Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 56
£6 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingarlestur og bæn. Langholtskirlqa. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðarstund kl. 12.10. Eft- ir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænastund í neðri sal kl. 20. Ung- lingasamkoma í efri sal kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna á morgun, laugardag, kl. 11. Börn 4 ára og yngri þurfa að vera í Jylgd fullorðinna eða stálpaðra barna. TTT-starf í safnaðarheimil- inu Vinaminni kl. 13. Stjómandi Guðrún Karlsdóttir. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Finn Eckhoff. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eiríkur Ingvarsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eiríkur Ingvarsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Sérpantanir á húsgögnum þurfa að berast fyrir 25. september vegna jólasendinga Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánud.-föstud. frá kl. 12-18 Sýnikennsla íyölusteini Janet Bauer er sérfræðingur firá ~ Duncan í Bandaríkjunum í meðferð lita. Janet ætlar að vera með sýnikennslu í Völusteini fram á laugardag. Tré- og keramikmálun Ýmsar aðferðir og nýjungar í tækni. Sýnikennslan stendur yfir milli 15.00 og 17.00 fimmtudag og föstudag, en milli 13.00 og 16.00 laugardag. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Sími 588 9505 þL^INl^UREIMT 40 ára starfsafmæli Ku§AINl^URENf - seinni hluti. Ævintýri Austurlanda. Gréto Bo5o, förðunormeistari, kynnir nýju haustlitino, í dag, og laugardag frá kl. 12.00. Glæsilegir litir og frábærar nýjungar, þar á meðal nýr farði Teint Singulier. Verið velkomin Smáratorgi, Kópavogi, Vinsamlega munið að panta tíma i förðun. sími 564 5522 ónyriivinaxnlunin SAXT)RA VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Rommí HINN 19. september fór ég í Iðnó og sá gamanleik- inn Rommí, einkar skemmtilegt verk í nýupp- gerðu leikhúsi okkar Reykvíkinga. Manni hlýn- aði og yngdist upp í anda við að koma inn í húsið, svo ekki sé meira sagt. Borgarstjórn, leikarar, iðnaðarmenn og þeir, sem að uppbyggingunni stóðu, eiga þakkir skildar. Guðrún og Erlingur fóru á kostum. Svipbrigði henn- ar og fyrirgangur hans voru frábær. Fólk hló, það skellihló og klappaði. Ég hvet fólk, þó einkum hina svonefndu eldri borgara að sjá þetta verk. Góðkunningja mínum frá bernsku, Erlingi Gísla- syni, þakka ég fyrir mig og skemmtilega kvöldstund. Kær kveðja, Vilhelmína Böðvarsdóttir, Miklubraut 42. Góð mynd ANNA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri skoðun sinni á framfæri að myndin „Sigla himinfley“ væri alveg frá- bær og segist hún vona að það verði gerðar fleiri svona skemmtilegar myndir með þessum leik- urum. Leyfilegar upplýsingar? KONA sem er Visa-kort- hafí hafði samband við Vel- vakanda og sagðist hún hafa komist að því að þeir hjá Visa hefðu gefið manni, sér tengdum, upplýsingar um stöðu hennar á kortinu og að kortið hennar væri opið. Spyr hún hvort það sé leyfilegt að gefa fólki svona upplýsingar um korthafa án hans sam- þykkis og hvort þær upp- lýsingar séu ekki trúnað- armál. Þvflíkt óréttlæti ÉG ER ellilífeyrisþegi og mér leikur forvitni á að vita hvað réttlætir það þegar fimm ár eru liðin frá makamissi og þú situr í óskiptu þúi, þá þarftu að þorga helmingi hærri skatt. sem dæmi þá borg- aði ég 5.180 kr. pr. mán., en eftir fimm árin þá fæ ég bréf upp á að ég eigi að borga 12.274 kr. pr. mán. Ég hringdi í skattinn og innti eftir hverju þetta sætti, og þá var mér sagt, að þrátt fyrir óbreyttan efnahag þá breyttist þetta svona eftir fimm ár. Ætli þeir geri ráð fyrir því að það sé ódýrara að lifa eftir því sem maður eldist meira? Tapað/fundið Húfa og vettlingar í óskilum HANDPRJÓNUÐ húfa og vettlingar með rósa- munstri fundust við Vest- urgötu 50a að kvöldi 20. september. Upplýsingar í síma 5513938. Lyklaveski í óskilum LYKLAVESKI, brúnt, fannst við Hlemm fyrir 3 vikum. Uppiýsingar í síma 553 1812. Gleraugu í óskilum GYLLT spangargleraugu fundust í Setbergshverfi, í hverfinu fyrir ofan Set- bergsskóla. Upplýsingar í síma 555 3911. Tvískipt gleraugu týndust í Mjóddinni TVISKIPT gleraugu týnd- ust i Mjóddinni í síðustu viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 7787. Gullúr týndist DELMA kvengullúr með svartri skífu týndist á Broadway fyrstu helgina í september. Hafi einhver fundið úrið er hann beðinn að hringja í síma 565 3315. Skotta er týnd SKOTTA sem er innikött- ur, ómerkt, svört og ljós- brún að lit, fíngerð í vexti og mjög gæf læða, hvarf frá Hverafold föstudaginri 18. september. