Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MARKAÐS- AÐLÖGUN AMORGNI þessarar aldar bjuggu þrír af hverjum fjórum íslendingum í sveitum. Byggð í landinu hefur á hinn bóginn gjörbreytzt - á tímabili sem svarar til meðalævi Is- lendings. Níu af hverjum tíu landsmönnum búa í dag á höf- uðborgarsvæðinu eða í öðru þéttbýli. Ástæðan er margþætt: Breyttir atvinnuhættir í kjölfar nýrrar tækni og nýrrar þekkingar, breytt efnahagsumhverfí bæði í umheiminum og í þjóðarbúskapnum og breytt lífsviðhorf. Þessi byggðaþróun er ekki séríslenzkt fyrirbrigði. Hún þekkist hvarvetna um hinn tæknivædda heim. Hún hófst hins vegar síðar hér á landi en í öðrum V-Evrópuríkjum en gekk mun hraðar fyrir sig. Bændum hefur fækkað mjög á síðustu áratugum. Búin hafa á hinn bóginn stækkað. Tækniþróunin hefur og leitt til stóraukinnar framleiðslugetu. Samhliða hefðbundnum bú- skap hafa bændur og horfíð að ýmsum hliðarbúgreinum og ferðaþjónustu. Þessi framvinda var rakin í fréttaskýringu hér í blaðinu sl. sunnudag, einkum frá seinni hluta áttunda áratugarins, en þá náði framleiðsla kjöts og mjólkur há- marki og var langt umfram innlenda eftirspurn. Frá þeim tíma hafa bæði sauðfjár- og mjólkurbúskapur búið við fram- leiðslutakmarkanir: Búmarkskerfí 1979, fullvirðisréttarkerfi 1985 og greiðslumark 1991 (samhliða því að ríkið stóð fyrir stórfelldum uppkaupum framleiðsluréttar). Loks var gerður samningur um framleiðslu sauðfjárafurða árið 1995, sem gerði ráð fyrir því að framleiðslukvóti í sauðfjárrækt yrði að hluta til afnuminn og beingreiðslur miðaðar við ákveðna upphæð eða beingreiðslumark. Meginbreytingin fólst í því að gert er ráð fyrir að opinberri verðlagningu bænda í verð- lagsnefnd verði hætt og verðlagning gefín frjáls í lok verð- lagsárs 1998. Þrátt fyrir fækkun bænda og búa gegnir landbúnaður enn stóru hlutverki í íslenzkum þjóðarbúskap. Sem og í þeirri viðleitni, að halda landinu öllu í byggð. Ymsir þéttbýlisstaðir byggja afkomu sína jöfnum höndum á sjávarútvegi og land- búnaði (Akureyri, Húsavík, Sauðárkrókur o.fl.) og sumir nær alfarið á þjónustu við nærliggjandi sveitir (Blönduós, Egilsstaðir, Hella, Selfoss o.fl.). Það var m.a. af þessum sök- um eðlilegt að landbúnaðurinn fengi ákveðinn aðlögunartíma að gjörbreyttu markaðs- og starfsumhverfí. Neytendur gera á hinn bóginn kröfu til að fá að njóta markaðssamkeppni í verði og gæðum búvöru sem annarrar vöru. í slíkri sam- keppni stendur íslenzkur landbúnaður um sumt vel að vígi. Gæði íslenzkra mjólkurafurða eru ótvíræð. Og sauðfjárbú- skapurinn er og að stíga merkileg skref með „lífrænu lamba- kjöti“ og markaðssetningu fersks kjöts lungann úr árinu. Fram hjá því verður hins vegar ekki komizt að landbúnað- urinn, sem og þjóðarbúskapurinn í heild, lagi sig að því efna- hagsumhverfi og þeim viðskiptaháttum sem fyrirsjáanlega ráða ríkjum í okkar heimshluta á nýrri öld sem í hönd fer. GIJLAG í RAFLÍNULÖGN FULLTRUAR Landsvirkjunar og rússneska verktakans Technopromexport, sem vinnur við lagningu Búrfells- línu, sömdu fyrir helgi um breytta tilhögun á launagreiðslum til rússneskra starfsmanna fyrirtækisins. Er ætlunin að Landsvirkjun haldi eftir ákveðnu fjármagni, sem fara átti til verktakans, og greiði rússneskum starfsmönnum launin beint. Drög að samningnum voru send höfuðstöðvum Technopromexport í Moskvu og búast má við viðbrögðum þaðan í síðasta lagi fyrir fimmtudag. Ástæður þess að þessi samningur var gerður eru að Rafiðnaðarsamband Islands hefur ásakað rússneska verktakann um að fara ekki að ís- lenzkum lögum um kaup og kjör. Rafiðnaðarsamband Islands gaf 16. september út fréttatil- kynningu þar sem því var mótmælt að Rússarnir fengju ekki greidd laun í samræmi við kjarasamninga og skömmu síðar sendi Félag járniðnaðarmanna félagsmálaráðuneytinu bréf þar sem segir að það sé „með öllu óviðunandi að málinu sé lokið án þess að íslensk stjórnvöld hafi gripið til viðeigandi aðgerða til að stöðva tafarlaust brot rússneska fyrirtækisins Tephnopromexport á gildandi lögum og kjarasamningi.