Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 27 Hin tilgátan um átröskun NÝLEGA var í Morg- unblaðinu greint frá fyr- irlestri breska geðlækn- isins Janet Treasure um átröskun (lystarstol og lotugræðgi), en í máli hennar kom fram að ný- legar rannsóknir gefi vísbendingu um að lyst- arstol sé líffræðilegur og hugsanlega arfgeng- ur sjúkdómur. Treasure álítm- enga eiginlega lækningu vera til, en viðurkennir þó að enn sé mörgum spurningum ósvarað og því sé mikil- vægt að halda rannsóknum áfram. Astæða þess að ég blanda mér í umræðuna er að mér finnst sú mynd sem hér er dregin upp vera óþarf- Tilgátan um líffræði- legar skýringar lyst- arstols er ein af mörg- um, segir Sæunn Kjart- ansdóttir, en ekki end- anlegur sannleikur. lega takmörkuð og dökk. Tilgátan um líffræðilegar skýringar lyst- arstols er ein af mörgum, ekki end- anlegur sannleikur. Með þessum orðum er ekki ætlunin að afneita líf- fræðilegum breytingum, heldur árétta að líkamleg einkenni lyst- arstols eru oft afleiðing sveltisins fremur en orsök þess og að hegðun- armunstur geta erfst ekki síður er líkamlegir eiginleikar. Þá vil ég nota tækifærið til að minna á aðra tilgátu um orsakir lystarstols. Hún er sú að um sé að ræða samspil umhverfis, sjálfsmyndar einstaklingsins og per- sónuleikagerðar hans. Samkvæmt þeirri tilgátu er svelti ómeðvituð að- ferð einstaklings við að ná stjórn og finna fyrir eigin styrk og skýringa er leitað í samræðum við hann frem- ur en í blóðsýni hans. Lystarstol er algengast meðal unglingsstúlkna og allar eiga þær sameiginlegt að alast upp í sam- félagi sem er gegnsýrt af fordómum gegn eðli- legu kvenlegu holdafari. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt stúlka sem er vansæl, án þess að vita hvers vegna, dragi þá ályktun að henni muni líða betur við að grennast. Þetta eru þau skilaboð sem alls staðar dynja á henni. En fyrir stúlku með tilhneigingu tfl lyst- arstols verða hefðbund- in fegurðargildi fljótlega aukaatriði, hún verður fyrst og fremst upptekin af getu sinni til að gera eitthvað erfitt. Þess vegna hafa hungurverkir ekki sömu áhrif á hana og annað fólk, í stað þess að borða fagnar hún því að vera svöng, því þá flnnst henni hún vera sterk og ná árangri. Meðferð lystarstols er erfið viður- eignar, ekki síst vegna þess að flest- ar sem við það kljást afneita lengi vel að um vandamál sé að ræða og afþakka alla hjálp. Þær óttast að stjórnin verði tekin af þeim og þær verði látnar fitna. Þess vegna er það grundvallaratriði að stúlka með lyst- arstol geti treyst því að meðferð- araðilar séu bandamenn sem muni ekki fara í valdabaráttu við hana. Markmið meðferðar er ekki að fita hana, heldur að hjálpa henni við að skilja sjálfa sig og finna smám sam- an gagnlegri leiðir til að styrkja sjálfsmynd sína og hafa áhrif á líf sitt. Þess má að lokum geta að nú stendur yfir undirbúningur fyrir sérhæfða þjónustu fyrir fólk með átröskun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem unnið verður út frá þeim forsendum sem hér hefur verið drepið á. Meðferð mun miða að því að hjálpa einstaklingnum til að skilja hvað er að gerast innra með honum, með það að markmiði að hann geti með tímanum sett mein- ingu sína í orð fremur en langsóttar og skaðlegar athafnir. