Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 41
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
„Sorg og sorg-
arviðbrögð“ í
Hallgrímskirkju
FYRSTA fræðslukvöldið í Hall-
grímskirkju í vetur verður í dag,
miðvikudaginn 30. september, og
hefst kl. 20.30 í safnaðarsal kirkj-
unnar. Fyrsta viðfangsefnið er um
sorg og sorgarviðbrögð. Prestar
safnaðarins flytja stutt erindi um
efnið. Pá mun Guðrún Finnbjarnar-
dóttir syngja einsöng við undirleik
Brynhildar Ásgeirsdóttur. Kaffi-
veitingar verða bornar fram og í lok
kvöldsins verður gengið til kirkju
og höfð bænastund. í tengslum við
þetta fræðslukvöld verður skráð í
sorgarhóp, sem mun hittast tíu
sinnum í vetur. Sorgarhópur eru
fyrir fólk sem hefur misst kæran
ástvin og fínnur hjá sér þörf á að
ræða reynslu sína og læra af öðrum
sem glíma við sorgina. Sorgar-
viðbrögðin geta verið mjög sterk og
valdið fólki mikili þjáningu á sál og
líkama. Fræðsla um sorg og sorgar-
viðbrögð er efni, sem snertir alla og
hvetjum við fólk til að nýta sér
þetta tækifæri. í sambandi við þetta
efni og undirbúning að sorgarhópi
hefur verið höfð samvinna við Nýja
dögun, sem eru samtök um sorg og
sorgarviðbrögð.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna-
stund, veitingar.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 13. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Fundur
„Kirkjuprakkara“ (6-9 ára böm) kl.
14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl.
16. Fundur æskulýðsfélagsins
(13-15 ára) kl. 20.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Ungar mæður og feður vel-
komin. Kaffí og spjall. Opið hús fyr-
ir eldri borgara kl. 14-16. Umsjón
Kristín Bögeskov djákni. Bæna-
messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis-
son.
Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf
aldraðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænag-
uðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðar-
ins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar-
ar“, starf fyrir 7-9 ára böm, kl. 16.
TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fímmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.'
Hjallakirkja. Sarf fyrir 10-12 ára
kl. 16.30.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
V ídalínskirkj a. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Ilafnarfjarðarkirkja. Kyrrðai-stund
ý hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30.
ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30
í Vonarhöfn. Æskulýðsstarf, eldri
deild, kl. 20-22 í minni Hásölum.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið
(eldri hópur) kemur saman í Kirkju-
lundi kl. 20.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld
aldraðra fímmtudagskvöldið 1. okt.
kl. 20.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Mömmumorgnar í safnaðarheimil-
inu. Áhugasamir foreldrar kom-
ungra barna hvattir til að koma til
skrafs og ráðagerða um vetrarstarf-
ið.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Bænastund kl. 20 upp á Vatnsenda-
hæð. Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn, Akureyri.
Krakkaklúbbur (fyrir 6-10 ára) kl.
17.
BRIDS
Umsjón Arnor (i.
Ragnarsson
Minningarmót um Einar
Þorfinnsson á Selfossi
Hið árlega minningarmót um
Einar Þorfínnsson verður haldið á
Selfossi 3. október og er þetta í 19.
sinn sem Selfyssingar bretta upp
ermarnar og halda veglegt mót 1
minningu Einars. Spilað verður í
gagnfræðaskólanum og hefst spila-
mennskan kl. 9.30.
Mót _ þetta er eflaust góð æfing
fyrir íslandsmótið í tvímenningi.
Undankeppnin fer fram helgina
10.—11. október en úrslitakeppnin
verður svo um mánaðamótin
okt./nóv.
Skráning er hjá Ólafi Steinasyni í
síma 4822-1600 eða hjá Bridssam-
bandinu.
Ásmundur Pálsson og Sigurður
Sverrisson unnu minningarmótið í
fyrra. Keppnisstjóri verður Jakob
Kristinsson. Þá má og geta þess að
ágæt verðlaun eru í boði.
Sigurjón og Haukur Reykjavík-
urmeistarar í tvímenningi
Svæðismót Bridssambands
Reykjanessumdæmis í tvímenningi
1998 fór fram laugardaginn 26.
september í Hafnarfirði. Að þessu
sinni tóku einnig 10 pör þátt í mót-
inu. Spilaður var barometer, allir
við alla. Urslit urðu þessi:
Sigurjón Harðarson - Haukur Ámason 25
Hermann Friðrikss. - Vilhjálmur Sigurðss. 18
Jón St. Ingólfsson - Sigurður Ivarsson 15
Þeir Sigurjón og Haukur eru því
Reykavíkurmeistarar í tvímenningi
1998 og varðveita farandbikara
fram til næsta svæðamóts sam-
bandsins, sem fram mun fara á vor-
dögum.