“ íslenzkir verkalýðsleiðtogar með Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambandsins, í fararbroddi eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli. Það er ekki vanza- laust að búa við samningsbrot sem þessi og rússneskt fyrir- tæki geti komið hérlendis upp hálfgerðu „gúlagi“ að hug- myndum Vladímírs Zhírínovskíjs, sem spruttu af því er Is- land varð fyrst Vestur-Evrópulanda til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja í febrúar 1992. Þá sagði Zhírínovskíj að „óþarfi myndi vera að reisa stalíniskar fangabúðir; glæpamenn og stjórnmálaleiðtoga með óæski- legar skoðanir mætti einfaldlega senda til Islands.“ Opið hús í tilefni af hálfrar aldar afmæli Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir Ólafur Andrésson Valgerður Andrésdóttir Sigurður Sigurðarson Helga María Carlsdóttir Rannsaka fléttur til að þróa lyf OLAFUR Andrésson líffræðingur stundar rann- sóknir á fléttum með það fyrir augum að þróa megi ný lyf. Hann sagði að tveimur aðferðum væri beitt í rannsóknum af þessu tagi. ,Annars vegar eru teknir einn eða fáir sjúkdóm- ar og leitað í stóru safni af efnum að einhverju, sem virkar á þá sjúkdóma," sagði hann. „Hin leiðin er að vera með lítið safn af vel þekktum efnum eða efni, sem auðvelt er að framleiða, og athuga hvort þau virka á sem flesta sjúkdóma. Við erum að fást við hið síðarnefnda." Hann sagði að á Keldum væri ekki fengist við sjálfar prófanirnar, það væri gert í samvinnu við ýmsa aðila. „Við veljum hins vegar úr nokkur próf,“ sagði hann. „Eitt af því, sem gefist hefur vel, er að athuga hvort efnin hafa áhrif á bakteríur og aðra sýkla. Það eru tiltölulega einföld próf og það er al- gengt að efni, sem virka í þessu prófi hafi aðra lyfjavirkni þótt þau séu ekki nothæf sem sýklalyf." Áð sögn Ólafs hefur orðið mikil breyting á próf- um á efnum hjá lyfja- og líftæknifyrirtækjum upp á síðkastið. „Þau eru komin með stórvirkar aðferðir til að skima efni,“ sagði hann. „Þau geta prófað mikinn fjölda efna í einu gagnvart einum sjúkdómi og munar því ekkert um að taka 200 fléttuefni til viðbótar í próf til viðbótar við þær tugþúsundir efna, sem verið er að rannsaka." Þáttur Ólafs er að útbúa og skilgreina fléttuefni og þróa um leið aðferð til að framleiða þau og end- urbæta. „Þannig að finni einhver lyfjavirkni hjá fléttuefnum höldum við í möguleikann á að fram- leiða þau og endurbæta, jafnvel þótt við finnum virknina ekki sjálf," sagði hann. „Hér á ég við samninga við þá, sem fengju efnin í hendur. Við af- sölum okkur ekki þessum rétti.“ Ólafur sagði að fléttur hefðu verið notaðar í al- þýðulækningum og væru enn notaðar. Lítið væri um skilgreind lyf úr fléttum, en vísbendingar væru um ýmislegt nýtilegt úr þeim. Ólafur hefur verið á Keldum frá árinu 1981 að undanskildum tveimur rannsóknarleyfum í Banda- ríkjunum og Kanada. Hann lærði líffræði og efna- fræði í Háskóla Islands, tók doktorspróf frá Wisconsin-háskóla í Madison og stundaði síðan rannsóknir í tvö ár við Edinborgarháskóla. „Það kom til greina að vera áfram úti og það hef- ur alltaf verið freistandi," sagði Ólafur. „Það er ekki fyrr en núna að umhverfið til að stunda vísindi á Islandi er að breytast venjlega til batnaðar. Til- koma Islenskrar erfðagreiningar er ein ástæðan, en það kemur fleira til og skiptir þar mestu að að- staða á Keldum og fjárveitingar hafa batnað á síð- ustu fimm árum. Einnig hefur orðið mikil aukning á erfðafræðirannsóknum annars staðar hér á landi og það styrkir heildarrannsóknasamfélagið.