Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 42

Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna stefna? AF HVERJU var verið að stofna Stefnu - félag vinstri manna? Þarf alltaf að verða klofningur í vinstri hreyfingunni? Af hverju getur þetta fólk ekki verið með í sam- eiginlegu framboði jafnaðarmanna? Eða "»eru þetta bara nátt- tröllin sem hefur dagað uppi - fortíðardraugar? Stefna - félag vinstri manna var stofnað síð- astliðið vor af hópi fólks sem vildi skapa sér vettvang fyrir póli- tíska umræðu þar sem haldið yrði á lofti gildum jafnaðar, samfélagsþjónustu, umhverfis- verndar og mannréttinda en hafnað einkavæðingu og markaðsáhrifum á sjálfsagða þjónustu sem allir eiga rétt á, svo sem í skólamálum, heil- brigðismálum og félagslegri aðstoð. Hér var ekki um neinn klofning að ræða enda voru margir sem þarna komu saman óflokksbundnir en sumir félagar í Alþýðubandalag- inu eða Kvennalistanum eða kannski öðrum flokkum, um það var ekki spurt. Einn þingmaður var í hópnum, Ogmundur Jónasson, óflokksbundinn þingmaður í þing- flokki Alþýðubandalags og óháðra. Það hefur ekki enn reynt á hvort þetta fólk er sammála um alla skap- aða hluti. En um þau gildi sem hér voru nefnd er það sammála. Það er líka sammála um að þróunin í sam- ^álaginu liggi nú frá gildum jafnaðar og samábyrgðar til vaxandi tekjumunar og misréttis og að vald- ið sé að færast frá almenningi og kjörnum fulltrúum þess, að svo miklu leyti sem það hefur verið þar, til sjálfvirkra lögmála markaðskerf- isins og eigenda og handhafa fjár- magnsins. Félagsmenn í Stefnu eru líka nokkuð sammála um þá tilfinningu ef ekki vissu að innan þemra flokka, sem kenndir eru við vinstri stefnu eða félagshyggju og nú ætla að sameinast á þingi, gæti mikillar eft- irgjafar gagnvart þess- ari þróun, ef ekki í orði þá í verki. Þetta á fyrst og fremst við um Al- þýðubandalagið og Kvennalistarm en í for- ystu Alþýðuflokksins hefur auðvitað lengi verið landlæg lotning fyrir lögmálum mark- aðsins og Alþýðuflokk- urinn átti beinlínis þátt í að innleiða nýfrjálshyggjuna í stjórn ríkisins þegar hann síðast deildi völdum Stefna, segir Einar Olafsson, er stofnuð til höfuðs þeirri stefnu og þróun sem ógnar hags- munum alþýðunnar. með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðu- flokkurinn hefur svo lengi sem elstu menn muna leikið tveim skjöldum og full ástæða til tortryggni þótt hann hafi þann rauðleita uppi nú. Reykjavíkurlistinn hefur líka gripið til verkfæra nýfrjálshyggjunnar og ríkir mikil eindrægni þar á bæ þótt ýmsum sem úti standa þyki nóg um. Ef við lítum til annarra landa er ekki um að villast hver þróunin er hjá breska Verkamannaflokknum eða sósíaldemókrötum í Þýskalandi og á Norðurlöndum og ekki er ástæðulaust að ætla að þróunin verði svipuð hér hjá hinum samein- uðu jafnaðarmönnum. í Bretlandi sjáum við Verka- Einar Ólafsson mannaflokkinn stjórna á forsendum nýfrjálshyggjunnar. Við stöndum frammi fyrir því að nýfrjálshyggjan er í æ ríkari mæli að verða sá grundvöllur sem flestir rótgrónir flokkar byggja stefnu sína á. Út- færslan verður bara misróttæk. Þetta er sú stefna sem Evrópusam- bandið byggist á og sósíaldemókra- taflokkar um alla Evrópu hafa gefið samþykki sitt við. Með því að út- færa nýfrjálshyggjuna með ein- hverju blandi af hefðbundinni fé- lagshyggju eru þessir flokkar og þar með hið pólitíska svið samfé- lagsins að gefa nýfrjálshyggjunni lögmæti. Og þegar stórir hlutar verkalýðshreyfingarinnar halda að sér höndum eða feta sömu braut eru hinir útskúfuðu einir eftir til varnar, atvinnuleysingjar