Bridsfélag Kópavogs
Þriggja kvölda hausttvímenning-
ur hófst sl. fímmtudag 24. sept.
Árangur efstu para í N/S:
Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 267
Sigurður ívai-sson - Jón St. Ingólfsson 238
Árni Már Bjömsson - Heimir Tryggvason 233
Efstu pör i A/V:
Armann J. Lárusson - Jens Jensson 254
Ragnar Jónsson - Murat Serdar 249
FlosiEiríksson-ÞórirMagnússon 248
Meðalskor216
2. umferð verður spiluð fímmtu-
daginn 1. oktober og hefst kl. 19:45.
Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11,
Kópavogi.
Bridsfélag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 22. sept spiluðu 28
pör Mitchell-tvímenning og urðu
eftirtalin pör efst í N/S:
Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson 434
ólafur Ingvarsson - Rafn Kristjánss. 351
Sæbjörg Jónasd. - Porsteinn Erlingsson 350
Lokastaða efstu para í A/V:
Þórarinn Arnason - Þorleifur Þórarinss. 390
Stígur Herlufsen - Guðm. Kr. Guðmundss. 388
Alfreð Kristjánss. - Jón Stefánsson 376
Á föstudaginn var spiluðu 24 pör
og þá urðu úrslit þessi í N/S:
Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 2268
Olafur Jónsson - Bragi Salómonsson 254
Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 251
Lokastaðan í A/V:
Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss. 268
Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömss. 248
Pórarinn Ámason - Ólafur Ingvarsson 231
Meðalskor 312 á þriðjudag en 216 á
fóstudaginn.
Bridsfélag Hreyfíls
Ragnar Björnsson og Daníel
Halldórsson tóku hæstu skorina á
fyrsta kvöldinu í hausttvímenningn-
um en 25 pör mættu til leiks. Ragn-
ar og Daníel fengu 339 í skor en
meðalskor er 264.
Næstu pör:
Ómar Óskarsson - Hlynur Vigfússon 332
Birgir Kjaitansson - Árni Kristjánsson 316
Trausti Pétursson - Yngvi Traustason 306
Friðbjijm Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 305
Flosi Ólafsson - Sigurður ðlafsson 295
Hausttvímenningurinn er fimm
kvölda og hæsta skor þrjú kvöld
ræður úrslitum í keppninni. Spilað
er í Hreyfilshúsinu á mánu-
dagskvöldum.
Dekkjahillur, furuhillur, skilrúm f hlllur, plastskúffur o.fl.
Ekkl bara fyrlr geymsluna, lagerlnn og bflskúrinn heldur
elnnig vörur á tílboðsveröi fyrir eller tegundlr verslene.
Hillurnar er auövelt aö
eetja saman og eru afhentar
f fíötum pakknlngum
Háteigsvegi 7 . 105 Reykjavík
Sími 511 1100 . Fax 511 1110
ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.is
A réttri hillu
■ * - j
33* ár' n
1
*» ■
R A Ð A U G L V SINBAR
Staða skrifstofustjóra
Staða skrifstofustjóra á almennri skrifstofu
ráðuneytisins er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal hafa háskólamenntun á heil-
brigðissviði og/eða menntun og reynslu á sviði
stjórnunar. Starfiðfelst m.a. í upplýsingaöflun
og miðlun og umsjón með afgreiðslu erinda
á almennri skrifstofu. Kjöreru samkvæmt
samningi Félags háskólamenntaðra starfs-
manna stjórnarráðsins. Umsóknir ásamt upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf sendist
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
Laugavegi 116,150 Reykjavík, eigi síðar en
30. október nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upp-
lýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
Reykjavík, 29. september 1998.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Nýr leikskóli við Mururima
Leikskólinn í Mururima í Grafarvogi óskar eftir
að ráða aðstoðarleikskólastjóra og deildar-
stjóra í 100% stöður.
Leikskólinn tekurtil starfa í byrjun nóvember.
Þar verður starfað eftir hugmyndafræði
kenndri við borgina Reggío Emilía á Ítalíu.
„Barnið áhrifavaldur í eigin lífi".
Lögð er áhersla á listgreinar í allri sinni
fjölbreytni.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Júlíana Hilm-
arsdóttir í síma 567 0277.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800.
P E R L A N
Starfsfólk óskast
í heilsdags- og hálfsdagsvinnu.
Vinsamlega leggið inn nafn og símanúmer
á afgreiðslu Mbl. merkt: „P — 6321".
Kosta Boda
Óskum eftir starfskrafti í heilsdagsstarf.
Æskilegt er að umsækjandi hafi góða fram-
komu og þjónustulund.
Meðmæli óskast.
Umsækjendur sendi umsóknirtil Mbl. fyrir
föstudaginn 2. október merkt: „O — 6316".