Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 11 Flugleiðir flytja á Gardermoen -flugvöii Rannsoknarstofnun öldrunarmala Bandaríkjanna vill samstarf við Hjartavernd Einstök tækifæri til rannsókna Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ fundinum í gær. Frá vinstri eru standandi Guðmundur Þorgeirs- son, Helgi Sigvaldason, Gunnar Sigurðsson formaður Hjartaverndar, Vilmundur Guðuason og Nikulás Sigfússon. Siljandi eru Björn Einars- son, Richard J. Havlik, Tamara B. Harris og Pálmi Jónsson. FULLTRÚAR Hjartaverndar funduðu í gær og funda í dag með fulltrúum frá rannsóknarstofnun öldrunarmála Bandaríkjanna (National Institute On Aging) um hugsanlegt rannsóknarsamstarf á sviði öldrunarsjúkdóma. Stofnunin leitaði eftir viðræðum við Hjarta- vernd vegna þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á vegum Hjarta- verndar, og er þar einna helst átt við Hjartaverndarrannsóknina, en framkvæmd hennar hófst árið 1967 þegar Hjartavernd var stofnuð. Að sögn Guðmundar Þorgeirs- sonar formanns rannsóknarstjórnar Hjartaverndar er um könnunarvið- ræður að ræða. „Við erum að ræða möguleika á því að Hjartavernd og rannsóknarstofnun öldrunarmála í Bandaríkjun eigi rannsóknarsam- starf um ýmislegt sem lýtur að öldr- un. Það er að segja hvaða þættir það eru sem fyrr á lífsleiðinni hafa áhrif á heilsufar í ellinni og öldrun- artengda sjúkdóma.“ Guðmundur segir að þar sé til dæmis átt við sjúkdóma eins og heilabilun, hjarta- sjúkdóma og beinþynningu, og myndi samstarfið ganga út á ítar- legri rannsóknir á sjúkdómunum. Skapar ný atvinnutækifæri „Þessar könnunarviðræður ganga út á framkvæmd rannsókna sem gætu orðið framhald af öldr- unarrannsóknum sem hófust árið 1990. Ef til samstarfsins kemur getum við framkvæmt mun ítar- legri rannsóknir en áður, sem við höfum ekki geta gert hingað til, bæði vegna kostnaðar og af ýmsum öðrum ástæðum. Þessu myndi fylgja ýmis ný starfsemi og ný at- vinnutækifæri sköpuðust. Þetta myndi að sjálfsögðu einnig styrkja stöðu Hjartaverndar og efla rann- sóknarstarf til muna. Eg vil ítreka að viðræðurnar eru enn á könnun- arstigi og ekki er enn víst hvort af samstarfinu verði, né hvort fjár- magn fáist í rannsóknirnar frá bandarískum aðilum,“ segir Guð- mundur. Að sögn Richard J. Havlik voru milli 15 og 20 rannsóknir víða úr heiminum skoðaðar af stofnuninni, þar á meðal íslenska Hjartavernd- arrannsóknin. Eftir að hafa kynnt sér hana var ákveðið að leita eftir samstarfi við Hjartavernd. „Við teljum að íslenskt umhverfi sé sér- staklega vel til þess fallið að fram- kvæma rannsóknir eins og við höf- um í huga, eins og Hjartavemdar- rannsóknin gaf til kynna. Við reyn- um að gera okkur grein fyrir mögu- leikum, kostum og göllum þess að stunda hér rannsóknir, berum það undir yfirmenn okkar í Bandaríkj- unum og skoðum síðan næstu skref,“ segir Havlik. Vilja skoða samband erfða og umhverfis Tamara B. Harris segir að ís- lenska Hjartaverndarrannsóknin sé um margt mjög sérstök og hafi strax vakið áhuga þeirra og at- hygli. „Rannsóknin er mjög vel framkvæmd, miklu efni hefur verið safnað og vel er unnið úr gögnun- um. Það er einnig mjög sérstakt hvað Islendingar hafa verið dug- legir og fúsir til að taka þátt í rann- sóknarstarfi og gefa því góðan tíma. Sökum þess byggist rann- sóknin á ríkum upplýsingum um heilsufar og lífsaðstæður fólks, og það er mjög mikilvægt. Við sjáum að hér eru einstök tækifæri til rannsóknarstarfa. Einnig viljum við skoða samband