Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 4^ GUNNAR Bjarnason flytur hátíðarræðu á útisamkomu í Kanakee í Illinois í tengslum við Ameríkureiðina miklu 1976. siðmenntuð þjóð mætti án vera. Fór út með hesta og sýndi þá, bauð hing- að fólki í sama skyni, ferðaðist með því og opnaði því sýn á íslenska náttúru. Fljótlega fór hann svo, eins og hér, að vinna að félagsstofnun um íslenska hestinn erlendis og stóð m.a. fyrir stofnun FEIF - Evrópu- sambands unnenda íslenska hests- ins (síðar heimssambands) í Þýska- landi 1969. Allt er þetta starf með ólíkindum, og enginn skyldi halda, að það hafí gengið þrautalaust né árangurinn komið af sjálfu sér. Nei, það þurfti framsýni, dugnað og kjark til að ná þessu fram. Hrossa- ræktendur í öðrum löndum voru mishrifnir af innrásinni, og ferðir Gunnars voru ekki allar dans á rós- um, en eftir á voru það kröppustu dansarnir sem vöktu honum mestan hlátur við upprifjun. Það vora tilvik- in, eins og hann sagði, þegar „hún- vetnska ósvífnin" - taugin frá Jóni harðabónda í Mörk - bjargaði hon- um fyrir horn. Hér heima var heldur ekki alltaf friður um störf Gunnars að hrossaræktinni og enn síður um útflutninginn. T.d. var lengi tekist á um útflutning kynbótahrossa, sem hann sagði að væri nauðsynlegur liður í markaðsstarfínu; áhugi hesta- manna væri svo bundinn ræktun og uppeldi ungviðis, að án sölu kyn- bótahrossa yrði markaðurinn sjálf- dauður. Við yrðum einfaldlega að standa okkur og halda forystu í ræktunarstarfinu. í dag er ekki um þetta deilt, þótt ekki hamli friður áhuga og lifandi starfí í hrossarækt nú fremur en áður. Gunnars Bjarna- sonar verður lengst og mest minnst fyrir störf hans að hrossarækt og kynningu hestsins, og það starf end- aði hann með glæsibrag með því að gefa út Ættbók og sögu íslenska hestsins í sjö bindum. En starfssaga hans er ekki þar með öll sögð. Lengst af gegndi hann kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri sam- hliða starfí sínu sem hrossaræktar- ráðunautur, var skólastjóri á Hólum eitt ár og síðan ráðunautur í ali- fugla- og svínarækt í u.þ.b. áratug. Hann var að vonum lifandi kennari, en af því fara sögur, að hann hafi oft átt erfítt með að halda sig við texta dagsins og verið auðleiddur til rök- ræðna um það sem efst var á baugi þá stundina. Þetta mátu nemendur misjafnlega en öllum þótti þeim hann skemmtilegur. Dugnaður hans og afköst komu m.a. fram í því, að skorti á kennsluefni mætti hann með því að skrifa sjálfur alhliða bú- fjárfræði, mikið rit, og hafði þó ærið annað á könnu sinni. Gunnar hafði alltaf brennandi áhuga á framþróun og nýjungum í landbúnaði og var tæknilega sinnaður. A Hvanneyri hannaði hann og lét fyrstur manna prófa ristarflóra í fjós, sem hefur síðan létt mörgum manninum störf og aukið þrifnað í mjólkurfram- leiðslu. Hann tók alla tíð virkan þátt í þjóðmálaumræðu, ekki síst um landbúnað, var þá oft upp á kant við kollega sína, n'kjandi stefnur og stjórnvöld og líkaði það ekki illa. Hann sagði sjálfur, að það væri í eðli sínu að vekja_ öldur og berjast gegn kyrrstöðu. Ég kynntist Gunnari fyrst á Rannsóknastofnun landbún- aðarins, þegar hann veitti forstöðu