Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 25 Bretar óánægðir með niðurstöðu Mannréttindadómstólsins Áskilja sér rétt til að löðrunga börnin Strassborg, London. Reuters, The Daily Telegraph. Starr boðið starf hjá Hustler LARRY Flynt, eigandi bandaríska klámblaðsins Hustler, bauð í gær Kenneth Starr, sérskipuðum saksóknara, atvinnu sem sérlegum „klámráðgjafa" tímaritsins. Hrósaði Flynt Starr mjög fyrir skýrslu hans um kynferðislegt samband Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, og Monicu Lewinsky þar sem fjallað var í smáatriðum um kynferðisleg atlot þeirra. Flynt hefur marga hildi háð fyrir dómstólum þar sem hann hefur réttlætt útgáfu klámefnis í nafni tjáningarfrelsis. Var gerð kvikmynd um ævi hans fyrir fáeinum árum. MANNRETTINDADOMSTOLL Evrópu úrskurðaði í fyrradag, að bresk lög veittu börnum ekki næga vernd og kæmu ekki í veg fyrir, að foreldrar þeirra hýddu þau. Tals- maður bresku stjórnarinnar sagði, að til stæði að breyta gildandi lög- um um þessi efni en eftir sem áður áskildu Bretar sér rétt til að „löðrunga" börnin sín. Málið var höfðað vegna drengs, sem nú er 14 ára gamall, en þegar hann var níu ára, barði stjúpfaðir hans hann með reyrpriki. Hafði strákurinn þá reynt að stinga yngra bróður sinn með eldhúshnífi. Sást nokkuð á drengum efth’ barsmíðina og var það álit læknis, að hann hefði verið barinn „af tölu- verðu afli og oftar en einu sinni“. Kynfaðir drengsins, sem hefur nú tekið hann að sér, studdi son sinn í málaferlunum en móðir hans sagði, að hirtingin hefði verið rétt- mæt þar sem strákurinn hefði verið „algerlega stjórnlaus" og raunar reglulega tekið „æðisköst" allt frá tveggja ára aldri. „Hæfileg refsing" Stjúpfaðir drengsins sagði, að um hefði verið að ræða „hæfilega refsingu“, sem bresk lög heimiluðu og á það féllust breskir dómstólar fyrir tveimur árum. Var málinu þá skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu og urðu þá um það miklar og heitar umræður í Bretlandi. Sögðu þá sumir, að evrópsk yfir- völd ætluðu að hlutast til um bresk innanríkismál og troða á rétti for- eldra til að aga börnin sín en ýmis barnaverndarsamtök sögðu aftur á móti, að jafnvel högg á fótleggi gæti fljótlega breyst í barsmíðar og ofbeldi fæddi af sér meira of- beldi. Bretar hafa lengi tekið miklu vægara á líkamlegum refsingum en aðrar þjóðir 1 Vestur-Evrópu og þótt kennurum til dæmis sé bannað að berja börn með priki, þá hafa dómstólarnir margoft sýknað þá og foreldra af ákærum um að hafa barið krakkana með slíku tóli eða beltisól og rafleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Fram til 1891 máttu breskir karlmenn berja konur sín- ar með staf væri hann ekki meira en þumlungssver og þeir máttu líka loka þær inni fyndist þeim ástæða til. Drengurinn, sem málið snerist um, vann það fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu en í 3. grein Evr- ópsku mannréttindaskrárinnar seg- ir, að enginn skuli sæta „pyntingum eða niðurlægjandi refsingu". Voru honum dæmdar tæplega 1,2 millj- ónir ísl. kr. í bætur og málskostnað- urinn, rúmlega 2,3 millj. kr., féll á breska ríkissjóðinn. Forsjárhyggja eða barnavernd? Ríkisstjórn breska Verkamanna- flokksins hefur í hyggju að breyta gildandi lögum um barnavernd og þá með það fyrir augum, að önnur mál af svipuðum toga verði ekki send til Strassborgar eða rekin fyi’- ir breskum dómstólum eftir að Bretai- hafa fært Evrópsku mann- réttindaskrána inn í sín lög. Margir óttast þó í ljósi niðurstöðunnar í Strassborg, að fyrirhuguð laga- breyting hrökkvi ekki til. Paul Boateng, heilbrigðisráða í bresku stjórninni, sagði er dómur- inn lá fyrir, að þótt til stæði að herða á lögum um barnavernd, þá áskildi stjórnin sér rétt til að leyfa eðlilegan aga og undir það félli löðrungur. Sagði hann, að flestir foreldrar gerðu skýran greinamiun á löðrungi og „barsmíðum". William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, var ekki síður hneykslað- ur. Sagði hann, að nú væri forsjár- hyggjan komin á það stig, að fólk yrði að spyrja dómstólana um hvað það mætti gera við börnin á sínu eigin heimili. Sagði hann, að fólk réði því hvort það löðrungaði börn- in sín og þyrfti ekki að bera það undir einhvern dómara í Evrópu. Ashdown setur Blair skilmála PADDY Ashdown, leiðtogi frjáls- lyndra demókrata í Bretiandi, sagði í gær í stefnuræðu sinni á lokadegi ár- sþings flokksins að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, yrði að samþykkja stjórn- arsló’árumbætur vildi hann að frjálslyndir demókratar hefji samvinnu við stjóm Verka- mannaflokksins. Sagði hann að Blair yrði að tryggja betra að- gengi almennings að opinberum upplýsingum auk sanngjarnara kosningafyrirkomulags. Frjálslyndir demókratar, sem eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkur á Bretlandi, hafa lengi barist fyrir því að hlutfallskosn- ingakerfi verði tekið upp í Bretlandi. Ashdown gerði í ræðu sinni lítið úr orðrómi þess efnis að hann hygðist segja af sér sem leiðtogi flokksins en á ársþinginu hefur hann þó þurft að þola nokki’a ígjöf. Var hann t.a.m. gagnrýndur mjög á þinginu fyrir að beita sér ekki gegn hertum lögum gegn hryðjuverkum, sem samþykkt voru á breska þinginu í kjölfar Omagh-sprengjutilræðisins á N-ír- landi, og neituðu þingfulltrúar einnig að leggja blessun sína yfir hugmyndir Ashdowns um róttækar breytingar á menntakerfinu breska. Reuters Nykaup Svínakótilenur 699 kr/kg Svínahnakkasnei&r 549 kr/kg Svfnalæri 395 kr/kg Svínaritjasteik m. puru 249 kr/kg «o I Garðabæ, MosfeKsbæ, Kjörgarðt, Settjarnarnesi, Grafarvogi, Hólagarði og Kringlunni. Þa r sem ferskleikin n býr www.nykaup.is í Perlunni Hmidi tigir: ,VELKOl Þýskir dagar Perlunni 24. - 27. september • VW • Eimskip • Samskip • Flugleiðir • Mercedes Benz • Otta-Iisti • Adidas • Warsteiner • Tarkett VtRSLUNARRAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.