Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 39v AÐSENDAR GREINAR Ofnýttir og vannýttir fæðustofnar ÞAÐ ÆTTI ekki að koma neinum á óvart að of mikið af sumu getur kallað á skort á einhverju öðru. Of mikill hávaði getur til dæmis leitt af sér til- fmnanlegan skort á kyrrð. Of mikill hraði getur verið vísbending um of lítinn tíma og ofnýttir hjólbarðar geta auðveldlega kallað á vannýtta fætur, svo eitthvað sé nefnt. Við könnumst líka vel við það að eitt mik- ilvægasta viðfangsefni fískifræðinga nútímans Þórarinn Björnsson er að gera reglulegar rannsóknh’ á því hvaða fískistofnar kunni að vera ofnýttir eða vannýttir í sjónum kringum landið. Niðurstöður fiski- fræðinganna eru síðan notaðar að Útivist, bókmenntir, listir og samverustund- ir með fjölskyldu og vinum eru, að mati Þórarins Björnssonar, fæðustofnar fyrir sálar- tetrið og göfga menn o g mannlíf. einhverju leyti til að ákvarða veiði- kvóta fram í tímann. Sumum finnst kvótakerfíð reyndar ranglátt þar sem það tryggi fáum rétt til að veiða mikið, nokkrum rétt til að veiða lítið en langflestum einungis rétt til að borða það sem hinir draga að landi, gegn hæfilegri þóknun að sjálfsögðu. En hvað sem um sanngirni kvótakerfisins má segja þá setur það þó græðgi mannsins vissar skorður. Ef enginn væri kvótinn væri kannski enginn fagur fiskur í sjó lengur? Það virðist nefnilega fylgja mannskepnunni að eiga í basli með að gæta hófs ef hún kemst í eitthvað sem henni finnst reglulega girnilegt til saðnings. Sá sem þetta ritar virðist til dæmis hafa meðfædda tilhneigingu til að borða yfir sig ef hann kemst í sæt- indi og súkkulaði. Aðrir hafa kannski tilhneigingu til að horfa yf- ir sig þegar sýnt er frá heimsmeist- arakeppni í sjónvarpinu. Gallinn er bara sá að ekki fer alltaf saman magn og hollusta. Sumir kenna reyndar að hóf sé best í öllu en auðvitað er það ekki algild- ur sannleikur, eða hver vill skrifa undir að það hljóti að vera ákjósan- leg blanda að vera hæfilega trúað- ur, mátulega lyginn, hóflega hjálp- samur og passlega klæminn? Við þekkjum það úr matargerðinni að hlutir eru hæfilegir í mismiklum mæli. Salt er til dæmis best í mjög litlum mæli en grænmeti og ávextir þykja hæfilegir í talsvert stærri skömmtum. Annað fer best á að láta alls ekki inn fyrir sínar varir! Ymislegt bendir til þess að á síð- ari árum hafi fólk verið að vakna til aukinnar meðvitundar um nauðsyn þess að borða holla og næringar- ríka fæðu. Slíkt hlýtur að teljast ákveðið fagnaðarefni. Flest eigum við þó enn langt í land með að láta einungis hollustu fá aðgang að munni og maga þrátt fyrir að slag- orð næringarfræðinganna glymji okkur í eyrum og bendi okkur á staðreyndir málsins: Þú ert það sem þú borðarl En sé það rétt að það hafi áhrif á líðan og heilsu líkamans sem í magann er látið, skyldi það sama þá ekki líka eiga við um sálina, að heilsa hins innri manns sé að verulegu leyti háð því sem skilningarvit sál- arinnar nærast á frá degi til dags? Og hversu miklu fremur ættum við þá ekki að vera vandlát á það sem við viljum láta næra hug okkar og hjarta? En hvað stendur okkur þá til boða í þeim efnum að næra sál okkar og andlegt líf? Fyrirferðamesti fæðustofninn í þeim efnum er án efa sá sem einu nafni mætti nefna fjölmiðlafóðrið. Auglýsingar og