Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 19 VIÐSKIPTI ✓ Yfír tólf þúsund aðilar skráðu sig í hlutafjárútboði Landsbanka Islands hf. sem lauk á miðvikudag Hámarkshlutur skerðist í 55 þúsund krónur Morgunblaðið/Kristinn FORSVARSMENN Landsbanka íslands hf. kynntu niðurstöður hlutafjárútboðs félagsins í gær. F.v. Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, Brynjólfur Helgason, frara- kvæmdastjóri fyrirtækja- og stofnanasviðs, og Davíð Björnsson, forstöðumaður á viðskiptastofu Landsbankans. LIÐLEGA 12.200 aðilar skráðu sig fyrir hlutabréfum í hlutafjárútboði Landsbanka íslands hf. sem lauk á miðvikudag. Par af voru núverandi og fyrrverandi starfsmenn bankans um 1.200 talsins. Samtals bárust óskir um að kaupa bréf að nafnvirði tæplega 5,5 milljarðar króna í áskriftarhluta útboðsins, en að auki hafa borist tilboð frá um 40 aðilum í tilboðshluta útboðsins. Alls bárust óskir frá um 11 þús- und aðilum um kaup á bréfum að nafnvirði rúmlega 5 milljarðar króna í almennri áskrift og skerðist því hámarkshlutur úr 1 milljón króna í um 55 þúsund kr. að nafn- virði, en það svarar til um 105 þús- und króna að söluvirði. AIls voru boðnar út 1.000 þúsund milljónir að nafnvirði, en þai' af koma 325 milljónir í hlut starfs- manna og Lífeyrissjóðs banka- manna á genginu 1,285. Þá voru 625 milljónir boðnar út samkvæmt áskriftarfyrirkomulagi á genginu 1,9 en 50 milljónir verða seldar með tilboðsfyrirkomulagi. Meðalfjárhæð 439 þúsund krónur Meðalfjárhæð áskrifta í útboðinu var 439 þúsund krónur að nafnvirði. Tæplega 3.800 aðilar óskuðu eftir bréfum að nafnvirði 1 milljón kr., en dæmi voru einnig um að óskað væri eftir bréfum að nafnvirði 1.000 kr. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir niður- stöðuna koma þægilega á óvart og sé dýrmæt traustsyfirlýsing við Landsbankann: „Eiginfjárstaða bankans hefur nú styrkst verulega og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er komið í 10% sem er 2% hærra en lög áskilja. Miðað við eftirspum í útboðinu má ætla að unnt hefði ver- ið að selja allt hlutafé félagsins í einu og tryggja þannig mjög dreifða eignaraðild þannig að enginn einn aðili ætti meira en 1% af heildar- hlutafé." Hlutabréfin skráð í lok október Frestur til að skila inn tilboðum í 50 milljóna króna hlut í útboðinu rann út klukkan 16 á miðvikudag. Um 40 aðilar sendu inn tilboð og verða þau opnuð mánudaginn 28. september nk. Halldór segir eðli- legt að ætla að þessi mikla eftir- spum skili sér í gengi hlutabréf- anna og ættu tilboðin sem opnuð verða á mánudag að gefa einhverja vísbendingu um mat markaðarins á bréfunum, að sögn Halldórs. Greiðsluseðlar verða nú sendir kaupendum á næstunni og er síð- asti greiðsludagur 14. október 1998. Fram að þeim tíma verður m.a. unnið að frágangi lánveitinga til þeima u.þ.b. 1.500 kaupenda sem óskuðu eftir láni frá bankanum fyr- ir hlutabréfunum. Þar er þó ein- göngu um að ræða starfsmenn og áskrifendur í almenna hluta útboðs- ins sem sóttu um sérstök hluta- bréfalán en einnig var nokkuð um að áskrifendur óskuðu eftir því að nýta sér aðra lánamöguleika við kaupin. Áætlað er að hlutabréf Lands- bankans verði skráð á Verðbréfa- þingi íslands í lok október. Líklegt að gengi bréfanna hækki Vegna skerðingar hlutabréfanna í útboðinu í 105 þúsund krónur, þá ná þau ekki því 130 þúsund króna sölu- lágmarki sem krafist er í viðskipt- um með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands. Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, seg- ir það ekki koma að sök því flest verðbréfafyrirtæki verða væntan- lega með standandi tilboð í bréfin og gera fólki þannig kleift að selja hlut sinn. Hann segist gera ráð fyr- ir töluverðri spennu með hlutabréf- in til að byrja með og segir líklegt að umtalsverð viðskipti muni eiga sér stað strax eftir að fólk fær greiðsluseðlana í hendumar: „Verðmyndunin mun að miklu leyti koma til með að ráðast af niður- stöðum í tilboðshlutanum sem greint verður frá eftir helgina. Mið- að við sölugengið 1,9 í áskriftarfyr- irkomulaginu þá er ekki óeðlilegt að áætla að þátttakendur í tilboðs- hluta útboðsins þurfi að bjóða allt að 2-2,10 ætli þeir sér að ná því. Það er því líklegt að gengi bréfanna hækki nokkuð strax í upphafi og að margir hluthafar kjósi að innleysa hagnaðinn um leið og færi gefst,“ sagði Albert. Ráðstefna um nettölvu IBM á Grand Hótel 29. september kl. 9:00 Nýherji býður til ráðstefnu þar sem sérfræöingar IBM og Nýherja kynna IBM Network Station, nýja tækni frá IBM sem er að slá f gegn um allan heim. Með notkun netþjóns og nettölva í stað hefðhundinna PC tölva er unnt að lækka rekstrarkostnaö verulega og tryggja um leið skjótari dreifingu — — »■ hughúnaðar, takmarkalausan *~~ — - — aðgang og meira rekstraröryggi. Stór orð? Sjáðu og heyrðu sérfræðinga IBM og Nýherja færa rök fyrir máli sínu á veglegri ráðstefnu á Grand Hótel í Skráning for fram haimasíðu Nýherja (www.nyhBrji.is) eða í síma 5G9 7700 NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is "Gartner Group um hagkvæmni nettölvu IBM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.