Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.1998, Blaðsíða 46
4Í) FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR ODDBERGUR NIKULÁSSON, Laugarásvegi 23, Reykjavfk, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. september sl. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 2. októ- berkl. 15.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ásta Pétursdóttir, Þorsteinn Bergsson, Gróa Þóra Pétursdóttir, Heimir Sigurðsson, Pjetur Nikulás Pjetursson, Elsa Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, INGUNN INGVARSDÓTTIR, Holtsgötu 14, Njarðvík, lést þriðjudaginn 8. september. Útför hennar fór fram frá Njarðvíkurkirkju föstudaginn 18. september í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Reynir Ólafsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR ODDSEN frá Möðrudal á Fjöllum, síðar Löngumýri 12, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfaranótt miðvikudagsins 23. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur Þ. Stefánsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJÖRNSSON, Svínadal, Skaftártungu, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju, á morgun, laugardaginn 26. sept. kl. 14. Sætaferð verður sama dag frá Hópferðamiðstöðinni kl. 10. Ágústa Ágústsdóttir, Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Erla Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, GUÐLAUGAR BJARNADÓTTUR, Sólvöllum 19, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á Skjaldarvík fyrir frábæra umönnun og notaleg kynni. Birna G. Friðriksdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Hjörtur B. Jónsson, Ingveldur Br. Jónsdóttir, Pálína S. Jónsdóttir, Steinn B. Jónsson, Ásdís Jónsdóttir, barnabörn, barrtabarnabörn, systkini, tengdafólk og aðrir ástvinir. Egill Jónsson, Jóhann Tryggvason, Jóhanna Gunnarsdóttir, Þorleifur Ananíasson, Hjálmar Björnsson, Lokað Skrifstofa Landssambands hestamannafélaga, íþróttamiöstöð- inni Laugardal, verður lokuð föstudaginn 25. sept. frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar GUNNARS BJARNASONAR. Landssamband hestamannafélaga. ELÍN SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Elín Signrbjörg' Jónsdóttir fæddist á Eystri- Loftsstöðum í Gaul- veijabæjarhreppi í Árnessýslu 4. sept- ember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 16. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson, f. 17. mars 1862 í Hala í Djúpárhreppi, d. 9. janúar 1935, bóndi á Eystri-Loftsstöð- um, og Þorbjörg Þorvaldsdótt- ir, f. 20. desember 1863 í Vallar- hjáleigu í Gaulverjabæjarsókn, d. 12. ágúst 1925. Þau eignuðust 12 börn en 11 lifðu. Þau eru: Guðbjörg, f. 27.7. 1885, d. 7.9. 1885; Sigurbjörg Guðrún, f. 19.12. 1889, d. 3.12. 1893; Guð- björg, f. 22.8. 1891, d. 10.1. 1982; Erlendur, f. 3.2. 1892, d. 5.2. 1892; Sigurður, f. 4.5. 1894, d. 1.7. 1959; Ingibjörg, f. 22.9. 1895, d. 6.10. 1895; Erlendur, f. 14.2. 1897, d. 2.8. 1969; Jón, f. 23.12. 1899, d. 21.12. 1977; Ragnheiður, f. 22.12. 1901, d. 12.8. 1971, Ingvar, f. 7.6. 1903, d. 3.6. 1979, og Elín Sigurbjörg, sem hér er minnst. Eiginmaður Elínar Sigur- bjargar var Gísli Þórarinn Hall- dórsson, f. 19.12. 1898 í Sauðholti, Kálfholtsprestakalli í Rangárvallasýslu, d. 7.10. 1990. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 1928. Foreldrar Gísla voru Halldór Halldórsson, f. 26.10. 1868 í Sauðholti, bóndi þar, d. 20.2. 1923, og Þórdís Jósefs- dóttir, f. 17. júní 1870 á Ásmundar- stöðum í Holtum í Rangárvallasýslu, d. 6.10. 1934. Börn Elínar og Gísla eru: 1) Þorbjörg, f. 14.2. 1930, maki Guð- mundur Magnús- son, f. 22.10. 