Fóðureftirliti ríkisins. Hann var þá á sjötugsaldri en í fullu fjöri og laðaði jafnan að sér hóp manna í hverjum matar- og kaffitíma. Voru umræður þá oft líflegar og áttu sér engin tak- mörk. Hugmyndaflug Gunnars var ótrúlegt og söguefnin eftir því. Ég minnist þessara stunda fyrir skemmtilegheitin og veit að þeir gera það líka félagar okkar, sem jafnan sátu við sama borð. Ég þakka Gunnari Bjarnasyni fyrir skemmti- leg kynni og góðan hug í minn garð, en fyrst og fremst eru þessar línur ritaðar til að votta honum virðingu og þakkir Bændasamtaka íslands fyrir mikið og árangursríkt starf í þágu íslenskra bænda. Fjölskyldu Gunnars og ástvinum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgeirsson. Kveðja frá Hvanneyri í dag er til moldar borinn Gunnar Bjarnason, fyrrvei'andi landsráðu- nautur og kennari við Bændaskól- ann á Hvanneyri. Með honum er fallinn frá einn af brautryðjendum í fræðslu og leiðbeiningum fyrir ís- lenskan landbúnað. Einn þeirra manna sem breyttu íslenskum land- búnaði úr lífsmáta í atvinnuveg og færðu hann úr viðjum aldagamalla búskaparhátta í tæknivæddan bú- skap nútímans. Gunnar Bjarnason varð búfræð- ingur frá Hvanneyri árið 1936 og hélt síðan til náms við danska land- búnaðarháskólann og lauk þaðan búfræðikandidatsprófi árið 1939. Samtíma Gunnari í landbúnaðarhá- skólanum í Höfn voru margir þeirra manna sem mest urðu áberandi í framfarasókn íslensks landbúnaðar á sjötta og sjöunda áratugnum. Gunnar Bjarnason hóf störf hjá Búnaðarfélagi íslands árið 1941 sem landsráðunautur í hrossarækt. Því starfi gegndi hann um 20 ára skeið. Árið 1944 er hann jafnframt orðinn kennari við Bændaskólann á Hvann- eyri og var það nær óslitið til ársins 1973. Hann var skólastjóri á Hólum eitt ár 1961-1962 og landsráðunaut- ur í alifugla- og svínarækt á ánmum 1963-1978. Af þessari upptalningu má sjá hversu umfangsmikið ævi- starf Gunnars Bjarnasonar hefur verið. I öllum verkum sínum fékk hann miklu áorkað og voru afköst hans ótrúleg á mörgum sviðum. Hann var mikilvirkur á ritvellinum. Skrifaði t.d. kennslubækur um bú- fjárrækt, fóðurfræði og búnaðarsögu fyrir bændaskólana. Þessar bækur voru fyi-st fjölritaðar en voru síðan gefnar út 1966 í heilu lagi og þá að sjálfsögðu með framtíðarsniði eins og Gunnar var svo fundvís á. Ættbók og saga íslenska hestsins er nú eitt af sígildum verkum um íslenska hestinn. Þá liggur eftir Gunnar fjöldi af greinum í fræðiritum og fagblöð- um auk greina í dagblöðum. Einnig var Gunnar virkur þátttakandi á sviði tilrauna í landbúnaði og var m.a. upphafsmaður, ásamt Guð- mundi Jóhannessyni á Hvanneyri, að því að nota járnristaflóra í fjósum. Ég kynntist Gunnari persónulega þegar ég settist í Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1959. Þá var hann í blóma lífsins og ef til vill á hátindi starfsferils síns. Hrossaræktin í landinu var að taka á sig þá mynd sem hún hefur um margt enn í dag. Hann hafði þá einnig komið af stað ævintýrinu um framrás íslenska hestsins á erlendri grund. Járn- ristaílórinn var að verða að alvöru byltingu í fjósum. Tamningakennsl- an á Hvanneyri að festa sig í sessi. Nýjar og endurbættar kennslubæk- ur