margmiðlar af öll- um stærðum og gerðum vella inn um bréfalúgur, glymja í eyrum og áreita augu og önnur skilningarvit nánast frá morgni til kvölds þannig að flest venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti í því flóði upplýsinga, framhaldsþátta og gylltra glæsiboða sem umlykur líf þess á bak og brjóst. En ef mér skjátlast ekki hrapallega þá er hér því miður ekki að finna í nægilega ríkum mæli uppbyggilega næringu fyrh’ okkar innri mann eða þau bætiefni sem megna að gera okkur að betri og heilsteyptari einstak- lingum. Utivist, bókmenntir, listir, sam- verustundir með fjölskyldu og vin- um. Allt eru þetta fæðustofnar fyrir sálartetrið sem geta göfgað mann- legt samlíf og bætt úr tilfinnanleg- um næringarskorti fjölmiðlafóðurs- ins. En þetta eru vannýttir fæðu- stofnar af þorra fólks og í sumum tilvikum smitaðir af víi-usi hégóm- leikans og illskunnar og koma því ekki alltaf að tilætluðum notum. Jesús Eristur sagði eitt sinn: Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. Hvaða gildi hafa slík orð fyrir okkur sem hungi’ar í sí- fellt víðtækari upplýsingar og sem ráfum frá einni sjónvarpsstöð til annarrar með fjarstýringuna að vopni, ölvuð af neysluvímu nýj- ungagirninnar? Getur verið að þær lindir hjálpræðisins sem Guð vill að endurnæri og blessi mannlegt líf renni hreinlega framhjá okkur, nái ekki inn í líf okkar og fái því ekki heldur tækifæri til að streyma út frá okkur til annarra? Getur verið að svo mörg orð glymji í eyrum okkar frá morgni til kvölds að orð lífsins nái ekki lengur hlustum okk- ar og að samneyti okkar við Guð í bæn, lotningu og þakkargjörð heyri til undantekninga? Kannski að framhaldsþátturinn í sjónvarpinu með sinni tilbúnu gerfiveröld sé meira spennandi en samneyti við lifandi en breisk systkini í samfé- lagi vina Krists? Já, kannski vítamínskortur og vannæring sálar minnar stafí hreinlega af ofveiði og ofáti úti á rúmsjó fjölmiðlahafsins á sama tíma og brauð lífsins og bikar blessunarinnar liggur ósnert í landi? Höfundur er guðfræðingur. Gagnagrunnur - framfarir Eggert Ásgeirsson GREIN prófessors Sigurðar Líndal í Skírni ‘95 um stjórnar- skrá og mannréttindi er lærdómsrík, hollt lesefni stjórnmála- og fjölmiðlafólks. Niður- stöður voru m.a. að op- inber stefnulýsing um aukin mannréttindi leiði gjama til öfugrar niðurstöðu og dragi úr mannréttindum. Ástæðan er sú að sér- hagsmunir vega þyngra og eru betur skipulagðir en almenn- ir. Eftir lestur frum- varpsdraga um gagnagrunn má telja að þar sé vel um flest búið. I frumvarpinu er vaxtarbroddur heil- brigðiskerfisins tryggður ef rétt er á spöðum haldið. Virðist almennur stuðningur við frumvarpið. Sama má ekki segja um afstöðu ýmissa hagsmunahópa. Er vart við öðru að búast. Réttur eins rekst á rétt ann- Umsagnir um frumvörp Oft hef ég furðað mig á þeim hætti sem hafður er á, af hálfu stjórnardeilda og Alþingis, að senda lagadrög til umsagnar fjölda stofn- ana og hópa. Með því er efnt til ómarkvissra starfa margra. Að um- sögnum fengnum er drögum breytt. Þá eru þau send á ný til umsagnar án þess að fram komi hvaða breyt- ingar hafa verið gerðar. Þannig koll af kolli þar til að lögum verður. Þarf sama lið að athuga málið aftur og aftur, þangað til það gefst upp. Þetta er einhverskonar skollaleikur. Kunnáttufólk