1926. Börn þeirra eru: I) Gisli, f. 14.2. 1954, sambýlis- kona Margrét Geirsdóttir, f. 15.2. 1954, börn þeirra eru: Þorbjörg f. 1.1. 1979, Ása Valdís, f. 24.8. 1980, Hjörleifur, f. 3.11. 1984, og Margrét, f. 24.2. 1990. II) Magnús, f. 5.12. 1957, k. Þórunn Sveinsdóttir, f. 7.10. 1955, börn þeirra eru: Hildigunnur, f. 18.3. 1985, Sunna, f. 17.7. 1986, og Guð- mundur, f. 12.10. 1989. III) Elín Sigurbjörg, f. 30.6. 1959, sam- býlismaður Freygarður Þor- steinsson, f. 5.3. 1963. IV) Jón Halldór, f. 21.1. 1962, kona Erla Sigurdís Arnardóttir, f. 27.1. 1964, þeirra börn eru: Halla Karen, f. 22.5. 1983, Elín Klara, f. 24.7. 1992, og Hjálmar Gauti, f. 27.1. 1994. 2) Halldór Gísla- son, f. 15.2. 1932, k. Stefanía Pétursdóttir, f. 24.1. 1927. títför Elínar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er til moldar borin amma okkar; amma í Úthlíð eins og við krakkamir kölluðum hana. Nafn- giftin er komin frá Úthlíð 6, þar sem afí og amma héldu heimili lengst af. Eftir lát afa í október 1990 bjó amma enn um hríð í Út- hlíðinni, en flutti fyrir rúmlega fímm árum í Seljahlíð, þar sem hún dvaldi við gott atlæti og umönnun þar til hún fékk hvíldina löngu. Hvíld, sem var ömmu kærkomin eftir langa og starfssama ævi. Þó ævin væri orðin löng og heilsunni farið að hraka kom lát hennar okk- ur í opna skjöldu, eins og ávallt við missi náins ættingja. Söknuður og væntumþykja eru þau orð sem koma upp í hugann á þessum dög- um, sem liðnir eru frá láti hennar. Amma var yngst 11 systkina. Hún ólst upp á Loftsstöðum í Gaul- verjabæjarhreppi, Ái-nessýslu. Á Loftsstöðum var þríbýli og því margt um manninn og mikið líf á bæjunum við Loftsstaðahól. Hin seinni ár varð ömmu mjög tíðrætt um bernsku sína og samferðamenn úr sveitinni. Þegar hún lýsti fyrir okkur atburðum og ýmsum aðstæð- um, þá var eins og allt hefði gerst í gær, svo skýrt lýsti hún öllum hlut- um. Það var því mikil upplifun, þeg- ar við fórum fyrir nokkrum árum í sveitina hennar ömmu. Við systkin- in nutum leiðsagnar hennar og sagna úr sveitinni. Þama er Lofts- staðahóll, þarna lékum við krakk- arnir okkur, þarna var hengdur upp fískur o.s.fí-v. Þessar minningar ásamt mörgum fleiri koma fram í hugann og ylja okkur nú þegar amma í Úthlíð er horfin á braut. Ef við lítum til þess tíma, þegar amma bjó í Úthlíðinni, þá kemur hún fyrir sem grönn, fíngerð jafnvel veikbyggð kona. Hún var barn síns tíma, hélt fallegt heimili og tók vel á móti gestum og gangandi, en við nánari kynni kom í ljós sterk kona, sem hafði yfír sér mikla reisn og bjó r 3lómabú3ir\ ^ öa^ðskom . v/ Fossvogskirkjugarð j Sími: 554 0500 yfir sálarró, sem barst yfir til þeirra sem komu í heimsókn. Það er öllum ljóst, að amma var góðum gáfum gædd, sérstaklega var athyglin í góðu lagi og minnið eftir því. Við að tapa sjóninni efldust þessir hæfí- leikar, þannig að það var óbrigðult að leita upplýsinga hjá henni um allt milli himins og jarðar. Við héldum jól í Úthlíðinni fram að unglingsárum og þar var amma miðpunkturinn. Þegar þeim kafla lauk, þá tók nokkurn tíma að venj- ast nýjum háttum, þar sem amma bar ekki lengur hitann og þungann af jólahaldinu. Hún var þó áfram miðpunktur fjölskyldunnar vegna heimsókna stórfjölskyldunnar til hennar. Það fór ekki á milli mála, þegar amma var heimsótt, að hún vildi ræða um hvernig okkur og börnum okkar liði og vegnaði í lífs- ins ólgusjó. Hvað barnabarnabörn hennar hefðu fyrir stafni og hvernig þeim gengi í skóla. I gegnum allar spurningamar skein umhyggja og hlýja í garð okkar og barna okkar. Til gamans má geta þess, að ömmu dreymdi ávallt fyrir nýjum einstak- lingi í fjöjskyldunni og hvers kyns það