Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ólafur Jónsson FYRRI farvegur Arnarfellskvíslar eins og hann er nú. Á myndinni er Árni ísleifsson fjallkóngur Gnúpverja. ARNARFELLSKVÍSL í nýjum farvegi. Hágöngur SKEMMDIR í Arnarfellsmúlum. Arnarfell í í baksýn. baksýn. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins haldinn í mars MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 23. september 1998 að boða, í sam- ræmi við skipulagsreglur Sjálf- stæðisflokksins og íyrri ávarðanir miðstjórnar um þetta efni, til 33. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins dagana 11.-14. mars 1999 í Reykja- vík. Fundurinn fer fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík og hefst síðdeg- is fímmtudaginn 11. mars 1999. Á fundinum fer fram stefnumótun flokksins svo og kjör miðstjómar, formanns og varaformanns og um- ræður um skipulagsmál Sjálfstæðis- flokksins. Félög Sjálfstæðisflokksins um allt land kjósa landsfundarfulltrúa en nokkuð á annað þúsund manns munu eiga rétt til þátttöku á fundin- um. Málefnanefndir flokksins munu undirbúa stefnumótunarstarfið á fundinum og hafa þær þegar hafist handa við það verkefni. Stefnt er að því að senda flokksfélögum ályktun- ardrög málefnanefndanna til skoðunar með góðum fyrirvara fyrir Landsfundinn. Arnar- fellskvísl skiptir um farveg ER fjallmenn Gnúpverja voru við smalamennsku í Þjórsárverum kom í ljós að Arnarfellskvísl hef- ur skipt um farveg og valdið skemmdum í innsta hluta Arnar- fellsmúla. Talið er að þetta hafi gerst í fyrri hluta ágústmánaðar því ferðamenn höfðu enga breyt- ingu séð á rennsli árinnar í lok júlí. Kröfur Siglingamálastofnunar fslands uppfylltar Bj örgunarbátar SVFI fá haf- færisskírteini FIMM björgunarbátar Slysa- vamafélags íslands sem keyptir hafa verið notaðir frá Hollandi og Þýskalandi síðustu tvö árin eru nú að fá haffærisskírteini en að kröfu Siglingastofnunar Islands varð að gera á þeim nokkrar breytingar. Þór Magnússon, deildarstjóri björg- unardeildar SVFÍ, segir þeim nú lokið og síðasti báturinn sé í skoðun. Þrír frá Hollandi og tveir frá Þýskalandi Þrír bátanna voru keyptir frá Hollandi og tveir frá Þýskalandi og eru þeir allir í þjónustu björg- unarsveita félagsins á nokkrum stöðum á landinu. Kom sá fyrsti hingað til lands í árslok 1996 en sá síðasti á liðnu vori. Þór Magnússon segir að Siglingastofnun hafí við skoðun bátanna farið fram á ákveðnar breytingai- á rafkerfi og ankerisbúnaði bátanna og voru þeir allir teknir í slipp til að ráða bót á þessum atriðum. Hann segir kostnað ekki hafa verið tekinn nákvæmlega saman en hann sé á bilinu tvær til fjórar milljónir króna á hvern bát. Slysavarnafélagið hefur á síð- ustu árum alls varið vel yfír 60 milljónum króna vegna fjárfest- inga, breytinga og viðhalds á björgunarbátaflota sínum. Verið er að skoða kaup á fleiri bátum um þessar mundir en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Andlát PÉTUR O. NIKULÁSSON PÉTUR 0. Nikulás- son, stórkaupmaður, lézt í Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri, fæddur 6. júlí 1921. Foreldrar Péturs Oddbergs voru Nikulás Jónsson, skipstjóri, og Gróa Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og for- maður Kvennadeildar Slysavarnafélags ís- lands. Eftirlifandi eig- inkona Péturs er Sigríður Guðmunds- dóttir og eiga þau þrjú börn; Ingi- björgu Ástu, Gróu Þóru og Pjetur Nikulás. Pétur lauk prófi frá Verzlunar- skóla fslands 1939 og starfaði í Heildverzlun Kristjáns G. Gísla- sonar frá 1941-1962. Það ár stofnaði hann umboðs- og heild- vei-zlunina PON í Reykjavík sem hann rak frá þeim tíma. Pétur sat í stjórn skrifstofumannadeild- ar Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur 1946-49 og var for- maður síðari tvö árin. Hann sat í stjórn Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur 1949-1959 og var for- maður 1957-59. Hann var formaður Bad- mintonsambands ís- lands 1969-1971, for- maður Lionsklúbbsins Baldurs 1966 og sat í nokkur ár í stjórn Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi. Hann sat í stjórn