Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 48
”^f8 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓN THOR HARALDSSON + Jón Thor Har- aldsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 13. apríl 1933. Hann lézt á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru María Kristín Skúla- dóttir Thoroddsen húsmóðir, f. 1906, d. 1976, og Haraldur Jónsson læknir, f. 1897, d. 1967. Systir Jóns er Ragnheiður Guðrún Haralds- dóttir leikskólakennari, f. 1937, gift Jóni H. Runólfssyni lögg. endurskoðanda, f. 1933. Fyrri kona Jóns var Sigríður Lára Guðmundsdóttir, f. 1939. Þau skildu. Börn þeirra eru: María Kristín, bréfberi og píanóleik- ari, f. 1963, í sambúð með Gunn- ari Reyni Sveinssyni tónlistar- manni, f. 1933. Dóttir hennar er Katrín Róbertsdóttir, f. 1989. Jóhannes, f. 1969. Dóttir hans og Berglindar Gunnarsdóttur rithöfundar, f. 1953, er Lára, f. —* 1996. Jón kvæntist 26. október 1973 Steinunni Stefánsdóttur fram- haldsskólakennara, f. 1938. For- eldrar hennar eru Eh'n Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 1912, og Stefán Ogmundsson prent- ari, f. 1909, d. 1989. Sonur Jóns og Steinunnar er Stefán heim- spekinemi, f. 1975. Jón ólst upp í Vík í Mýrdal þar sem faðir hans var héraðslæknir en var að heiman í -%«ackóla frá unglingsaldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- Jón Thor Haraldsson gerðist kennari við Fiensborgarskóla haust- ið 1972 um leið og ég tók við stjórn skólans. Við störfuðum þar saman samfleytt í tvo áratugi að einu skólári undanskildu þegar hann dvaldist við framhaldsnám í Noregi. En haustið 1992 varð hann að láta af störfum sökum heilsubrests, þá tæplega sextugur að aldri. Þegar samstarf okkar í Flensborgarskól- anum hófst var ég búinn að vera kunnugur Jóni Thor í 18 eða 19 ár eða allt frá því ég settist sem busi í Menntaskólann í Reykjavík haustið ^-jj.953. A fyrsta málfundi sem ég sótti þar vakti ljóshærður eldhugi í sjötta bekk athygli mína fyrir fljúgandi mælsku og hnyttilegt orðalag í mál- flutningi. Þetta var Jón Thor, og ekki dró það úr forvitni minni um hann, þegar ég las eða heyrði mein- legar vísur sem hann setti stundum saman. Eitthvað kynntumst við þennan vetur, nóg til þess að eftir þetta töluðum við saman eins og aldavinir ef við rákumst hvor á ann- an, sem var reyndar ekki mjög oft því hann fór fljótlega eftir stúdentspróf til náms í Noregi. Enn síðar bar svo fundum okkar stund- um saman í Reykjavík, þegar við störfuðum þar báðir við blaða- <#sriennsku, hvor á sínu blaðinu. Þessi kynni nægðu til þess að ég tók því fagnandi þegar hann hringdi í mig sumarið 1972 og falaðist eftir kenn- arastarfi við skólann. Jón Thor reyndist góður og ötull kennari, sem sinnti starfi sínu af mikilli alúð. Við nemendur náði hann yfirleitt góðu sambandi og á kennarastofunni og í öðru samneyti við samstarfsfólkið var hann vinsæll. Hann var í eðli sínu þeirrar gerðar að verða hvarvetna miðdep- illinn þar sem hann kom á meðal manna. Hann var skemmtilegur í •íimgengni og á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Og hann hafði fastar og ákveðnar skoðanir á mörgu, bæði málefnum og fólki, og hélt þeim fram af einurð og festu og tæpitungulaust, hvort heldur var í bundnu máli eða óbundnu. Hann var mikill ljóðaunnandi og . hagmælskan var honum í blóð borin. vlonum var mjög létt um að yrkja skólanum í Reykja- vík 1954, hóf síðan nám við Óslóar- háskóla og lauk þaðan eand. mag.