Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 55 Z
BRÉF TIL BLAÐSINS
Feimnin var að drepa mig
... þar til ég gekk í ITC
Frá Vilhjálmi Guðjónssyni:
ÉG VAR einn af þessum mörgum
íslendingum sem eru að drepast úr
feimni. Eru svo innilega inni í sér og
lokaðir að þeir
þora varla að lifa
lífinu lifandi og
missa þar af leið-
andi af ótal tæki-
færum til að
auðga líf sitt. Ég
var meira að segja
svo feiminn að ég
þorði varla að
segja hvað ég héti,
ef fleiri en tveir
heyi-ðu. Marga fundi sótti ég svo
sem húsfélagsfundi, starfsmanna-
fundi, foreldrafundi og fleira þess
háttar sem flest okkar gera. Oft
hafði ég ákveðnar skoðanir á mál-
unum, en sjaldnast þorði ég að
kveðja mér hljóðs og opinbera skoð-
un mína. Þá sjaldan ég sagði eitt-
hvað var ég svo taugaóstyrkur og
stressaður að ég átti erfitt með að
koma skoðunum mínum skipulega á
framfæri. Frekar þagði ég og fór
svo hundfúll heim af fundinum og
nöldraði heima í eldhúsinu.
Þessa sögu kannast sjálfsagt
margir við og þekkja sjálfa sig í
henni, en þetta þarf ekki að vera
svona. Það er hægt að losna við
feimnma að hluta til eða jafnvel al-
veg. Ég hef nú ekki enn lært að
losna algerlega við hana, en ég get í
dag staðið upp og sagt mína skoðun
skipulega og örugglega, án þess að
verða alltof taugaóstyrkur og
stressaður. Þetta lærði ég hjá þjálf-
unarsamtökunum ITC (Inter-
national Training in Communi-
cation) sem útleggst á íslensku sem
„Alþjóðleg þjálfun í samskiptum"
eða bara ITC eins og við köllum
samtökin.
Ég hef verið í þessum samtökum í
10 ár og lært óteljandi hluti sem lúta
að almennri sjálfstyrkingu auk
ræðumennsku, fundarskapa, stjóm-
unar og mannlegra samskipta. Sam-
tökin starfa í deildum þar sem eru
10 til 30 félagar. Flestar deildir
halda fundi tvisvar í mánuði og taka
þá fyrir eitthvað ákveðið þema svo
sem: ræðumennsku, pallborðsum-
ræður, fundarsköp, tillöguflutning,
veislustjórnun, óundirbúnai- ræður,
sjálfstyrkingu og svona mætti lengi
telja. Dagskráin er sniðin að þörfum
félaganna, þannig að það eru þeir
sjálfir sem stjórna því hvað er á dag-
skrá. Ef einhver félagi óskar eftir
þjálfun í einhverju ákveðnu eins og
t.d. einhverju sem snýr að atvinnu
hans þá er útbúin dagskrá þar sem
það er tekið fyrir. Hraði þjálfunar-
innar er einnig sniðinn að þörfum
hvers og eins. Sumir vilja fara sér
hægt í þjálfuninni og aðrir hraðar.
Fyrsti fundurinn sem ég sótti var
skömmu eftir að samtökin höfðu
verið opnuð fyrir karlmönnum og
skipt um nafn í framhaldi af breyt-
ingunni. ITC var upphaflega stofn-
að af konum og þjálfunin sniðin að
þörfum þeirra. Nafninu var breytt
úr Málfreyjum (International
Toastmistress Clubs) yfir í ITC
(International Training in Comm-
Vilhjálmur
Guðjdnsson
Sanpellegrino
Tískusokkabuxurnar ‘98-'99
komnar í verslanír
unication). Tengdamóðir mín hafði
verið í samtökunum í nokkurn tíma
og talaði fjálglega um hvað þetta
væru frábær samtök. Hún reyndi
oft að bjóða mér á fundi, en ég af-
þakkaði alltaf. Taldi að ég hefði nú
ekkert að gera í einhvem kvenna-
kjaftaklúbb. Það var þá. Mikið hef
ég lært síðan. Svo var það eitt sinn
að tengdó tók þátt í ræðukeppni að
ég ákvað að fara á fundinn til að
fylgjast með henni og hvetja hana í
keppninni.