og áhugasamt kemur lítt að málinu, nema það sé í skipu- lögðum hópum. Þetta er séríslensk aðferð, óhagkvæm, lítt „skilvirk" og að ganga sér til húðar. Umsagnir og fjölmiðlar Undanfarið hefur ný tegund efnis fyllt fjölmiðla, einkum hljóðvarp: Umsagnir um framvarpsdrög um gagnagrunn. Allt í einu hafa um- segjendur tekið upp á þeim skolla að senda svör sín til fjölmiðla og láta þannig Ijós sitt skína eða beita þeim í áróðri gegn frumvarpinu. Er um tilviljun að ræða? Ég tel að hér hljóti að vera samantekin ráð. Skoð- anir almennings hafa komið fram í skoðanakönnunum hugmyndum frumvarpsins í vil. Hagsmunir - gæsla - kvóti Gagnagrunnur er tímabær tilraun til að leita sjúkdóma og finna ráð við þeim með aðferðum sem ganga þvert á núverandi aðferðh’ í heil- brigðismálum. Heilbrigðiskostnaður þjóðarinnar er 8% af landsfram- leiðslu eða 42 milljarðar kr. árlega. Engin smáupphæð sem nemur nál. 220 þús. ki’. á kjósanda á ári eða yfir 18 þús. á mánuði, misjafnlega þó. Hlutfallstalan hefur lítt breyst í áranna rás, sama hvað stjórnvöld baksa. Helst hefur tekist að færa kostnað frá hinu opinbera á borgar- ana - sem breytir heildartölum ekki. Meginhluti fjárins fer til sjúkrahúsþjónustu. Alkunna er að sjúkdómum verður ekki útrýmt á sjúkrahúsum - það gerist utan þeirra - er þá ekki gert lítið úr þeirra þjónustu. Þetta virðist hulið - Gœðavara Gjdfavdra — nidldi- og kdííistell. Allir veiöflokkdr. Heimsfrægii liönnuóir m.d. Gidnni Versdce. ýmsum sem tjá sig um gagnagrannsmál. Krabbameinsfélög og neytendasamtök ganga með í dansinn. Þegar litið er á tölur skilst að um mikla fjár- hagsmuni er að tefla; hagsmuni sem rótfastir eru í heilbrigðiskerfinu. Handhafar þeirra hljóta ósjálfrátt að vinna gegn breyting- um. Verkfóll hafa áður tekist „vel“ en era ekki möguleg nú þar sem heilbrigðisstéttir era skiptar í afstöðu til frumvarpsins og fram- lengingu óbreyttra hagsmuna. Því er gripið til nýrra baráttuaðferða sem fjölmiðlar sjá ekki við. Telja má að almenningur viti hvað klukkan slær. Sem fyrst þarf að taka upp, segir Eggert Ásgeirsson, nýjar hug- myndir um framkvæmd rannsókna og greiðsiu kostnaðar; bið er stöðnun, ekki dugir ófreistað! Endurkoma Kára Stefánssonar í íslenska heilbrigðiskerfið kemur upp um þá staðreynd að hagsmunir starfsmanna sjúkrastofnana byggj- ast á áður óþekktum verðmætum; auði sem hvergi hefur verið fram- talinn sem þjóðareign og engum bókfærðum arði skilað. Hér er að koma upp pólitísk staða í heilbrigð- ismálum áþekk þeirri er veiðkvóti og fullvirðisréttur varð sýnilegur. Þótt aldrei verði fleira að gert í þessu máli er greinilegt að heil- brigðiskei’fið verður ekki samt aft- ur. Leynd og réttindi Á Alþingi er oft rætt um rétt sjúklinga. Raunar eru lögin sem sett voru um það efni dæmi um til- lögu sem fram var sett til að auka rétt, en endar með lögum sem er ávöxtur hagsmunaátaka þar sem kerfið sjálft náði undirtökum, fram- andi venjulegu fólki sem lögin áttu að þjóna. Þingmenn hafa borið fi’am tillögur um umboðsmann sjúklinga (aldraðx-a). Er það góðra gjalda vert og sýnir að einhverjum þyki réttur fólks fyrir borð borinn í heilbrigðis- og félagsmálum. Mætti reyna þá leið, enda góð reynsla af umboðs- mönnum þótt gjalda þurfí vai’hug við offjölgun í þeiri’i stétt. Sú undai’- lega