Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR BJARNASON jSfevi. Því aldrei var um neitt hálfkák að ræða hjá honum. Vertu sæll, elsku afi okkar, þar til við hittumst á ný. Hulda Margrét, Gísli Valur og Gunnar Orn. Vinur minn, Gunnar Bjarnason, er nú látinn. Að baki er ótrúlegur lífsferill sem einkenndist af ein- stakri elju. Líf hans var svo samofið íslenskri sögu að með ólíkindum er. Kynni okkar hófust fyrir fjölda ára og að sjálfsögðu í kringum hesta. 'NGunnar var á þeim árum útflutn- ingsráðunautur íslenska hestsins og vann náið með Sambandinu (SÍS) að útflutningsmálum. Við, nokkrir félagar úr FT, vorum fengnir til þess að kynna og mark- aðssetja íslenska hestinn erlendis. Að sjálfsögðu var foringinn og bó- heminn Gunnar Bjarnason þar í fylkingarbrjósti. Ljós og léttur yfir- litum, hrífandi ræðumaður, kátur og orðheppinn, framsýnn og ófeiminn við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það sópaði að Gunnari hvar sem hann kom. Um leið hreif hann alla með sér, með einlægni sinni, hrein- skilni og óbilandi trú á málstaðnum. _ Hann sá lengra en flestir samtíma- menn hans og um langan aldur mun- um við njóta góðs af framsýni hans í markaðsmálum og varðveislu ís- lenska hrossastofnsins. Það blésu oft um hann kaldir vindar hér heima, þegar hann var að hrista upp í stöðnuðu kerfi okkar hestamanna eða bændastéttarinnar. Gunnar var ekki að skafa utan af hlutunm, heldur lét vaða, eins og sagt er og skeytti lítt um þó við stór- menni væri að etja. Hann var hug- sjónamaður sem skeytti lítt um ver- aldleg gæði. Honum leið vel ef hann komst leiðar sinnar og átti til hnífs og skeiðar. Saga íslenska hestsins var Gunn- ari svo hugleikin að hann réðst í að skrá hana og búa til prentunar. Ætt- bók og saga íslenska hestsins á 20. öld geymir marga gullmola sem er viðbúið að hefðu ella glatast. Nú síð- ustu árin, þegar hægðist um hjá honum var gaman að rifja upp með honum liðnar stundir. Hugurinn var svo frjór og framsýnin mikil að manni þótti það með ólíkindum. Við hestamenn eigum Gunnari mikið að þakka og verður seint ofmetið hans mikla og fómfúsa starf. Nú þegar við eram að vinna að markaðssetningu íslenska hestsins í Ameríku verður manni oft hugsað til Gunnars og hvemig honum tókst að leggja Þýskaland og reyndar mörg lönd Evrópu að fótum okkar. Hann gerði orðtök eins og „Ich Liebe Is- landpferde“ (Ég elska íslenska hest- inn) ódauðleg. Það er oft sagt að það komi maður í manns stað. Ég sé ekki hver kemur í staðinn fyrir Gunnar Bjarnason enda miðar alltof hægt í markaðsmálum okkar. Verk- in geyma svo sannarlega minningu góðs drengs, sem miðlaði miklu en bað um fátt. Við félagar í FT vottum heiðurs- félaga okkar virðingu um leið og við færum aðstandendum innilegar íjiamúðarkveðjur. F.h. Félags tamningamanna, Sigurbjörn Bárðarson. Fyrir einum 37 árum kom Gunnar Bjarnason í boði Bændaklúbbs Eyjafjarðar norður til Akureyrar að kynna hugmyndir sínar um stór- kostlegar umbætur í landbúnaði á Islandi. Það voru nýir tímar á Is- landi; öld hafta og skömmtunar að baki og í augsýn frjálsari og nýrri tímar. Gunnar vildi að íslenskur landbúanður tæki þátt í nýjum tím- Vjim og skapaði sér sjálfur framtíð. Hann kynnti hugmyndir sínar um framtíð landbúnaðar, sem hann kall- aði „skynvæðingu", því honum fannst bændum vera haldið í fjötr- um fortíðar. Hann vildi sjá nýtt rekstrarform, nýja afurðasamsetn- ingu og stærri einingar til þess að bændur framtíðarinnar þyrftu ekki ^ð' vera hokrarar í vöm fyrir tilvist sinni. Gunnar var kominn til þess að boða framtíðina. En Gunnar var þá sem jafnan áð- ur og æ síðar á undan samtíð sinni. Hið nýja og stóra Sjálfstæðishús