérhæð, 10—12 millj. með sérinng.120 —140 fm í austurbænum. Teigar— Lækir—Sundin— Kleppsholt—Vogar. Fjársterkur traustur kaup- andi. Búinn að selja. Upplýsingar gefur Ágúst sölumaður í síma 551 0090. Skráning í síma 533 4567 og á heimasíðu á Netinu: www.stjornun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.