Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 25 Af sýnileg’u og ósýnilegu TOJVLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Verk eftir Langlais, Alain, Part og Messiaen. Douglas A. Brotchie, orgel. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 27. september kl. 20.30. MEISTARASMÍÐ Klais-verk- smiðjunnar þýzku var enn sem oft- ar í forgrunni á nokkuð velsóttum orgeltónleikum aðstoðarorganista HaDgrímskirkju í fjarveru Harðar Askelssonar, Douglas A. Brotchie, á sunnudagskvöldið var. Litauðgi þessarar sinfóníuhljómsveitar úr tré- og málmpípum kemur manni sífellt á óvart og virðist raunar margfalt meiri en raddafjöldinn einn (72) segir til um. Sunnu- dagskvöldin við orgelið í Hall- grímskirkju hafa smám saman fengið á sig blæ tónrænnar andaktsstundar sem oft líður hlust- endum seint úr minni, ekki sízt fyr- ir ýmist óviðjafnanlega kliðmýkt eða ólgandi brimsog orgelsins, svo að dagskrár og flytjendur geta jafnvel horfið í skuggann. Slíkt hljóðfæri er vissulega einstæður happafengur sem tugfalt stærri söfnuðir gætu verið fullsæmdir af. Ekki verður beinlínis sagt að undirritaður hafi þekkt viðfangs- efni kvöldsins í þaula, enda verða orgelbókmenntir ávallt nokkuð sérhæfð tóngrein hjá megin- straumum sígildrar tónlistar, þó að hún eigi sér dyggan stuðnings- mannahóp, sem ætla má að fari stækkandi hér á landi við stórbætt- ar aðstæður síðustu ára. Efst á skrá voru tvær „gregorskar hugleiðingar" (Deux paraphrases Grégoriennes) um fomhymnurnar Ave maris stella og Te Deum eftir Jean Langlais (1907-1991), sem (líkt og Messi- aen) nam hjá Paul Dukas og fylgdi í fótspor Césars Francks sem org- anleikari kirkju helgrar Klóthildar í Parísarborg. Hymnumar í meðförum Langlais vom á lágvær- um nótum, uppfullar af fornkristi- legi-i dulúð og ágætlega leiknar af Brotchie. „Hengigarðurinn" (Le Jardin suspendu) eftir Jehan Alain (1911^10) var hlutfallslega ágeng- ara; nokkuð rytmískt á köflum og ísneitt hvössum hljómstuðlum líkt og berggangar í gosbergi. Verkið var afar fersklegt að blæ og snöf- urlega leikið. Annum per annum eftir AlTvo Párt, samið 1980 í tilefni af 9 alda afmæli dómkirkjunnar í Speyer, var allsérkennilegt verk: forspil, eftirspil og þeirra á milli fimm þættir merktir heitum messunnar, K(yrie), G(loria), C(redo), S(anct- us) og A(gnus Dei.) Lengst af lá það hátt í registrun; ritháttur var oftast einfaldur og að virtist stílfært afsprengi miðaldatónlistar - þ.ám. brá fyrir kafla er minnti mjög á 6/8 „caecia“ rithátt ítala á 14. öld - að viðbættu örlitlu krómatísku kryddi. Ekki með öllu laust við effekta - einn slíkur var iðandi orgelpunktur á sama tóni með hægu decreseendói sem annað hvort var fengið með cescresc.