Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg OPEL Frontera-jeppinn var sýndur í fyrsta sinn. SKODA Octavia-langbakur er rúmgóður og vel búinn bíll. 764 SÝNENDUR af 31 þjóðerni taka þátt í alþjóölegu bílasýningunni í París sem opnuð var fjölmiðlum í gær. Þar af er 61 framleiðandi fólksbíla, 16 framleiðendur jeppa og um 384 framleiðendur varahluta og fylgihluta. Sýningin er haldin í 100. sinn í París. Að þessu sinni eru kynntir 34 bflar eða nýjungar af einhverju tagi, sem er reyndar nokkru fleiri nýjungar en á undangengnum sýningum. Mið- og suður- evrópskir framleiðendur eru áberandi á sýningunni og athygli vekja ítalskir framleiðendur sem eru duglegir að frumkynna bfla, þ.e. Fiat, Alfa Romeo og Maserati. Fjölskyldubfllinn Zafira Meðal nýrra bfla sem vekja athygli á sýningunni eru sportbflamir Alfa Romeo 166 með 136-205 hestafla vélum, framleiðslugerð Audi TT (180 hestafla, 4 strokka vél með forþjöppu), Maserati Coupé (370 hestafla V8) og 400 hestafla BMW M5. Fyrir almenna bflkaupendur vöktu athygli fjölskyldubflarnir Fiat Multipla og Opel Zafira. Sá síðastnefndi er að koma á markað í Evrópu en er væntanlegur til Islands næsta vor, að sögn Hannesar Strange, sölustjóra hjá Bflheimum, umboðsaðila Opel. Bfllinn tekur sjö manns í sæti í þremur sætaröðum og hefur margbreytilegt notkunargildi þar sem auðvelt er að færa fram miðjusætaröð, fella sætisbök fram eða fjarlægja sætin þannig að eftir verði aðeins framsætin. Hannes segir að vonir standi til að hægt verði að bjóða grunngerð bflsins á um 1,7 milljónir kr. Skoda sýndi glæsilega Octaviu í langbaksútfærslu með Ieðurklæðningu, Ford kynnti Focus, arftaka Escort og Toyota var með heimsfrumkynningu á Bflasýningin í Parfs haldin í 100. sinn Margir bílar frumsýndir Meðal bíla sem kynntir eru á sýningunni er sjö manna fjölnotabíll frá Opel sem væntanlegur er til Islands á næsta ári og fjöldi nýrra smábíla, þ.á m. Smart, Toyota Yaris, Peugeout 206 og VW Lupo. Guðjdn Guðmundsson blaðamaður og Arni Sæberg ljósmyndari kynntu sér það helsta á sýningunni. SÉÐ yfír sýningarsvæðið. Fremst á myndinni er nýr Grand Cherokee. smábflnum Yaris. Peugeot sýndi 206- bflinn, sem kom á markað í Frakklandi í fyrir rúmri viku, bæði í hefðbundinni gerð en einnig sem sérútbúinn rallbfl með fjórhjóladrifi og í groddalegri útgáfu af fjalla- og ævintýrabfl. Báðir eru þó enn á hugmyndastigi og óvíst um framleiðslu. Volkswagen er með heimsfrumkynn- ingu á tveimur bflum, Lupo-smábflnum og Bora, sem kemur í stað Vento. Lupo er 3,5 m langur en tekur allt að fimm manns í sæti. Minnsta vélin er 1 lítra, 50 hestafla. Bora er hins vegar mitt á milli Passat og Golf í stærð og virkar sportlegur og traustur við fyrstu kynni. Bfllinn var sýndur með 2,3 1, V5-vél, 150 hestafla, með fjórum öryggisbelgjum, ABS-hemluin og ESP-veltivörn. Jepparnir Heimsfrumsýning var á tveimur jeppum, þ.e. Opel Frontera og Mitsubishi Pajero Sport og einnig sást Grand Jeep Cherokee í fyrsta sinn í Evrópu. Frontera er í tveimur útfærslum, þrennra eða fimm dyra og fáanlegur með nýrri fjögurra strokka eða sex strokka vél. Einnig er hann boðinn með nýrri 2,2 1 forþjöppu- dísilvél. Hann er með rafstýrðu drifi og hægt að setja hann í fjórhjóladrif á allt að 100 km hraða með því að þrýsta á hnapp í mælaborðinu. Pajero Sport vakti athygli Islendinga á sýningunni, því Pajero- jeppinn í hefðbundinni útgáfu er nánast hluti af íslensku landslagi. í Sport- útgáfunni er bfllinn mun rennilegri, með lægra húsi en smíðaður á grind, með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og 150 hestafla V6-bensínvél. Þá var heimsfrum- sýning á Suzuki Grand Vitara með 2 lítra forþjöppudísilvél og Land Rover sýndi nýja kynslóð Discovery sem er afar lítið breyttur í útliti. Hann státar af nýrri fimm strokka dísilvél með forþjöppu, 136 hestafla. Judith