á Akureyri var þetta kvöld þétt skip- að, setið við hvext borð og staðið hvar sem drepið varð niður fæti. Bændur vora komnir víða að, úr fleiri sýslum, og fundurinn stóð frá því snemma kvölds og langt fram á nótt. Það var ljóst frá byrjun að hér stóð Gunnar einn - það var tekist á og hart barist í ræðustól. Borist höfðu spurnir af kenning- um Gunnars; þær fóru ekki saman við hugmyndir bændaforystunnar. Tugir manna stigu í stól að loknu er- indi hans og létu flestir skammirnar dynja; þær verstu æði hrikalegar. En Gunnar lét það ekki á sig fá, hann virtist njóta sín í slagnum, svaraði hverjum og einum málefna- lega og með glettni og varð æ glað- beittari er orrahríðin þyngdist, ef þá eitthvað. Það varð aldrei logn þetta kvöld. í salnum sat þá ungur frændi Gunnars, skólapiltur í MA, sá sem þetta ritar, heillaður af glæsilegum málflutningi frænda síns, en líka nokkuð órór yfir þeim ásökunum sem á honum dundu. Einn - og þó aðeins einn málsvara átti Gunnar meðal ræðumanna. Er líða tók á nótt og leið að fundarlok- um steig roskinn heiðursmaður úr bændastétt í stól og bað menn að spara gífuryrðin. Þeir skyldu frekar leggja við hlustir, því það sem Gunn- ar hefði sagt kynni að verða ís- lenskri bændastétt til heilla þegar fram liðu stundir. Næsta dag heimsótti Gunnar svo Menntaskólann á Akureyri í boði Þói-arins heitins Björnssonar skóla- meistara og spjallaði við okkur nem- endur. Þar vora viðtökur allar aðr- ar, áhugi hans var smitandi og hon- um og boðskap hans var innilega fagnað. Þar var Gunnar Bjarnason ekki að glíma við drauga fortíðar. Þar átti hann fund við framtíðina. Gunnar frændi minn Bjamason var maður mikilla hugmynda, stórra hugsjóna og glöggrar framtíðarsýn- ar. Eg hef oft velt því fyrir mér síð- ar hvort það hafi ekki verið tilviljun að ævistarf hans varð á sviði land- búnaðar. Og hvað hefði þá ekki gerst hefði hann valið sér annan vettvang. Hverju hefði þessi eldhugi ekki áorkað á öðrum sviðum hefðu mál svo skipast? Hann var einn þeirra alltof fáu, sem fara óhikað móti straumnum, taka þeim gjöldum sem andsti-eymið kostar, en finna okkur hinum nýjar og færari leiðir. Þeir voru ef til vill fæstir samtímamanna heima á ís- laiidi, sem skildu hann eða þorðu að ljá hugmyndum hans lið. En viður- kenningin kom fyrst að utan. Brautryðjandastarf Gunnars við ræktun, kynningu og útflutning ís- lenska hestsins er stórvirki sem enginn hefði áorkað, sem ekki þorði að takast á við þá þröngsýni og aft- urhaldsstefnu, sem réð ríkjum heima fyrir. A meginlandi Evrópu, einkum í Þýskalandi, var Gunnar virtur og elskaður fyrir að gefa öðr- um þjóðum hlutdeild í ævintýrinu. Þar var honum hvarvetna tekið sem þjóðhöfðingja og hann heiðraður með ýmsum hætti. Slíkt tók lengri tíma heima á Islandi. Nú er hrossa- rækt hins vegar orðin helsta vaxtar- grein íslensks landbúnaðar og Is- landshesturinn einhver besta land- kynning, sem Island nýtur í Evrópu. Þótt Gunnar hafi ritað mikið, bæði bækur og faggreinar, einkum um ættsögu íslenska hestsins en einnig um fóðurmál og um framtíð landbúnaðar, og þótt ýmsar minn- ingar hans hafi verið skráðar í tveimur bókum í ævisöguformi, þá er því víðs fjarri að saga hans hafi enn verið rituð til nokkurrar hlítar. Saga Gunnars Bjarnasonar er nefni- lega sagan um kaflaskipti í íslensku samfélagi, frá fortíð til framtíðar, og um hlutverk og hlutskipti brautxyðj- endanna. Þótt Gunnar virtist oft njóta glímunnar í áratugalangri baráttu sinni við málsvara fortíðarhyggjunn- ar og stæði jafnan vígreifur á mál- fundum, þá var stórt hjarta hans stundum sært. Það hefur nefnilega of oft og of lengi einkennt opinbera umræðu á Islandi að