Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóri Reiknistofu bankanna Munum fara í einu og öllu að lögum HELGI H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að fyr- irtækið muni að sjálfsögðu fara í einu og öllu að lögum hvað varðar innheimtu virðisaukaskatts á þjón- ustu sem seld er þriðja aðila og telji sig ávallt hafa gert það. Ef póst- lagning tilkynninga fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins sé virðisauka- skattskyld starfsemi muni fyrirtæk- ið annað tveggja leggja virðisauka- skatt á starfsemina eða hætta henni. Samkeppnisráð hefur beint þeim eindrægnu tilmælum tO ríkisskatt- stjóra að virðisaukaskattur sé inn- heimtur af þeirri þjónustu Reikni- stofu bankanna, sem hún veitir í samkeppni við fyrirtæki á almenn- um markaði. Er vísað til úrskurðar ríkisskattstjóra í þeim efnum frá 18. nóvember 1996, sem var svar við fyrirspum frá Reiknistofu bank- anna, þar sem komi skýrt fram að Reiknistofu bankanna beri að inn- heimta virðisaukaskatt af þjónustu sem unnin sé fyrir aðra en banka og sparisjóði. Ævinlega náið samráð Helgi sagði að það væri alveg skýrt að öll starfsemi Reiknistofu bankanna fyrir banka og sparisjóði væri undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt lögum. Reiknistofan hefði ævinlega haft náið samráð við ríkisskattstjóra um öll atriði sem kunni að vera álitamál. Hann sagði enn fremur að Reikni- stofan hefði ekki reynt að afla sér verkefna á almennum markaði og hefði þvert á móti vísað frá sér fjölda verkefna sem hún hefði auð- veldlega getað tekið að sér vegna þess að hún flokkaðist ekki undir bankastarfsemi. Undantekning væri póstlagning tilkynninga fyrir Tiygg- ingastofnun ríkisins og gerð öku- skírteina fyrir dómsmálaráðuneytið. I síðara tilvikinu hefði stofnunin tek- ið að sér verkefnið vegna beiðni þar um vegna þess að hún ein byggi yfír dýrum búnaði sem þyrfti til verksins og væri virðisaukaskattur innheimt- ur af þeirri starfsemi. Starfsemin fyrir Tryggingastofn- un ætti sér hins vegar sögulegan að- draganda sem rekja mætti til ársins 1977 þegar byrjað hefði verið að greiða beint inn á reikninga elli- og örorkulífeyrisþega. Bankamir hefðu tekið kostnaðinn af þessu á sig í upphafí en á síðasta áratug hefði Tryggingastofnun farið að greiða fyrir þjónustuna. Sölu- eða virðis- aukaskattur hefði aldrei verið inn- heimtur af þessari þjónustu og eftir viðræður í kjölfar framangreindra bréfaskipta við ríkisskattstjóra síðla árs 1996 hefði sá skilningur orðið of- an á að ekki bæri að innheimta virð- isaukaskatt af starfseminni. Ef það væri nú niðurstaðan að það bæri að gera myndi Reiknistofan að sjálf- sögðu bregðast við því. ÁTJÁN ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í 15 mánaða fangelsi vegna ráns í Sel- eet-verslun Skeljungs í Breiðholti í mars sl. Dómari ákvað að fresta skyldi 12 mánuðum af refsingunni og þeir felldir niður að þremur ár- um liðnum haldi pilturinn almennt skilorð og skilyrði um að neyta ekki áfengis eða deyfilyfja. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa ógnað tveimur starfsmönnum verslunarinnar með hnífi til að opna tvo peningakassa verslunarinnar og taka þaðan 24 þúsund krónur. Leit lögreglunnar að ránsmann- inum bar ekki árangur en ákærði kom á lögreglustöðina við Hverfís- götu tæpum tveimur vikum síðar Gæsir brjóta umferðar- reglur GÆSAHÓPUR olli nokkrum töf- um á bflaumferð um Rauðarár- stíginn á miðvikudag, enda fór fíðurféð ekki að umferðarregl- um og hunzaði gangbrautina, sem er skammt frá, þegar það arkaði yfír á Klambratúnið. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna fuglarnir tóku þann kostinn að ganga gæsagang yfír götuna fremur en að grípa til vængj- anna. og játaði á sig ránið. Þá var rann- sókn vel á veg komin og höfðu grunsemdir beinst að. piltinum. Pilturinn hefur tvisvar áður gengist undir sátt fyrir umferðarlagabrot og verið dæmdur fyrir líkamsárás. I niðurstöðu héraðsdómara segir að líta beri til þess við ákvörðun refs- ingar að ákærði hafi ógnað starfs- mönnum verslunarinnar með hnífi, undirbúið verknaðinn og vilji hans verið einbeittur. Hins vegar beri að líta til ungs aldurs piltsins og þess að hann hafi játað verknaðinn sjálf- viljugur. Pilturinn samþykkti kröfu Skelj- ungs um greiðslu skaðabóta, 24 þúsund krónur, og hann var dæmd- ur til að greiða allan sakarkostnað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfélag Islands leitar verkefna í Bretlandi • • Onnur Metró-vél hugsanlega í írlandsflug VERIÐ er að leita verkefna fyr- ir Metró-flugvél Flugfélags ís- lands í Bretlandi, en þar er þeg- ar ein slík vél frá félaginu í verk- efnum. Fljúga henni til skiptis íslensk áhöfn og breskar og ís- lenskur flugvirki annast dagleg- ar skoðanir. Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags ís- lands, sagði að viðræður stæðu yfir við Breta um að taka aðra Metró-flugvél í umrætt verkefni. Flogið er þrisvar á dag fimm daga vikunnar milli Hum- berside-flugvallar og Aberdeen og nú er hugmyndin að bæta Belfast á Irlandi inn í áætlunina með einni ferð á dag sem tengist Aberdeen. Verði af samningum um aðra vél myndi ein íslensk áhöfn að jafnaði fljúga henni. Flugvirki Flugfélagsins ann- ast daglegar skoðanir og viðhald en þegar stærri skoðanir standa fyrir dyrum er vélinni flogið heim. Flugfélag Islands notar þrjár Fokker F50-flugvélar og eina Metró-vél í áætlunarfluginu inn- anlands og til Færeyja næsta vetur. Er nú brugðið á það ráð að finna Metró-vélinni verkefni erlendis sem stæði að öðrum kosti verkefnalítil hér. Hlaut 15 mánaða fangelsi fyrir rán Félagsmálaráðherra fer fram á að Landsvirkjun greiði laun erlendra starfsmanna Technopromexport Landsvirkjun ræðir við fulltrúa fyrirtækisins í dag* í gær og sagði hann að þeir hefðu orðið ákaf- PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra fór fram á það í skriflegu bréfi til Landsvirkjunar í gær að hún sæi til þess að útlendir starfsmenn Technopromexport, rússneska verktakafyrir- tækisins sem sér um að leggja Búrfellslínu 3A, fái laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að þau verði lögð inn á íslenskan banka- reikning í nafni hvers og eins fyrir næstu mán- aðamót. Frestur sá sem yfirmenn Technopromexport höfðu til að skila afritum af launaseðlum útlendra starfsmanna fyrirtækis- ins til Vinnumálastofnunar félagsmálaráðu- neytisins rann út í gær án þess að afritin bær- ust. Kváðust yfirmenn Technopromexport ekki geta staðið skil á afritunum þar sem þeir vildu fyrst eiga fund með útlendum starfsmönnum fyrirtækisins. Þann lokaða fund átti að halda í gærkvöld. Forsvarsmenn Landsvirkjunar eiga fund með fulltrúum Technopromexport fyrir hádegi í dag og segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, að Landsvirkjun muni taka ákvarðanir um framhald málsins eft- ir fundinn á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram kæmu á fundinum og bréfi ráðherra. Orn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðar- manna, skýrði útlendum starfsmönnum Technopromexport frá bréfi ráðherra síðdegis lega ánægðu- með þau tíðindi en jafnframt að þeir hefðu áhyggjur af því að einhverjir þeirra yrðu pikkaður út og sendir heim. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að óhjákvæmi- legt væri að ganga þannig frá málum að það léki enginn vafi á því að útlendir starfsmenn Technopromexport fengju það borgað það sem þeii' ættu rétt á. Hann segir að fulltrúar Technopromexport hafí fengið frest fram til dagsins í gær til að skila afritum af launaseðl- um hvers og eins starfsmanns til að sýna fram á að þeir fái laun samkvæmt íslenskum kjara- samningum, en að afritin hafi ekki borist. „í dag [í gær] vilja þeir ekki standa skil á þessu og segjast þurfa að eiga fund með starfsmönnun- um og semja við þá um það hvernig þessu verði háttað og það eru auðvitað bara málalenging- ar,“ segir ráðherra og bætir því við að hann hafi því farið fram á það við Landsvirkjun að hún standi skil á greiðslunum til viðkomandi manna. Á móti gæti Landsvirkjun skert umsamda greiðslu til verktakans, Technopromexport, sem næmi þeim launagreiðslum. Rétt ákvörðun Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnað- armanna, átti fund með útlendum starfsmönn- um Technopromexport á Selfossi síðdegis í gær þar sem hann skýrði þeim frá niðurstöðu félagsmálaráðherra og bréfi hans til Lands- virkjunar. „Þeir voru ákaflega ánægðir með þessar fréttir en hafa samt talsverðar áhyggur af því að einhverjir þeirra verði pikkaðir út og sendir heim. Við höfum hins vegar bent þeim á að þeir geti svarað fyrir sig með því að það hafí ekki verið þeir sem hafi gert kröfurnar heldur við,“ segir Órn og kvaðst enn fremur hafa ósk- að eftir því við útlendu starfsmennina að hann verði strax látinn vita komi til þess að einhverj- ir þeirra verði sendir heim. „Við hljótum að líta svo á að okkur beri að vernda þessa ágætu menn í þeim efnum eins og aðra okkar félags- menn.“ Örn segir enn fremur að hann hafi lagt áherslu á það við útlendu starfsmennina að þeir skrifuðu ekki undir nein plögg sem gæfu til kynna að þeir fengju hærri laun en þeii' í raun og veru fengju. Þá segii- Örn aðspurðui' um ákvörðun félagsmálaráðherra að hún sé réttmæt og gerð á réttum tíma þ.e. áður en fulltrúar Teehnopromexport héldu lokaðan fund með útlendum starfsmönnum fyrirtækis- ins, en þann fund, sem Örn vitnar til, átti að halda í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.