komu fyi’ir augu nemenda nánast á hverju ári. Þetta var umgjörðin sem umlauk kennarann okkar í bú- fjárrækt, kynbóta- og fóðurfræði veturinn 1959-1960. Þó var það ekki þessi umgjörð sem gerði þennan glæsilega mann svo merkilegan í augum okkar nemenda hans, að minnsta kosti ekki okkar sem tókum hrossarækt og hestamennsku með nokkru jafnaðargeði. Nei það var maðurinn sjálfur. Þessi eldhugi sem alla hreif með sér, bæði fyrir djarf- MINNINGAR mannlega framgöngu í hverju sem var og ekki síður fyrir þann eldmóð og lifandi áhuga sem hvarvetna ljóm- aði í kringum hann. Fræðin urðu að einu samfelldu fagnaðarerindi þegar hann flutti þau yfír okkur. Hann gat aldrei verið kyrr. I sumum kennslu- stundum var hann mikilvirkur í fræðunum, í Öðrum miðaði skemur. Þá hafði eitthvert þjóðmálið, land- búnaðai-málið eða eitthvað úti í hin- um stóra heimi vakið athygli fræðar- ans og var sjálfsagt að miðla okkur verðandi bændum því þegar í stað, svo við mættum á hverjum tíma vera í takt við tímann. Sumar þessara stunda sitja enn í minni. Fáum árum síðar var Gunnar svo aftur orðinn kennari minn á Hvann- eyri um stuttan tíma, árið 1963. Þá var hann fullur nýrra hugsjóna og var um það bil að leggja út í hina miklu herferð sína til að breyta ís- lenskum landbúnaði úr lífsmáta í at- vinnuveg eins og hann orðaði það við okkur lærisveina sína. Hann lagði sig allan fram í því verkefni eins og öðrum og hlaut í byi'jun marga skrámu í þeirri orrahríð. Einungis tíminn gat leitt í ljós hversu sann- spár hann myndi reynast og tíminn hefur líka gert það. I dag er íslensk- ur landbúnaður í hæsta máta at- vinnuvegur sem um margt svipar til þeirrar framtíðarsýnar sem mörg- um þótti svo sársaukakennd, þegar Gunnar Bjarnason var að spá, fyrir þriðjungi aldar. Með Gunnari er genginn einn af mestu eldhugum Islands. Hann helgaði íslenskum Jandbúnaði alla sína starfskrafta. Islenskur land- búnaður á honum því margt að þakka. Það eiga einnig hans fjöl- mörgu nemendur Hvanneyrarskóla sem hann gaf svo mikið af sjálfum sér og fræðum sínum. Á kveðju- stund flytur Bændaskólinn á Hvanneyri heila þökk fyi-ir gifturík störf hans í þágu skólans. Allt starfsfólk skólans flytur ástvinum hans samúðarkveðjur. Magnús B. Jónsson, skólasijóri. Eldhuginn Gunnar Bjarnason er látinn. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu eftirminnilegur per- sónuleiki og stórbrotinn maður. Ég kynntist honum fyrst fyrir u.þ.b. 60 árum þegar hann var trú- lofaður frænku minni Svövu Hall- dórsdóttur frá Hvanneyri. Gunnar var þá á þriðja og síðasta námsári við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Þaðan útski-ifaðist hann vorið 1939. Þá var mjög róstusamt í allri álfunni enda stórstyrjöld á næsta leiti. Gunnar beið þó ekki boðanna. Hann hófst strax til starfa við starfsþjálfun við hrossadóma og kynbótaskipulag í öllum hinum Norðurlöndunum. Hugur hans stefndi til að afla sér sem víðtæk- astrar menntunar í hinum íjölþættu greinum landbúnaðarins, en á þess- um árum þóttu faglærðir menn og bændur í Danmörku vera öðrum fremri í öllu er að landbúnaði laut. Ég held að Gunnar hafi alltaf ver- ið ákveðinn í að helga