Það var afskaplega vel tekið á
móti mér eins og ávallt er gert þeg-
ar áhugasamt fólk kíkir inn á fundi.
Svo kom að keppninni. Þær fóru
upp í pontu aliar þessar konur og
fluttu hver annarri betri ræður. Ég
hugsaði með mér „hvað er ég eigin-
lega að gera hérna? Ég get aldrei
orðið svona. Ég get aldrei farið upp
í pontu og flutt ræðu eins og ekkert
sé.“ Svona hugsaði ég alveg þar til
seinasta ræðukonan fór upp í pontu.
Hún klúðraði næstum því öllu sem
hægt var að klúðra. Var greinilega
mjög taugaóstyrk, röddin var
óstyrk og hún skalf næstum því 7 á
Richter-skalanum. Ruglaðist á blað-
síðum í handritinu og átti í mesta
basli með að koma ræðunni frá sér.
Fór línuvillt og gekk almennt mjög
illa. Þá hugsaði ég með mér: ,ja, ef
til vill get ég nú gert betur en hún“.
Ég sótti nokkra fundi eftir þetta
sem gestur og sótti svo um inn-
göngu og var þar með fyrsti karl-
maðurinn á Islandi til að gerast fé-
lagi og sé ekki eftir því. Mikið hef
ég lært á þessum tíma og er enn að.
Samtökin eru í dag blönduð karl-
mönnum og konum, þó svo að konur
séu enn í miklum meirihluta.
Þjálfunin sem ITC býður upp á
hentar öllum, konum og körlum á
öllum aldri sem vilja læra eitthvað
um fundarsköp, stjómun, ræðu-
mennsku, mannleg samskipti og al-
menna sjálfstyrkingu. Ég á ITC-
samtökunum mikið að þakka, vegna
þess að án þeirra væri ég ennþá
einn af eldhúsnöldrurunum sem
aldrei þora að kveðja sér hljóðs og
koma skoðunum sínum á framfæri
og hafa þar með áhrif á gang mála.
Það sem þessi samtök hafa gert
fyrir mig geta þau einnig gert fyrir
þig. Allir fundir samtakanna eru
auglýstir í dagbókum dagblaðanna
og eru öllum opnir. Þér er velkomið
að kíkja inn á fund án nokkurra
skuldbindinga. Láttu ekki tækifær-
ið fara fram hjá þér og lifðu lífinu
lifandi, ekki bara í eldhúsinu, heldur
alls staðar, alltaf. ITC-þjálfunin gef-
ur þér tækifæri til að eflast!
VILHJÁLMUR GUÐJÓNSSON,
forseti Landssamtaka ITC á Islandi.
iVísmdaleikföngi
1 Skolavörðustíg 1a
■ ■ ■niEEsa1-* ■ *
' þakrennur
Þakrennukerfó frá okkur er samsett úr
galvanhúSu&u plastvörðu stáli.
Það er auðvelt og fijótlegt í uppsetningu.
Þakrennukerfi sem endist og endist.
Gmanzxxm9
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699
♦
ÆTTFRÆÐIVEIZLA!
ÆTTFRÆÐI er ekki aðeins með elztu fræðigreinum hér á landi. Hún er ein af undirstöðum nýrra vísindarannsókna-
líftækni framtíðarinnar. Það sem fæstum datt í hug að yrði í askana látið: Ættfræðiþekking genginna kynslóða hefur
sannað sig að vera með ólíkindum hagnýt grein sem býður upp á ótal möguleika.
Þeir, sem fást við ættfræði, þekkja þá ánægju og gleði sem iðja þessi gefur, með því að koma á sambandi við for-
feður og frændur, tengja okkur sögu og sögnum landsins eins og ættirnar kvíslast um allar jarðir.
Ættfræðiþjónustan hefur staðið framarlega í þessari grein með rannsóknum og fræðslunámskeiðum. 1100 manns
hafa sótt námskeið á 13 árum. Nú erum við flutt úr Austurstr. 10A á Túngötu 14 (Hallveigarstöðum). Ættarrann-
sóknir fara hér fram og samantekt ættartölu og niðjatals í nútímalegu formi. Þá er hér bóksala með úrvali ættfræði-
og æviskrárrita. Ennfremur fást gjafabréf til námskeiða og bókakaupa.
