Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flugmaðurinn sem bjargaðist er hinn brattasti og farinn að viima um borð
VIÐAR Gunnarsson skipstjóri á Haraldi
Böðvarssyni AK segir að ekki taki því að
flytja flugmanninn um borð í annað skip sem
færa myndi hann til hafnar því Haraldur
Böðvarsson fer í land á morgun eða föstudag.
Þegar Morgunblaðið hringdi í togarann í gær
var hljóðið gott í Andrew og sagði hann að
sér liði mun betur en á mánudaginn, enda
svaf hann þann daginn að mestu í koju sinni.
Sambandslaus yfir hafinu
„Eg var í losti og mér hafði orðið mjög kalt
þannig að ég varði öllum gærdeginum [mánu-
degi] í að ná mér,“ sagði Andrew. Hann sagði
að rafmagnsbilunar hefði orðið vart í vélinni
þegar hann var hálfnaður yfir hafið milli La-
brador og Reykjavíkur og þess vegna hefði
talstöðvarsambandið rofnað. „Þegar ég átti
um 450 mflur eftir ófarnar til Reykjavíkur
komst ég að því að rafkerfið, sem dreif elds-
neytisdælurnar úr varatanknum virkaði ekki.
Þess vegna þurfti ég að skipta yfir í aðaltank-
inn og gat því ekki notað þá 45 lítra sem eftir
voru í varatanknum." Þegar Andrew lækkaði
flugið og bjóst til óhjákvæmilegrar lendingar
á sjónum sá hann ljós í gegnum skýin sem
hann taldi vei’a vitaskip, en fór samt ekki út
af flugleiðinni.
,Af og til sá ég ljósið, en mér datt ekki í
hug að það kæmi frá togara. Eg var kominn í
um 3 mflna fjarlægð frá skipinu en þurfti síð-
an að beygja frá því til að geta lent upp í
vindinn. Eg áttaði mig ekki á að þetta væri
raunverulega togari fyrr en 5 mínútum áður
en ég lenti í sjónum." Andrew flaug síðustu
tuttugu mínúturnar á um 50 km hraða á
klukkustund og kom fram á ratsjá Haraldar
Böðvarssonar, sem fylgdist með framvind-
unni uns Andrew lenti í sjónum.
Verulega skelkaður síðustu
tíu mínúturnar
Hann sagði að síðustu tíu mínúturnar á
flugi hefði hann verið verulega skelkaður því
hann vissi ekki hvort skipverjarnir myndu sjá
hann. „Eg reyndi bara að haga mér fagmann-
lega og koma vélinni niður í heilu lagi til að
slasast ekki sjálfur þannig að ég kæmist út úr
FLUGVÉLIN sem Andrew flaug er af gerðinni Cessna 152 og er skráð í Bandaríkjunum.
Hana átti að ferja til Israel en hún gafst upp undan Reykjanesi.
„Væri dáinn
ef þeir hefðu
ekki séð mig“
Andrew French, flugmaðurinn, sem á skipverjunum á
Haraldi Böðvarssyni AK 12 líf sitt að launa eftir að
flugvél hans fór í sjóinn skammt frá togaranum út af
Reykjanesi í fyrradag, er orðinn hinn brattasti og far-
inn að vinna með skipverjum um borð.
vélinni upp á eigin spýtur. Ég lenti harka-
lega, en samt eins mjúklega og framast var
unnt miðað við aðstæður og meiddi mig að-
eins á brjóstkassanum þegar vélin stakkst á
nefið í sjónum.“
Hann hafði samt tíma til að fara í flotgall-
ann sinn áður en hann lenti enda var hann
klæddur í hann til hálfs þegar hann lagði af
stað eins og alsiða er meðal flugmanna sem
fljúga yfir hafið. Dyrnar hafði hann opnar
þegar hann lenti í sjónum og vélin fylltist
fljótt af vatni. Andrew kom sér strax út úr
vélinni, út á vænginn og hélt sig á honum þar
sem vélin maraði í hálfu kafi. Fimm mínútum
síðar var Haraldur Böðvarsson kominn að
vélinni og kastaði út Björgvinsbelti. Tveir
menn úr áhöfn fóru niður til Andrews og
hjálpuðu honum að komast í beltið, en þá var
Andrew orðinn afar þrekaður og vélin sokkin.
Um tíu mínútum síðar var hann kominn um
borð, gert var að sári á kálfa sem hann hlaut
við björgunina, hann settur í heita sturtu og
háttaður ofan í rúm.
Hann sagði engan vafa leika á því að þetta
hefði verið mesti lífsháski sem hann hefði lent
í á flugmannsferli sínum og greindi frá nokkr-
um öðrum erfiðleikum sem hann hefði lent í
um dagana og væru smámunir í samanburði
við þessa reynslu. „Þetta er það versta sem ég
hef lent í og satt að segja er ég heppinn að
vera á lífi því ef strákarnir hefðu ekki séð mig
væri ég dáinn. Ég var gjörsamlega búinn þeg-
ar ég kom í skipið því ég þurfti að synda smá-
vegis frá vélinni að Björgvinsbeltinu."
