Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bilið breikk- ar milli fylk- inganna Demókratar og repúblikanar á Banda- ríkjaþingi deila nú óvenju hart um mál Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Tekist er á um hvort höfða eigi mál á hendur forsetanum og hversu mikið af viðbótarefni úr rannsókninni á hendur honum eigi að birta. Reuters CLINTON gantast við aðstoöarmenn sína í Hvíta húsinu um leið og hann lagar bindi sitt í gær stuttu áður en hann hélt ávarp þar sem hann hvatti bandanska þingið til að huga að hagsmunum Bandaríkja- manna frekar en kynlífi forsetans. DEILUR demókrata og repúblik- ana á Bandaríkjaþingi færast í auk- ana með hverjum degi sem tekist er á um viðbrögð við skýrslu Kenn- eths Starrs, sérskipaðs saksóknara, um Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Auk átakanna um hvað eigi að birta af skjölum úr rannsókn Starrs, geta repúblikanar og demókratar ekki komið sér saman um máls- höfðunarferli gegn forsetanum. Er það talið til marks um hve mjög samskipti fylkinganna tveggja í fulltrúadeildinni hafa versnað, að Richard Gephardt, leiðtogi demókrata þar, neitaði að koma fram á blaðamannafundi um málið með repúblikananum Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar- innar, í fyrradag. Gaf Gephardt meira að segja í skyn að demókrat- ar myndu ekki taka þátt í yfir- heyrslum yrði forsetinn ákærður. Repúblikanar virðast hins vegar staðráðnir í að hefja málshöfðunar- ferlið og í gær sagði Henry Hyde, formaður dómsmálanefndar full- trúadeildarinnar, að líklega myndi nefndin greiða atkvæði um það 5. eða 6. september hvort hefja ætti málshöfðunarferlið með formlegum þingyfirheyrslum. Verði niðurstað- an sú að slík tillaga verður lögð fram og samþykkt í nefndinni myndi fulltrúadeildin greiða at- kvæði um hana nokkrum dögum síðar. Demókratar hafa þrýst mjög á um að gengið verði án tafar til samninga við Bandaríkjaforseta um að komist verði hjá málshöfðun til embættismissis en þess í stað samþykktar á hann vítur. Mike McCurry, talsmaður Clintons, hef- ur gefið í skyn að forsetinn sé reiðubúinn til að fallast á slíkt. Segir MeCurry forsetann „skilja að hann eigi frekari refsingu yfir höfði sér“. Repúblikanar segja hins veg- ar allt of snemmt að ganga til slíkra samninga, þar sem ekki séu öll kurl komin til grafar í rannsókninni. Repúblikanar hyggjast fá því framgengt að þingið greiði atkvæði um það í byijun næsta mánaðar hvort höfðað verði mál á hendur forsetanum en þá verður fulltrúa- deildin að taka málið fyrir á síðustu vikunum fyrir fulltrúadeildarkosn- ingar sem fram eiga að fara 3. nóvember nk. Efasemdir um lögmæti sektar Demókratar óttast að þeirra bíði mikill ósigur ef Clinton-hneykslið skyggi á kosningarnar og reyna því að flýta málinu eins og kostur er. Repúblikanar hafa ékki allir hafnað hugmyndinni um að forsetinn kom- ist hjá málssókn en segja hann þá þurfa að játa að hafa sagt ósatt eiðsvarinn. Þá hafa þeir látið að því liggja að forsetinn verði látinn greiða sekt, áætlaðan kostnað við rannsóknina á sambandi hans við Monicu Lewinsky, sem nemur um fjórum milljónum dala, um 280 milljónum ísl. kr. Miklar efasemdir eru þó um slíkt í DAGBLÖÐUM og í viðtalsþáttum á helstu sjónvarpsstöðvum í Band- arikjunum hafa menn æ oftar orð á því hversu forviða Evrópubúar og aðrir eru yfir því gjörningaveðri sem dunið hefur á Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, vegna „óeðli- legs sambands" hans við Monicu Lewinsky. Þá eru bandarískir stjórnarerindrekar erlendis margir sagðir hafa kvartað yfir því að málið hefði mikil áhrif á störf þeirra. Þeir gætu vart mætt á fundi lengur án þess að hlýða fyrst á langar ræður um það að Band- arílgamenn virtust vera gengnir af göflunum. Vekur það nokkra at- hygli í Bandarflgunum að svo virðist sem flestir eigi erfitt með að skilja hvernig Bandaríkjamönnum geti dottið í hug að niðurlægja leið- toga sinn opinberlega með þessum hætti. Sagði Vaclav Havel, forseti Tékklands, t.a.m. í nýafstaðinni heimsókn sinni til Washington að hann elskaði Bandaríkin en að þau yllu honum jafnframt hugarangri því hann ætti erfitt með að skilja hvernig Lewinsky-hneykslið hefði orðið svo umfangsmikið sem raun ber vitni. Bandarískir Qölmiðlar hafa veitt samkomulag, m.a. vegna þess að sektin myndi líklega brjóta í bága við lög um stjómarskrárbundinn því sérstaka athygli að svo virðist sem erlendir þjóðarleiðtogar styðji allir sem einn forsetann í þrautum hans. Hafa ummæli Nelsons Mand- ela, forseta S-Afríku, vakið sérstak- an áhuga stórblaða eins og The Washington Post og The New York Times en hann sagðist á þriðjudag styðja Clinton jafhvel þótt allir aðr- ir sneru baki við honum. Sagði hann engan annan forseta Band- aríkjanna hafa tekið málstað svartra manna svo mjög upp á arma sína. Gekk Mandela svo langt í opin- berri móttöku í Hvíta húsinu að segja að ekki aðeins S-Afríka og Afríkuþjóðir almennt styddu Clint- on heldur heimurinn allur. Sagði Mandela við Clinton að örvænta ekki því „að stærsti sigur lffsins felst ekki í því að manni skriki aldrei fótur heldur í því að standa ávallt aftur á fætur.