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sálgreinir og starfar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Sæunn Kjartansdóttir Fjárfestum í lífsgæðum FYRIR hálfri öld hófst SÍBS handa um að reisa Vinnuheimilið að Reykjalundi í Mosfells- sveit til þess að styðja berklasjúka til sjálfs- bjargar. Fjár var aflað meðal landsmanna með ýmsum hættti og brátt óx stofnuninni svo fisk- ur um hrygg að hún varð stolt þjóðarinnar, enda skipulag allt og starfsemi á heimsmæli- kvarða. Á liðnum fimmtíu ár- um hafa miklar breyt- ingar orðið á Reykja- lundi. Berklaveikin er Framlag í söfnunina, segir Þorsteinn Sig- urðsson, verður fjár- festing í lífsgæðum. úr sögunni sem vágestur en í staðinn hafa komið brýn verkefni í endurhæfingu fjölmarga annarra sjúklingahópa. Og nú er svo komið að vinnuheimilið gamla hefur þró- ast í alhliða nútíma endurhæfing- armiðstöð, þá stærstu á landinu, með 200 stöðugildum, m.a. sérfræðinga á öll- um sviðum endurhæf- ingar, 170 sjúkrarúm- um, þar sem yfir 1.300 sjúklingar njóta þjón- ustu árlega. En þróunin verður að halda áfram. Til þess að bæta aðstöðuna og sinna fleiri sem endur- hæfingu þurfa, m.a. til þess að grynna á 500 sjúklinga biðlista, hefur stjórn SÍBS ákveðið að reisa þjálfunarsal og sundlaug - og enn á ný er leitað til þjóðarinnar um stuðning. í byrjun október gefst landsmönnum kostur á þátttöku í söfnunarátaki til þess að hjálpa enn fleiri sjúklingum aftur til heilsu og starfa í eigin þágu og samfélagsins. Framlag í söfnunina verður fjár- festing í lífsgæðum og tryggir okk- ur sjálfum, ástvinum okkar og landsmönnum öllum enn betri og skilvirkari endurhæfíngu - ef og þegar þörfin krefur. Góðir landsmenn, setjið Sigur lífsins í forgangsröðina um mánaðamótin. Höfundur er sérkennslufræðingur. Þorsteinn Sigurðsson AÐSENDAR GREINAR Sjávarútvegurinn er undir- staða fjölbreytts atvinnulífs Hlutdeild sjávarafurða í heildarútflutningi vöru- og þjónustu árin 1986-1997 í Utflutningur ~ . Hlutfall "r sjávarafurða Utflutningur alls sjávarafurða 1986 34.627 61.961 Milljónir króna 55.9% 1987 40.322 *:tl 71.681 56,2% 1988 43.819 | 81.721 53,6% 1989 56.812 106.2821 53,4% 1990 69.897 ( 124.246 í 56,3% 1991 73.236 125.671 | 58,3% 1992 69.881 | 121.597 57,5% 1993 71.747 | 135.694 Í. 52,9% 1994 84.837 157.436 [ 53,9% 1995 83.873 !f 161.250 ] 52,0% 1996 92.587 176.761 I 52,4% 1997 93.664 190.945 ] 49,1% FÁIR mótmæla þeiiri staðreynd að sjávarútvegur sé_ undirstaða at- vinnulífs á Islandi. Á undanfórnum áratugum hefur útflutningur sjávarafurða verið á milli 70 og 80% af verðmæti alls vöniútflutnings landsmanna og um 50% af gjald- eyiústekjum þjóðarinnar koma beint frá útflutningi sjávarafurða. Þetta eru óumdeildar staðreyndir sem tala sínu máli. 71,4% af verðmæti útflutnings í grein sem birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 26. septem- ber gerir Ingólfur Bender, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, at- hugasemdir við orðalag í fræðslu- auglýsingu íslenskra útvegsmanna sem birtist helgina áður. Þrátt fyrir málflutning Ingólfs verður því ekki mótmælt að sjávarútvegur er mikil- Það er æskilegt að efnahagur landsmanna byggist á mörgum at- vinnugreinum, segir Sveinn Hjörtur Hjart- arson, en þó er ljóst að sjávarútvegurinn verð- ur næstu áratugi burð- arás í atvinnu- og efna- hagslífi Islendinga. vægur á íslandi. Á síðasta ári voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 131 milljarð. Af þeirri upphæð stóðu sjávarafurðir fyrir tæpum 94 millj- örðum, sem er 71,4% af verðmæti alls útflutnings. Engin önnur at- vinnugrem kemst nálægt því að skapa svo mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið. Til dæmis skilaði stóriðja aðeins um 16 milljörðum í útflutningstekjur árið 1996. Þess eru fá dæmi að ein atvinnugrein standi undir svo háu hlutfalli af gjaldeyristekjum þjóða, það er þá helst meðal arabískra olíuríkja. Meiri verðmæti með minni tilkostnaði Þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafa knúið þau til aukinnar hag- ræðingar, tæknivæðingar og