tillaga sem fi-am kom hér um árið að Ijósmynda sjúklinga nakta við innritun í sjúkrahús hefði komið til kasta umboðsmanns ef hún væri borin fram nú. En það var áður en leynd komst á oddinn! Hvað skal leynt fara? Hreinskilni íslendinga í heilsu- farsefnum er mikil enda lögð áhei’sla á að fólk, sjúklingar og að- V)é//X W\t\V VERSLUNIN Langitvegi 52, s. 562 4244. HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt standendur séu opinskáir um veik- indi sín og sinna, hvort sem um er að ræða líkamlega sjúkdóma, sálar- lega eða félagslega. Hreinskilni (op- inbei-ar skriftir) mun vera holl fyx-ir alla sem vilja ná tökum á vand- kvæðum sínum. Kannski höfum við náð lengx-a en aðrar þjóðir í að opna einkalíf okk- ar, enda sprottin úr grasi þar sem allir vissu allt um alla. Almennt eig- um við létt með að ræða veikindi okkar og höfum áhuga og skilning á veikindum annarra. Við gefum út manntöl, íbúatöl, opnum aðgang að skattgreiðslum fólks og íbúatölum. Stéttatöl og innansveitarkrónikur ýmiskonar era vinsælar. Áhugi á högum fólks er óvenjulegur og sést m.a. á fjölda kjaftatímarita, slúður- dálka, ættfræðirita og spjallrása. Framboð og eftirspurn helst í hendur. Miklar rannsóknir fara firam í samfélaginu, tekin eru lífsýni í stór- um stíl og notuð í göfugum tilgangi og sumum, en ekki öllum, brennt á eftir. Eigi að síður er ástæða til að ■ - fylgjast með kostnaði við rannsókn- ir í heilbrigðis- og félagslegu kerfi; gera kröfur til þeirra sem stunda þær um kostnaðarbókhald, mark- mið, framsetningu og niðurstöður. Þar væri verkefni fyrir vlsindafé- lag. Hugsanlega mætti beina rann- sóknum inn á ákveðnar brautir og di-aga úr þeirri hættu að allir steypi sér yfir sömu hugmyndina sem gjarnt er. Ekki síst væri eðlilegt að rannsóknir fari fram á ái’angri meðferðar, lyfjagjafa og aðgerðai* samkvæmt gæðareglum. Sitthvað mun að gei'ast á því sviði en kunn- ugir herma að það sé brotakennt og hægfara. Hugsanlegt er að með breyttu hlutverki landlæknis verði slíku komið á. Að lokum Sjálfur hef ég þurft að leita til heilbrigðiskerfisins. Þá hafa „líf- sýni“ verið tekin, aðgei’ðir tekist vel. Kostnaður sem af mér hefur hlotist er ekki lítill. Það er réttur minn og ki’afa að flest sé gert til að aðrir fái notið reynslu af meðferð og niðui-stöðu rannsókna og að enginn fái einokað þær og bægt öðrum vís- indamönnum frá. Að vísu skilst mér að sjúkraski’ár séu vísindalega lítils virði þótt þær geymi persónulegar upplýsingar. Ekki hræðist ég þrjóta sem bi’jót- ist inn í kerfið til að finna viðkvæm mál er að mér snúa. Ég tek daglega marga áhættu þar sem ég tel ávinn- ing taka göllunum fram. Leyndar- mál era í hættu m.a. í hvert sinn sem ég læt af hendi númerið á greiðslukoi’tinu mínu eða flyt fjár- muni á netinu. Vitaskuld eru áætlanir um árang- ur í erfðarannsóknum engan veginn öraggar. Þá áhættu tel ég rétt að taka. Hingað til hefur í-íkið tekið alla skelli. Nú fer því vonandi að ljúka. Mikill kostur er að sérleyfi í ^ rekstri miðlægs gagnagranns mun ekki stjórnunarlega tengt yfirstjórn heilbrigðismála. Þá skal erfðagrein- ingarfyrirtæki ekki tengt ríkinu nema viðskiptalega. Fá báðh' sitt skv. samningi. Höfundur er verkefhasijóri. Brandtex fatnaður Stretehbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.