Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 54
*54 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk MEV, MANA6ER.. NEXT YEAK I THiNK lU PLAY FOR A PIFFERENT TEAM.. —.— - — /i'm tirep of\ { L05IN6 ALL I VTHE TIME^/ I 5UFP05E YOU'RE GOIN6 TO PLAY FOR SOMEONE EL5EJOO.. m Hæ, stjóri... ég held að ég Ég er orðin leiki með öðru liði næsta ár ... þreytt á því að tapa alltaf... Ég geri ráð fyrir að þú ætl- Ég spila fyrir hvern ir líka að skipta um lið ... þann sem á matar- dallinn. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er verið fólk að Frá Kristni Björnssyni: JÁ, í umræðum um gagnagrunn virðist mér að fólk sé oft hrætt að óþörfu, þegar talið er varasamt að leyfa notkun heilsufarsupplýsinga. Ég tel að við öll ættum að stuðla að rannsóknum og bendi á þrjú atriði sem mér finnst skipta máli. Fyrsta: Upplýsingar úr sjúkra- skýrslum sem nota þarf verða áfram varðveittar sem trúnaðar- mál með því að gefa þeim sérnúm- er, en nafn mannsins fylgir þeim ekki í gagnagrunninn. Þeir sem upplýsingar nota vita því ekki hvem um er að ræða. Trúnaðarmál virðast því eins vel varðveitt þarna og á heilsugæslustöðvum þótt fleiri noti upplýsingarnar nafnlausar. Annað: Flest það sem í sjúkra- skýrslum stendur, t.d. sjúkdóms- greiningar og meðferð sem veitt var, finnst mér í flestum tilvikum lítið leyndarmál. Flestir ættingjar, vinir og vinnufélagar vita t.d. um veikindi mín, sem einhver hafa verið um ævina eins og hjá flestum öðrum. Þessu er venjulega ekki ástæða til að leyna og fæstir gera það. Nefni ég þetta ef við samt sem áður höldum að fleiri komist að hræða óþörfu? yfir upplýsingar um okkur í gagnagrunni en við teljum æski- legt. Þriðja: Vísindalegar rannsóknir eru mjög mikilvægar. Sjálfur mundi ég einhverju vilja hætta og á mig leggja til að vinna að fram- gangi þeirra þegar með þarf. Það að leyfa notkun upplýsinga um heilsufar er það allra minnsta fyrir hvern og einn að leggja af mörk- um, jafnvel þótt fleiri en áður fengju að vita um heilsufar okkar og ýmsa eiginleika, en á því virðist þó ekki hætta eins og fyrr er sagt. Að síðustu: Minnumst þess að öll nútímaheilbrigðisþjónusta og lækningar eru þekkingu að þakka og hennar var aflað með rannsókn- um. Án þeirra væri nú ekki um að ræða teljandi möguleika til að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá. Við værum þá á svipuðu stigi og á miðöldum þegar svart- nætti fáfræði ríkti og fárra úrræða var völ til að líkna hinum sjúku. Þess vegna skulum við gera okk- ar til að stuðla að vísindalegum rannsóknum. KRISTINN BJÖRNSSON, sálfræðingur. Þakkir fyrir stuðning Frá Birnu Baldursdóttur, Kareni Björgu Gunnarsdóttur, Hildigunni Magnúsdóttur og Jóhönnu Hreins- dóttur: DAGANA 11. til 17. ágúst síðastlið- inn fóru fjórar stúlkur úr KA með unglingalandsliði íslands í blaki til Noregs. Þær voru í riðli með Sví- þjóð og Danmörku og höfnuðu í 5. sæti eftir að hafa unnið tvo leiki á móti Færeyjum. Þær vOja þakka eftirtöldum fyr- irtækjum frábæran stuðning: Sjó- vá-Almennar, Bláfell, Kaupfélag Eyfirðinga, Samherji, Bílasalan Stórholt, Kjamafæði, Bílvirki, Skíðaþjónustan, Dekkjahöllin, VIS, Búnaðarbankinn, Sparisjóður Norðlendinga, Fatahreinsun, Gler- augnaþjónustan, Gullsmiðir Sig- tryggur og Pétur, ísbúðin, Pedro- myndir, Form, Prentstofan Stell, Contact, Sjálfsbjörg Akureyri, Antikbúðin, Viðar, Sjallinn, Tísku- verslun Steinunnar, Christa, Bygg- ingavörudeild KEA, Möppudýiið, Setrið, Línhúsið, Vaggan, Blóma- barinn, TM-tryggingar, Þ. Björg- úlfsson, Brauðgerð Kristjáns og Læknaþjónustan. Einnig vilja þær koma á fram- færi þakklæti til atvinnurekenda sem þær unnu hjá í sumar fyrir að fá frí til fararinnar. BIRNA BALDURSDÓTTIR, KAREN BJÖRG GUNNARSDÓTTIR, HILDIGUNNUR MAGNÚSDÓTTIR JÓHANNA HREINSDÓTTIR, blakdeild KA, Akureyri. Krakkarnir og Korp- úlfsstaðavöllurinn Frá Árn a Brynjólfssyni: ÞAÐ olli okkur golffólki nokkrum vangaveltum hver áhrif það muni hafa að koma fyrir heilu bæjar- hverfi innan níu holu golívallar norðan við gamla Korpúlfsstaða- húsið. Fjarlægðin frá golfbrautun- um kann að verða það mikil að ekki sé hætta á að skaði hljótist af ef golfhögg geigar, það hljóta hönnuðir hvei'fisins að hafa reikn- að út. Hitt er svo annað mál að nýrri byggð fylgja börn sem komast auð- veldlega í skotfæri við völlinn og þá er hætta á ferðum. - Það hefur væntanlega ekki tekist að reikna. Þessu verður varla breytt héðan af, en sú uppástunga að koma upp barnaskóla í syðsta húsi Korpúlfs- staða er einum of langt gengið, þar verða börnin varla hamin innan hættusvæðis, einfaldlega vegna þess að verið er að slá golfkúlur rétt neðan við húsið og æfingavöll- ur er sunnan við sama hús. Væri ekki nær að kenna til bráðabirgða í færanlegum kennslu- stofum, eins og komið mun hafa til álita, þær má setja niður fjær þess- ari hættu og e.t.v. nær heimilum barnanna. ÁRNI BRYNJÓLFSSON, Rauðalæk 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.