Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 40
jr40 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir BJARNI Guðmundsson á Hvanneyri telur ferbaggana fýsilegan kost fyrir hestamenn. Lögim heyrúllunnar s eg- ir mikið um innihaldið Það er af sem áður var þegar hey var selt í kílóatali eða baggafjölda og auðvelt var að meta gæði heysins með því að horfa á það og lykta af því. Eftir að rúllubaggatæknin kom til sögunnar er erfítt að meta magn og gæði þess sem er innan í hvíta plast- inu. Ásdís Haraldsdóttir spurði Bjarna Guðmundsson, kennara á Hvanneyri, hvernig hey hentaði hrossum best. AÐ ER eins og með mann- inn að hesturinn er það sem hann étur,“ segir Bjarni. „I fyrsta lagi þarf að athuga næringargildi heysins, í öðru lagi hreinleika og í þriðja lagi verð. Hestaeigandi í þéttbýli þarf auk þess að huga að því hversu meðfærilegar einingarnar eru og því skiptir formið einnig máli fyrir hann. f. Orkuríkt en ekki of prótein- ríkt hey fyrir hesta Sæmilega orkuríkt og ekki of próteinríkt hey er það sem menn slægjast eftir fyrii- hross. Þetta þýð- ir að mjög snemmslegið hey hentar ekki að öllu jöfnu. Rétt er þó að geta þess að fóðurþarfir hrossa eru mjög misjafnar og má minna á að miða heykaup við fóðurþarfir þeirra hrossa sem eiga að éta heyið. Þegar fólk er með lítinn hóp hrossa sem hafa mismunandi fóðurþarfir, svo sem tryppi, fylfulla meri og reiðhest, '*'er best að vera með sæmilega góðan grunn, gott hey sem grunnfóðrun sem heldur hestinum föngnum og mismuna þá með kjamfóðri. Enda nánast útilokað að miða heykaup við hvert og eitt þeirra, sérstaklega þeg- ar fóðrað er með rúlluheyi. Hross þurfa gróft hey og skýringin á því er sú að hluta til að þau þurfa að x*hafa eitthvað við að vera. I saman- burði á þurrheyi og rúlluheyi í fóður- tilraunum hefur komið í Ijós að hross eru mun lengur að éta þurrheyið. Það hefur þann kost að þau naga síð- ur milligerði og annað í hesthúsum." Mikilvægt að rúlluheyið sé mjög þurrt Bjarni segir þó að rúlluhey ætti ekki að fæla hestamenn. Það er samt óneitanlega viðkvæmara en þurrhey. Astæðan fyrir því er að aðferðin við verkunina byggist á gerjun og loft- leysi. „Ef við erum með þurrhey get- um við skynjað eðli heysins um leið og við stöndum með baggann fyrir framan okkur. Við sjáum hvort það er blautt eða þurrt, gróft eða fínt, myglað eða ómyglað. En ef þú hefur hvítan í’úllubagga fyrir framan þig er erfiðara að vita um innihaldið. Við höfum hvatt fólk til að gefa hrossum vel þurrkað rúlluhey fremur en blautt. Ef rúlluhey er mjög þurrt þrífast ekki smáveirur í því sem geta gert okkur skaða og eftir því sem hey- ið í rúllunum er þun-ara er minni hætta á því. Ef heyið er mjög blautt geta verið í því mjög blautar tuggur og það þarf í sjálfu sér ekki nema eina litla tuggu t.d. mengaða af jai-ðvegi eða hræi af fugli til að kveikja eitur- myndun sem er bráðdrepandi. Hætt- an á því að þetta gerist er samt mjög lítil. Rétt er að benda á að ef minnsti grunur leikur á því að hey sé skemmt kostar ekki nema um 500 krónur að láta rannsaka það. Þá er mæld þurr- efnisprósenta heysins og sýrustig. Þesar tvær tölur segja manni hvort heyið sé vel verkað eða illa.