og ígripa- fólk, öryrkjar og fátæk gamal- menni. Það er það sem við óttumst að muni einnig gerast á Islandi. Sem sagt að baráttan verði ekki um nýfrjálshyggjuna, hvort hún eigi að ráða eða ekki, heldur að hve miklu leyti hún eigi að ráða ferðinni, hve mörgum verði útskúfað. Vissulega eru það getgátur að þróunin verði þessi hjá hinum sam- einuðu jafnaðarmönnum en þær getgátur byggjast á rökstuddum líkum. Það er hins vegar víst að enginn mun fagna því meir en Stefna ef það kemur í ijós að sam- eiginlegt framboð jafnaðarmanna muni af alefli og einlægni og skil- yrðislaust berjast gegn nýfrjáls- hyggjunni og fyrir þeim gildum sem Stefna setur í öndvegi. Stefna er ekki stofnuð til höfuðs neinum flokki eða framboði. Hún er stofnuð til höfuðs þeirri stefnu og þróun sem ógnar hagsmunum al- þýðunnar hér og um allan heim. Hún er stofnuð til að snúa þeirri þróun við, ekki til fortíðar heldur til framtíðar þar sem lögmál markaðs- og fjármagnskerfis, lögmál auð- valdskerfisins, ráða ekki með til- heyi'andi arðráni, misrétti, bú- seturöskun og náttúruspjöllum. Og í þeirri baráttu er hún tilbúin til að taka höndum saman við hvern þann sem vill ljá henni lið - og ljá hverj- um þeim lið sem heyr þá baráttu. Höfundur er rithöfundur og félagi í Stefnu. mmilmE ajMcz JjjJjjl Lyst ehf., McDonald’s á Islandi, þakkar viöskiptavinum góöar móttökur á undanförnum 5 árum. Á þessum tíma höfum viö þjónaö u.þ.b. 4,5 milljón manns sem borðað hafa 220 tonn af íslensku nautakjöti og 500 tonn af kartöflum! McDonaids Auslurstræti 20 Suðurlandshraut 56 Loforðaglaðir vinstrimenn í ÞEIRRI gömlu góðu skáldsögu Bör Börsson eftir Johan Falkberget segir frá því þegar sýslumaður Öld- urdæla heldur upp á af- mæli sitt og býður sveitungum sínum til mikillar veislu. Þar tek- ur Jón gamli Dilt að sér að mæla fyrir munn sýslumannsfrúarinnar og uppistaðan í ræðunni var þessi: „Og ég ætla að segja það hér í kvöld, svo að allir heyri, að ég er svo glaður, svo inni- lega glaður. Og svo vildi ég óska þess, að ég gæti á hverjum degi hér eftir verið svona glaður, svona innilega glaður.“ Mér kom þessi ræða í hug þegar Öllu þessu er stefnt í voða, segir Guðjón Guðmundsson, komist vinstrabandalagið til valda með loforðalist- ann sinn upp á tug- milljarða aukningu ríkisútgjalda samfara skattahækkunum. ég horfði á fréttir sjónvarpsstöðv- anna 15. september. Þar voru for- ingjar vinstrimanna að kynna stefnu sameiginlegs framboðs. Og þau Margrét, Sighvatur og Guðný vora svo glöð, svo innilega glöð, að þau brostu stöðugt allan fréttatímann. Og bros þeirra minnkuðu ekkert þótt fréttamenn rækju þau hvað eft- ir annað á gat. Þannig brosti Mar- grét út að eyrum þegar hún var spurð hvað þessi loforðapakki myndi kosta ríkissjóð og sagðist ekkert vita um það - stýrihópurinn ætti eft- ir að reikna það út, Sighvatur brosti breitt þegar hann var spurður um sjávarútvegsstefnuna og hvað ætti að koma í stað þess kerfis sem ætti að afleggja og sagði að það ætti eftir að ræða það nánar í stýrihópnum og Guðný brosti sínu blíðasta þegar hún sagði að þessi málefnaskrá væri svo góð að hún ætti ekki von á að henni yrði breytt mikið. Það var helst að brosið frysi á for- ingjunum þegar spurt var um stefn- una varðandi varnannálin og greini- legt að þar voru kommar og kratar hvorir með sinn skilninginn. Reynd- ar bentu forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra á að forsendur þær sem byggt væri á varðandi þau mál væru alrangar og urðu höfundar plaggsins að viðurkenna það daginn eftir þegar þeir höfðu kynnt sér