-rúll- unni eða hreinlega með því að slökkva á loftdælunni, hafi ekki hvort tveggja komið til. I heild var þó verkið alláheyrilegt, vel spilað, og endaði á dynjandi tónrisi, svo nötraði undir öll kirkjan. Af einhverjum ástæðum hefur undirrituðum enn sem komið er tekizt að fara á mis við einn virtasta tónhöfund Frakka á þess- ari öld, Olivier Messiaen, og er ekki gott að segja hvað veldur. Messe de la Pentecote (Hvíta- sunnumessa) Messiaens var hér síðust á dagskrá; sögð eitt af stóru orgelverkum „eins mikilhæfasta tónskálds orgelsins á þessari öld“ og samið fyrir helgihald á Hvíta- sunnu. Þar var m.a. „sagt frá“ eld- tungum heilags anda, sýnilegum og ósýnilegum hlutum, gjöf vizkunn- ar, fuglum, lindum og vindi andans. Kannski var það einmitt þessi „brúkunarhlið" verksins sem gerði að manni fannst það tæplega geta staðið sem sjálfstætt konsertverk fyrir mistrúaða hlustendur. Það hélt þokkalegri athygli framan af, en var í heild, a.m.k. hvað undirr. varðar, engan veginn meðal þeirra nútímaverka sem mann langaði til að heyra fljótlega aftur. Hvort vel eða illa væri flutt var nánast ógem- ingur að átta sig á i þessu lang- dregna verki, enda há-afströkt hljóma-, hryn- og tónferli þess svo rækilega laus við bæði heyranleg- an púlsrytma og tónbyndni, að hvað sem var gat þess vegna verið feilnóta. Ríkarður Ö. Pálsson Ráðið í andstæður náttúru og menningar MYIVPLIST Listasafn ASÍ, Ásmund- arsal, Freyjugötu iiör,r.MYi\DiR og LJÓSMYNDIR ÞÓRA SIGURÐ- ARDÓTTIR Til 4. oktober. Opið daglega ákl. 14-18. Aðgangur 200 kr. SKIPAN Þóru Sigurð- ardóttur í Ásmundarsal er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þó er það mikilvægast hvemig hún ræður í andstæður náttúru og menningar. Útkoman sýnir okkur YFIRLITSMYND af sýningu Þóru Sigurðardóttur í Ásmundarsal. nefnilega hve einfeldnis- legt það getur verið að skoða þess- ar þverstæður umhverfisins sem ósættanlegar andstæður. Til dæmis notar Þóra kerfils- stöngla í höggmyndir sínar. Kerfill er sveipjurt náskyld hvönn og era það stilkar plöntunnar sem Þóra tengir saman í opna pýramíða með því að hnoða samskeytin með gipsi. Úr þessum litlu og léttu einingum verða til raðir af þríhyrndum grindaverkum sem prýða vestur- vegginn í Ásmundarsal og gólfflöt- inn, en þar er einingunum raðað of- an á allháa stöpla úr galvaníseraðu járni. Við erum alltof gjörn á að sjá kerfi sem tilbúin af mönnum og gleymum þá að náttúran öll er sett saman úr kerfisbundnum einingum sem ekki verður lýst öðruvísi en með stærðfræðilegu líkani. Þetta á ekki aðeins við um sýnilega þætti heldur vitum við að byggingarlykl- ar lífsins, DNA-sýramar og Mtn- ingamir, era kerfisbundin. Líkt og Joseph Beuys, sem velti vöngum yfir fullkominni hólfun býflugna- búsins og reglulegri bergmyndun kristalla minnir Þóra okkur á að röð og regla þarf ekki að tákna menningarlegt ástand. Ekkert er náttúralegra en samfélag maur- anna, hversu vélvætt sem það sýn- ist. Ljósmyndirnar af hvanngrænum kerfilsgi’óðrinum bregða upp enn annarri mynd af þversögninni sem við merkjum þegar við hugsum um andstæður náttúra og menningar. Án þess að gera Þóru það upp að hún klippi einstaklega fágaðar og impressjónískar ljósmyndir sínar í takt við sjáaldur ýmissa dýra í skóginum, þá dettur manni einmitt í hug heimurinn eins og hann speglast í auga drekaflugunnar. Skordýrin geta ekki séð náttúrana öðruvísi en sexhymda. List Þóra er því ekki aðeins augnayndi, sett fram með fínlegum og nærgætnum hætti. Eins og öll góð list fær hún njótendur til að hugleiða tilverana með opnum og óvæntum hætti. Halldór Björn Runólfsson Sýnir í Pálskirkju