Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stofnfundur Frjálslynda flokksins áformaður í nóvember Tekur tvö ár að komast út úr núverandi kerfi SVERRIR Hermannsson segir að það taki a.m.k. tvö ár að komast út úr núverandi fiskveiðistjórnkerfi, en út úr því verði menn að komast. Það kunni að vera að „handstýra" verði kerfinu fyrstu árin, en Frjáls- lyndi flokkurinn, sem áformað er að stofna í nóvember, vilji að komið verði á frjálsu markaðskerfi í við- skiptum með aflaheimildir þar sem greitt verði eðlilegt afgjald til þjóð- arinnar. Sverrir kynnti stofnun Frjáls- lynda flokksins á fundi með blaða- mönnum í gær ásamt forystumönn- um í Samtökum um þjóðareign. Þar var kynnt yfirlýsing um megin- stefnu framboðsins. Sverrir sagði að meginverkefni flokksins yrði að koma þjóðinni út úr því fískveiði- stjórnkerfí sem komið hefði verið á fót. Hann gagnrýndi kerfið harð- lega og sagði að það einkenndist af sóðaskap og siðspillingu. „Við þurfum tíma til að komast út úr þessum ósköpum og við höfum ætlað okkur a.m.k. tvö ár. Hug- myndin er að gefa veiðar á hand- færi og línu alfrjálsar innan 30-50 mílna. Við viljum gera kröfu til þess að skipunum verði gert skylt að koma með allan afla að landi. Við viljum að togarar haldi sig utar, en teljum koma til greina að minni tog- arar fái að veiða á bilinu 30-50 mfl- ur. Raunar teljum við að krókaveið- arnar ættu að vera frjálsar í allri ís- lenskri landhelgi þangað sem menn geta og vilja sækja. Þetta myndi lík- lega leiða til þess að kvóti á stærri togurum yrði skertur," sagði Sverr- ir. Afgjald til þjóðarinnar Sverrir tók fram að hann væri ekki sérstakur talsmaður auðlinda- gjalds í sjávarútvegi, en það væri eðlilegt að þjóðin fengi eðlilegt af- gjald af eign sinni. Hann sagðist ekki vera að tala um sama gjald og greitt væri fyrir þorskkvóta í dag, þ.e. 85-90 kr. kg. fyrir leigu og 870 kr. kg. í varanlegri sölu. Hugmynd- in væri að koma á frjálsu markaðs- kerfí með viðskipti með aflaheimild- ir eftir tvö ár. Ríkið myndi hins veg- ar eiga og stjórna auðlindinni í um- boði þjóðarinnar. Sverrir sagði að hugmyndir sínar um verð fyrir þorskkvótann væru Morgunblaðið/Kristinn JÓN Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdasrjóri, Bárður Halldórsson, varaformaður Samtaka um þjóðareign og Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri kynntu stofhun Frjálslynda flokksins og stefnu hans. 25-30 kr. kg. Þarna væri vissulega um talsverðar upphæðir að ræða enda gerði hann sér vonir um að með þessari gjaldtöku yrði hægt að lækka tekjuskattinn. Hann sagði að það yrði erfitt verk að snúa ofan af þessu kerfí og því gæti svo farið að það yrði að handstýra kerfinu til að byrja með. Hann sagðist hins vegar vera sannfærður um að minni bátar og minni útgerðarstaðir yrðu sam- keppnishæfir í nýju kerfi. Samtök um þjóðareign fjalla um framboðið í október Bárður Halldórsson, varaformað- ur Samtaka um þjóðareign, sagði að hugmyndir Sverris féllu vel að hug- myndum samtakanna. Það væri hægt að hugsa sér ýmsar útfærslur á nýju stjórnkerfi í sjávarútvegi. Sú hugmynd hefði verið rædd að setja einfaldlega á aflagjald á allan land- aðan afla. Aðalatriðið væri að kom- ast út úr því gjafakvótakerfi sem komið hefði verið á fót og afhenda þjóðinni á ný þá eign sem hún ætti og af henni hefði verið tekin. Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, sagði að hug- takið kvótakerfi væri ónothæft í þessari umræðu. Það yrði að gera greinarmun á kvótasetningunni og kvótaúthlutuninni. Væntanlegt framboð Frjálslynda flokksins hefði á þessu stigi ekki tekið afstöðu til þess hvort það ætti að raska kvóta- setningunni, en framboðið væri hins vegar algerlega á móti kvótaúthlut- uninni. Bárður sagði að stjórn Samtaka um þjóðareign væri sammála um að ganga til samstarfs við Sverri Her- mannsson um framboð í næstu al- þingiskosningum. I næsta mánuði yrði haldinn aðalfundur samtak- anna og þá yrði lögð fyrir fundinn ályktun þar sem lýst væri stuðningi við framboðið. Hann kvaðst gera sér grein fyrir að einhver andstaða yrði við þetta innan samtakanna enda væru í þeim m.a. formaður Al- þýðuflokksins og formaður Alþýðu- bandalagsins og Pétur H. Blöndal og Arni M. Mathiesen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Síðan sam- starf við Sverri kom til tals hefðu 6 sagt sig úr samtökunum, en um 170 gengið í þau. Á KYNNINGARFUNDI hjá Frjálslynda flokkn- um í gær var eftirfar- andi yfirlýsingu dreift til fulltrúa fjölmiðla: „Sfjórn Samtaka um þjóðareign og fylgismenn Sverris Her- mannssonar hafa tekið höndum saman um stofnun stjórnmála- flokks, sem gefíð hefir verið nafnið Frjálslyndi fiokkurinn. Til stofnfundar mun verða boðað í nóvembermánuði nk. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum landsins í næstu alþingiskosning- um. Frjálslyndi fiokkurinn er srjórnmálahreyfing sem leggur áherzlu á frjálsræði, lýðræði og jafhrétti þegnanna. Hann að- hyllist frjálst markaðskerfi og hafnar ríkisforsjá, þar sem því verður við komið. Flokkurinn hafnar með öllu hvers kyns sér- réttindum og einokun, hverju nafhi sem nefhast, en hefir frelsi einstaklingsins og sjálfstæði til orðs og athafna að leiðarljósi. Frjálslyndi flokkurinn mun móta stefnu í öllum helztu mála- fiokkum þjóðmála. I upphafi leggur hann ofuráherzlu á að nú- verandi kerfí fískveiðastjórnar Nýr stjórnmálaflokkur verði þegar í stað varpað fyrir róða. Þegnum landsins verði skil- að aftur Iögmætri eign sinni, auðlindum til lands og sjávar, til nýtingar og arðgjafar. Þetta tel- ur flokkurinn brýnasta verkefhi íslenzkra stjórnmála, ella muni úlfúð og sundurlyndi verða þjóð- inni að örlagariku fótakefli. Létt verði af landbúnaði hinni lamandi miðstýringu, sem riðið hefír atvinnugreininni á slig. Frjálslyndi flokkurinn leggur mikla áherzlu á vernd náttúru landsins um leið og auðæfi henn- ar eru nýtt, svo sem vatnsorka og jarðhiti. Varúðar skal gætt í viðskiptum við stóriðjuhölda heims og fyllsta aðgát höfð vegna framkvæmda á því sviði, enda verði stóriðja aukabúgrein einvörðungu en ekki meginstoð. Flokkurinn mun berjast af al- efli gegn frjálshyggjunni, sem tröllríður núverandi stjórnar- fiokkum og leiða mun til þess á örfáum árum,_ ef ekkert verður að gert, að á Islandi búi tvær stéttir, stétt örfárra auðmanna og stétt bónbjargamanna, sem allir hinir skipa. Frjálslyndi flokkurinn mun taka upp hanzkann fyrir minni- máttar í þjóðfélaginu, sjúka, aldraða og öryrkja. Heilbrigðis- mál eru orðin skammarmál í landi sem státar af velmegun sem óvíða þekkist í veröldinni. Kjörum aldraðra og öryrkja hef- ir hrakað á undanförnum árum og mun flokkurinn beita öllum kröftum til að fá hag þeira betur borgið. Flokkurinn berst fyrir jafh- rétti kynjanna og krefst sam- ræmingar launa kvenna og karla. Kjör hinna lægri launuðu verði bætt frá því sem nú er. At- vinna til handa öllum er undir- stöðuatriði. Það er ófrávíkjanleg krafa Frjálslynda flokksins að ríkis- sjóður verði rekinn hallalaus og taumlausri skuldasöfnun hans til fjölda ára þar af leiðandi hætt. Bætt