Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sterk kosningamál MÁLEFNASKRÁ hins nýja framboðs hef- ur vakið mikla athygli, ekki síst hjá andstæð- ingum okkar. Skráin lýsir framtíðarsýn og nýjum áherslum og kostnaðurinn verður innan eðlilegra marka. Það á eftir að tilgreina nákvæmlega þau verk- efni sem verða fram- kvæmd á næstu fjórum árum og gerð verður grein fyrir kostnaði við þau og fjármögnun. Við ætlum að breyta samfé- laginu og bæta það og færa til fé en tryggja stöðugleika, lága verðbólgu og stöðugt gengi. Það eru einkum fjögur atriði sem eru nýmæli í skránni. VOGIR I MIKLU ÚRVALI @ Eldhúsvogir 0 Baðvogir 0 Pakkavogir Vogir fyrir læknastofur ♦ hrím ehf. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 14 Sími 567 4235 ■ 567 4228 Afdráttarlaus afstaða í veiðileyfagjalds- málinu I fyrsta lagi er af- dráttarlaust sagt að tekið verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af auð- lindum í þjóðareign til lands og sjávar sem m.a. verði notað til að stuðla að réttlátri skip- ingu á afrakstri auð- linda. Þarna er tekin skýr og jákvæð afstaða í harðasta deilumáli undanfarinna ára, veiðileyfagjaldsmálinu. Þar sldlur milli okkar og Sjálfstæðisflokksins en þeir verja gjafakvótakerfið fram í rauð- an dauðann. I öðru lagi er blásið til sóknar í menntamálum. Við munum verja um tveimur milljörðum meira til menntamála á ári sem er verulegt Þarna er tekin skýr og jákvæð afstaða í harð- asta deilumáli undan- farinna ára, veiði- leyfagjaldsmálinu, seg- ------3----------------------- ir Agúst Einarsson. Þar skilur milli okkar og Sjálfstæðisflokksins. fé og stórbætir menntakerfið. Við setjum menntamál í forgang en þau mæta afgangi hjá Sjálfstæðis- flokknum sem hefur ráðið þessum málaflokki í nær 15 ár. í þriðja lagi er mörkuð skýr stefna í umhverfismálum. Við vilj- um skrifa strax undir Kyoto-bókun- ina en ríkisstjórnin vill virkja og virkja án tillits til umhverfisins. I fjórða lagi skal tryggja jafnrétti og kvenfrelsi á öllum sviðum þjóð- lífsins. Jafnréttismál fá sérstaka stöðu innan stjómkerfisins auk áherslu á málefni fjölskyldunnar. Ágúst Einarsson Raðhús eða sérhæð óskast í Garðabæ Óskum eftir litlu raðhúsi eða sérhæð í Garðabæ td. í Lund- unum eða Löngumýri. Erum búin að selja. Upplýsingar í síma 564 5313 eftir kl. 18 eða hjá Kjöreign. Sími 533 4040 Fax 588 8366 Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fastelgnasall. fi Atvinnuhúsnæði á Húsavík til sölu Atvinnuhúsnæði í miðbæ Húsavíkur er til sölu. Um er að ræða húsnæði á 2 hæðum, samtals ca 320 ferm. Efri hæð er nú leigð undir skrif- stofur en neðri hæð undir verslun. Getur selst hvort heldur saman eða hvort í sínu lagi. TILBOD ÓSKAST. Nánari upplýsingar veittar á Fasteigna sölu Berglindar Svavarsdóttur hdl., Höfða 2, Húsavík, sími 464 2545. Hið sameiginlega framboð hefur tekið afgerandi forustu í íslenksum stjórnmálum fyrir hagsmunamálum kvenna. Önnur atriði í skránni eru hefð- bundin og hafa oft sést áður í stefnuskrám flokkanna. Þannig er lýst ýmsum langtímamarkmiðum í velferðarmálum og innan heilbrigð- iskerfsins á að taka til hendinni. Flokksþing Alþýðuflokksins, sem hefst í dag, mun vafalítið fylkja sér einhuga að baki hinu sameiginlega framboði. Trúverðug utanríkisstefna I málaskránni eru ekki gerðar breytingar á grundvellinum í utan- ríkisstefnu Islendinga og það er höfuðatriði. Þar er skýrt tekið fram að ísland er og verður í NATO og ekki verður sótt um aðild að Evr- ópusambandinu á kjörtímabilinu. Það er hins vegar mat mitt að Evr- ópuumræðan verði mjög mikil á næsta kjörtímabili og árið 2003 verði kosið um spurninguna um að- ild að ESB. Það þarf að endurnýja samkomu- lag frá árinu 1996 við Bandaríkja- menn um starfsemina á Keflavíkur- flugvelli en það samkomulag rennur út árið 2001. Viðræður af hálfu ut- anríkisráðuneytisins eru þegar hafnar. Ekki er