Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Sérfræðingur Hafró sammála rækjusjómönnum Of mikil veiði er leyfð úr rækju- stofninum UNNUR Skúladóttir, fískifræðing- ur Hafrannsóknastofnunar, tekur undir þá skoðun rækjusjómanna að skera þurfi niður aflaheimildir í rækju og segir að tillögur stofnun- arinnar um rækjuveiði á fiskveiði- árinu séu þess efnis. A fundi Far- manna- og fiskimannasambands Islands í fyrradag var það sam- dóma álit rækjuskipstjórnarmanna að skerða þyrfti veiðiheimildir í rækju um fjórðung og lýstu þeir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi úthafsrækjustofnsins fyrir Norðurlandi. Unnur segir að Hafrannsókna- stofnun hafi í tillögum sínum fyrir nýhafið fiskveiðiár lagt til að leyfi- legur hámarksafli úthafsrækju færi ekki yfir 60 þúsund tonn og að leyfilegar tilfærslur á aflaheimild- um frá síðasta fiskveiðiári yrðu hluti af þessum hámarksafla. Til- lagan hafi því hljóðað upp á mun minni hámarksafla en fiskveiðiárið 1997/8 þegar tillaga um hámarks- afla var 60 þúsund tonn. Rækjuafl- inn á síðasta fiskveiðiári varð um 61 þúsund tonn. Því hafi tillagan fyrir fiskveiðiárið 1998/9 í raun gert ráð fyrir að stjómvöld leyfðu ekki meiri afla en 45 til 50 þúsund tonn. Unnur segist einnig taka undir þá skoðun sjómanna að aukin þorskgengd á rækjuveiðisvæðinu fyrir Norðurlandi hafi neikvæð áhrif á rækjuveiðar á svæðinu. Það væri hins vegar yfirlýst nýtingar- stefna stjórnvalda að byggja upp þorskstofninn þó að það bitnaði á öðrum nytjastofnum, svo sem rækju og loðnu. Áhyggjur vegna smárækju Á fundinum í fyrradag létu skip- stjómarmenn einnig í ljós áhyggj- ur sínar af vaxandi hlutfalli smá- rækju í afla og vom kynntar hug- myndir um aðgerðir til verndar smárækjunni. Guðmundur Karls- son, hjá veiðieftirliti Fiskistofu, segir að varpað hafi verið fram hugmyndum um breytingar á veið- arfæram, sem og hugmyndum um svæðalokanir sem nú er unnið að hjá Fiskistofu. Hann segir að í þeim sé einkum horft til svæða á svokölluðum Langaneskanti og innst á Héraðsflóa. Guðmundur segir skipstjórnarmenn hafa tekið heils hugar undir hugmyndirnar á fundinum. Hann telur ekki að með lokun svæða muni ásókn á önnur svæði aukast til muna. „Það mun engum svæðum verða lokað nema þar sem aðeins veiðist ónothæf rækja. Það ríkja sömu sjónarmið í rækjuveiðistjóm og í öðrum fiski- stofnum og aðeins svæðum sem teljast uppvaxtarsvæði rækjunnar verður lokað,“ segir Guðmundur. Súrcfnisvörur Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkeniiuni • enduruppbyggja liúðina • vinna á appélsmuhúá og sliti • vinna á unglingabólum • vióhalda ferskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Háaleitisapóteki í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Morgunblaðið/Kristinn Skipum fjölgar á sildar- miðunum ÁGÆT síldveiði var á Breiðdals- granni í fyrrakvöld og lönduðu Húnaröst SF og Jóna Eðvalds SF um 200 tonna afla á Hornafirði í gænnorgun. Skipum fjölgar nú ört á veiðisvæðinu og voru sex skip þar að veiðum í gærkvöldi. Að sögn skipstjórnarmanna sem Morgunblaðið ræddi við í gær var talsvert að sjá af sfld á Breiðdals- grunni í fyrrakvöld en skipin áttu erfitt með að athafna sig vegna veð- urs. Þá gera þungir straumar sjó- mönnunum einnig erfitt fyrir. Sfldin er góð að sögn Jóns Áxelssonar, skipstjóra á Húnaröst SF, þó tals- vert sé af átu í henni. Hún sé engu að síður unnin til manneldis. Hann segir aðeins hægt að ná til sfldarinn- ar þegar rökkva fer því hún liggi mjög djúpt yfir hádaginn. Auk Hún- arastar SF og Jónu Eðvalds SF voru Svanur RE, Bergur VE Gullberg VE og Háberg GK einnig komin á miðin í gær. Þá hefur Víkingur AK einnig verið við sfldveiðar á svæðinu en var að landa afla á Akranesi í gær. Bondevik segist kom- inn til fullrar heilsu „KRAFTANA þraut,“ var skýring Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, á veikindum