“ Bjarna finnst of lítið gert af því að láta greina hey. „Eg segi þetta nú ekki bara vegna þess að við höfum atvinnu af því hér á Hvanneyri, held- ur vegna þess að það er mjög einfalt að gera þetta og niðurstaðan skiptir miklu máli. Efnagreining á heyi ætti að vera skylda ef menn stunda við- skipti með hey, alveg eins og þess er krafist af öðrum fóðurframleiðend- um að þeir láti innihaldslýsingu fylgja vöru sinni. Það er tiltölulega einfalt að meta gæði og magn þurrheys án mælinga, en aftur á móti erfitt að meta rúllu- hey og hey í ferböggum eins og við köllum stóru ferhyrndu heybaggana sem pakkaðir eru í plast. Ef mæling- ar eru ekki gerðar eru grundvallar- spumingarnar hvort heyið sé af gömlu túni eða nýrækt, hvort borið var á túnið og hve lengi heyið lá á velli. Hafi tekist að þumka það í tvo til þrjá sólarhringa er hægt að treysta því að það sé vel þurrt.“ Yfírleitt gott hey í vel lagaðri rúllu En þrátt fyrir að erfitt sé að greina innihaldið í rúllum segir Bjarni nokkuð öruggt að ef rúllan er vel löguð, hringlaga með ávölum köntum, megi fastlega búast við að þar sé á ferðinni vel þurrkað og þétt- bundið hey. Sé rúllan eins og slátur- keppur í laginu með dældum í könt- unum er heyið í henni annað hvort mjög blautt eða laust rúllað. Hvort heyið er laust eða þéttrúllað hefur áhrif á tvennt. Annars vegar er miklu meira magn í rúllu sem er þétt rúlluð og hins vegar verkast fóðrið betur eftir því sem rúllan er þéttari. Einnig skiptir afar miklu hversu margfalt plastið er utan um rúlluna. Nauðsynlegt er að það sé sexfalt. Ef það er minna en sexfalt er rétt fyrir heykaupendur að hafa andvara á sér. Séu rúllurnar geymdar innanhúss er þörfin minni fyrir margfalt plast, en þá eykst ending plastsins vegna þess að rúllumar eru varðar fyrir sólar- geislum og vindálagi. Vindálag er mikið hér á landi og því nauðsynlegt að ganga vel frá öllum plastendum. Stundum kemur fyrir að smágöt komi á rúllur sem veldur því að þeg- ar plastið er tekið utan af henni blasa við myglublettir. Er þetta hey ónýtt? „Nei. Hitt er annað að líta ætti á alla myglu sem hættumerki,“ segh’ Bjarni. „Samt sem áður er flest mygla skaðlaus, í mörgum tilfellum skyld ostamyglu. Hins vegar getur mygla bent til þess að þarna kunni að vera eitthvað fleira á ferðinni. Ef maður er að fóðra viðkvæm hross, svo sem fylfullar merar, er rétt að fara varlega og henda myglunni úr. Sú kenning hefur lifað að hrossum verði ekki meint af svona heyi úti, en einmitt í slíkum tilvikum hafa orðið tjón. Rúllurnar þurfa að étast upp á stuttum tíma Þegar kemur að fóðruninni á rúlluheyi verður að gera ráð fyrir að hver rúlla étist upp á skömmum tíma í mesta lagi 3-5 dögum. Um leið og við opnum rúlluna, kemst súrefni að og þá geta örverur kviknað. Maður tekur meira eftir skemmdum í blaut- um rúllum vegna þess að oft hitnar fljótt í þeim efth- að plastið er tekið af. En það er jafnvel svo að þurrustu rúllurnar eru viðkvæmari fyrir þessu en blautar. I þeim lifna gersveppir, en ekki gerjunarsveppir eins og í blautu rúllunum. í fóðurtilraunum hér á Hvanneyri höfum við prófað að opna aðeins end- ann á rúllunni og hefur það gefist vel. Við reynum að hafa skurðinn sem hreinastan og þá kemst lítið súrefni að heyinu. Með þessu er hægt að geyma opna rúllu í um vikutíma. Mér finnst ferbaggarnir vera spennandi nýjung meðal annars vegna þess að þar er maður með minna magn af heyi í hverri einingu. Einnig er mjög