Félags ís- lenzkra stórkaupmanna 1967-71 og í stjórn Verzlunarráðs íslands í nokkur ár. Pétur var varamaður í stjórn Verzlunarbanka íslands 1969-1973, varafoi-maður 1973-1977 og var formaður stjói-nar Verzlun- arbankans 1977-1981. Persónuverndarfulltrúar á EES-svæðinu hafa áhyggjur af gagnagrunnsfrumvarpinu Skorað á ríkisstjórnina að endurskoða frumvarpið í ljósi alþjóðasáttmála EVRÓPSKIR persónuvemdarfull- trúar lýsa þungum áhyggjum sín- um vegna áforma íslenskra stjórn- valda um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Mæla þeir með því að frumvarp þar að lútandi verði endurskoðað í ljósi alþjóðasátt- mála á þessu sviði, þ.e. Mannrétt- indasáttmála Evrópu, sáttmála Evrópuráðsins nr. 108 um vemd persónuupplýsinga, tilmæla ráð- herranefndar Evrópuráðsins nr. 5/1997 um heilbrigðisupplýsingar og tilskipunar Evrópubandalags- ins 95/46 um vemd persónuupplýs- inga. Á 20. alþjóðaráðstefnunni um vemd persónuupplýsinga sem haldin var í Santiago de Compostela á Spáni, 16. til 18. september síðastliðinn, komu full- trúar frá ríkjum Evrópska efna- hagssvæðisins saman og ræddu meðal annars áform íslenskra stjórnvalda. Um var að ræða full- trúa frá opinberum eftirlitsstofn- unum í aðildarríkjunum sem hafa sambærilegt hlutverk og tölvu- nefnd á Islandi, þ.e. að fylgjast með skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga. Á fundinum var farið yfír íslenska frumvarpið sem heilbrigðisráðuneytið sendi út til umsagnar um mánaðamótin júlí/ágúst síðastliðinn en ensk út- gáfa þess er birt á heimasíðu ráðu- neytisins. Fundurinn ályktaði síðan um frumvarpið og var Peter J. Hustinx, formanni hollenska skráningareftirlitsins, falið að gera íslenskum stjórnvöldum viðvart, en þess má geta að hann er for- maður vinnuhóps Evrópusam- bandsins, sem starfar á grundvelli 29. gr. fyrrgreindar tilskipunar EB. Sendi hann í gær Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra, sem fer með málefni verndar persónu- upplýsinga hér á landi, bréf með ályktun fundarins. I ályktuninni segir að fulltrúar frá Norðurlöndum hafi vakið at- hygli fundarins á stjórnarfrum- varpi á Islandi sem heimila myndi miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. I gagnagi’unninum eigi að vera heilsufarsupplýsingar og tengdar upplýsingar, þar á meðal erfðaupplýsingar, er varðað geti alla íslendinga. Tilgangurinn sé að fylgjast með notkun heil- brigðisþjónustu og lyfja. Fundur- inn leggi í fyrsta lagi áherslu á að virða beri meginregluna um frjálst og upplýst samþykki viðkomandi einstaklings varðandi geymslu og vinnslu upplýsinga um hann. Einnig verði skráður einstaklingur að hafa rétt til að draga sig út úr grunninum eftir að upplýsingar um hann hafí verið skráðar í hann. Undanþága frá þessum meginregl- um sé ekki heimil nema af sérstök- um ástæðum og þá þannig að nægilega sé tryggt að farið sé með upplýsingarnar á lögmætan hátt. I öðru lagi segir að skilgreining- in á „persónuupplýsingum" verði að vera afdráttarlaus og aðferðin til að tryggja nafnleysi raunhæf. I landi þar sem búi tiltölulega fá- menn þjóð megi hugsanlega draga ályktanir af erfðaupplýsingum um blóðbönd og þannig afhjúpa hverj- ir eigi í hlut. Að minnsta kosti geti dulkóðun í stað persónuauðkennis ekki tryggt nafnleysi. í þriðja lagi verði að varast að rekstrarhagsmunir notanda leiði til þess að farið verði út fyrir upp- haílegan tilgang gagnabankans. Peter J. Hustinx sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundar- menn hefðu talið að þótt gagna- grannsfrumvarpið væri íslenskt innanríkismál þá væri þarna um að ræða mál sem væri hið fyrsta sinn- ar tegundar en svipuð áform gætu komið upp í öðrum EES-ríkjum. „Málið snerti okkur með þeim hætti að okkur fannst að við yrð- um, af fullri hófsemi þó; að láta skoðun okkar í ljósi“. Alyktunin var samþykkt með atkvæðum full- trúa allra Evrópusambandsríkj- anna fimmtán og Noregs. íslenski fulltrúinn, Sigrún Jóhannesdóttir, starfsmaður tölvunefndar, sat hjá þar sem málið varðaði hennar heimaríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.