Ingólfsson sigraði glæsilega í einni þekktustu keppni fíðluleikara „Gerbreytir lífi mínu“ Unfflim íslenskum fíðluleikara, Judith Ingólfsson, hefur skyndilega skotið upp stjörnuhimininn í tónlistarheiminum eftir að hafa sigrað á sunnudaginn með glæsi- brag eina virtustu keppni fíðluleikara sem háð er 1 heiminum, Alþjóðlegu fíðlu- keppnina í Indianapolis. Judith Ingólfsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að keppnin hefði farið þannig fram að upphaf- lega sendu um 200 fiðluleikarar alls staðar að úr heiminum inn upptökur af fiðluleik sínum. Úr þessum upptökum væru síðan valdir 46 þátttakendur í sjálfa keppnina sem stæði í tvær vikur með þremur umferðum, for- keppni, undanúrslit og úrslita- keppni. „Efnisskráin í hverri umferð var að nokkru leyti fyrirfram ákveðin, en þó gat maður valið á milli ein- stakra verka,“ segir Judith. „Eg lék sónötu eftir Bach, tvær etýður eftir Paganini og eina eftir Deb- ussy. I undanúrslitunum lék ég Fouré-sónötuna eftir Beethoven, JUDITH Ingólfsson hefur skyndilega skotið upp í sljörnuhimininn í tónlistar- heiminum. nýtt verk eftir Ned Rorem og sónötu eftir Ysaye. I úrslitakeppn- inni lék ég fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart og fiðlukonsertinn eftir Brahms." Fiðlukeppnin í Indianapolis er haldin á fjögurra ára fresti og hef- ur vaxið mjög í áliti frá því hún var fyrst haldin 1982. Verðlaunin eru vegleg, 30 þúsund dollarar í pen- ingum, upptökusamningur, tón- leikar í Carnegie Hall í New York og 30 tónleikar víðs vegar um Bandaríkin og Evrópu. Júdith hlaut einnig 1.000 dollara auka- verðlaun fyrir bestu túlkun á Bach í keppninni. Hún hefur áður unnið til verðlauna í fiðlukeppni, m.a. The Concert Artist Guild Comp- etition í Bandaríkjunum íýrr á þessu ári og í Paganim-keppninni í Genúa í fyrra. „Indianapolis- keppnin hefur mesta þýðingu fyrir mig, því verðlaununum íylgja svo stórkostleg tækifæri til spila á tón- leikum næstu tvö árin. Þátttaka í svona keppni er tækifæri til að spila dásamlega tónlist og ég átti ekki von á því fyrirfram að vinna. Ég hugsaði samt sem svo að ef mér tækist að spila framúrskar- andi vel þá ætti ég nokkra mögu- leika. Mér fannst mikill heiður að komast í úrslitakeppnina og þegar tilkynnt var um niðurstöður henn- ar var ég mjög hissa. Ég er auðvit- að afskaplega hamingjusöm yfir þessu öllu saman,“ segir Judith. Hlakkar til Islandsferðar Aðspurð um hvaða þýðingu þetta eigi eftir að hafa fyrir hana, segist hún varla vera farin að gera sér fulla grein fyrir því enn. „Það er svo stutt síðan keppninni lauk og ég er rétt að byrja að átta mig. Tónleikarnir í Carnegie Hall verða eftir u.þ.b. ár og í vetur eru einir 15 tónleikar framundan en ég veit ekki ennþá hvar eða nákvæmlega hvenær þeir verða. Síðan er verið að tala um upptökur á tveimur geisladiskum. Það er alveg ljóst að þetta á eftir að gerbreyta lífi mínu næstu tvö árin, því fyrir nokkrum dögum leit framtíðin allt öðru vísi út. Nú eru þrjátíu tónleikar framundan, auk þess sem áður var ákveðið, þar á meðal tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Islands í apríl á næsta ári. Þar ætla ég að leika fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergei Prokofieff. Ég hlakka mjög til þess að koma til Islands en ég hef bara komið þangað einu sinni á síðustu árum til að heimsækja afa minn og ömmu,“ segir Judith Ingólfsson, 25 ára gömul með virtustu verðlaun fiðluleikara upp á vasann. Judith er dóttir Ketils Ingólfs- sonar eðlisfræðings og píanóleik- ara og eiginkonu hans Úrsúlu Ing- ólfsson. Hún bjó á íslandi til sjö ára aldurs en fluttist þá til útlanda og hefur búið í Bandaríkjunum lengst af síðan. Judith er núna bú- sett í Cleveland í Ohio þó hún seg- ist ekki sjá fram á mjög fasta bú- setu næstu mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.