erfða- og um- hverfisþátta varðandi öldrunar- sjúkdóma og því viljum við skoða þýði sem gerir okkur kleift að ein- angra erfðafræðilega þætti, og það höfum við hér,“ segir Harris sem kom hingað til lands í maí til að kanna grundvöll samstarfsvið- ræðnanna. Guðmundur segir að á fundinum í gær hafi verið rætt hvaða viðfangs- efni væru áhugaverð, auk þess sem styrkleikar og takmarkanir Hjarta- verndar á sviðinu hafi verið kannað- ir. Skoðað hafi verið hvernig rann- sóknarstofnun öldrunarmála í Bandaríkjunum gæti komið að rannsóknunum og hvernig rann- sóknarstarfið yrði hugsanlega fjár- magnað. Segir hann að í dag verði rætt nánar um sérstök hugsanleg rannsóknarverkefni. Að sögn þátttakenda leiddu við- ræðurnar ýmislegt í ljós, en enn er óvíst hvort gengið verði til samn- inga. Það kemur væntanlega í ljós á næstu mánuðum. Hjartaverndarrannsóknin sem hér er rætt um er faraldsfræðileg rannsókn sem náði til um 30 þús- und manns á höfuðborgarsvæðinu. I rannsókninni var kannað sam- band áhættuþátta, eins og til dæm- is blóðþrýstings, blóðfitu og reyk- inga við hjarta- og æðasjúkdóma. Talsvert hefur verið birt af niður- stöðum rannsóknarinnar í alþjóð- legum tímaritum, þar sem hún hef- ur náð athygli bandarískra heil- brigðisjrfirvalda. NYR alþjóðlegur flugvöllur sem þjóna mun Osló og nágrenni, Oslo Lufthavn-Gardermoen, verður opnaður 8. október nk. Af þeim ástæðum flyst öll flugvallarstarf- semi Flugleiða frá Fornebu-flug- velli í nýja og glæsilega flugstöð í Gardermoen. Innritunarþjónusta við farþega verður á sérstökum bás undir merki Flugleiða í aðal- farþegamiðstöðinni nærri innrit- unarsvæði SAS. Mikið hefur verið lagt í fram- kvæmdir við hinn nýja alþjóðlega flugvöll en þær era þær viðamestu sem Norðmenn hafa tekist á hend- ur á landi. Akvörðun um flutning til Gardermoen var tekin árið 1992 og síðan hafa 10 þúsund manns komið að verkinu. Leggja þurfti víðtækt sam- göngunet á jörðu niðri í því skyni að auðvelda aðkomu að flugvellin- um. Gardermoen-völlurinn er í um 50 km fjarlægð frá miðborg Osló en Fornebu var aðeins 8 km frá borginni. Hægt verður að ferðast með lest, strætisvögnum og leigubílum inn í miðborg Ósló og mun það taka rúman hálftíma. Eftir eitt ár er búist við að lokið verði framkvæmdum við lagningu hraðlestar til vallarins en ferðin mun þá aðeins taka um 19 mínút- ur. Flugvöllurinn verður meginæð alþjóðlegrar flugumferðar um Noreg en jafnframt er hann tengiflugvöllur í innanlandsflugi í Noregi og milli norrænu höfuð- borganna. Gert er ráð fyrir að flugvöllurinn geti þjónað árlega um 17 milljónum farþega. Stað- setning flugvallarins gefur síðan kost á stækkun hans í framtíðinni. Fyrrum hitaveitustjóri varar við stækkun Nesjavallavirkjunar Endingarlíkur 3-4 ára- tugir í stað nokkurra alda STJÓRN veitustofnana samþykkti Varminn uppurinn þegar hans inu samhliða hitaveituvinnslunni, en á miðvikudag að hefja undirbúning verður þörf? aldrei meira en svo að hitaveitan að aukningu raforkuvinnslu á Nesjavöllum úr 60 MW í 90 MW og sagði í skýrslu sérfræðinganefnd- ar, sem skipuð var til að fjalla um stækkun Nesjavallavirkjunar, að það væri góður kostur, þótt rétt væri að halda áfram að staðfesta aflgetu svæðisins með borunum og mælingum. Menn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um þessa stækkun og sagði Jóhannes Zoéga, fyrrver- andi hitaveitustjóri, í gær að hann teldi að um væri að ræða lélega nýtingu á svæðinu. Afgangsorku hent „Ég gagnrýni það að vera