Ekki of löng flugleið
Hví leggur maður á sig að fljúga eins lítilli
vél, sem vegur ekki nema á við fólksbfl, svo
langa leið hljóta margir að spyrja eftir þessa
ferð, en þannig háttar til að Andrew vinnur
hjá fyi’irtæki sem sér um að ferja flugvélar til
eigenda þein-a víðs vegar í heiminum. Hann
hefur margoft flogið stórum sem smáum
flugvélum yfir hafið með viðkomu í Reykjavík
og var að þessu sinni á leið til Israel þar sem
eigandinn beið vélar sinnar, sem er skráð í
Bandaríkjunum. Hann sagðist ekki telja að
þessi leið væri of löng fyrir svo litla vél því
hann hefði haft nóg eldsneyti eða um 330
lítra. Vandamálið hafi fólgist í rafmagnsbilun-
inni. Það sem bíður hans nú er spjall við
Landhelgisgæsluna og Flugmálastjórn á Is-
landi, en rannsókn á slysinu fer fram í
Bandaríkjunum þar sem flugvélin er skráð.
Þar mun Andrew gera gi’ein fyrir öllum smá-
atriðum.
Haraldur Böðvarsson, með hinn nýja
áhafnarmeðlim, verður að veiðum á Vest-
fjarðamiðum næsta sólarhringinn og heldur
síðan heim í höfn á Akranesi.
———
BJÖRGUNARMENN búa sig undir að flytja „sjúklinga" úr Viðey.
Borgarstjóri við
björgunarstörf
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri brá sér í hlutverk
björgunarmanns á sjóbjörg-
unaræfingu Slysavarnafélags Is-
lands sem haidin var í og við Við-
ey sl. sunnudag. Borgarsljórinn
aðstoðaði meðal annars við að
koma „skipbrotsmanni" í björg-
unarnet.
Um 100 björgunarsveitarmenn
og kafarar á þremur skipum og
fjölda minni báta tóku þátt í æf-
ingunni en tilgangurinn var að
vekja athygli á mikiivægi björg-
unarskipanna.
Samtals eru átta slík skip í
eigu Slysavarnafélagsins og eru
þau staðsett hringinn í kringum
landið. Meðal verkefna þeirra er
að draga vélarvana báta að landi
og koma að köfurum til að skera
veiðarfæri úr skipsskrúfum auk
ýmissa björgunarstarfa.
Nú stendur einmitt yfir söfnun
til styrktar þessari mikilvægu
starfsemi björgunarsveitanna um
allt land. Fólk getur gefið til
ákveðinna skipa ef það óskar
þess. Tekið er við framlögum í
síma 515-8070 alla virka daga frá
kl. 09 til 22.
Björgunarskipið Gísli J. John-
sen fór sína síðustu ferð nú á
sunnudaginn en það kom til
starfa árið 1956 í Reykjavík. Síð-
ustu árin hefur það reyndar ver-
ið í Hafnarfirði, Höfn og Rifí. Nú
verður skipið sett á Sögu- og
minjasafn Slysavarnafélags Is-
lands í Garði.
Morgunblaðið/Amaldur
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir buslaði um stund í sjónum áður en hún
tók til við björgunarstörf.
Athuga-
semd
EFTIRFARANDI athuga-
semd hefur boi'ist frá Samtök-
um um þjóðareign:
„Fyrir skömmu nefndi
Bárður Halldórsson, varafor-
maður stjórnar Samtaka um
þjóðareign, í útvarpsviðtali
aðspurður um það hvort allir
félagar í Samtökunum væru
sammála um stefnu stjórnar-
innar og væntanlega flokks-
stofnun að hann gerði ekki ráð
fyrir að þeir stjórnmálamenn
sem væru í Samtökunum
væru allir sammála stjórninni
og nefndi í því sambandi Mar-
gréti Frímannsdóttur, Sig-
hvat Björgvinsson, Árna
Mathiesen og Pétur Blöndal.
Nú hafa þeir Árni og Pétur
borið af sér aðild að Samtök-
unum. Árni segist aldrei hafa
verið skráður þar. Það er rétt.
Hins vegar á hann alnafna
sem líka býr í Hafnarfirði og
það veldur þessum misskiln-
ingi. Pétur Blöndal gekk til
liðs við Samtökin á stofnfundi
á Grand hóteli í október fyi-ir
tæpu ári og fékk sendan gíró-
seðil eins og aðrir félagar. Það
að hann hefur kosið að gi’eiða
hann ekki er hans einkamál.
Vegna þess að margir félagar
í Samtökunum eru aldraðir og
hafa kvartað undan því að
vera vart gjaldfærir hefur
stjórn Samtakanna samþykkt
að rukka engan tvisvar og líta
svo á sem allir þeir sem hafa
skráð sig inn í Samtökin séu
fullgildir þar burtséð frá efna-
hag. Enginn hefur verið látinn
gjalda fátæktar og enginn
þarf að óttast aðgangshörku
við innheimtu. Það gildir að
sjálfsögðu líka um Pétur
Blöndal."