Ættfræðinámskeiðin sívinsælu hefjast bráðlega og standa í sjö vikur (21 klst.). Þar læra menn að rekja og taka
saman ættir á skipulegan hátt, fá þjálfun í leitaraðferðum og kjöraðstæður til rannsókna. Sveigjanlegur kennslutími
og greiðslukjör. Uppl. og skráning þátttakenda í síma 552 7100 alla virka daga.
Bókaveizla í ættfræði-, æviskrár- og átthagaritum! í tilefni opnunar á nýjum stað verður sérstakt tilboðsverð til 2.
okt. Meðal framboðinna bóka: Reykjaætt af Skeiðum, Galtarætt, Ölfusingar, Húsatóftaætt, Keflvíkingar, Knudsens-
ætt, Bollagarðaætt, Niðjatal sr. Hallgr. Péturssonar, Garðaselsætt, Húsafellsætt, Þorsteinsætt úr Staðarsveit,
Briemsætt, Önfirðingar, Hallbjarnarætt, Vigurætt, Pálsætt á Ströndum, Tröllatunguætt, Ófeigsfjarðarætt, Skagfirzkar
æviskrár (allar), Saga Sauðárkróks, Djúpdæla saga o.fl. skagf. rit, Frá Hvanndölum til Úlfsdala (Siglf.), Hreiðars-
staðakotsætt, Thorarensensætt, Reykjahlíðarætt, Gunnhildargerðisætt, Ættir Síðupresta, Nafnalykill að Manntali
1801, Virkið í norðri, ýmis stéttatöl og fjöldi ótalinna bóka m.a. smærri rita eldri sem yngri, mörg í litlu upplagi. Látið
ekki tækifæri úr greipum renna, meðan gefst!
Ættfræðiþjónustan, Túngötu 14, sími 552 7100.
ISLENSK-BANDARISKIR
VÍSINDADAGAR
Kynningarráðstefna Grand Hótel Reykjavík
udaginn 28. September 1998 kl. 09.00-16.00
US-lcelandic Science Days, Grand Hotel, Reykjavik, 28th September, 1998
Rannsóknarráð fslands og sendiráð Bandaríkjanna á íslandi boða til kynningar-
ráðstefnu um vísindasamstarf milli íslands og Bandaríkjanna. Á ráðstefnunni,
sem markar upphaf formlegrar samvinnu RANNÍS og bandarískra systurstofnanna
á sviði vísinda, munu fulltrúar frá nokkrum af fremstu stjómarstofnunum
Bandaríkjanna á sviði vísinda kynna starfsemi sína og möguleika til að
styðja við íslenskt-bandarískt vísindasamstarf. Þá mun bandarískt
og íslenskt vísindafólk segja frá hugmyndum sínum um sam-
starfsmöguleika á nokkrum mikilvægum sviðum.
Aðgangur er öllum opinn.
RAIUNÍS
cr
Z3
o
<5
Kennt er þrisvar í viku í fjórar vikur.
Almennt um tölvur, Windows, Word,
Excel, og notkunarmöguleikar
Internetsins. Samtals 48 klukkustundir.
Næstu nómskeið byrja 28. og 29. september.
Magni Sigurhansson
Framkv.stjóri Alnabæ
„Moð nóminu fékk ég mjög
góða yflrsýn yflr mögulelka
PC tölvunnar og góða
þjólfun í notkun þess
Hugbúnaðar sem ég nota
hvað mest í starfi mínu.þ.e.
ritvlnnslu, töflureikni og
Internetinu. Öll aöstaða,
taakjabúnaður og
frammistaða kennara hjö
NTV var fyrsta flokks og
námið hnitmiðað og
árangursríkt."
Vönduð námsgögn
og bækur fylgja
öllum námskeiðum
BjoðuTri upp 3 Visa & Euro
raðgrciðslur
Nýi tölvu- &
viðskipiaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981
TXh•> nnAnfínorv okAli47lnh» to _ UoimooiAo* tintAii nbr le