Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 68
Jiewiíát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fulltrúar tölvunefnda á EES lýsa áhyggjum af gagnagrunnsfrumvarpinu Verði endurskoðað í ljósi evrópskra sáttmála FULLTRÚAR tölvunefnda og sambærilegra stofnana í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins lýsa þungum áhyggjum sínum vegna áforma ís- lenzkra stjórnvalda um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og hvetja ríkisstjórnina til að endurskoða gagnagrunnsfrumvarpið í ljósi al- þjóðasáttmála á þessu sviði. Petta kemur fram í ályktun fundar fulltrúa frá EES-ríkjunum á 20. alþjóðaráðstefnunni um vernd persónuupplýs- inga, sem haldin var á Spáni í síðustu viku. Þor- steini Pálssyni dómsmálaráðherra var í gær sent bréf með ályktuninni. •K Fundinn sátu fulltrúar frá opinberum eftirlits- stofnunum í aðildarríkjum EES, sem hafa sam- bærilegt hlutverk og tölvunefnd á íslandi, þ.e. að fylgjast með skráningu og meðferð heilbrigðis- upplýsinga. Meginregla um frjálst og upplýst samþykki verði virt Fundurinn mælist til þess að ríkisstjóm'in end- urskoði framvarpið í ljósi alþjóðasáttmála, sem fjalli um vernd persónuupplýsinga, þ.e. Mannrétt- indasáttmála Evrópu, sáttmála Evrópuráðsins nr. 108 um vernd persónuupplýsinga, tilmæla ráð- herranefndar Evrópuráðsins nr. 5/1997 um heil- brigðisupplýsingar og tilskipunar Evrópubanda- lagsins nr. 95/46 um vemd persónuupplýsinga. Persónuvemdarfulltrúarnir leggja áherzlu á að virða beri meginregluna um frjálst og upplýst samþykki viðkomandi einstaklings varðandi geymslu og vinnslu upplýsinga um hann, að skil- greining á „persónuupplýsingum" verði að vera afdráttarlaus og aðferð til að tryggja nafnleysi raunhæf og að varast verði að rekstrarhagsmun- ir notanda leiði til þess að farið verði út fyrir upp- haflegan tilgang gagnabankans. Alyktunin var samþykkt með atkvæðum allra ríkja Evrópusambandsins og Noregs en íslenzki fulltrúinn sat hjá. ■ Skorað á ríkisstjórn/6 Morgunblaðið/Golli Innrásin frá Mars? SUMIR kynnu að halda að nú væri innrás geimvera hafin; fyrsta hefur ljósmyndarinn fest á fílmu myndarlegan sólstaf við Perluna í geimskipið Ient og það næsta á leiðinni ofan úr skýjunum. En hér Oskjuhlíð. Afkoma Flugleiða betri í jiilí og ágúst FLUGLEIÐIR og dótturfélög skil- uðu liðlega 560 milljóna króna meiri hagnaði af reglulegri starfsemi í, júlí og ágúst en á síðasta ári. Hagnaður- inn nam tveimur milljörðum kr. skv. bráðabirgðauppgjöri sem birt var í gær og er hagnaður þessa mánuði orðinn meiri en tapið fyrstu sex mánuði ársins. Sigurður Helgason forstjóri segir að nú sé að skila sér sú áhersla sem félagið hefur lagt á að fjölga ferða- mönnum til íslands. Nýjar flugleiðir hafi gengið vel. Nefnir hann sérstak- lega Minneapolis, einnig aukna tíðni flugs til Bretiands og Bandaríkjanna. Þrátt fyi-ir bætta afkomu í sumar gera stjórnendur Flugleiða ráð fyrir rekstrartapi á ái-inu. Eftir að Flug- leiðir bh'tu upplýsingar sínar síðdeg- is í gær, hækkuðu hlutabréf félags- ins úr 2,80 í 3,0, eða um 7,1%. ■ Hagnast um/20 --------------- Hlutafé í Landsbanka Yfír 12.000 skráðu sig MIKILL áhugi var á hlutafjárútboði Landsbanka Islands hf. sem lauk á miðvikudag. Alls skráðu sig um 12.200 aðilar fyrir hlut í félaginu, þar af um 1.200 starfsmenn. Samtals bárast óskir um að kaupa bréf að nafnvirði tæplega 5,5 milljarðar króna í áskriftarhluta útboðsins, en þar að auki hafa borist tilboð frá 40 aðilum í þær 50 milljónir sem seldai’ verða með tilboðsfyrirkomulagi. Hlutafjái'útboð