“ Rannsaka áhrif arfgerða á næmi fyrir riðu ÁSTRÍÐUR Pálsdóttir sameindalíffræðingur hefur stundað arfgerðagreiningu á riðunæmi í sauðfé ásamt Stefaníu Þorgeirsdóttur frumulíffræðingi. „Markmið rannsóknanna er að rannsaka arf- gerðir ákveðins gens, príongensins, og þátt þeirra í næmi sauðfjár fyrir riðusmiti," sagði hún. „Við höf- um skilgreint margar arfgerðir í fé og fundið út að íslenska sauðféð er á margan hátt frábrugðið fé, sem rannsakað hefur verið í Evrópu." Hún sagði að í íslenskt sauðfé vantaði tii dæmis eina arfgerð sem talin væri valda lítilli hættu á riðusmiti. „En í staðinn höfum við fundið að minnsta kosti tvær nýjar arfgerðir, sem mögulega eru aðeins í íslensku fé,“ sagði hún. „Nú erum við að athuga samband þeirra við riðu.“ Ástn'ður sagði að áhættuarfgerðirnar hefðu verið skilgreindar og í ljós hefði komið að einni þeirra fylgdi mikil hætta á riðusmiti. Síðan væri önnur mjög algeng arfgerð, sem virtist vera nokkuð hlut- laus gagnvart smiti, og að síðustu ein arfgerð, sem virtist valda lítilli áhættu fyrir riðusmiti og hún hefði ekki fundist í riðufé enn. „Þessar upplýsingar er hægt að nota í kynbótum á íslensku fé,“ sagði hún. „Það mundi felast í því að nota ekki arfgerðina, sem fylgir mest hætta. Einnig gæti borgað sig að reyna að fjölga arfgerðinni, sem fylgir lítil áhætta, en hingað til höfum við aðallega lagt áherslu á að losna við áhættuarfgerðina." Hún sagði að versta áhættuarfgerðin væri mjög sjaldgæf, innan við 1% af arfhreinum einstakling- um í íslensku sauðfé, en í riðufé færi hlutfallið upp í 14%, sem væri mjög marktækt tölfræðilega. Ástríður hefur starfað á Keldum í rúm þrjú ár. Rannsaka sjúkdóma, þróa bólu- efni og vinna hrifefni úr fléttum Hún lauk doktorsprófi frá Oxford 1986 í sameinda- líffræði komplementþátta mannsins. Doktorsverk- efni hennar snerist um að skilgreina byggingu og breytileika í C-4-genum mannsins, sem eru hluti af ónæmiskerfínu. Eftir doktorsnámið starfaði hún hjá Blóðbankanum við að rannsaka arfgenga heilablæðingu og sagði hún að margt væri skylt með þeim rannsóknum og því, sem hún fengist nú við. Talsverð tíðni njálgs í grunnskólum KARL Skírnisson sníkjudýrafræðingur hefur und- anfarið rannsakað tíðni njálgs hjá börnum og sagði að niðurstöðurnar hefðu komið sér á óvart. „Við byrjuðum á því haustið 1992 að skoða leikskólaböm í Reykjavík og Kópavogi," sagði Karl. „Þar kom í Ijós að yngstu börnin eru svo til laus við njálg, en þegar þau eru komin á fimmta og sjötta ár aukast líkumar all- nokkuð á því að þau séu með njálg. Við fundum út að sýkingartíðnin í þeim hópi, sem við skoðuðum á fimmta ári, var 13,2% og 7,1% í börnum á sjötta ári. Hins vegar var mjög sjaldgæft að njálgur fynd- ist í börnum á fjórða ári og það sama á við um sýkingar í yngri krökkum." Næsta skref í rannsókninni hófst haustið 1997 þegar farið var að skoða sex til átta ára börn. „Það var farið í fjóra grunnskóla hér á Suðvest- urlandi og bentu niðurstöður til þess að njálgsýk- ingar væra fremur algengar í sex til átta ára börn- um hér landi,“ sagði hann. „14,5% barnanna, sem vora skoðuð, voru með njálg. Heildarsýkingartíðni í einstökum skólum var eiginlega alls staðar nánast sú sama eða á bilinu 15,5% til 17,3% þannig að hér er um að ræða fimmta til sjötta hvert barn.