ráðist er á per- sónu sendiböðans, mislíki mönnum boðskapurinn. Slíkan toll varð Gunnar oft að gjalda fyrir hugsjónir sínar og hugmyndir. Með árunum fann Gunnar styrk í trúnni. Hún var einlæg og bjargfóst. Þegar svo heilsuna þraut og ljóst var hvert stefndi, þá kveið hann engu. Hann var vel undir þessa för búinn. Bjarni Sigtryggsson, Kaupmannahöfn. Nú er látinn kær vinur, sá harð- fríski baráttumaður, Gunnar Bjaraason, nær 83 ára að aldri. Gunnar Bjarnason var fæddur á Húsavík, bar ýmis merki þess og kunni vel að meta þær rætur, sem tengdu hann upprana sínum. Hann ræktaði með sér þakklæti og virð- ingu fyrir foreldrum sínum og fjöl- skyldu, svo og heimabæ, og lét það í ljós við ýmis tækifæri. Þótt kaupstaðai'drengur væri var hugur hans ávallt tengdur landbún- aði, þingeyskar sveitir hafa senni- lega helst séð fyrir því. Og Gunnar valdi sér menntun á því sviði, lauk búnaðarnámi á Hvanneyri, hleypti heimdraganum og hóf framhalds- nám í búvísindum í Kaupmanna- höfn. Námið sóttist honum vel, enda fá- dæma skarpur. Og verkefnin i-eynd- ust næg. Meðan Gunnar var enn í skóla bauðst honum ráðunautsstarf í hrossarækt hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Að námi loknu fór hann strax að kynna sér sýningahald og dóm- störf með ráðunautum á Norður- iöndum, kom síðan heim til starfa hjá Búnaðarfélaginu. Þetta var 1940 en Theodór Arnbjörnsson frá Osi, sem gegnt hafði starfi hrossarækt- arráðunautar í nær tuttugu ár, lést veturinn áður. Theodór var mikill vitmaður og hafði skrifað bókina „Hestar", sem enn þann dag í dag þykir sígilt bókmenntaverk og er þá mikið sagt, eins og hrossaræktin og hestamennskan hafa endurnýjast á liðnum áratugum. Gunnar Bjarnason var hrossa- ræktarráðunautur í full tuttugu ár og lét sitt heldur ekki eftir liggja við ritvöllinn því hann skrifaði ritverkið „Ættbók og saga íslenska hestsins á 20. öld“, í sex bindum og spannar nokkuð á annað þúsund síður. Marg- ar kennslubækur í búfræði og sérrit í hrossarækt og hestamennsku lét hann frá sér fara. Með ólíkindum var, hve ritstörfin lágu vel fyrir Gunnari, hann skrifaði gott mál og var fljótur að. Ekki má heldur gleyma gleðinni, húmornum í frá- sögninni, alltaf var það ofarlega á blaði. Margar skemmtilegar minningar eigum við nemendur frá árum okkar á Hvanneyri, þar sem Gunnar kenndi um árabil. Hann var svo frjálslegur maður og skemmtilegur, hugmyndaauðgin stórbrotin, fasið glettið. Við fengum margar hug- myndir til að velta fyrir okkur, strákarnir, sem hvergi var stafur fyrir í bókum. Þetta opnaði hug okk- ar að fjölbreyttari leiðum að því að fanga lífsgildin. Á Hvanneyri var gaman og lærdómsríkt að vera, þar var mikið mannval, skólastjórinn, kennarar og starfsmenn fylltu hóp valinkunnra sæmdarmanna. Þess er gott að minnast. í upphafi þótti hrossaræktar- mönnum Gunnar vera lítill hesta- maður og manngerðin ólík forveran- um eins og algengt er, þegar mannaskipti verða. Af greind sinni og áhuga á viðfangsefnunum snerist þetta fljótt til betri vegar, menn fundu geislandi vinnugleðina og skynsamleg tök á verkefnunum. Gunnar var ótrúlegur fagmaður, hvar sem borið var niður. Hin dæmalausa yfirferð á lífsflórunni sannar það, allt frá ristarflóram til Biblíukenninga. Ungur að árum, í Hvanneyrarskóla, kynntist Gunnar fríðri heimasætu, Svövu, dóttur Halldórs skólastjóra Vilhjálmsson- ar, sem um langa hríð hafði allt for- ræði á hinu stórglæsilega mennta- setri, Hvanneyri í Borgarfirði. Svava var falleg kona og vel gefin og eignuðust þau tvo drengi, Halldór og Bjarna, sem urðu hámenntaðir menn. Sannaðist þar hið fornkveðna, að „eplið fellur ekki langt frá eik- inni“. I seinna hjónabandi