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 567 6220 eða 896 8707. Brá er týnd BRÁ er Ecotil Persi (snögghærð) og hún villtist frá Furugrund i Kópavogi 21. sept. Hún er brúnleit, bröndótt og er alveg ómerkt. Ef einhver hefur séð kisu eða veit hvar hún er, þá er hann beðinn um að hafa samband í síma 554 5839 eða 897 6510. Fundarlaun. Hlutavelta ÞESSIR dug- Iegu krakkar söfnuðu kr. 1.008 kr.til styrktar Rauða krossi Islands. Þau heita Einar Seppelin Hildar- son, Bjarni Þór Gunnarsson, Ólafur Einars- son og Lilja María Einars- dóttir. Víkverji skrifar... TVÆR af fallegustu stórborgum Austur-Evrópu eru án efa Prag og Búdapest. Þær eiga það sameig- inlegt að eiga mikla sögu, mikið er um fallegar sögufrægar byggingar og um þær renna ár, sem skipta þeim þannig að fjöldi brúa tengir þær saman. Moldá rennur um Prag en Dóná um Búdapest og skiptir borginni - hin hæðótta Búda er á vesturbakkanum en Pest á sléttun- um á austurbakkanum. Báðar eiga þessar fallegu borgir skuggahliðar. A undanförnum ár- um, eða síðan „tjaldið" féll, hefur þjófnaður stóraukist og það gefur augaleið að ferðamenn, sem fjöl- menna til borganna, verða fyrir barðinu á þjófum sem eru oft stór- tækir. Þegar skrifari dagsins, sem áður hefur heimsótt borgimar, brá sér til Búdapest á dögunum, kynntist hann því að Ungverjar, frekar en aðrar þjóðir í Austur-Evrópu, geta ekki ætlast til að ferðamanna- straumurinn aukist til landsins, þegar vitað er til þess að óheiðar- legir menn fá að vaða þar uppi óá- reittir. Það eina sem stjórnvöld gera, er að vara menn við þjófum, sem stela öllu steini léttara. Yfirleitt eru það ferðamenn sem verða fyrir barðinu á þeim. xxx VARAÐ er við óheiðarlegum leigubifreiðarstjórum í Búda- pest, sem eru iðnir við að svíkja og pretta farþega. Það er hreint furðu- legt að menn þar í borg sætti sig við að þjófar komi óorði á heila stétt manna án þess að nokkuð sé aðhafst. Það væri lítið vandamál að gera átak í því að hreinsa til og taka þjófana úr umferð með því að stöðva þá við akstur. Einn bifreiðarstjóri, sem skrifari ferðaðist með, sagði að ástandið væri orðið svo slæmt, að ferðamenn væi-u hættir að treysta bifreiðastjómm yfirleitt. Munurinn á því að ferðast með bifreiðastjóra frá löglegri stöð og óþokkum getur orðið allt að 700 fsL kr. Ferðamönnum er einnig bent á að kanna vel verð á réttum eða drykkjum sem þeir panta á veit- ingahúsum, því að ef það er ekki gert eiga þeir á hættu að fá miklu hærri upphæðir á reikning sinn á sumum veitiiigahúsum. Sem sagt, það er ætlast til að ferðamenn séu stöðugt á varðbergi, allt frá því þeir rísa úr rekkju á morgnana. Ekki að skilja neitt verðmætt eftir á hótelherbergjum - setja verð- mæta hluti í læsta stálkassa, sem eru boltaðir niður í hverju her- bergi. xxx VEISLA vasaþjófa hefst síðan þegar ferðamennirnir fara á stjá um borgina. Menn verða að hafa góðar gætur á fjármunum sín- um. Vinur Víkverja varð fyrir því óhappi að veski hans með kortum var stolið á göngugötu. A innan við tveimur tímum var búið að taka útaf kortinu íyrir hundruð þúsunda. Aðrir urðu að sjá á eftir ýmsum öðr- um verðmætum hlutum. Það sýnir best hvernig ástandið er orðið í Búdapest, þegar verðmætum fyrir hundruð þúsunda er stolið frá rúm- lega hundrað manna hópi Islend- inga á einni viku í borginni. Hverju er þá stolið frá hundruðum þúsunda ferðamanna á hverju ári? XXX FERÐAMENN ei-u ekki lausir við stórtæka þjófa fyir en þeir eru komnir upp í flugvél á leið frá Búdapest. Þjófar sjá um að flytja töskur ferðalanga frá flughöfn til flugvélar, þannig að það er ekki æskilegt að ferðamenn séu með verðmæti í ferðatöskum sínum. Vík- verji vill vara íslendinga, sem ferð- ast til Búdapest eða til Austur-Evr- ópu, við að hafa gullnafnspjald frá VISA á töskum sínum. Þó á þeim standi að kortin sýni vernd - IAPA (International Airline Passengers Asssociation) BAG GUARD, eru þessi nafnspjöld (gullspjöld), t.d. í Búdapest, aðeins ávísun á að þar sé taska á ferð sem vænlegt sé að stela úr. Þegar heim er komið útheimtir þjófnaður úr töskum farþegum bæði fyrirhöfn og tíma til að fá verðmæti og muni með tilfinninga- gildi bætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.