gert ráð fyrir minnkun á umsvifum Bandaríkja- manna hérlendis nema þeir óski þess sjálfir. Utanríkismál hafa mikið breyst á síðustu árum með falli kommúnism- ans, breytingum á NATO og aukn- um verkefnum Sameinuðu þjóð- anna. Við verðum að taka virkan þátt í umræðum um breyttan heim með frið að markmiði. Nýtt öryggis- kerfi er að verða til í Evrópu með þátttöku flestra þjóða. Hættur eru aðrar en áður. Nú stafar hætta af hungri, misrétti, hermdarverkum og umhverfisvandamálum. Það þarf sameiginlegar varnir gegn þessu. Friðargæsla og einbeittur vilji að stilla til friðar eru nú í forgrunni en ekki óttinn við kjamorkustyrjöld. Þetta jiýðir að NATO breytist úr hemaðarbandalagi í öryggisbanda- lag og sú umræða er í fullum gangi hjá bandalagsþjóðum okkar. Allar fullyrðingar um að hið nýja framboð sé að skapa óvissu í utan- ríkismálum eru þannig úr lausu lofti gripnar. Hins vegar mátti kynningin á þessum málaflokki vera skýrari. Við eða Sjálfstæðis- flokkurinn í forustu Undirritaður hefur margoft hald- ið því fram að sameiginlegt framboð A-flokkanna sé eina leiðin til að breyta flokkakerfinu og brjóta á bak aftur áratuga völd Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Nú er Fram- sóknarflokkurinn að verða smá- flokkur, þriðja stærsta stjórnmála- aflið. Það eru stórtíðindi í stjórn- málasögunni að Framsókn sem oft hefur ráðið mestu á undanfömum áratugum muni sennilega leika aukahlutverk í stjómmálum á næstu áram. Með málefnaskránni er dregin skýr víglína milli höfuðandstæðing- anna, Sjálfstæðisflokksins og hins nýja framboðsins. Baráttan verður milli hins nýja framboðs og Sjálf- stæðisflokksins og stendur um það hvort aflið verði í forustu á nýrri öld. Höfundur er alþingismaður. Fjaðrafok í fálkahreiðri ÞEGAR Sverrir Her- mannsson fór hamför- um á ritvellinum nú í vor sem leið, vakti hann vonir meðal þjóðar sem um langa hríð hefur mátt þola sviksemi læ- vísra embættismanna. Sveriii' virtist ætla að uppræta margan sóða- skapinn um leið og hann reyndi að hvítskrúbba eigin samvisku. Og í einni af hvítþvottartil- raunum sínum ritaði sá ágæti maður: „En ég undirritaður ákæri hér með bankamálaráð- herra, ríkisendurskoð- anda og handbendi þeirra fyrir sví- virðilegt ráðabrugg, upplognar sak- ir, yfirhylmingar og grófa tilraun til mannorðsþjófnaðar. Þeirri ákæru verður fylgt eftir með öllum tiltæk- um ráðum.“ Svo mörg voru þau fögru orð og slagkraftur þeirra virtist líklegur til að verða mörgum broddborgara fjötur um fót. En eitthvað virðast þessi tiltæku ráð, sem í greininni eru tíunduð, hafa farið forgörðum í þeim fagra heimi sem hinn hugum- stóri maður vildi sýna þjóðinni. Og sökudólgamir virðast ekki hafa þurft að hafa frekari áhyggjur af framkvæmdagleði Sverris. I fáikahreiðrinu gildir enn það lögmál, segir Kristján Hreinsson, að þeir sem útdeila hálf- meltum og meyrum bit- um til gapandi gogga, ákveða hvað má og hvað ekki má. Margur meðaljóninn hafði leyft sér að vona að öðlingur sem slíkum hótunum hampaði, ætlaði að láta verkin tala, ætlaði að gleyma lífs- reglum undanbragða og svika, hefja sig yfir valdníðslu og forðast að muna flest það sem honum var kennt í fálkahreiðri stjórnmálanna. En þessar frómu vonir eru nú að engu orðnar. Það sem eftir lifir af háværum hótunum um ákærar og upprætingu spillingar, er minning um rembing sem koðnaði í kjafti þess sem með fjaðrafoki reyndi að losna við inngróna bletti. Og hávað- arokið sem sagt var í vændum, og sagt var að myndi raska værðum og feykja skrautfjöðrum í fuglabjarg- inu, varð aldrei neitt meira en þetta hógværa fjaðrafok sem datt í dúna- logn án átaka. Ákæran sem lofað hafði svo góðu, var aðeins hjáróma væll þegar öllu var á botninn hvolft. Öll illmennin, allir svikararnir, Lindarmenn og lóðabraskarar, stór- laxar og stjórnmálamenn. Allir sökudólgarnir gleymdust þegar fiðrið féll til