- prófi í sögu, ensku ojg mannfræði 1960. Arið 1981 hóf hann að nýju nám við Óslóarháskóla í or- lofi sínu frá kennslu og lauk lektorsprófi (eand. philol.) í sagnfræði 1982. Jón var blaðamaður við Þjóðviljann um nokkurra ára skeið. Kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1963-1972 og fékkst við þýðing- ar fyrir Sjónvarpið 1968-1982. Árið 1972 var hann ráðinn sögu- kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gegndi því starfi til 1992. Helstu ritsmíðar Jóns, auk blaða- og tímaritsgreina, eru: Mannkynssaga 1492-1648, Mál og menning 1980, Ósigur Odda- veija, Ritsafn Sagnfræðistofn- unar 1988, Vík í Mýrdal, mynd- un þorpsins og þróun, í Dynskógum söguriti Vestur- Skaftfellinga 1982, Lúther í ís- lenzkri sagnfræði í Sögu 1987, þá urðu margar lausavísur hans fleygar. Jón starfaði talsvert að félagsmálum, meðal annars í Æskulýðsfylkingunni, Sósía- listaflokknum og Alþýðubanda- laginu. Hann gekk í Ásatrú- arfélagið skömmu eftir stofnun þess og var Leiðvallargoði. Útför Jóns hefur farið fram í kyriþey. og margar lausavísur hans hafa flogið víða, þótt þær hafi ekki nema sumar komist á prent. Með tíman- um var hann iðinn við að setja sam- an vísur um málefni h'ðandi stundar í samfélaginu í heild eða í þrengra umhverfi og hann var ófeiminn við að láta þær komast í umferð, þótt þær væru sumar hverjar ekki aðeins hnyttnar, heldur líka mein- legar og jafnvel eitraðar. Eg hygg að síðustu áratugina hafi Jón Thor verið meistarinn í vísnagerð af þessu tagi, ókrýndur konungur þessarar þjóðlegu íþróttar, þótt ýmsir aðrir hafi svo sem verið vel liðtækir líka. Innan við fimmtugt byrjaði Jón Thor að kenna þess sjúkleika sem núna hefur dregið hann til dauða fyrir aldur fram. Einkennin voru meinleysisleg í fyrstu, en þau reyndust merki um seigdrepandi óvin, parkisonveikina illræmdu. Hann bar þessi örlög af æðruleysi og tók upp harða baráttu við þennan ógnvald, gerði allt sem hann gat til að vinna bug á honum eða halda honum að minnsta kosti í skefjum, en allt kom fyrir ekki. Hægt og bít- andi vann sjúkdómurinn á og eyddi líkamsburðunum, en á hugsun og skýrleika tókst honum ekki að vinna. En líkamlegri heilsu Jóns Thors hrakaði svo á rúmum áratug, að haustið 1992 var hann ekki leng- ur vinnufær og lét af störfum í framhaldi af því. Það var hörmulegt að þurfa að horfa upp á þessi örlög þessa fríska og hæfileikaríka manns, en að leið- arlokum er víst lítið að segja annað en það eitt, að við sem þekktum hann og mátum lifum áfram með góðar minningar um góðan dreng sem við höfum verið svo heppin að hafa átt að samferðamanni í lífinu. Kristján Bersi Ólafsson. Mágur minn eini, Jón Thor, er látinn. Hugurinn reikar um þann aldarfjórðung sem við vorum tengd böndum vináttu og fjölskyldu. Minningarnar eru ljúfar, elskulegar og kryddaðar leiftrandi gáfum, þekkingu, orðheppni og skemmtan. Mágur minn var gæddur tveimur MINNINGAR mikilvægum eiginleikum sem öðrum fremur mörkuðu samskipti hans við þjóðlífið. Annars vegar óslökkvandi forvitni um hvaðeina sem á vegi verður og hins vegar því sem við gjaman kölluðum „klæbehjerne". Jón Thor gerði miklar kröfur til þeirra sem hann umgekkst eins og gjarnt er um menn sem veita mik- inn, þar eð þeir nærast á snerpu augnabliksins. Ákúrumar ágætu og óhjákvæmilegu kenndu mér og mörgum fleirum eitt og annað um ófyrirgefanlegar ambögur og rök- leysur. Ég mun t.d. aldrei aftur kveikja í brennu. Slíkir menn eru ekki hversdagslegir og hæfa várt lágkúrulegu umhverfi sem ekki skynjar eða nýtur hlýjunnar í djúp- inu. Það var afskaplega notalegt að fá Jón Thor inn í fjölskylduna. Sum okkar þekktu hann, önnur könn- uðust við hann og það þurfti ekki að útskýra neitt fyrir honum, hann kunni allt og skildi; sósíalismann, söguna, ljóðin, vísurnar, tunguna innlenda sem erlenda. Það var sama hvort hann vitnaði í Andrés Önd eða aðrar heimsbókmenntir, það mátti treysta því að rétt væri með farið og á hárréttum stað og stund. Svona menn endurtaka sig ekki, þeir vitna í sjálfa sig, svo notuð séu orð Jóns sjálfs. Þegar fjölskyldan kom saman og söng urðu ýmsir að láta sig hverfa eftir þriðja erindi þótt nokk- ur væra eftir og svo komu útúr- snúningarnir í mörgum útgáfum. Eitt leiddi af öðra og hvergi rúm fyrir andlega ládeyðu. Einhvem tí- mann þegar við höfðum hitzt óvenju ört kom hann til mín og sagði: „Heldurðu ekki að þessi fjölskylda fari bráðum að fá nóg af sjálfri sér?