Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 61' FÓLK í FRÉTTUM MYNPBÖNP Móðir og barnfóstra berjast Skelfing (Sound of Fear) __ Spennumynd Leikstjóri og handritshöfundur: Wal- ker Klenhard. Aðalhlutverk: Josie Bissett og Jason Beghe. (88 mín.) Bandarísk. ClC-myndbönd, septem- ber 1998. Bönnuð innan 16 ára. Hér er á ferðinni dæmigerð sjón- varpsmynd sem er fyrirsjáanleg og fremur illa leikin. Það sem er for- vitnilegt við myndina er hins vegar sú aftur- haldssama hug- myndafræði, sem svo augljós- lega má lesa úr henni. Þar segir frá Carol, eitil- harðri frama- konu sem varið hefur öllum tíma sínum í að byggja upp fyrirtæki þeirra hjóna. Eiginmaðurinn hefur af þeim sökum tekið saman við barnfóstruna Anne og barnað hana. Sonur hjónanna hefur sömuleiðis tekið ástfóstri við bamfóstruna sem sinnir honum betur en móðirin. Þegar eiginmaðurinn vill skilnað ræður Carol menn til að myrða Anne þó svo að það stofni lífi sonar þeirra í hættu. Hér má sjá hvernig framakonan (sem tekur starfsferil- inn fram yfir uppeldi bama) er gerð að þorpara sem á aðeins slæmt skil- ið. Hetja myndarinnar er hins vegar barngóða fóstran sem hyggst eign- ast fjölda bama samhliða lækna- námi því sem hún er að leggja í. Framakonan hlýtur að lokum mak- leg málagjöld og fóstran kemur í hennar stað. Sem sagt: Slæm mynd með skemmtilega vonda hugmynda- fræði. Heiða Jóhannsdóttir Frá Sarajevo Velkomin til Sarajevo (Welcome to Sarajevo)_____ D r a m a ★★★ Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handritshöfundur: Frank Cottrell Boyce. Kvikmyndataka: Daf Hobson. Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Stephen Dillane og Emira Nusevic. (97 nu'n.) Bandarísk / bresk. Sam myndbönd, september 1998. Bönnuð innan 16 ára. í þessari mynd er áhorfendum boðið (líkt og írónískur titillinn gef- ur til kynna) að kynnast ástandinu í Sarajevo undir umsátri Serba. Fylgt er slóð nokkurra frétta- manna sem dvelja í borginni og reyna að vekja athygli heimsins á ástandi mála. Breskur fréttamaður reynir jafn- framt að fá ráðamenn erlendra ríkja til að bjarga munaðarlausum börn- um af átakasvæðinu en fær lítil við- brögð. Leitast er við að draga upp raunsanna mynd af Bosníustríðinu og er athyglinni einkum beint að af- drifum almennra borgara í umsátr- inu. Byggt er að hluta til á sönnum atburðum og skeytt inn raunveru- legum og tilbúnum fréttaskotum. Atburðarásin er mjög blátt áfram, köld og hörð og er jafnframt haldið ákveðinni fjarlægð við persónur myndarinnar. Þannig er athyglinni ekki síður beint að stríðsástandinu í sjálfu sér, en örlögum fárra per- sóna. Útkoman er átakanleg. Heiða Jóhannsdóttir Cameron sendir DiCaprio tóninn JAMES Cameron hefur ekki fyrirgefið Leonardo DiCaprio að láta ekki sjá sig á sfðustu afhendingu óskarsverðlaunanna þegar mynd þeirra félaga, Tit- anic, fékk fullfermi eða 11 verðlaun. „Mér fannst hann sýna okkur lítilsvirðingu, ekki myndinni sem slíkri, heldur fólkinu sem lagði blóð, svita og tár í gerð myndarinnar," segir Cameron í viðtali við Rolling Stone. Ræða Camerons á afhendingunni þegar hann kall- aði sjálfan sig „konung heimsins" mun Iíklega seint gleymast. Hann segist hafa varað DiCaprio við því að hann myndi iðrast þess að sleppa afhendingunni. Hann myndi líta út fyrir að vera smásálarlegur. DiCaprio var ekki tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki og gaf þá skýringu opinberlega að hann hefði ekki viljað stela sviðsljós- inu frá Cameron, Kate Winslet og Gloriu Stuart. „Hann mætti ekki og kom út sem ofdekraður ræfill... Skilaboðin sem ég fékk á símsvarann hjá mér daginn áður voru á þessa leið: „Á bara ekki við mig, félagi“,“ segir Cameron enn fremur. „Það á greinilega betur við hann að þiggja 800 milljónir króna fyrir að leika í djús- auglýsingu, sem aðeins er sýnd í Japan, en að vera viðstaddur afhendingu Oskarsverðlaun- anna.“ ekki bara bolti! Liverpool er lifandi og skemmtileg borg og þar er sérlega hagstætt að versla. Auk leiksins geta farþegar m.a. farið í siglingu á ánni Mersey og skoðunarferðir á Bítlaslóðir og Anfield Road. Þessi ferð gæti því t.d. hentað vel sem árshátíðarferð. Liverpool Chelsea 1.-4. október Hópferð við allra hæfi. 23.900kr. á mann í tvíbýti fyrir fyrstu 200 farþegana ATIAS sem bóka ferð og greiða með ATLAS-ávísun. L Innifalið: Flug, gisting með morgunverðir, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. 39.900 kr. Everton - Liverpool 7.000 kr. Man. United - Wimbledon 13.000 kr. 17.október íjoow Samvinnuferðir-Landsýn, Eurocard og sjónvarpsstöðin Sýn bjóða einstakt tilboð á ferð til Liverpool 16.-18. október næstkomandi. Liverpool hefur ekki unnið Everton í þrjú ár og 17. október gefst tækifæri til að upplifa magnaða stemningu á „derby-leik" þar sem þessir nágrannar mætast á Goodison Park.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.