jarðar. Sakaruppgjöf til þeima manna sem með svo svívirðilegum hætti stunduðu lygar og mannorðsmeið- ingar hefur ekki verið gefin út. Ekki hefur heldur sést á prenti af- látsbréf til þeirra hinna, sem í skrifum Sverris eru sagðir hafa stundað svik og pretti í íslenskri stjórnsýslu. En þeir eru margir litlu fuglarnir sem hvísla því, að eitthvað hafí það með samtrygg- ingu siðblindra manna að gera, að Sverrir virðist ætla að láta hótan- irnar duga. Þeir eru margir smá- fuglarnir sem meina að Svemir hafi hvorki vilja né getu til að fram- fylgja hótunum um að hamfletta vargfyglinn á efsta stallinum. Og þeir hvísla því fuglarnir í fjörunni að ekki haíi Sverrir kjark til að styggja frekar þann sem öilu ræður í fálkahreiðrinu. Þær eru gleymdar hástefndu hótanirnar um að fletta ofanaf hroðanum sem við- gengst á hæstu syllum þjóðlífsins, þar sem ill- fygli dansa í eigin driti. En það sem eftir stendur, eru hálf- kveðnar vísur sem fjalla um glæpsamleg athæfi embættis- manna. Og allar eru þessar vísur jafn botn- lausar og þær voru þegar fyrripörtunum var kastað fram í hálf- kæringi. Þegar Sverrir varð að hætta í vinnunni af því hann gat ekki lengur leynt því að hann hafði lifað sem stórlax stórlaxa á meðal, þá gat hann sleppt af sér beisli, úð- að hroða og óhróðri í allar áttir, hót- að öllu illu og haldið því fram að nú á tímum sé engum eirt. En þegar til kastanna kemur, þá er Svemir þessi, hinn sjálfumglaði og útblásni formaður Siðblindra- vinafélagsins, sestur í helgan stein og spillingin sem hann ætlaði að op- inbera þjóðinni, er enn í felum og fær þar að vaxa og dafna. Þegar Kolkrabbinn og Smokk- fiskurinn þrátta um hvernig þeir ætla að skipta bönkunum sín í mill- um, þá er garg úr goggi ekki við hæfi, jafnvel þó stórlaxar spilling- araflanna geri þjóðinni heyrin- kunnugt að þeir ætli að fá helling fyrir lítið. Þegar forsætisráðherra ætlar að troða í gegnum Alþingi, með öllum tiltækum ráðum, and- vana fæddum vanskapnaði sem kallast gagnagrunnsfrumvarp, þá er best að gjalla sem minnst um spillinguna sem einhverstaðar má þó finna á milli línanna, ef vilji er fyrir hendi. Þegar hálendi íslands og náttúruperlur eru að sökkva undir veldi einkavinavæðingar og stóriðjudrauma misviturra manna, þá er óþarfi að æsa sig. Þegar ráð- herrar flögra úr hanaati stjórn- málanna til að hreiðra um sig í dúnmjúkum forstjórastólum, þá má spillingin geisa, án þess að upphátt sé hlakkað. Og þegar þjóðarsálin er seld til útlanda fyrir stundargróða af hvalkvikindi sem einhverjar Hollywood-fígúrur hafa gefið mennskar tilfinningar, þá er best að þegja, jafnvel þó spilling ráði þar ferð, og sálarsalan geti kostað þjóðina gott betur en tetrið eitt. í fálkahreiðrinu gildir enn það lögmál að þeir sem útdeila hálf- meltum og meyrum bitum til gap- andi gogga, ákveða hvað má og hvað ekki má. Sá sem ætlar eitt- hvað að skipta sér af því sem til- heyrir daglegu amstri verður fyrst að átta sig á því hvar hann er í goggunarröðinni, svo getur hann e.t.v. skoðað hug sinn. Og þegar honum er litið fram af hengifluginu þá veit hann að það er ekki við hæfi að garga, lágvært tíst er allt sem þarf. Hvort sem fálkapabbi er heima eða á veiðum, verða aðrir fuglar að vera varir um sig. Þegar komið er að því augnabliki í sögu fálkafjölskyldunnar að af- kvæmið laumist undan verndar- væng, stökkvi fram af hamrinum og hremmi góða bráð, þá eiga jafnvel þeir sem neðstu syllurnar byggja í fuglabjargi samtímans, síst von á að þar fari vængstýfður ungi. Fuglarn- ir í fjörunni hafa búið sig undir að mæta vígreifu illfygli sem ekki ætl- ar að láta fálkapabba æla uppí sig til eilífðarnóns. En háleitar vonir mega sín lítils, þegar fálkar eru annars vegar, því það sem eftir stendur að afloknu fjaðrafoki í fálkahreiðrinu er lítið, skítugt fúlegg. Höfundur er skáld. Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.