eignaðist Gunnar fleiri börn, allt efnisfólk, sem ég kann ekki deili á. Sá, sem hér skrifar, á Ijúfar og fallegar minningar frá Hvanneyrar- áram sínum. Vegna sameiginlegs áhuga á málefnum hestanna var mörgum góðum stundum varið með Gunnari og fjölskyldu hans. Svövu minnist ég með virðingu og þökk. Hún var röggsöm í áliti sínu og hafði mai-gt til málanna að leggja, sem fylgt var eftir af snerpu en sjónar- miðin báru alltaf í sér kærleika og manngæsku. Slíkra er hollt að minn- ast. Með þessum orðum vottum við Ester þeim nánustu í fjölskyldunni dýpstu samúð. Þorkell Bjarnason. Kveðja frá Landssambandi hestamannafélaga Eldhuginn fallinn var það fyrsta sem kom í huga margra er fréttist um andlát Gunnars Bjarnasonar fyrram hrossaræktarráðunautar, kennara og skólastjóra. Gunnar var án efa einn stórbrotnasti persónu- leiki sem þetta land hefur alið á öld- inni, maður sem hvarvetna skipaði sér í forastusveit þeirra málefna sem hann kom að. Það var lán okkar unnenda íslenska hestsins að Gunn- ar Bjarnason tók ungur ástfóstri við hann og gerði sér grein fyrir vex-ð- mæti hans, bæði menningarlega og viðskiptalega, á undan öðram hér á landi. Hugmyndaauðgi hans var ein- stök og fylgt eftir af óþrjótandi dugnaði ásamt hugrekki til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Gunnar Bjarnason var aðalhvata- maður að stofnun Landssambands hestamannafélaga árið 1949 og var heiðursfélagi og gullmerkishafi sam- taka okkar. Hann skipulagði fyrstu sýningu kynbótahrossa á Þingvöll- um 1950, hann kynnti fyrstur manna reiðmennsku og tamningar sem námsgrein að Hvanneyri 1951, hann skipulagði stofnun fjölda hesta- mannafélaga í öðram löndum, hann var aðalstofnandi FEIF 1969, sem eru alþjóðasamtök félaga um ís- lenska hestinn og heiðursfélagi sam- takanna, hann kom að stofnun Fé- lags tamningamanna og var heiðurs- félagi þess félags. Gunnar var óþreytandi í að kynna íslenska hest- inn um allan heim, hann var farar- stjóri sex evrópskra í’eiðmanna sem tóku þátt í 3.000 mílna keppni þvert yfir Bandaríkin 1976 sem farin var til að minnast 200 ára afmælis Bandaríkjanna. Gunnar var höfund- ur að mörgum bókum og ber þar hæst Ættbók og sögu íslenska hestsins á 20. öld, stórbrotið verk í sjö bindum. Hér á undan er fátækleg upptaln- ing á hluta þeirra ótrúlegu verka sem Gunnar Bjarnason hrinti í framkvæmd, verka sem öll miðuðu að því að færa íslenska hestinn til vegs og virðingar. Það var Gunnar sem kynnti. „söguhestinn" fyrir heiminum með mælsku sinni og orð- snilld sem hreif alla sem á hann hlýddu. Gunnari verður aldrei full- þakkað risavaxið fi-amlag sitt til hestamennskunnar í víðustu merk- ingu þess orðs. Landssamband hestamannafélaga hefur í hyggju að reisa minnisvarða tileinkaðan Gunnari Bjarnasyni að Skógarhólum, Þingvöllum. Fyrir hönd samtakanna er Gunnari þökk- uð samfylgdin og fjölskyldu hans vottuð dýpsta samúð. Megi líf hans og starf sem tileinkað var íslenska hestinum verða okkur hestamönn- um hvatning um ókomin ár. Birgir Sigurjónsson, Hallgrímur Jónasson. Kveðja frá Bændasamtökum íslands Gunnar Bjaraason hefur nú hleypt fáki sínum yfir á nýjar lend- ur, hvar „sléttan, hún opnast sem óskrifað blað“, og það er áreiðanlega „stormur og frelsi í faxins hvin“ nú sem fyrr á ferðum hans. Hann var ferðbúinn, enda búinn um skeið að bíða vistaskiptanna. Hann helgaði íslenskum landbúnaði, íslenska hest- inum og unnendum hans krafta sína á langri ævi. Hann gat litið stoltur yfir starfsferil sinn og kvaddi sáttur við samtíð sína og samstarfsmenn. Gunnar Bjarnason var ógleymanleg- ur maður. Hann kom víða við í lífinu og alls staðar þannig að eftir var tekið. Hann var