Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 49 r- VI NNU AUGLYSI NGAR Laus störf Pizza Hut óskar eftir að ráða starfsmenn í eftir- farandi störf: A. Vaktstjóra í eldhús. Vaktstjórar hafa með almenna verkstjórn í eldhúsi að gera og alla yfirumsjón með daglegu birgðahaldi á vörum í framleiðslu. Vaktstjóri þarf að hafa reynslu af samskonar störfum í eldhúsi, vera vel skipulagður og eiga gott með að umgangast samstarfsfólk. B. Fullt starf í eldhúsi. Starfsmenn í eldhúsi annast öll almenn eld- hússtörf, undirbúning, framleiðslu, frágang og þrif. Ekki er krafist sérmenntunar á mat- vælasviði, heldur er almennur áhugi á með- ferð matvæla æskilegur. Pizza Hut býður upp á góða starfsaðstöðu, hjá traustu fyrirtæki, í fremstu röð í sinni atvinnu- grein. Allir starfsmenn munu fá góða þjálfun í upphafi starfs og fara í gegnum ákveðin nám- skeið sem allir starfsmenn Pizza Hut-veitinga- húsakeðjunnar, um allan heim, fara á. Umsóknareyðublöð munu liggja frammi á veitingastað okkar á Hótel Esju, Suðurlands- braut 2. Fyrirspurnum um ofantalin störfverð- ur ekki svarað í síma. Lágmarksaldur umsækj- enda er 18 ár. Umsóknarfrestur ertil sunnu- dagsins 27. september næstkomandi. Bókasafnið í Hveragerði Starf forstöðumanns bókasafnsins í Hvera- gerði er laust til umsóknar. Starfið er hlutastarf og veitir viðkomandi safninu forstöðu ásamt faglegri ráðgjöf. Aðstoðarforstöðumaður er starfandi við safnið í 100% stöðu. Bókasafn Hveragerðis hefur hingað til verið til húsa hjá bæjarskrifstof- um Hveragerðisbæjar i Hverahlið 24, Hveragerði en búið er að finna safninu nýtt húsnæði í Austurmörk 2 og verður það flutt þangað á næstu mánuðum. Nýja húsnæðið er 170 m2 að stærð og verður þar innréttað rúmgott svæði fyrir bækur, lesaðstaða fyrir gesti og nemendur, tölvur með aðgengi að interneti, herbergi fyrir námskeið og hópvinnu ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk og geymslur. Aðgengi verður fyrir alla. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi háskóla- gráðu í bókasafnsfræðum og hafi reynslu af rekstri eða störfum á bókasafni. Skila þarf skriflegum umsóknum á skrifstofu bæjarins í Hverahlíð 24, Hveragerði, ertilgreina menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 26. september nk. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri Hvera- gerðisbæjar og undirritaður í síma 483 4000. Bæjarstjórinn í Hveragerði. 1 VIMNLUVHÐLUN * hOfuðbdrbarsvæðisins Ráðgjafi Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða ráðgjafa sem allra fyrst. Starfssvið: Ráðgjafinn er atvinnuleitendum til aðstoðar og leiðbeiningar við leit að starfi, ýmist með einstaklings- eða hópráðgjöf. Starfið felst einkum í vinnu við gerð starfsleit- aráætlana með atvinnuleitendum, þátttöku í þróunarstarfi um slíkar áætlanir og aðstoð við atvinnuleitendurtil að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaðnum. Menntunar- og hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að hafa þekkingu á vinnumarkaðnum og menntakerfinu, mikla hæfni til mannlegra samskipta og góða skipulagshæfileika. Sér- staklega er leitað að einstaklingum með víð- tæka reynslu af þátttöku á vinnumarkaðnum. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf á sviði félagsvísinda, s.s. í náms- og starfsráðgjöf, félagsráðgjöf, sálfræði eða kennaramenntun. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, Engjateigi 11,108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar, í síma 588 2580. hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64 Lausar stöður Hjúkrunarfræðinga vantartil starfa. Um er að ræða tvær stöður aðstoðardeildarstjóra 80 — 100%. Einnig hlutastörf, blandaðar vaktir. Sjúkraliða og starfsfólk við umönnun vantar til starfa. Um er að ræða heilar stöður í störf til framtíðar, einnig ein staða með 5 tíma vökt- um frá kl. 8 — 13 virka daga og 8 tíma aðra hverja helgi. Skjól er nýlegt hjúkrunarheimili, með góðri starfsaðstöðu og hér ríkir góður starfsandi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. Húsasmíðameistari með góða reynslu sem byggingaverktaki, m.a. í Noregi, óskar eftir vinnu hjá traustu fyrirtæki. Margt kemur til greina. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 894 2852. Umhverfisráðuneytið Laust embætti forstjóra Landmælinga Islands Laust er til umsóknar embætti forstjóra Land- mælinga íslands skv. 2. gr. laga nr. 31/1985. Samkvæmt 4. gr. sömu laga skal forstjóri Land- mælinga íslands hafa sérmenntun á starfssviði stofnunarinnar og stjórnunarreynslu. Starfið er veitt til 5 ára frá og með 1. janúar 1999. Að- setur stofnunarinnar verður frá þeim tíma á Akranesi. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist ráðuneytinu eigi síð- ar en 16. október nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið. PFiæðslumiðstöð Reykjavíkur Árbæjarskóli Starfsmaður óskast til að annast baðvörslu stúlkna og fleira. 100% starf. Vaktavinnufyrirkomulag. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri skólans í síma 567 2555. Þessa auglýsingu sem og annan fróðleik er aðfinna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Starfsfólk Okkur vantar starfsfólk í umönnun, morgun- og kvöldvaktir, bæði í heilsdags- og hlutastörf. Einnig vantar starfsfólk í ræstingar, vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Nánari upplýsingar veittar í síma 552 6222 frá kl. 8.30-12.30. Starfsmannastjóri. Matreiðslufólk Matreiðslufólk óskast um helgar í vetur í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 437 2345. VEI ATVINNUHÚSNÆÐI Rjúpnaveiði 1998 Tilboð óskast í rjúpnaveiðirétt á jörðinni Ljár- skógum í Dalabyggð. Stærð lands er u.þ.b. 30 km að lengd og 10 km breitt, kjarrivaxið að hluta. Ljárskógar eru 6 km vestan við Búðardal. Á jörðinni er gott íbúðarhús með 4 svefnherb. Tilboð berist til undirritaðra fyrir 5. október sem einnig veita nánari upplýsingar. Jón Egilsson, símum 434 1349 og 852 5808. Svavar Jensson, sími og fax 434 1209. Skeifan 4 Til sölu eða leigu 223 fm gott skrifstofu- og lagerhúsnæði. Ársalir ehf., fasteignamiðlun, símar 533 4200, 567 1325, 892 0667. Nethylur 3 Til sölu eða leigu 1002 fm skemmur með stórri lóð og góðri aðkomu. Ársalir ehf., fasteignamiðlun, símar 533 4200, 567 1325, 892 0667.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.