íslandi krafta sína, þótt honum stæðu til boða freistandi atvinnutækifæri í Dan- mörku. Það orð fór snemma af Gunnari að hann væri kappsamur mjög, góðum gáfum gæddur og fylg- inn sér. Hann las mikið fræðirit og var vel að sér í erlendum tungumál- um. Kom það sér mjög vel síðar þeg- ar Gunnar þeyttist landanna á milli sem hrossaræktar- og hestaverslun- arráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is- lands og jafnframt á vegum land- búnaðarráðuneytisins og Sambands ísl. samvinnufélaga á seinni árum. Of langt mál væri að telja upp öll þau störf sem Gunnar lagði gjörva á þegar heim kom. Aðallega ráðu- nautastörf fyrir BÍ. Kennslustörf í faginu, ritstörf og fl. Þó má segja að ætíð átti íslenski hesturinn hug hans allan framar öllum öðnim áhuga- málum. í stríðslokin 1945 höfðu málin þróast á þann veg að gengi íslenska hestsins hafði fallið að mun, nýtísku landbúnaðarvélar höfðu leyst drátt- arhestana af hólmi og bifreiðar voru að ýta reiðhestinum til hliðar. Um skeið leit út fyrh- að dagar íslenska hestsins væru brátt taldir. En Gunnar var óþreytandi í hefja ís- lenska reiðhestinn á ný til vegs og virðingar. Var hann ótrauður að staðhæfa að íslenski hesturinn byggi yfir hæfileikum, sem fyndust ekki hjá öðrum hestakynjum. Hann skrif- aði greinar í blöð, flutti fyrirlestra og var óþreytandi að reka áróður fyrir ísl. hestinum bæði hér heima og erlendis. Gunnar var ekki einn í þessari baráttu. Margir aðilar, auk hrossa- bænda, áttu hér talsverðra hags- muna að gæta, útflytjendur, hesta- menn og fleiri. Leitað var oft til stjórnvalda um aðstoð við útflutninginn og lögð áhersla á að hrossaútflutningur hlyti engar útflutningsuppbætur, sem fengust greiddar á flestar útflutn- ingsafurðir landbúnaðarins. Stjórn- völd brugðust misjafnlega við, þótt margir ráðamenn væru hlynntir málinu og aðstoðuðu á ýmsan annan hátt. Sá aðili, sem mest og best studdi við bakið á Gunnari Bjarnasyni í baráttu hans fyrir framgangi ís- lenska hestsins var SIS. Það hafði um margra áratuga skeið flutt úr landi hesta, að vísu mestmegnis erf- iðis- eða dráttarhesta. Stefnumið Sambandsins hafði alltaf verið að ná sem bestum árangri við sölu og út- flutning allra búafurða, vinna að sem bestum gæðum og fá hagstæð- asta verðið. Var nú öll kynning á ísl. hestinum stóraukin erlendis og margt gert til að tryggja gæðin og öruggari flutning með flugvélum og margt fleira. Smám saman fór að rofa til í út- flutningsmálunum. Frá því að vera vanmetinn fyrir nokkrum áratugum var kominn nýr ísl. hestur, metinn að verðleikum fyrir fegurð, þolgæði og fjör, sem keppti við erlenda hesta í háum gæðaflokki. íslenski hestur- inn hefur þegar fært þjóðarbúinu verulegar gjaldeyristekjur og fjölda manns atvinnu. Við Gunnar áttum saman mjög náið samstarf um áratuga skeið oj£r sakna ég nú vinar í stað. Við áttum oft stórar stundir saman þegar við glöddumst yfír afrekum ísl. hestsins t.d. þegar keppnisreiðin mikla yfir Bandaríkin þver sýndi og sannaði þol og þrek hestsins okkar árið 1976. Ég þakka Gunnari samfylgd- ina og samhryggist innilega vensla- fólki hans. Blessuð veri minning hans. Agnar Tryggvason. Með Gunnari