Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI takk, það þýðir ekki að bjóða mér og mínum upp á þunnildi, amma mín varaði mig margoft við þeim óþverra góði... Félagsmálaráðherra endurskoðar ekki ráðningu framkvæmdastjóra svæðisskrifstofu fatlaðra Er að ráða starfsmann fyrir ríkið en ekki borgina „EG ER hér ekki að ráða starfs- mann fyrir Reykjavíkurborg heldur ríkið. Framkvæmdastjórinn er ráð- inn til þess tíma er málefni fatlaðra verða flutt til sveitarfélaga og þegar Reykjavíkurborg fer að bera ábyrgð á svæðisskrifstofunni þá ræður hún að sjálfsögðu hvem hún hefur í fyrirsvari,“ sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra að- spurður um þá gagnrýni fulltrúa Reykjavíkurborgar að hafa ekki haft samráð við borgaryfirvöld vegna ráðningar nýs framkvæmda- stjóra á svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðara. Félagsmálaráðherra var einnig spurður um þá gagnrýni formanns svæðisráðs um málefni fatlaðra að ekki hefði verið staðið faglega að ráðningu framkvæmdastjórans: „Það h'tur nú sínum augum hver á silfrið en í auglýsingunni um starfíð var tekið fram að reynsla af stjórn- un og rekstri ásamt þekkingu á málaflokknum væru þau atriði sem skiptu máli við ráðningu í starfið," sagði ráðherra og sagði það enga spumingu í sínum huga að Björn Sigurbjömsson hefði mesta reynslu af mörgum ágætum umsækjendum sem stjórnandi og rekstrarmaður. „Hann hefur verið í fyrirsvari fyrir sveitarfélög í mörg ár, var for- maður bæjarráðs Sauðárkróks í 12 ár, þekkir vel til gerðar fjárhagsá- ætlana og hefur frá árinu 1973 stýrt skólum. Hann var einnig í allmörg ár formaður Sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra og kom þar mjög að málefnum fatlaðra með góðum árangri. Hann ásamt öðrum á hlut að því að málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra era í mjög góðu lagi,“ sagði ráðherra ennfremur. Sérfræðiþekking er fyrir hendi Páll Pétursson benti einnig á að á svæðisskrifstofunni væri fyrir hendi sérfræðiþekking sálfræðinga, fé- lagsráðgjafa og þroskaþjálfa og taldi engan vafa á að Björn gæti valdið starfinu. Sagði hann alls enga ástæðu til að endurskoða ráðning- una. „Eg met það líka mjög mikils að maðurinn hefur starfað að stjórn- málum sem er mikilvægur skóli. Ég met mikils við umsækjendur um störf að þeir hafí reynslu úr stjórn- málum en er þar ekki að gera að skilyrði að þeir séu flokksbræður mínir,“ sagði ráðherra og kvað Björn hafa verið pólitískan and- stæðing sinn, hefði verið leiðtogi í Alþýðuflokknum í byggðarlagi sínu. Formenn Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar afhentu ráðherra í gærmorgun mótmæli sín við ráðn- ingunni. Ráðherra kvaðst virða skoðanir þeirra, sagði menntun þroskaþjálfa og aðra fagþekkingu mikilvæga en í þetta starf á svæðis- skrifstofunni hafí honum fundist stjórnunar- og rekstrarreynsla það sem fyr?t og fremst þurfti að leita eftir, fagþekkingin hafí verið fyrir hendi. Ariel, Color YesLemonogUltra KarrýslldogKonfektelld.250ml. ^ ^ Sumarblanda, 300g Lucky Charms LEIÐINNI H EIM • UM L AIND ALLT Framhaldsskólaþing 1998 Njrjar áhersl- ur í fram- haldsskólum Hið íslenska kenn- arafélag og Kenn- arasamband ís- lands standa í sameiningu að framhaldsskólaþingi laugardaginn 26. septem- ber 1998. Þingið verður haldið í Borgartúni 6 og stendur frá kl. 9.30 til kl. 15. Efni þingsins er þrí- þætt þ.e. fjallað verður um tengsl atvinnulífsins og framhaldsskólans, nýtt námsframboð og sam- ræmd próf í framhalds- skólum. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HIK, setur þingið, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, flytur ávarp og síðan verða flutt átta erindi. Af þeim má nefna erindi Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, undir yfirskriftinni Upplýsingar um atvinnulífið - grannur að nýjum starfsmenntabrautum og erindi Jóns Torfa Jónassonar, prófess- ors við Háskóla íslands, um samræmd próf í framhaldsskól- um. Sigurður Ingi Andrésson, formaður Félags framhalds- skólakennara í KÍ, slítur þing- inu. Alls er gert ráð fyrir að um 180 þátttakendur sitji þingið. Undirbúningshóp ráðstefn- unnar skipa Hjördís Þorgeirs- dóttir, fonnaðjir skólamála- nefndar HÍK, Ósa Knútsdóttir frá HIK og Kristín Jónsdóttir og Eggert Gauti Gunnarsson frá KI. Hjördís var spurð að því hvort til greina kæmi að efna til samræmdra prófa í framhalds- skólum. „Drög að nýrri námskrá boða valfrjáls samræmd próf í lykilgreinum hverrar náms- brautar til stúdentsprófs. Skipt- ar skoðanir era meðal kennara um ágæti samræmdra stúdents- prófa, telja sumir að þau muni auka samræmi og gæði kennsl- unnar en aðrir telja að þau muni gera framhaldsskólann of eins- leitan og séu illframkvæmanleg í fjölbrautarkerfinu og verða þessi mál rædd á þinginu." - Hver er ástæðan fyrir því að ákveðið var að taka fyrir tengsl atvinnulífsins og framhaldsskól- ans? „Margir eru þeirrar skoðunar að hátt brottfall í framhaldsskól- um orsakist m.a. af of einhæfu námsframboði þ.e. því að skólar bjóði al- mennt bóknám til stúdentsprófs en skortur sé á fjöl- breyttu starfsnámi. Við ætlum m.a. að skoða kröfur atvinnulífsins á því sviði almennt og nýjungar sem skólar bjóða upp á í starfsnámi. Annars er gaman að segja frá því að annar af frummælendun- um undir yfírskriftinni Tengsl atvinnulífs og skólaframtíðarsýn er Rannveig Rist, forstjóri ál- versins í Straumsvík, og verður eflaust afar fróðlegt að heyra hvað hún hefur til málanna að leggja." -A ráðstefnunni verður fjall- að um starfsgreinaráð. Hvað er átt við með því? „Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu, fjallar um Hjördís Þorgeirsdóttir ► Hjördís Þorgeirsdóttir er fædd 27. desember 1956 í Reykjavík. Hjördís lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1977, MA-prófi f fé- lagsfræði og félagslegri stjórn- un frá Edinborgar-háskóla 1981 og kennsluréttindanámi frá Háskóla íslands 1989. Hjördís var leiðbeinandi við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki 1981-1986, meðferðar- fulltrúi við Unglingaheimili rík- isins 1986-1988 og framhalds- skólakennari við Menntaskól- ann við Sund frá 1989. Eiginmaður Hjördísar er Broddi Þorsteinsson, tækni- fræðingur hjá Landssímanum, og eiga þau eina dóttur. hlutverk og áhrif starfsgreina- ráða. Ráðin gera tillögur að upp- byggingu starfsnáms í ákveðn- um starfsgreinaflokkum svo og námskrá í sérgreinum starfs- námsins og tillögur að skiptingu náms í skóla og á vinnustað. í þeim era fulltrúar atvinnurek- enda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra." - Hvert er tilefni ráðstefnunn- ar? „Hluti af faglegu samstarfí kennarafélaganna felst í því að halda ráðstefnur um skólamál. Tilgangurinn er að taka þátt í gagnrýninni umfjöllun um skóla- mál á hverjum tíma og styrkja fagmennsku kennara. Nú stendur yfír mikilvægt umbóta- tímabil í framhalds- skólum, endurskoðun aðalnámskrárinnar stendur yfir og allir skólarnir þurfa að endurskoða skólanámskrár sínar á næstu tveimur áram. Því þótti vel við hæfí að beina athyglinni að námsframboði og námsmati í framhaldsskólum.“ - Er mikið faglegt samstarf á milli kennarafélaganna? „í báðum félögum fer fram öflug skólamálaumræða og sam- starf á því sviði er mikið. Skóla- málahóparnir hafa samið drög að skólastefnu fyrir nýtt kennarafé- lag með sérstaka áherslu á fag- mennsku kennarans, samið drög að sameiginlegri stefnu um grunri-, framhalds- og endur- menntun kennara og gert drög að siðareglum kennara.“ „Drög að nýrri námskrá boða valfrjáls sam- ræmd próf“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.