Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 41 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf „Sorg og sorg- arviðbrögð“ í Hallgrímskirkju FYRSTA fræðslukvöldið í Hall- grímskirkju í vetur verður í dag, miðvikudaginn 30. september, og hefst kl. 20.30 í safnaðarsal kirkj- unnar. Fyrsta viðfangsefnið er um sorg og sorgarviðbrögð. Prestar safnaðarins flytja stutt erindi um efnið. Pá mun Guðrún Finnbjarnar- dóttir syngja einsöng við undirleik Brynhildar Ásgeirsdóttur. Kaffi- veitingar verða bornar fram og í lok kvöldsins verður gengið til kirkju og höfð bænastund. í tengslum við þetta fræðslukvöld verður skráð í sorgarhóp, sem mun hittast tíu sinnum í vetur. Sorgarhópur eru fyrir fólk sem hefur misst kæran ástvin og fínnur hjá sér þörf á að ræða reynslu sína og læra af öðrum sem glíma við sorgina. Sorgar- viðbrögðin geta verið mjög sterk og valdið fólki mikili þjáningu á sál og líkama. Fræðsla um sorg og sorgar- viðbrögð er efni, sem snertir alla og hvetjum við fólk til að nýta sér þetta tækifæri. í sambandi við þetta efni og undirbúning að sorgarhópi hefur verið höfð samvinna við Nýja dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, veitingar. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara“ (6-9 ára böm) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Ungar mæður og feður vel- komin. Kaffí og spjall. Opið hús fyr- ir eldri borgara kl. 14-16. Umsjón Kristín Bögeskov djákni. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis- son. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbænag- uðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðar- ins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“, starf fyrir 7-9 ára böm, kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fímmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.' Hjallakirkja. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. V ídalínskirkj a. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Ilafnarfjarðarkirkja. Kyrrðai-stund ý hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Æskulýðsstarf, eldri deild, kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið (eldri hópur) kemur saman í Kirkju- lundi kl. 20. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra fímmtudagskvöldið 1. okt. kl. 20. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mömmumorgnar í safnaðarheimil- inu. Áhugasamir foreldrar kom- ungra barna hvattir til að koma til skrafs og ráðagerða um vetrarstarf- ið. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænastund kl. 20 upp á Vatnsenda- hæð. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Krakkaklúbbur (fyrir 6-10 ára) kl. 17. BRIDS Umsjón Arnor (i. Ragnarsson Minningarmót um Einar Þorfinnsson á Selfossi Hið árlega minningarmót um Einar Þorfínnsson verður haldið á Selfossi 3. október og er þetta í 19. sinn sem Selfyssingar bretta upp ermarnar og halda veglegt mót 1 minningu Einars. Spilað verður í gagnfræðaskólanum og hefst spila- mennskan kl. 9.30. Mót _ þetta er eflaust góð æfing fyrir íslandsmótið í tvímenningi. Undankeppnin fer fram helgina 10.—11. október en úrslitakeppnin verður svo um mánaðamótin okt./nóv. Skráning er hjá Ólafi Steinasyni í síma 4822-1600 eða hjá Bridssam- bandinu. Ásmundur Pálsson og Sigurður Sverrisson unnu minningarmótið í fyrra. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson. Þá má og geta þess að ágæt verðlaun eru í boði. Sigurjón og Haukur Reykjavík- urmeistarar í tvímenningi Svæðismót Bridssambands Reykjanessumdæmis í tvímenningi 1998 fór fram laugardaginn 26. september í Hafnarfirði. Að þessu sinni tóku einnig 10 pör þátt í mót- inu. Spilaður var barometer, allir við alla. Urslit urðu þessi: Sigurjón Harðarson - Haukur Ámason 25 Hermann Friðrikss. - Vilhjálmur Sigurðss. 18 Jón St. Ingólfsson - Sigurður Ivarsson 15 Þeir Sigurjón og Haukur eru því Reykavíkurmeistarar í tvímenningi 1998 og varðveita farandbikara fram til næsta svæðamóts sam- bandsins, sem fram mun fara á vor- dögum. Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda hausttvímenning- ur hófst sl. fímmtudag 24. sept. Árangur efstu para í N/S: Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 267 Sigurður ívai-sson - Jón St. Ingólfsson 238 Árni Már Bjömsson - Heimir Tryggvason 233 Efstu pör i A/V: Armann J. Lárusson - Jens Jensson 254 Ragnar Jónsson - Murat Serdar 249 FlosiEiríksson-ÞórirMagnússon 248 Meðalskor216 2. umferð verður spiluð fímmtu- daginn 1. oktober og hefst kl. 19:45. Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 22. sept spiluðu 28 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson 434 ólafur Ingvarsson - Rafn Kristjánss. 351 Sæbjörg Jónasd. - Porsteinn Erlingsson 350 Lokastaða efstu para í A/V: Þórarinn Arnason - Þorleifur Þórarinss. 390 Stígur Herlufsen - Guðm. Kr. Guðmundss. 388 Alfreð Kristjánss. - Jón Stefánsson 376 Á föstudaginn var spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 2268 Olafur Jónsson - Bragi Salómonsson 254 Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 251 Lokastaðan í A/V: Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóferss. 268 Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömss. 248 Pórarinn Ámason - Ólafur Ingvarsson 231 Meðalskor 312 á þriðjudag en 216 á fóstudaginn. Bridsfélag Hreyfíls Ragnar Björnsson og Daníel Halldórsson tóku hæstu skorina á fyrsta kvöldinu í hausttvímenningn- um en 25 pör mættu til leiks. Ragn- ar og Daníel fengu 339 í skor en meðalskor er 264. Næstu pör: Ómar Óskarsson - Hlynur Vigfússon 332 Birgir Kjaitansson - Árni Kristjánsson 316 Trausti Pétursson - Yngvi Traustason 306 Friðbjijm Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 305 Flosi Ólafsson - Sigurður ðlafsson 295 Hausttvímenningurinn er fimm kvölda og hæsta skor þrjú kvöld ræður úrslitum í keppninni. Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánu- dagskvöldum. Dekkjahillur, furuhillur, skilrúm f hlllur, plastskúffur o.fl. Ekkl bara fyrlr geymsluna, lagerlnn og bflskúrinn heldur elnnig vörur á tílboðsveröi fyrir eller tegundlr verslene. Hillurnar er auövelt aö eetja saman og eru afhentar f fíötum pakknlngum Háteigsvegi 7 . 105 Reykjavík Sími 511 1100 . Fax 511 1110 ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.is A réttri hillu ■ * - j 33* ár' n 1 *» ■ R A Ð A U G L V SINBAR Staða skrifstofustjóra Staða skrifstofustjóra á almennri skrifstofu ráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa háskólamenntun á heil- brigðissviði og/eða menntun og reynslu á sviði stjórnunar. Starfiðfelst m.a. í upplýsingaöflun og miðlun og umsjón með afgreiðslu erinda á almennri skrifstofu. Kjöreru samkvæmt samningi Félags háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík, eigi síðar en 30. október nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upp- lýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Reykjavík, 29. september 1998. Leikskólar Reykjavíkurborgar Nýr leikskóli við Mururima Leikskólinn í Mururima í Grafarvogi óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra og deildar- stjóra í 100% stöður. Leikskólinn tekurtil starfa í byrjun nóvember. Þar verður starfað eftir hugmyndafræði kenndri við borgina Reggío Emilía á Ítalíu. „Barnið áhrifavaldur í eigin lífi". Lögð er áhersla á listgreinar í allri sinni fjölbreytni. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Júlíana Hilm- arsdóttir í síma 567 0277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. P E R L A N Starfsfólk óskast í heilsdags- og hálfsdagsvinnu. Vinsamlega leggið inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl. merkt: „P — 6321". Kosta Boda Óskum eftir starfskrafti í heilsdagsstarf. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða fram- komu og þjónustulund. Meðmæli óskast. Umsækjendur sendi umsóknirtil Mbl. fyrir föstudaginn 2. október merkt: „O — 6316".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.