“ Hann sagði að úrtakið væri nógu stórt til að rannsóknin teldist marktæk, en hins vegar væri efniviðurinn lítill. „Ef þessu er skipt niður eftir bekkjardeildum kemur í Ijós hnappdreifing," sagði hann. „Njálgur- inn náði greinilega að magnast upp í sumum bekkj- ardeildum, en ekki öðrum. Það má því eiginlega segja að allt upp í 40% krakka í einstökum bekkjar- deildum hafi verið með njálg.“ Hann sagði að það væru það margir einkennalausir að litlar sýkingar gætu leynst mjög vel. Allt að þriðjungur þeirra, sem sýktust, væri einkennalaus. Karl sagði að líffræðinemar hefðu gert rannsókn- ina með sér. Benoný Jónsson, bóndi í Fljótshlíð, hefði skoðað leikskólakrakkana með sér, og Ragn- heiður Hrönn Stefánsdóttir, sem nú starfaði hjá ís- lenskri erfðagreiningu, hefði gert grannskólakönn- unina undir sinni leiðsögn. Karl kom fyrst til Keldna árið 1979 og rannsak- aði faraldsfræði riðu til 1981. Athugaði hann aðal- lega útbreiðslu riðu milli hjarða á Austfjörðum. Hann lærði líffræði á íslandi og gerði framhalds- verkefni um villimink. 1981 fór hann í doktorsnám til Þýskalands, þar sem hann skoðaði atferli stein- marða. Veiddi hann dýrin, merkti þau með radíó- sendum og fylgdist með félagskerfi, atferlissam- skiptum kynja, hvolpauppeldi og fleiru. Árið 1986 hóf hann rannsóknir á villiminkum við Náttúru- fræðistofnun íslands, en árið 1987 færði hann sig um set til Keldna, þar sem hann hefur síðan stund- að sníkjudýra- og dýrafræðirannsóknir. / Ahrif hitastigs á ónæmiskerfi þorsks BERGLJÓT Magnadóttir dýrafræðingur sagði að verið væri að ljúka þriggja ára verkefni þar sem skoðuð hefðu verið mismunandi áhrif hitastigs á Hálf öld er í haust liðin frá því að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum tók til starfa. Tildrög stofnunar hennar voru þau að skæðir sauðfjársjúkdómar höfðu borist til landsins og valdið bændum þungum búsifjum. I upphafi störfuðu þar átta manns, en nú eru um 60 manns í starfsliði -----------------------------------------------r ....... Keldna og margvíslegar rannsóknir stundaðar. A sunnudag verður opið hús á Keldum og af því tilefni var forvitnast um nokkur verkefni, sem nú er unnið að á Keldum. Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir og Karl Skírnisson. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir hina ýmsu þætti ónæmiskerfis þorsks. Sýni hefðu verið tekin úr þorski á ýmsum aldursskeiðum við mismun- andi umhverfisaðstæður. „Síðan hafa verið ýmis hliðarverk- efni þar sem við höfum sérstaklega verið að skoða hið framubundna ónæmiskerfi í þorski og byggingu mótefnisins og fleira, sem hefur tengst verkefninu," sagði hún. „Við höfum líka gert bóluefnistilraunir á þorski.“ Hún sagði að nú yrði lögð meiri áhersla á áhrif ýmissa sýkla, sérstak- lega á ónæmiskerfið. „Þorskurinn er nefnilega óvenjuleg- ur að því leyti að hann virðist ekki mynda sérhæft mótefnasvar, en myndar samt vörn,“ sagði hún. „Við höldum að þessi vörn hljóti annaðhvort að vera fólgin í hinu frumubundna varnarkerfi eða ósér- virkum varnarþáttum, til dæmis í slími, sem taka á móti sýklum.“ Með rannsóknunum hefur verið sýnt fram á að ósérvirka kerfið er virkara í köldum sjó en hlýjum. Bergljót sagði að það þyrfti þó ekki að hafa í för með sér að þorskurinn væri sérstaklega veikur fyrir þegar hitastig sjávar væri í hærra lagi eins og nú. Bergljót hefur starfað á Keldum í 26 ár. Hún lærði dýrafræði í háskólanum í Belfast á Norður- írlandi. Stundaði hún þar rafeindasmásjárgrein- ingu á framum og snerist mastersverkefni hennar þar um garnaveiki í sauðfé á Islandi. Rannsóknir á fiski hefur hún stundað frá árinu 1985. Unnið að endurbótum clostridium-bóluefnis VALA Friðriksdóttir líffræðingur vinnur að endur- bótum á clostridium-bóluefni. „Það bóluefni, sem nú er notað, er framleitt þannig að bakterían er ræktuð upp og drepin, sagði hún. Síðan eru óvirk eiturprótein hennar síuð frá og þannig er bóluefnið fengið. Eiturpróteinin eru sjúkdómsvaldur en ekki bakterían sjálf.