sínum en hann sneri aftur til starfa í gær eftir hálfrar fjórðu viku fjarveru. Á blaða- mannafundi sem Bondevik boðaði til í gær, kvaðst hann kominn til fullrar heilsu og vera reiðubúinn að takast á við verkefnin sem biðu. Hann myndi gæta þess að fá tíma til að slaka á og draga skýrari línur hvað varðaði vinnuálagið enda væri það orsök veikindanna. Að öðru leyti vildi Bondevik lítið sem ekkert tjá sig um þau. Bondevik þótti líta vel út er hann sneri aftur til starfa og vera í engu frábrugðinn þeim manni sem tók við stjórnar- taumunum íyrir réttu ári. Hann lagði í gær áherslu á að vinnuálagið hefði orðið of mikið, ekki væri hægt að benda á eina ákveðna ástæðu þess hvernig fór. „Eg dró ekki nógu skýrar lín- ur í starfinu, og því þraut la-aftana smám saman. Eg hafði ekki næga orku til að takast á við vanda- málin síðla sumars,“ sagði Bondevik. Kvaðst hann héðan í frá myndu gæta þess að taka sér frí um helgar og einstöku kvöld, til að koma í veg fyrir að álagið yrði of mikið. „Ég hef lært ýmislegt af því að ganga á vegginn, bæði sem maður og stjómmálamaður. Mikil- vægasti lærdómurinn er sá að ég verð að setja mér takmörk í vinnu og öðru,“ sagði Bondevik. Forsætisráðherra Noregs segir vinnu- álagið hafa verið orðið of mikið en vill að öðru leyti ekki tjá sig um veikindi sín Bróðir Bondeviks, Audun, hefur lýst því yfir að átök innan stjórnar- innar hafi kostað bróður sinn heils- una. Gekk hann svo langt að segja einstaka ráðherra hafa svikið forsæt- isráðherrann. Bondevik kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta atriði, sagði fullyrðing- arnar ekki frá sér komnar. Spilaði „yatzy“ og fór í gönguferðir Bondevik vildi lítið segja um veikindi sín annað en að þau hefðu lýst sér í svefnleysi og svartsýni. Hann vildi hins vegar ekki svara spurningum um hvort hann hefði tekið lyf við þunglyndisein- kennunum, sem hrjáðu hann. Kvaðst Bondevik ekki hafa verið í nokkrum vafa um að hann myndi snúa aftur til starfa, einungis hafi leikið vafi á því hversu lengi hann yrði veikur. Bondevik kvaðst hafa verið á heimili sínu, í sumarhúsi fjölskyld- unnar og í fjallakofa. „Ég spilaði „yatzy“. Bæði með og á móti vilja mínum. Það hef ég ekki gert í mörg ár. Ég hef farið í gönguferðir og not- ið hreina loftsins. Og horft á fót- bolta, þótt það hafí nú reyndar ekki aukið sérstaklega á gleðina," sagði Bondevik og vísaði þar til slaks gengis Molde í norsku knattspyrn- unni en forsætisráðherrann er eld- heitur stuðningsmaður liðsins. Staða Bondeviks veikst? Bondevik sagðist ekki geta svarað spurningum um hvort staða sín sem forsætisráðherra hefði veikst við fjarveruna. Um það yrðu aðrir að dæma. Stjómmálaleiðtogar buðu Bondevik velkominn til starfa í gær. Jan Petersen, leiðtogi Hægi'iflokks- ins, sagði stjórnmálaástandið komið í eðlilegt horf með endurkomu Bondeviks og Carl I. Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins, sagði hann kom- inn til „pólitískrar heilsu“. Kirsten Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, sagði að sér virtist Bondevik vera til í slaginn og gaf til kynna að hart yrði tekist á um fjár- lagaframvarpið, sem lagt verður fram á næstu vikum. Einkum mun baráttan standa um foreldragreiðslur til foreldra ungra barna en kostnaður við þær er áætl- aður um þrír milljarðar kr., 28 millj- arðar ísl. kr. Flokkur Halvorsen og Verkamannaflokkurinn eru afar andvígir greiðslunum og lýsti Thor- bjorn Jagjand, leiðtogi Verka- mannaflokksins, því yfir í fyrradag að flokkurinn myndi ekki styðja fjárlagafrumvai-p minnihlutastjórn- ar miðflokkanna ef það fæli for- eldragreiðslur í sér. Byggt á: Aftenposten og Dagbladet. Reuters KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs. Yiðbúnaður NATO vegna ályktunar öryggisráðs SÞ Loftárásir þurfa frekari heimilda við Villamoura í Portúgal, Pristina. Reuters. UNDIRBÚNINGUR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) fyrir