skarpgreindur og örgeðja tilfinningamaður, flug- mælskur hugsjónamaður, sem átti létt með að hrífa menn með sér, ódeigur baráttumaður hvar sem hann beitti sér, brautryðjandi, sem hugsaði hratt og hrinti í framkvæmd hugmyndum sínum. Gunnar var af öflugum, húnvetnskum og borg- firskum ættum en fæddur og alinn upp á Húsavík á rausnarheimili í stórum og myndarlegum systkina- hópi. I þeim hópi ríkti örugglega aldrei nein lognmolla, en heimilið var menningarheimili, sem hann minntist ávallt með virðingu. Hann lýsti sjálfum sér sem ódælum í æsku, og víst mun honum, hvorki þá né síðar, hafa látið að lúta höfðingj- um, boðum eða bönnum. Menn geta eftir atvikum talið það kost eða löst, og víst leiddi óstýrilætið yfir hann ýmis boðafóll á ævinni, en því má líka halda fram, að þessum eðliseig- inleikum megi þakka marga stærstu sigrana í staifi hans. Gunnar taldi það með sinni mestu gæfu, að hafa ungur verið sendur í sveit að Hall- dórsstöðum í Laxárdal, þar sem hann var mörg sumur undir hand- leiðslu þeirra merkishjóna, Hall- gríms Þorbergssonar og Bergþóru Magnúsdóttur. Þar stóð annað menningarheimili, og HallgnTnur var meðal fremstu brautryðjenda í íslenskri búfjárrækt. Þessi dvöl mun, ásamt öðram atvikum, hafa ráðið miklu um það sem síðar varð, er Gunnar fór til búfi-æðináms, fyrst í Bændaskólanum á Hvanneyri og síðar í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk með ágætum kandídatsprófi vorið 1939. Ari áður en Gunnar lauk námi lést Theódór Arnbjömsson, hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands, og var Gunnari skömmu síðar boðið að taka við því starfi er hann kæmi heim. Hafði hann til þess tíma ekki gefið sérstakan gaum að hrossum, en gat nú síðasta vetur sinn í Kaupmannahöfn helgað sig öðra fremur hrossafræðum og var því eftir atvikum vel til þess búinn að hefja störf, þegar hann kom heim. Á þessum tíma var sveit ís- lenskra búvísindamanna fámenn og starfsskilyrði erfið. En í þeirri sveit voru ungir og vel menntaðir eldhug- ar, sem í’éðust að vandanum hvar sem hann var og hvað sem til þurfti. Framundan var mesta umbreyt- ingaskeið í íslenskum landbúnaði fyrr og síðar. Þegar Gunnar tók til starfa var hesturinn ennþá „þarfasti þjónninn", bæði til ferða og bús- verka og ræktaður sem slíkur. En tæknibyltingin tók frá honum hlut- verkið, og um nokkur ár var ekki sýnt hvernig honum reiddi af, hvort hann fengi nýtt hlutverk. Það var svo 1952, sem sú stefna var opinber- lega mótuð að rækta reiðhesta og leita markaða fyrir þá erlendis. Enginn vafi leikur á þætti Gunnars Bjamasonar í þeirri stefnumótun, og enn síður mun nokkur bera brigður á forystu hans í því ræktun- ar- og markaðsstarfi, sem framund- an var. Þá hófst ævintýri lífs hans, ævintýri sem lýsir sér í því, að nú er hestamennska meðal vinsælustu tómstundaíþrótta hérlendis, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, og íslenski hesturinn hefur haslað sér völl í fjölda þjóðlanda beggja vegna Atl- antshafsins. Gunnar hafði neistann og áræðið. Hann sá ljósið í hestinum og hafði líka viðskiptanáttúru. Hann lagði sig fljótt eftir kynnum við hestamenn, hlustaði á þá og tók þátt í lífi þeirra. Beitti sér fyrir eflingu hestamannafélaga og átti m.a. drjúgan þátt í stofnun Landssam- bands hestamannafélaga árið 1949. Með því hófst mikið og farsælt sam- starf Búnaðarfélagsins og samtaka hestamanna, sem hefur skilað drjúgum árangri í ræktun og út- breiðslu hestsins hér á landi. Og hann lagðist fljótt í víking. Ferðaðist landa á milli og boðaði fagnaðarer- indið: Islenski hesturinn væri sá gimsteinn holdi klæddur, sem engin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.