Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Innsta- Jarlhetta mdvatn Haukadalsheiði^’ Undirbúningur fyrir nýja stefnumótun í starfsmannamálum ríkisins Spurt um viðhorf til vinnustaðar Á VEGUM fjármálaráðuneytisins er að fara af stað í fyrsta sinn heildarkönnun á viðhorfí ríkis- starfsmanna til vinnustaða sinna. Er hún jafnframt ein sú viðamesta, sem gerð hefur verið hér á landi sem snýr að starfsmannamálum. Könnunin verður lögð fyrir í októ- ber, en verkefnahópur innan fjár- málaráðuneytisins sér um grein- ingu og birtingu niðurstaðna. Þeirra verður ekki að vænta fyrr en á síðari hluta næsta árs. Könnunin nær til 13.000 starfs- manna, jafnt stjómenda sem al- mennra starfsmanna. Undan eru skildir starfsmenn ríkisstofnana, þar sem vinna fímm manns eða færri, og þeir sem eru í minna en 50% starfí, svo dæmi séu tekin. Markmið könnunarinnar er að skapa grunn til að geta mótað áherslur í starfsmannamálum rík- isins. Ómar H. Kristmundsson verkefnisstjóri segir að fyrst og fremst hafí ný lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna og nýtt launakerfi, þar sem stefnt sé að því að stofnanir fái aukið sjálfræði í starfsmannamálum, ýtt undir að könnuninni var hrint í framkvæmd. Nýtist við stjórnun og stefnumótun „Verkefni ráðuneytisins er með- al annars að móta áherslur í starfs- mannamálum ríkisins, til dæmis í símenntunarmálum. Það er ekki hægt nema að hafa grunn eða for- sendur til þess,“ segir Ómar. Ómar segir ennfremur að könn- un af þessu tagi geti skapað viðmið innan stofnana eða fyrirtækja. „Með þessu móti getum við til dæmis borið saman hversu ánægð- ir starfsmenn eru á einstökum vinnustöðum og hvaða áhrif ýmsar breytingar hafa á það hversu ánægt fólk er í starfi. Síðast en ekki síst geta upplýsingar nýst við stjórnun og stefnumótun stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins.“ Spurningarnar snúast m.a. um atriði eins og starfsanda, starfs- ánægju, samskipti á vinnustað, vinnuálag, streitu, starfsþróun og endurmenntun, en einnig er spurt um afstöðu til stjórnenda. Framhlaup hafíð í Eystri- og Vestri- Hagafellsjökli syðst í Langjökli Morgunblaðið/Harpa Grímsdóttir ÞRIR ferðalangar voru staddir við Hagafellsjökul eystri, norðaustan við Tröllhettu, á sunnudag og hrundi þá stórt stykki úr fsnum niður þverhníptan klettavegg og fylgdu þvf miklar drunur. Gunnar Páll Ey- dal jarðfræðingur, sem var einn þremenninganna, áætlar að stykkið hafi verið um 100 tonn að þyngd. Myndirnar sýna móbergshrygginn þar sem hrunið varð og ummerkin augnabliki eftir að ísstykkið lenti neðan við klettavegginn. Líkur á flóði í kjölfarið ATHUGANIR á Eystri- og Vestri- Hagafellsjökli í suðurenda Lang- jökuls benda til þess að framhlaup sé hafíð og að á næstu mánuðum megi búast við framskriði þeirra og að lokum flóði. Aurburðurinn gæti valdið truflunum á lax- og silungs- veiði í Hvítá. Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur undanfarin tvö ár rannsakað hreyfingar jökulsins og afkomu í samstarfi við Landsvirkjun. Mæl- ingarnar sem hafa farið fram víða uppi á Langjökli sýna að hraði þessara tveggja skriðjökla hefur aukist mjög að undanfómu og nýj- ar sprungur hafa myndast og er það vísbending um að framhlaup sé hafið. Önnur vísbending um það sama er að orðið hefur vart við óvenjulegt vatnsrennsli frá jöklin- um. Tilgátur hafa verið settar fram af íslenskum og erlendum vísinda- mönnum um að framhlaup af þessu tagi stafi af því að farvegir vatns undir jöklinum raskist vegna auk- innar spennu við jökulbotn. Þrýst- ingsaukningin verður þegar jökull- inn nær ekki að bera jafnóðum fram á eðlilegan hátt snjó sem safnast á hann svo að jökullinn verður brattari með hverju ári. „Aukinn þungi eyðileggur venju- lega farvegi vatnsins og það fer að dreifa sér undir jöklinum og verkar eins og smuming þannig að jökull- inn fer að skríða hratt fram eftir botninum," segir Helgi. Jökullinn gæti skriðið fram að Hagafellsvatni Hagafellsjöklarnir skriðu síðast fram árið 1980, vesturjökullinn um tæpa 700 metra og austurjökullinn um 900 metra. Sá síðamefndi náði þá niður í Hagafellsvatn. Nú er sporður jökulsins um 700 metra frá vatninu en Helgi segir að í fram- hlaupi næstu mánuði gæti hann skriðið aftur niður að því. Hann segir að oft endi þessi at- burðarás með því að vatnið brjótist fram undan jöklinum í flóði og meðal annars hafi það líklega verið skýring flóðsins sem kom úr Drangajökli í Kaldalón fyrir nokkr- um vikum. Þegar vatnið nær fram- rás undan jöklinum dragi skyndi- lega úr hröðu framskriði og fram- hlaupi Ijúld. Helgi segir að Hagafellsvatn myndi draga úr krafti flóðs úr Hagafellsjöklunum og brýr í þeim ám sem flóðið færi í myndu ekki vera í hættu. Flóðið myndi fara úr Hagafells- vatni með Sandá, Ásbrandsá og Tungufljóti í Hvítá og gæti aur- burðurinn þar valdið truflunum á lax- og silungsveiði. Athuganir Helga á framhlaupi jökla hafa vakið athygli erlendis og grein eftir hann um þetta efni mun birtast í næsta hefti vísindatíma- ritsins Nature. HRAÐI 30 cm á dag 5 cmá dag Kiakkur G> 0 f ' N ^ ■« / 'U- / "\ \V‘\S Lambahraun ' > .,. , v /- / { \ ) -\o \ A / ' Kálfslindar (W—> ÍÍAjfi; 20km , ; Sandfell Hafna rekstri happ- drættisvéla við Skola- vörðustíg MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt umsögn borgarlögmanns og hafnað erindi um að endurskoða fýrri afstöðu um rekstur happ- drættisvéla við Skólavörðu- stíg 6 en á fundi borgarráðs í maí kom fram að slíkur rekst- ur væri talinn óheppilegur á þessum stað. Tveir fulltrúar minnihluta sátu hjá við af- greiðslu borgarráðs í gær. I umsögn borgarlögmanns segir að Happdrætti Háskóla Islands hafi í samvinnu við Háspennu ehf. haft í hyggju að hefja rekstur staðar með sjálfvirkum happdrættisvél- um. Bent er á að á fundi borg- arráðs í maí sl. hafi fyrri af- staða ráðsins verið ítrekuð um að borgarráð teldi slíkan rekstur, ef fyrirhugaður væri, afar óæskilegan á þessum stað og samþykkti að kynna það sjónarmið viðkomandi að- ilum. Lögmenn rekstraraðila gerðu athugasemd við túlkun á lagagrein, þar sem segir að sveitarstjórnum sé heimilt að fresta afgreiðslu leyfis til nið- urrifs eða breytinga á húsi í allt að tvö ár frá því umsókn berist. Telja þeir að túlka beri heimild til frestunar þannig að hún nái einungis til hús- vemdunar. Urskurðamefnd skipulags- og byggingamála í umsögn borgarlögmanns segir að af borgaryfirvöldum hafi lagagreinin verið skýrð mun rýmri lögskýringu. Bent er á að í erindi lögmanna komi fram að ákvörðun borg- arráðs verði borin undir úr- skurðarnefnd skipulags- og byggingamála og verður þar um fullnaðarúrskurð að ræða. Leggur borgarlögmaður til að borgarráð hafni erindi lög- manna um að endurskoða fyrri afstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.