hugsan- legar loft- og skotflaugaárásir á Jú- góslavíu er hafinn. Tilgangur þeirra væri að neyða Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til þess að hætta sókn lögreglu og öryggissveita gegn skæruliðum aðskilnaðarsinnaðra Al- bana í Kosovo-héraði. Hersveitir NATO era í viðbragðs- stöðu en viðbúnaður þeirra miðast við takmarkaðar loftárásir. Yfir- menn bandalagsins kanna nú hvern- ig aðildarlönd þess hyggist taka þátt í hugsanlegum aðgerðum, t.d. hvaða hergögn þau geti reitt fram. „Ég vil leggja áherslu á að hernaðaraðgerð- ir krefjast frekari ákvarðana [af hálfu aðildarríkja NATO],“ sagði Ja- vier Solana, framkvæmdastjóri NATO, í gær. Embættismenn segja Atlants- hafsbandalagið geta ráðist til atlögu með nokkurra daga fyrirvara. Þýskaland, Holland og Portúgal hafa nú þegar sagst geta lagt til 30 orrastuflugvélar alls. Bardagar hafa staðið í sjö mánuði á milli Frelsishers Kosovo, skæru- liða sem vilja aðskilnað héraðsins frá Júgóslaviu, og serbneskra ör- yggis- og lögreglusveita. Að minnsta kosti 270.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna. Um 200.000 manns eru á flótta í Kosovo-héraði, þar af er talið að um 50.000 manns hafist við undir beram himni. Sadako Ogata, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar SÞ, fagnaði ályktun öryggisráðsins í gær er hún hóf sex daga ferð um Júgóslavíu og Albaníu. „Stjórnvöld í Belgrad era augljós- lega í stríði gegn þegnum sínum,“ sagði Volker Ruehe, varnarmálaráð- herra Þýskalands, á fundi varnar- málaráðherra NATO í Portúgal í gær. Aðstoðarvarnarmálaráðherra AUKIN harka er nú komin í deilur á N-írlandi um afvopnun öfgahópa eft- ir að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sakaði David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster og forsætis- ráðherra á N-írlandi, um að standa ekki við skilmála Belfast-samnings- ins frá páskum um að komið yrði á fót ríkisstjórn nú í haust. Segir Adams að Trimble geri með þessu stöðu sína meðal lýðveldissinna nánast óbærilega. Vh'ðist deilan nú í sjálfheldu því IRA vill ekki afvopn- ast íyrr en ríkisstjórn með aðild Sinn Féin hefur störf en sambandssinnar neita hins vegar að setja slíka stjórn á fót fyrr en IRA afvopnast. Adams segir að ekki sé að finna í Belfast-samningnum ákvæði um að afvopnun eigi að standa í vegi fyrir stofnun ríkisstjórnarinnar og að Trimble sé nú, löngu eftir að samn- ingurinn var samþykktur í þjóðarat- kvæðagreiðslu, að reyna að breyta skilmálum hans. „Ég hef sagt Trimble að ég telji þetta vera afar al- varlegt mál,“ sagði Adams á blaða- Bandaríkjanna, Walter B. Slocombe, sagði þolinmæði alþjóða- samfélagsins á þrotum. „Við geram ráð fyrir að loftárásir verði gerðar í áföngum og skotmörk verði einungis hernaðarlegs eðlis.“ mannafundi í íyrradag. Er haft eftir Adams í The Iiish Times að Sinn Féin hafi augsýnilega gert mistök í júlí, þegar n-írska þingið hittist til að kjósa forsætis- og aðstoðarforsætis- ráðherra, að krefjast þess ekki þá að lokið yrði við stofnun ríkisstjórnar. Trimble segir hins vegar af og frá að hann hafi breytt afstöðu sinni því það hafi alltaf legið ljóst fyrir að lýð- veldissinnar yi'ðu að sanna með af- vopnun IRA að stríði þeirra væri lokið. „Adams hefur ekki staðið við sinn enda samningsins en ég vona að hann geri það. Það var vegna þeirrar vonar sem ég var reiðubúinn til að hitta hann að máli. Ef hann ætlar ekki að standa við orð sín vekur það spurningar um frekari fundi okkar.“ Fréttaskýrendur segja að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sé mjög áfram um að finna lausn á því sem virðist óleysanlegt vandamál til að kynna á flokksþingi Verka- mannaflokksins í næstu viku og binda menn vonir við að Blair takist þetta, ella sé illt í efni. Adams harðorður í garð Trimbles
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.