auðvelt að taka aðeins Rætt um sam- einingu Eið- faxa og Hests- ins okkar LANDSSAMBAND hesta- mannafélaga er nú í viðræð- um við tvo aðila um sölu á tímaritinu Hestinum okkar. Rætt hefur verið við Bókaút- gáfuna Skjaldborg, sem er núverandi útgefandi tímarits- ins, og einnig við tímaritið Eiðfaxa. Að sögn Birgis Sig- urjónssonar formanns LH kemur til greina að Hestur- inn okkar og Eiðfaxi verði sameinaðir. Utgáfa Hestsins okkar hef- ur ekki gengið sem skyldi en ekki hefur komið til tals að leggja tímaritið niður. Stjórn LH lagði fram beiðni í fyrra um að sanmingurinn við Skjaldborg yrði endurskoðað- ur fyrir síðustu áramót og í kjölfar þess sagði Skjaldborg samningnum upp. Enn hefur fyrirtækið þó áhuga á útgáf- unni að uppfylltum vissum skilyrðum. Birgir sagði að stjórn LH hefði lýst yfír vilja sínum til að kanna sameiningu við Eið- faxa. Fólk væri nú í auknum mæli að viðurkenna að ekki sé markaður fyrir tvö tímarit um hesta og hestamennsku hér á landi. Hann sagði að LH teldi sig alveg eins geta kom- ið sínum sjónarmiðum, frétt- um og umíjöllun um sín mál á framfæri á síðum Eiðfaxa. Ef til sameiningar kæmi yrði hlutur Hestsins okkar metinn og LH fengi hlutabréf í Eiðfaxa samkvæmt því. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um sölu eða sam- einingu liggi fyrir fyrir þing LH í lok október. Sú ákvörð- un yrði þó háð samþykki þingsins. hluta af plastinu utan af jafnóðum og gefið er úr bagganum. Heyið flettist í sundur, eins og brauðsneiðar, svo það er auðvelt að gefa úr þeim.“ Margir sakna litlu þurrheysbagg- anna, en framboð þeirra á markaðn- um hefur minnkað mjög. Þessir þurrheysbaggar höfðu sína kosti og galla, en eins og Bjarni orðar það voru þeir kannski hin fullkomna neytendapakkning. Gallinn við þá er hve vinnan við heyskapinn er mikil og erfið og oft er töluvert ryk í þeim sem verkun í rúllur og ferbagga kemur algerlega í veg fyrir. Enn er mikil eftirspurn eftir þessum bögg- um en hann segir það í eðli margra að vilja bara gefa hrossum þurrhey. Látið ekki fóðrið traðkast ofan í skítinn Bjarni bendir á að ganga þurfi um fóðrunarstaði hrossa af hreinlæti. „Það þarf að gæta þess að fóðrunar- staðurinn vaðist ekki upp og fóðrið traðkist ekki ofan í skítinn hjá úti- gangshrossunum. Því er gott að nota gjafagrindur eða annað sem hægt er að útbúa svo heyið liggi ekki á jörð- inni. Til eru dæmi þess að hross hafi fallið vegna þess að fóðrið hefur traðkast ofan í skítinn. Það að dreifa gjöfmni á nokkra staði hefur marga kosti, t.d. dreifist álagið á landið auk þess sem fræ og skítur úr hrossun- um græðh- upp landið. Eins er það góð regla að gefa hrossunum ekki þar sem þau leita helst skjóls fyrir veðrum.“ Bjarni telur að hey frá því í sumai-, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi, sé mjög sterkt, enda slógu flestir óvenju snemma í ár. Fólk þurfi að hafa það í huga og gæta að því að of- fóðra ekki hrossin í vetur. Uti í nátt- úrunni geta hestarnir oft á tíðum valið sér hvað þeir éta og kjósa fjöl- breyttan gróður. Þetta beri að at- huga þegar hross eru tekin á hús. En ef þau hafa aðgang að fjölbreyttu fóðri, heyi, steinefnum, vitamíni og ef til vill kjarnfóðri og hafa alltaf að- gang að nógu vatni ættu þau að geta valið það sem þau þurfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.