Bjarnasyni er geng-^. inn mésti örlagavaldur íslenskrar hestamennsku á öldinni sem senn er á enda. Með djúpum skilningi á upp- lagi og þeim möguleikum sem hæfi- leikar og atgei*vi íslenska hestsins bauð upp á hleypti hann af stað skriðu sem ekki sést hvort eða hvenær muni láta staðar numið. Með fölskvalausri ást á íslenska hestinum og þrotlausum baráttu- anda skóp hann ævintýri sem hinir fjölmörgu aðdáendur íslenska hests- ins í dag eru þátttakendur í og standa í mikilli þakkarskuld við mik- ilmennið Gunnai- Bjarnason. Þegar ég hóf nám í Bændaskólan- um á Hvanneyri haustið 1974 fór ég ekki varhluta af því frekar en aðrir nemendur að andi Gunnars sem' hætt hafði störfum við skólann tveimur áram áður, sveif yfir vötn- um. Stöðugt hlustuðum við á sögur um hvað Gunnar hefði sagt og gert sem kennari á Hvanneyri. Af nógu var að taka. Skammt var liðið vetrar er við fórum að gera okkur grein fyrir að Gunnar var enginn venju- legur kennari og má segja að þá þegar verið baðaður aðdáunarljóma okkar „hestamanna" í bændadeild- inni. En þessi aðdáun mín á Gunnari var vonbrigðum blandin og höfðuri^ •við oft á orði að annaðhvort hefði Gunnar hætt of snemma eða við komið of seint á Hvanneyri. En svo liðu árin. 1979 hóf ég störf við rekstur hesthúss í Víðinesi þar sem hross voru meðal annars tekin í fóður og hirðingu. Meðal viðskipta- vina var enginn annar en Gunnar Bjarnason sem hafði þar í vist tvær jarpar hryssur, að sjálfsögðu af hornfirskum meiði. Þar með hófust góð kynni okkar sem aldrei bar skugga á. í fjölmörgum samtölum okkar veitti Gunnar mér mikinn fróðleik og skemmtun enda mikill sagnamað- ur sem auðveldlega setti á svið heilu leiksýningarnar þar sem hann lék, öll hlutverkin auk þess að vera sögu- maður og leikstjóri. Gunnar var bæði húmoristi og hugsjónamaður í senn, eldheitur baráttumaður, mikill hugmyndafræðingur, heimsborgari og kvennamaður ef því var að skipta. Með öllum þessum kostum fylgdi skörp greind og framsýni sem því miður var oft misskilin af mönn- um sem vora svo ólánssamir að sjá framtíðina að mestu leyti í gærdeg- inum. Þurfti Gunnar oftsinnis að glíma við tregðulögmál afturhalds- sinnanna og veit ég að honum gramdist oft skammsýni þein-a manna sem höfðu alla möguleika á að hrinda mörgum góðum hug- mynda hans í framkvæmd. Með réttu má segja að tíðarandi sá er ríkti á Islandi á æviskeiði Gunnars hafi ekki verið reiðubúinn fyrir mann með slíkt hugai-flug enda farnaðist honum betur á erlendri grund þar sem hann naut sín sem hinn sterki og rökfasti hugmynda- smiður. Þar féllu sáðkorn hans í frjóan jarðveg enda naut Gunnar mikillar virðingar i Evrópu og þá sérstaklega í Þýskalandi. Hann fann fljótlega í starfi sínu sem útflutn- ingsráðunautur að möguleikar ís- lenska hestsins voru hvað mestir þar í landi og Þjóðverjar kunnu vej^ að meta Gunnar. Svo vel að í gamni var oft sagt að þýskir hrossarækt- endur litu á Gunnar sem jarðneskan hálfguð og hafði Gunnar gaman af þeirri samlíkingu. í mörgum samræðum mínum við Gunnar voram við sammála um að hans aðal væri hugmyndaauðgi og kjarkur til að setja fram hugmyndir"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.