varnarsamninginn. Skattahækkunarstefna Það voru reyndar fleiri en foringj- ar vinstrimanna sem brostu. Al- menningur brosti þegar þessi lof- orðalisti var kynntur, þar sem allt á tttilltflftiðtt: ntliinliii.iiinH'diit.is/iiigvttroíigvin Kom*^ Grt-nsásvegi 3 108 Reykjavík J Sími; 568 1144 ^ auping að gera fyrir alla. Það bros hvarf þó fljótt þegar fólk áttaði sig á því að þarna er verið að boða aukin ríkisútgjöld upp á tugi milljarða á ári. Engar útskýringar íylgja á því hvernig eigi að mæta þessum út- gjöldum og helst mátti skilja á Margréti að all- ur vandi yrði leystur með því að gera fjárlög til tveggja ára! Að öðru leyti var óljóst talað um skattahækkanir og auð- lindagjald. Reyndar benti fulltrúi vinstri- manna í fjárlaganefnd Alþingis, Ki-istinn H. Gunnarsson, á það í fréttum Stöðvar 2 að þetta þýddi trúlega að staðgreiðsla skatta yrði að hækka í 50-60%, en sem kunnugt er á að lækka staðgreiðsl- una í 38% um næstu áramót. At- hugasemd Kristins er athyglisverð þar sem hann hefur á undanförnum árum verið helsti talsmaður Alþýðu- bandalagsins varðandi ríkisfjármál og er mjög glöggur á því sviði. Annars þarf það engum að koma á óvart þótt vinstrimenn vilji auka út- gjöld ríkisins og hækka skatta. Skemmst er að minnast afgreiðslu fjárlaga fyi'h' síðustu jól þegar þeir lögðu til aukin útgjöld upp á millj- arða króna sem mæta skyldi með skattahækkunum. Ónýtt plagg I blaðaviðtali um sl. helgi sagði Kristinn H. Gunnarsson, sem hefur verið talinn væntanlegur frambjóð- andi vinstrabandalagsins: „Því mið- ur er hér um ónýtt plagg að ræða sem á bara að henda. Síðan eiga menn að setjast niður og byi'ja upp á nýtt við að semja plagg undir leið- sögn fólks sem kann að vinna í póli- tík.“ Þá segir Kristinn einnig að hann hafi verið að skoða plaggið og reyna að meta hvað sá loforðalisti, sem það er, muni kosta þjóðarbúið. Hann segist ekki vera kominn með endanlega tölu sem hann telji áreið- anlega, enda orðalagið sums staðar þannig að erfitt er að átta sig á við hvað er átt. „Ég er orðinn alveg ör- uggur um 20 milljarða en á samt eft- ir að slá á mjög dýra liði, þannig að með fyrirvara tel ég að loforðalist- inn myndi kosta á milli 30 og 40 milljarða króna á ári út næsta kjör- tímabil,“ segir Ki'istinn. Foringjar vinstrimanna hafa brugðist æfir við þeim áætlunum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að þessi pakki muni kosta ríkissjóð 40-60 milljarða á ári. Það hlýtur að vera þeim umhugsunarefni hve lítið ber á milli forsætisráðherra og helsta hugsuðai’ Alþýðubandalags- ins í ríkisfjármálum, sem segir okk- ur auðvitað að þetta er stærðargráð- an á loforðapakkanum. Ríkisfjármálum stefnt í voða I sjö ára fjánnálaráðherratíð Friðriks Sophussonar var unnið markvisst að því að bæta stjórn rík- isfjármálanna þannig að hægt væri að afgreiða hallalaus fjárlög og nú er svo komið að ríkissjóður greiðir nið- ur erlendar skuldir sinar í stað þess að stórauka þær árlega eins og áður tíðkaðist. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn hefur ríkt hér stöðugleiki; verðbólga í lágmarki, gengi stöðugt, vextir hafa lækkað og stöðugleiki á vinnumarkaði. Þessu hefur svo fylgt mikill uppgangur í atvinnulífinu með stórfjölgun starfa og kaupmáttur hefur aukist meira á síðustu ánam en dæmi eru um. Öllu þessu er stefnt í voða komist vinstrabandalagið til valda með lof- orðalistann sinn upp á tugmilljarða aukningu ríkisútgjalda samfara skattahækkunum. A því hefur þjóð- in ekki efni. Höfumlur er þingmaður Sjálfstæðisfiokksins á Vesturlandi. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.