var. í öll þau tíu skiptin sem á það hefur reynt hafði hún á réttu að standa. Heimsóknir til ömmu í Út- hlíð gáfu okkur ákveðna tilfinningu fyrir rólegheitum og lífi án þeirrar streitu, sem einkennir líf flestra í dag. Ekki verður oftar boðið uppá „Af- ter Eight“ hjá ömmu í Úthlíð. Við viljum fyrst og fremst þakka þá um- hyggju og ástúð, sem amma veitti okkur og börnum okkar. Ef úr okk- ur rætist og við verðum góðar manneskjur, þá er það ekki síst hennar verk. Gísli, Magnús, Elín Sigur- björg og Jón Halldór. Elín er nú látin í hárri elli. Mig langar að rita hér nokkur orð í þakklætis- og kveðjuskini um þann þátt í lífí Elinar sem mig snertir og mína fjölskyldu. Aðrir munu gera lífshlaupi hennar nánari skil. Ung giftist hún Gísla Halldórs- syni pípulagningameistara og átti með honum tvö elskuleg börn, Þor- björgu og Halldór, sem bæði eru gift og eiga sín heimili. Nokkrum árum áður en Elín og Gísli gengu í hjónaband eignaðist Gísli dóttur, Fjólu, sem er eiginkona mín. Á fyrstu tugum þessarar aldar var það síður en svo sjálfgefið að börn utan hjónabands væru velkomin í nýja fjölskyldu. En Elín var í raun einstök kona, skilningsrík, skynsöm og hjartagóð, hafði ákveðnar skoð- anir sem hún lét í ljós ef henni fannst ástæða til. Tók hún Fjólu ákaflega vel og vildi henni allt hið besta. Vildi hún gjarnan hafa Fjólu meira hjá sér, en minna varð úr því en til stóð af skiljanlegum ástæðum. Samband þeirra var alla tíð mjög gott og Fjóla talaði alltaf um Elínu sem stjúpu sína frá því ég fyrst man eftir. Fyrir tilverknað Elínar varð samband og samskipti systkinanna þriggja afar gott, kærleiksríkt og nánara eftir því sem árum fjölgaði. Var Gísli einnig mjög ánægður með þá þróun mála. Þegar fram liðu stundir má líka segja að okkar börn hafi nánast litið á Elínu sem ömmu sína, svo mikið þótti þeim til hennar koma sakir mannkosta hennar og elskusemi. Fylgdist Elín svo að segja með hverju fótmáli allra í fjöl- skyldunni fram á síðasta dag, svo skýr var hún í hugsun og minnið gott að undrun sætti. Þegar Gísli féll frá 1990 var Elín syo til alveg orðin blind. Fluttist hún nokkru síðar úr Úthlíð 6, sem verið hafði heimili hennar og Gísla í meir en 40 ár, í Seljahlíð þar sem vel var hugað að velferð hennar. Þorbjörg og Halldór eiga þar þó stærstan hlut að máli. Þau heimsóttu mömmu sína nær dag- lega öll árin, hlúðu að henni og héldu henni þann félagsskap sem hún þráði heitast. Elín mat þau líka mest allra og það að verðleikum. Nú er komið að kveðjustund. Við Fjóla förum ekki oftar á hennar fund. Hjá Elínu fundum við hlýhug og elskusemi sem við mátum mikils. Eg vona og þykist raunar vita að hún hafí skynjað að það var gagn- kvæmt. Við Fjóla og börnin þökkum Elínu af heilum hug samfylgdina og allar þær góðu minningar sem henni tengjast og eru okkur svo dýrmætar. Aðstandendum öllum vottum við samúð. Gunnlaugur Lárusson. Elsku amma Elín. Allt frá því að við munum eftir okkur hafa sunnu- dagsheimsóknir til þín verið fastur liður í okkar lífi, fyrst í Úthlíðina og seinna í Seljahlíð. Þú varst alltaf mjög gestrisin og lumaðir oftar en ekki á ,After Eight“ inni í skáp, sem tekið var fram meðan rætt var um daginn og veginn. Við vitum að nú ert þú með afa og þér líður betur. Þrátt fyrir að þín verði sárt saknað munu minning- arnar um þig, elsku amma, alltaf lifa í hjarta okkar. Þorbjörg, Ása Valdís, Hjörleifur og Margrét. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargi'ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þai’f grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist gi-ein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.