nýsköpunar. Það hefur tekist að skapa sífellt meiri verðmæti með minni tilkostnaði og færri starfsmönnum og þrátt fyrir skertar aflaheim- ildir hefur tekist að auka verðmæti aflans. Núverandi stöðugleiki í efnahagsmálum bygg- ist vissulega á sam- stilltu átaki margra aðila. Nú hefur loksins verið komið upp stjórnkerfi sem býður upp á hagræði til mótvægis við duttl- unga náttúrunnar. En um leið verður því ekki neitað að sjávarútvegurinn hef- ur staðið undir marg- háttaðri nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi, sem hefur verið að skila sér í auknum útflutnings- tekjum annarra atvinnugi-eina á undanförnum árum. Utflutningur á fískikössum, umbúðum, fiskinet- um, línum, rafeindavogum, tog- hlerum og öðrum tækjum til fisk- veiða og fiskverkunar hefur stór- aukist og 1996 voru slíkar vörur fluttar út fyrir tæplega 3 millj- arða. Alla þessa öld hefur sjávarútveg- ur verið undirstaða framfara og velferð- arþróunar á íslandi. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það fyrst og fremst sjávarútvegurinn sem hefur fært landsmönn- um vaxandi tekjur og lífskjör sem jafnast á við það besta í nágrannalöndunum. Það er æskilegt að efnahagur landsmanna byggist á mörgum at- vinnugreinum, en þó er ljóst að sjávarútvegur- inn verður næstu ára- tugi burðarás í at- vinnu- og efnahagslifi íslendinga. Það er því mikilvægt að treysta núverandi fískveiðistjórnunarkerfi og snúa ekki aftur til pólitískra ívilnana eða geðþóttaákvarðana fyrri ára. Höfundur er hagfræðingur LÍÚ. Brúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjönalislar VERSLUNIN Laugttvegi 52, s. 562 4244. Sveinn Hjörtur Hjartarson Meðvirkni (Codependence) Næstu námskeiö Ráðgjafarstofu Ragnheiöar Óladóttur, Síöumúla 33, veröa 6. október og 3. nóvember. Fjallaö verður m.a. um tilfinningar, mörk, varnir, stjórnun og stjórnleysi. SímatímI er milli kl. 11 og 12 á daginn. Upplýsingar í síma: 5687228 og 8977225, e-mail: ragnh@mmedia.is SAMKEPPNI UM SLAGORÐ OG MERKI ferðaþjónustu á Vesturlandi (leiðrétt auglýsing) ^tvinnuráðgjöf Vesturlands og Ferðamálasamtök Vestur- JLM lands auglýsa eftir hugmyndum að slagorði og nýju JL JL merki (logo) fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Hug- myndinni skal skila a.m.k. með greinilegu uppkasti og greinar- gerð, en ekki er nauðsynlegt að útfæra hana til birtingar. Þátt- takendur hafa frjálst val um inntak hugmyndanna, en þær þurfa að vera stílhreinar og einkenni Vesturlands, (sagan, jöklarnir, vötnin, náttúran), þurfa að koma fram á einhvern hátt. Lögð er áhersla á að nýtt merkí og slagorð henti til auðkenningar á kynningarefni, bréfsefni og nafnspjöld. Merki og slagorð þarf að vera auðvelt að nota í svart/hvítu, sem og til þýðingar á önnur tungumál. FRÁGANGUR: Hugmyndum skal skilað á A4-örkum. Hver hug- mynd skal merkt í neðra hægra homi með fimm stafa tölu. Lokað umslag sem inniheldur nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer, skal fylgja með, merkt sömu fimm stafa tölu og hugmyndin. SKIL- Hugmyndir skulu póstlagðar til Atvinnuráðgjafar Vestur- lands, b.t. Sigríðar H. Theodórsdóttur, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, eigi síðar en 18. október nk. VAL: Dómnefnd skipuð þremur einstaklingum vinnur úr hug- myndum. Veitt verða ein verðlaun, 100.000,- kr., fyrir bestu hugmyndina. Dómnefnd er heimilt að skipta verðlaunafénu milli slagorðs og merkis. Verðlaunahugmyndin verður eign Atvinnu- ráðgjafar Vesturlands, sem áskilur sér allan rétt til að nýta hana til birtingar á kynningarefni Ferðaþjónustu Vesturlands eða á öðrum vettvangi. Atvinnuráðgjöf Vesturlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.