BRYNDÍS Snæbjörnsdóttir opnar sýningu í Pálskirkjunni fyrir utan Leeds í Englandi laugardaginn 10. október. Sýningin er hluti af dag- skrá, sem Henry Moore stofnunin i Leeds stendur fyrir, og sex aðrir listamenn taka þátt í. í Leeds sýna listamennirnir: Alan Charloton, Jeff Wall, og Fred Sand- back og í Pálskirkjunni í Yorkshire sýna, auk Bryndísar, Richard Tuttle, Paul Lincoln, og Karl Torok. Bryndís er búsett í Skotlandi og stundar listsköpun og kennslu. Hún hefur sýnt í Bretlandi og á íslandi, nú síðast sýningu er nefnist Fimmt sem haldin var í Listasafni Kópavogs í sumar. Verkið, sem Bryndís sýnir í Páls- kirkjunni, er hljóðverk og er í aðal- kirkjuskipinu, en í hliðarsal sýnir hún m.a. með nokkrar afstratart ljósmyndir af snævi þöktu íslensku landslagi. Sögur úr smá- sagnasamkeppni Hildur Þórður Hermóðsdóttir Helgason BÆKIJR Smásögur ÁFRAM ÓLI Ymsir höfundar. Ritstjórar: Hildur Hermóðsdóttir og Þórð- ur Helgason. 196 bls., prentuð í Nörhaven a/s Danmark. Mál og menning, 1998. „ÉG man sérstak- lega vel eftir þessum degi því þetta varð síð- asti dagurinn okkar saman. Þetta var dag- inn áður en það gerðist." (10). Þannig kemst fullorðinn sögumaður smásögunnai- Áfram Oli! eftir Brynhildi Þórarinsdóttur að orði þegar hann rifjar upp afdrifaríkan dag úr æsku sinni. Sagan lýsir vináttu þriggja tíu ára gamalla barna, Ola, Tarzans og sögumanns- ins Möggu, og áhyggjulausum leik þeirra þar til hræðilegt slys bindur fyrirvaralaust enda á hann. Oli deyr og með honum hverfur ákveðið skeið í lífi barnanna, heim- ur bemskunnar er kominn „á tíma“ líkt og sælgætið sem krakk- amir maula rétt fyrir slysið. Á ljós- mynd af Möggu og Tarzan frá þessu sumri standa þau saman, brosandi „stóram fullorðinstönn- um“, hún krýnd blómakransi og hann með stóran rabarbarastilk í hendi (14). Stórar fullorðinstenn- umar brjóta upp bemskan svipinn og skapa þannig visst ósamræmi í mynd þessara konungshjóna sem era að stíga sín fyrstu skref út úr ríki bemskunnar. I upprifjun Möggu er söknuðurinn eftir Ola sterklega blandinn eftirsjá eftir horfnu sólskinssumri æskunnar en hún endurheimtir það að einhverju marki í nýjum Ola, syninum sem hún hvetur jafn ákaft á fótbolta- vellinum og hún hvatti nafna hans forðum þegar hann barðist fyrir lífi sínu. Áfram Óli! hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Félags móð- urmálskennara og heitir safnið með úrvali sagnanna eftir henni. Sögurnar 15, sem Hildur Hermóðsdóttir og Þórður Helga- son völdu, era um margt ólíkar en eiga það sameiginlegt að fjalla um veruleika barna og unglinga, oftast frá sjónarhorni þeirra sjálfra. Þama má sjá sögur um ástvina- missi, dryklguskap föður, samband bama við ástvini, eins konar mann- dómsvígslur ungra drengja og samskipti við hitt kynið svo dæmi séu nefnd. í flestum er söguefnið sótt beint í veruleika nútímabarna en þó má finna sögur þar sem ævintýraheimur ræður ríkjum eða blandast saman við raunheim bam- anna. Kristín Viðarsdóttir Kristín Viilnrsdríttir bríkmennta- fræðingur er nýr bókmenntagagn- rýnandi Morgunblaðsins. Glæsilegt úrval af vetrarkápum hjíQ&GufithiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.