skólastarf og aukin æðri menntun og tækni- menntun erufrumskil- yrði þess að Islendingar verði í framtíðinni sam- keppnishæfir við aðrar þjóðir um afkomu og lffsgæði. Frumskilyrði að betri skóla eru bætt kjör kennarastéttarinnar. Flokkurinn er frjálslyndur í trúmálum að þvi' leyti að öllum trúfélögum sé gert jafn hátt und- ir höfði. Fyrir því telur flokkur- inn að aðskilnaður kirkju og ríkis komi til greina. Frjálslyndi fiokkurinn minnir á að Islendingar eru Evrópuþjóð og vill að hún starfi með öðrum þjóðum álfhnnar á jafnréttis- grundvelli. Bægt verði frá allri erlendri ásælni í atvinnumálum landsmanna eða fjármálum og fordæmdar eru tilraunir ráða- manna til sölu mikilvægra þjóð- hagsþátta til erlendra auðjöfra. Gengið verði hiðfyrsta úr skugga um hvaða staða íslandi býðst í samstarfi Evrópulanda með tilliti til auðlinda landsins sérstaklega. Sé þess kostur að tryggja hags- muni landsins nægjanlega í þeim efhum er einsætt að ganga til fulls samstarfs svo fljótt sem kostur er." Rússneskir verkamenn boðnir til starfa STARFSMANNASTJÓRAR verksmiðju breska sælgætis- framleiðandans Cadbury í Rúss- landi hafa sent Fiskmarkaði Snæfellsness skeyti þar sem boðnir eru til starfa rússneskir verkamenn, vanir vinnu í mat- vælaframleiðslu. Fram kemur að orðið hafi að hætta starfsemi í verksmiðjunni vegna efnahagslegra og stjórn- málalegra aðstæðna í Rússlandi. Meðallaun sem greidd voru í verksmiðju Cadburys eru sögð hafa verið 300-350 dollarar á mánuði. Verkamennirnir eru sagðir vel menntaðir og ensku- mælandi. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands ís- lands, sem kom skeytinu áfram til fjölmiðla, segir að kjörin séu sambærileg þeim sem starfs- mönnum Technopromexport hafi verið sagt að stæðu til boða. „Það hlýtur að vera athyglis- vert að í ráðuneytinu liggi marg- ar umsóknir um atvinnuleyfi þá sérstaklega frá fiskvinnsluhús- um og þrýst á að þær verði af- greiddar," segir í skeyti frá Guðmundi. Eldhamar á flot af eigin rammleik LÍNUBÁTINN Eldhamar frá Grindavík tók niðri rétt utan við innsiglinguna við Grindavíkur- höfh í fyrrinótt. Var báturinn á útleið þegar bilun varð í stýri. Einhverjar skemmdir urðu á skrúfu Eldhamars og þarf bátur- inn að fara í slipp af þeim sökum. Björgunarsveitin Þorbjörn og lögreglan voru kallaðar til laust fyrir klukkan 2 aðfaranótt fimmtudags og fóru björgunar- sveitarmenn á gúmbát bátnum til aðstoðar. Eldhamar losnaði af sjálfsdáðum og gat áhöfnin með aðstoð félaga í Þorbirni komið bátnum að bryggju á ný. Sigurður Óli Hilmarsson, for- maður Þorbjörns, sagði blíðu- veður hafa verið í fyrrinótt og enga hættu á ferðum. Aðgerðum hefði verið lokið á innan við hálf- tíma. Hann sagði sjálfvirkt út- kallskerfi Slysavarnafélagsins enn hafa sannað gildi sitt, hringt væri í símboða mflli 15 til 20 manna og aðeins fáar mínútur liðið þar til slöngubáturinn var kominn á flot. Sagði hann meðal- viðbragðstímann vera kringum 8 til 12 mínútur. Arnastofnun Tveir sækja um stöðu for- stöðumanns TVEIR sóttu um stöðu for- stöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, þeir Vé- steinn Ólason prófessor og Sverrir Tómasson vísindamað- ur. Upphafstími ráðningar er í janúar á næsta ári en þá lætur núverandi forstöðumaður Árna- stofnunar, Stefán Karlsson, af störfum fyrir aldurs sakir. Um- sóknarfrestur um stöðuna rann út 7. júlí sl. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, mun skipa í stöðuna að fenginni umsögn sérstakrar dómnefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.