“ Foreldrar mínir mátu Jón Thor mikils. Faðir minn og Jón gátu tekið flugið saman og engin viðfangsefni þeim ofviða, enda ekki að sökum að spyrja þegar Thoroddsenar og Stephensenar leggjast á eitt. Mig minnir að faðir minn hafi kallað það sögulega sátt ættanna þegar systir mín og mágur gengu í hjónaband. Stálheppin var ég að eiga tvö ung böm þegar Steinunn og Jón Thor stofnuðu heimili. Með þekkingu minni á bleium og bamasjúkdómum öðlaðist ég svolitla hlutdeild í prins- inum Stefáni þegar hann fæddist sumarið 1975. Ég var yfir mig hrifin af drengnum, og er enn. Jón skír- skotaði nokkram sinnum með hlýju brosi til fátæktar minnar í orðavali þegar hann nikkaði í átt til Stefáns eða myndar af honum og spurði: „Er hann ekki æðislegur?" Svarið var sjálfgefið. Stundum held ég að Jón Thor hafi skilið betur og vitað meira um einkalíf mitt en ég sjálf. Á seinni ár- um þegar við vorum tvö á spjalli vakti hann mig a.m.k. til vitundar um eitt og annað sem farið hafði fyr- ir ofan garð og neðan hjá mér í lífs- ins ólgusjó. Á liðnu sumri sátum við saman á Grensásdeildinni ásamt sjúkraliða og ræddum af hispurs- leysi um mannleg samskipti, einkum þó karla og kvenna. Ég ímynda mér að slíkar samræður, sem mágur minn leiddi, lífgi upp á tilverana á sjúkrahúsum rétt eins og á öðram torgum. Eins og fleiri þurfti ég stundum að fletta upp í Jóni Thor. Það var mér ómetanlegt. Vænst þótti mér samt um að ég skyldi nokkram sinm um verða honum að yrkisefni. I langdvöl minni í Svíaríki hékk eitt ljóða hans til mín fyrir ofan tölvuna og oft hvarflaði að mér að hlýða kallinu: „Æ, taktu fyrstu flugvél heim á Skerið!" Hann vissi líka að mér var ljúft að verða við ýmsum kyndugum bónum hans; um fram- burð á ættamafni sænskrar kven- frelsiskonu eða hvað smáorð á sænskri vísnasnældu þýddi. Nákvæmnin var fyrir öllu. Kjarnafjölskyldan á Reynimeln- um var sterk og lifði auðugu lífi. Þar ráða hin akademíska hugsun og mannlega samkennd ríkjum og er beitt við lausn hvers vanda. Öryggið sem þessu er samfara veitti mági mínum lífsgæði. í því felst einnig styrkur þeirra sem eftir standa. Þegar ég hugsa til Jóns í fjöl- skyldugarðinum rís minningin hæst er móðir mín, með einstakri virðingu og kærleik, vísar honum til sætis við borðsendann þar sem faðir minn hafði áður setið. Tengdafjölskyldan þakkar sam- fylgdina við Jón Thor. Ég sakna hans. Sigríður Stefánsdóttir. Jón Thor er dáinn, Kristján Bersi flutti mér þessa frétt fyrir nokkram dögum og þrátt fyrir að vitað hefði verið um langvarandi veikindi Jóns var það óvænt eins og slík frétt er alltaf. Síðustu árin sem Jón kenndi hafði heilsu hans hrakað mikið en það var ekki hans háttur að tala um veikindi sín. I spjaili á kennarastofu var einhvern tíma minnst á, að ekki væri hann að fjölyrða um líðan sína. Maja aðstoð- arskólameistari minnist þess að Jón hafi svarað: „Maður verður nú ekki interessant af slíku.“ Þannig var Jón. RAGNHEIÐUR KRISTÍN TÓMASDÓTTIR Ragnheiður Kristín Tómas- dóttir fæddist á Minni-Borg í Gríms- nesi 10. febrúar 1947. Hún lést í Reykjavík 15. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar eru Tómas Halldór Jónsson, f. 16. október 1921, d. 22. janúar 1994, og Sigríður Kristín Christiansen, f. 7. júní 1929. Systkini Ragn- heiðar eru Kristrún Anna Tómasdóttir, f. 22. september 1948, Gerður Tómasdóttir, f. 6. ágúst 1950, Lilja Björk Tómas- dóttir, f. 22. mars 1953, Sesselja Dröfn Tómasdóttir, f. 5. júlí 1959, Hjálmar R. Jónsson, f. 20. nóvember 1964, og Sigurður Yndislega vinkona okkar og spilafélagi. Það er erfitt að hugsa um að þú sért horfin frá okkur. Við viss- um að þú varst allt í einu svo mikið veik, en ekki datt okkur í hug að tíminn yi’ði þetta stuttur. Við áttum eftir að taka mikið oftar utan um þig Andrés Jónsson, f. 28. nóvember 1969. Hinn 20. janúar 1972 giftist Ragn- heiður Erling Þór