yfir- leitt að fara af stað með svona stóra virkjun, jafnvel 60 MW,“ sagði Jóhannes, sem var hitaveitu- stjóri í Reykjavík frá 1962 til 1987. „Aðalástæðan fyrir því er sú að þetta gerir að verkum að nýtingin verður slæm. Hitaveitunotkunin er tiltölulega lítil enn - ekki nema 100 til 200 MW með frekar lágri nýt- ingu eða um 800 GWh á ári - en 90 MW virkjun notar 900 MW upp úr jörðinni og af því nýtir hún ekki nema tíunda hluta. Afgangnum, 6400 GWh, er að mestu leyti fleygt, aðeins 800 GWh eða áttundi hlut- inn fer tO hitaveitunnar." Jóhannes sagði að ástæðan fyrir því að þetta væri ekki nýtt væri sú að Hitaveita Reykjavíkur hefði ekki þörf fyrir það. „Þörfin eykst hins vegar smám saman,“ sagði hann. „Að mínu mati geta liðið þrír áratugir þar til Hita- veitan þarfnast þessa varma, en þá verður hann uppurinn. Þegar 90 MW rafstöð hefur gengið í 30 ár verður afl svæðisins fullnýtt. Upp frá því minnkar aflið smám saman og orkuframleiðslan um leið.“ I skýrslu sérfræðinganna fjög- urra eru útreikningar á nýtingu svæðisins miðaðir við 30 ár. Jó- hannes sagði að miðað hefði verið við 30 ár frá upphafi, en það þyrfti ekki að vera neitt náttúrulögmál. „Mér finnst 30 ár satt að segja ekki vera nokkur tími fyrir hita- veitu,“ sagði hann. „Við sjáum að gamla hitaveitan hefur gengið í hálfa öld og við yrðum skúffuð ef nú ætti að fara að skráfa fyrir hana, því þá heldur ef það hefði verið gert gert innan 30 ára.“ Má margfalda endingartímann? Jóhannes sagði að hins vegar væri hægt að margfalda endingar- tímann og benti hann reyndar á það í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu 2. september. „Ef við drögum úr nýtingunni og pössum upp á það að fullnýta allt, sem við tökum upp úr svæðinu, ætti nýtingartíminn að lengjast," sagði hann. „Það þýðir að unnið verður miklu minna rafmagn. Það er allt í lagi að framleiða rafmagn úr svæð- geti alltaf nýtt þann varma, sem kemur frá raforkuverinu.“ Hann sagði að væri virkjunin eftir þörfum hitaveitunnar og jafn- framt bætt við hæfilegri rafmagns- framleiðslu, gæti jarðhitinn enst miklu lengur. Og ef Nesjavallaæð- in og lögn í öll ný borgarhverfi yrði tvöfólduð, gæti rafaflið orðið 50 til 60 MW og endingarlíkur jarðhita- aflsins aukist úr þremur eða fjór- um áratugum í nokkrar aldir. Lághitasvæði myndu anna þörf höfuðborgarsvæðisins Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar veitustofnana, sagði á miðvikudag að orkubúskapur höf- uðborgarinnar væri góður um þessar mundir, öfugt við það, sem gerðist hjá Landsvirkjun. Heita- vatnsframleiðslan á Nesjavöllum, sem væri um fjórðungur notkunar á höfuðborgarsvæðinu, hefði gefið kost á því að spara lághitasvæðin í kringum borgina. Nú hefði grunn- vatnshæðin í þeim hækkað veru- lega þannig að hægt yrði að anna þörfinni með lághitasvæðunum í dag jafnvel þótt Nesjavellir dyttu algerlega út. Jóhannes sagði að þetta væri rétt, en það gerði að verkum að enn minni þörf væri fyrir hita frá Nesjavöllum: „Þá er enn meiri só- un og enn meiru kastað burt af varmanum þar.“ BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Borgartún 33, breytt deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Borgartún 33. Breyting verður á fyrirkomulagi bygginga og bílastæða á lóð og lóðinni skipt í 4 einingar. Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 28. september til 26. október 1998. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 9. nóv. 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.