Landsbankans er viðamesta almenna útboð sem fram hefur farið á íslenskum hlutabréfa- markaði og gerir Landsbankann að næstfjölmennasta hlutafélagi lands- ins á eftir Eimskip. Vegna fjölda skráninga skerðist hámarkshlutur í almennri áskrift úr 1 milljón í um 55 þúsund krónur að nafnvirði. ■ Hámarkshlutur/19 -I Reyk]avík 2000 Baldr Jóns Leifs sett- ur á svið FYRIRHUGAÐ ER að dans- og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs verði frumflutt árið 2000 í samvinnu hinna þriggja nor- rænu menningarborga Evrópu það ár, Reykjavíkur, Björgvinj- ar og Helsinki. Sinfóníuhljómsveit íslands annast flutninginn hér en fíl- harmóníuhljómsveitir Björg- vinjar og Helsinki í heimaborg- um sínum. Þá er gert ráð fyrir að kórar og dansflokkar frá hverri borg fyrir sig muni taka þátt í sýningunum, en að aðal- dansarar og einsöngvarar verði hinir sömu í þeim öllum. Þetta yrði í fyrsta skipti sem Baldr yrði sýndur á sviði en hann hefur verið hljóðritaður. ■ Baldr eftir/29 * Alyktun þings Evrópuráðsins um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins Niðurskurði fylgi greiðslur til sjómanna og útvegsmanna Breytingartillaga Tómasar Inga Olrich alþingismanns felld Strassbourg. Morgunblaðið. ÞING Evrópuráðsins afgreiddi í gær ályktanir um sjávarútvegs- málastefnu Evrópuríkja í tilefni af ári hafsins 1998. Meginframsögu- menn voru Portúgalinn Lino Car- valho af hálfu landbúnaðarnefndar þingsins sem vann drög að ályktun um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafs- ins og Tómas Ingi Olrich alþingis- maður sem talaði fyrir munn vís- inda- og tækninefndar þingsins en hún gaf umsögn um drögin. Carval- ho lagði meðal annars til að þingið ályktaði að ekki mætti skera niður kvóta nema á móti kæmu félagsleg- ir styrkir til sjómanna og eftir at- vikum bætur til útgerðarmanna. I breytingartillögu Tómasar Inga var þessu sjónarmiði hafnað. Sagði hann að niðurgreiðslur og styrkir væra vísasti vegurinn til að drepa blómlegan sjávarútveg. „Og hvers konar skilaboð værum við að senda Rússum sem hafa engan veginn efni á að greiða sjávarútveginn niður?“ spurði Tómas í umræðunum. Eftir nokkuð snarpar umræður þar sem Kanadamenn, er sitja þing- ið sem áheyrnarfulltrúar, studdu eindregið sjónarmið íslendinga, var breytingartillaga hans felld naum- lega. Greiddi Tómas fyrir vikið at- kvæði gegn ályktuninni í heild en aðrir íslenskir þingmenn sátu hjá. Innanbúðarmál í Evrópusam- bandinu komu með nokkuð sérstök- um hætti upp á þingi Evrópuráðs- ins, þótt um óskyld samtök sé að ræða. Fólst í ályktunartillögu Portúgalans Carvalho að strand- ríkjum væri uppálagt að leyfa ein- ungis skipum frá eigin ríki að veiða innan landhelginnar (tólf mílna). Sagði Tómas í samtali við Morgun- blaðið í gær að skýringin á þessari tillögu væri sú að Portúgalir vildu reyna að nota Evrópuráðið sem vettvang til að tryggja sig gagnvart breytingum á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar væru nefnilega uppi áform um að ekki einungis svæðið utan tólf mílnanna lyti samevrópsku forræði eins og nú er heldur einnig svæðið innan land- helginnar. Kvað Tómas tillöguna eins og hún var orðuð ekki viðunandi fyrir ís- lendinga því þeir vildu einir ráða sinni efnahagslögsögu og áskildu sér fullan rétt til þess eftir atvikum að semja um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum eins og til dæmis við Færeyinga. Fór svo að breytingar- tillaga Tómasar og fleiri íslenskra þingmanna um þetta efni var sam- þykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.