Þorsteinssyni múr- ara. Foreldrar hans eru Þorsteinn Gísla- son og Marta Magnúsdóttir. Börn Ragnheiðar og Er- lings eru: 1) Elísa- bet Dröfn, f. 13. september 1974, í sambúð með Jóni Hafsteini Ragnars- syni, og eiga þau soninn Hafstein Eyvar, f. 18. mars. 2) Konný Sif, f. 18. febrú- ar 1980. Dóttir Erlings af fyrra hjónabandi er Þórdís, f. 6. október 1962. títför Ragnheiðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og kveðja þig betur en við fengum að gera. Það á vel við hugtakið að framkvæma aldrei á morgun sem þú getur gert í dag, þegar við hugsum um það hvað þú yfirgafst okkur snöggt. Við eigum eftir að sakna þín mik- Fréttin um lát Jóns snart okkur samkennara hans. Einn eftirminni- legasti maður, sem ég hef kynnst, er látinn. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman haustið 1974, þegar ég hóf kennslu í sögu við Flensborgarskól- ann. Þar var Jón hrókur alls fagnað- ar, einstaklega fróður og virtur kennari. Það hættu sér fáir í kapp- ræður við Jón Thor, enda gat hann verið beittur ef því var að skipta. Sem nýliði í kennarastétt gat ég mikið af Jóni lært og notaði mér það vel. Við kenndum saman sögu og það var einstaklega gott samstarf. Það vora góðar stundir þegar við settumst saman til að semja próf. Þú skrifar, sagði Jón gjarnan, og svo hófumst við handa. Jón kom með hugmyndir að ritgerðarefnum en stundum var ég ekki sammála vegna mismunandi áherslna. Viðbrögð hans vora þá: „Sigrún, ekkert mál, þá tökum við eitthvað annað," og þótt hann stríddi mér góðlátlega með áhuga mínum á at- vinnusögu og togaraútgerðinni í upphafi aldarinnar og afgreiddi það á sinn hátt - „amma hennar gerði út skip frá Suðurnesjunum" - þá var það alltaf græskulaust. Við samkennarar Jóns minnumst góðra stunda á samkomum okkar þegar Jón tók gítarinn og söng. Jón var stundum samferða mér í bæinn eftir kennslu og töluðum við þá mikið saman. Hann sagði mér frá háskólanámi sínu í Osló og minntist kennara sinna. Ég man að hann talaði um misgóða kennara og kallaði suma „store kanoner" og aðra minni. Jón Thor var „en af de store kanoner" og þrátt fyrir svolítið kaldan hjúp varð maður oftar var við samúð hans með þeim sem minna máttu sín. Góður drengur er genginn. Takk fyrir samstarfið. Steinunni og börnum Jóns færi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Magnúsdóttir. Þú ert á myndunum mínum Ljúf minning kær Ég þekkti þig stutt kempa Þú bættir mitt tafl Þökk sé þér vinur. Emil Thóroddsen. ið, kæra Ragnheiður. Þú varst alltaf kát og glöð með vinum þínum og skær og smitandi hlátur þinn á eftir að lifa í minningu okkar. Þú vildir allt fyrii- okkur gera til þess að okk- ur liði vel og þú hjálpaðir okkur af öllum þínum vilja og getu. Þú varst spilafélagi okkar allra og eigum við aliar ógleymanlegar minn- ingar um þig við spilaborðið og þú stóðst þig frábærlega vel í mörgum mótum sem þú tókst þátt í með okk- ur. Þú varst ákafur og næmur spilari og komst okkur oft í opna skjöldu og ekki er hægt að segja að það hafi verið einhver lognmolla í kringum þig. Þú lést okkur vita af þér og við eram hreyknar af því að hafa fengið að spila með þér í gegnum tíðina. Orð era svo lítils megnug á sorg- arstund, við verðum að geta hugsað til allra ánægjulegra samverustunda og rifjað þær stundir upp með okkur sjálfum. Við verðum að lifa með sorginni og þakka fyrir það, að þú, elsku vinkona, fékkst hvíldina áður en lífið varð þér of kvalafullt. Við getum verið þakklátar fyrir það, þótt við hefðum viljað hafa þig með okkur miklu lengur. Við biðjum góðan guð að blessa þig og vernda á nýjum stað, kæra Ragnheiður. Við sendum eiginmanni þínum og börnum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Megi góður guð vera með þeim í sorginni. Við þökkum þér fyrir að hafa ver- ið vinur okkar. Jónína, Guðný, Hanna, Ai-n- gunnur, Bryndís, Ólöf, Soffía D. og Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.