“ „Ef Nelson Mandela getur fyrir- gefið því fólki sem misþyrmdi hon- um þá hljótum við Bandaríkjamenn að geta fundið í hjartíi okkar styrk- inn tii að fyrirgefa, og sættast“, sagði demókratinn John Lewis, þingmaður og stuðningsmaður Clintons. aðskilnað framkvæmda- og löggjaf- arvalds. Þá hafa einstakir þing- menn úr hópi repúblikana, m.a. Stuðningur Tonys Blairs, forsæt- isráðherra Bretlands, við Clinton telst varla til tiðinda enda hefur samband mannanna tveggja þótt með eindæmum gott. Ummæli Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, vöktu hins vegar athygli en hann sagði á mánudag, er hann heyrði að Bandaríkjaþing hygðist gera myndband af vitnisburði Clint- ons í Lewinsky-málinu opinbert, að hann „gæti gubbað." Lýsti Kohl mikilli samúð með Clinton og sagði málið allt saman með eindæmum. Gat pólitískur andstæðingur Kohls Oskar Lafontaine, formaður þýska Jafnaðarmannafiokksins, í þetta sinn verið honum sammála en hann sagði sýningu myndbandsins „ógeðslega og andstyggilega". Einn starfsmanna Hvíta hússins hnykkti á því við The New York Times að leiðtogar Evrópuþjóða sem heimsótt hefðu Washington að undanförnu sýndu allir sömu viðbrögð við Lewinsky-málinu. „Þeir eru afar undrandi á öllum hamaganginum", sagði starfsmað- urinn. „Þeir eru forviða því þeir geta ekki ímyndað sér að viðbrögð yrðu með þessum hætti í heima- landi sínu.“ Tom DeLay, sagt að ekki sé hægt að semja við forsetann. Stjórnar- skráin taki af allan vafa um það að annaðhvort verði að höfða mál á hendur honum eða ekki. Annars konar málsmeðferð komi einfald- lega ekki til greina. Demókratar til stuðnings Clinton Demókratar hafa sakað repúblik- ana um að leyfa birtingu mynd- bands af yfirheyrslu StaiTS yfir Clinton til þess eins að auðmýkja forsetann en repúblíkanar hafa svarað því til að demókratar hlaupi nú til vamar forsetanum i stað þess að sinna þeirri skyldu sinni að meta framferði forsetans með tilliti til þjóðarhagsmuna. Þingmenn demókrata, sem um tíma virtust ekki ætla að standa við hlið forsetans, og gagnrýndu hann harkalega fyrir siðleysi og fyrir að ljúga til um samband sitt við Lewinsky, hafa sýnt honum stuðn- ing síðustu daga og sameinast í baráttunni gegn repúblikönum á þingi. Meðal þeirra er Dianne Fein- stein, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, sem reiddist forsetan- um mjög er hann játaði að hafa átt í sambandi við Lewinsky, þar sem hann hafði hringt sérstaklega í Feinstein til að sannfæra hana um að ásakanirnar á hendur honum væru rangar. Lýsti Feinstein aðdáun sinni á jafnaðargeði forset- ans í þeirri orrahríð sem hefði staðið og sagðist sjá afar litlar sannanir fyrir lögbroti. Hverju hélt Starr eftir? Dómsmálanefnd fulltrúadeildar- innar kemur saman að nýju í dag til að ræða hvort og þá hvaða viðbót- arefni úr skýrslu Starrs eigi að birta opinberlega. Enn á eftir að fara yfir innihald 16 skjalakassa. Á meðal þess sem deilt hefur verið um, er hvort birta ætti upp- tökur af samtölum Lindu Tripp og Monicu Lewinsky, sem sú fyrr- nefnda tók upp án samþyklas Lewinsky. Repúblíkanar íhuguðu að birta þær ekki en sáu sig um hönd til að komast hjá ásökunum demókrata um að þeir héldu eftir sönnunargögnum sem væru forset- anum í hag. Demókratar hafa m.a. gagnrýnt Starr fyrir að sleppa úr skýrslu sinni ummælum Lewinsky þar sem hún segir hvorki forsetann né lögmanninn Vernon Jordan hafa sagt sér að ljúga um sambandið við forsetann. I skýrslunni er hins veg- ar í tvígang vitnað í Lewinsky þar sem hún segir engan „hafa beinlínis sagt sér að ljúga“. Demókratar saka Starr ennfrem- ur um að hafa ekld afhent dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn- ar öll gögn úr rannsókninni. Hafa þeir hvatt Starr til að gera það þar sem hluti þeirra kunni að vera for- setanum í hag. Á meðal þess sem ekki hefur borist nefndinni í hend- ur eru fjórðungur af yfirheyrslum rannsóknarkviðdómsins og um helmingur af yfirheyrslum al- ríkislögreglunnar í tengslum við rannsóknina. Starr segist hins veg- ar hafa afhent þinginu allt sem máli skipti í tengslum við brot er varði meinsæri en haldið eftir efni sem tengist málinu aðeins lauslega og heimildarmenn úr hans röðum segja að hluti þess sem ekki var af- hent sé „viðbjóðsleg smáatriði". Umheimurinn undrandi á hamaganginum ;/wi Mætið tímanlega [piinktlich] á Þýska daga Brezel • Allianz • Bie Zeit • Llayd • Sanax • BMW • Wissall • ífltje • Sauter • AEG • Beck's • Zwillir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.