“ Hver bakteríustofn framleiðir nokkur mismun- andi eiturprótein og hugmyndin með erfðatækni- bóluefni er að geta betur stjórnað magni og hlut- falli hvers eiturpróteins fyrir sig í bóluefninu. Beta- eiturprótein er það fyrsta af eiturpróteinunum, Vala Friðriksdóttir Ástríður Pálsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Hafrún Eva Arnardóttir. sem tekið hefur verið fyrir, en önnur gætu fylgt í kjölfarið. Genið fyrir þetta eiturprótein ein- angraði Valgerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Keldna. Hún framleiddi það og fann síðan rétta um- hverfið til að setja genið inn í. „Valgerður gerði mismunandi breytingar á erfðaefninu á þessu eitur- próteini og það er okkar að mæla framleiðslu á mismunandi breyttum afbrigðum og kanna eitui'virkni þeirra og leita að breyttu eiturpróteini, sem hugsanlega væri hægt að nota í bólu- efni,“ sagði Vala. „Þessar breytingar miða að því að draga úr eiturvirkni próteinsins. Ætlunin er að ná fram bóluefni, sem er ekki eitrað, en gefur góða vöm.“ Vala hefur verið á Keldum frá 1992 og hafði ver- ið þar áður en hún fór í framhaldsnám. Hún tók doktorspróf í ónæmisfræði við dýralæknaskólann í Ósló. Þar rannsakaði hún smit í sauðfé af völdum sýkils, sem berst með biti áttfætlumaura. Hún sagði að athygli beindist nú mjög að sjúkdómum í liðum og miðtaugakerfi fólks, sem byggi á svæðum þar sem mikið væri um þessa maura. Áhersla á að uppræta riðu og garnaveiki SIGURÐUR Sigurðarson dýralæknir vinnur við greiningar á dýrasjúkdómum í bæði húsdýrum og villtum dýrum á vegum embættis yfirdýralæknis. Þessi greining hefur farið fram á Keldum frá stofn- un, en áður sá Rannsóknastofa Háskólans undir stjórn Níelsar Dungals um slíkar greiningar. Nú er mest áhersla lögð á að uppræta tvo langvinna, smitandi sjúkdóma, riðu og garnaveiki. Riða varð útbreidd upp úr 1970 og sagði Sigurð- ur að gi-unur hefði vaknað um að ein smitleiðin væri í heyi. „í framhaldi af því fóram við að huga að því hvort heymaurar gætu geymt smitið og höf- um verið að vinna að því í nokkur ár,“ sagði hann. „Það myndi útskýra sumt í sambandi við út- breiðslu, sérstaklega þegar veikin er að koma upp aftur eftir að fé hefur verið skorið niður, verið fjár- leysi í tvö ár og veikin kemur upp aftur í nýju fé.“ Hann sagði að þrjú riðutilfelli hefðu komið upp á þessu ári og þróunin væri í rétta átt. 1986 hefði ver- ið riða á yfir 100 bæjum, en nú hefði tíðnin dottið niður og tilfelli verið fimm til tíu undanfarin ár. I tíu ár hefði ekki komið upp riða á nýju svæði. Garnaveiki fer í öll jórturdýr. Sigurður sagði að mikilvægt atriði væri að hún smitaðist greiðlega milli tegunda og erlendis væri farið að ýja að því að veikin kynni að vera varasöm fyi'ir fólk, en engin dæmi þess væra hér á landi. „Veikin breiddist mikið út, en hægt var að ná tökum á henni með bóluefni, sem sett var saman á Keldum,“ sagði hann. „Það er verið að sprauta öll ásetningslömb á þessum sýktu svæðum og gerir út- slagið hvort sprautað er snemma eða seint, helst í september áður en lömb era tekin á hús. Það þarf að taka ásetningslömbin, skilja þau frá hópnum og setja á hreint land vegna þess að í hópum era smit- berar, sem geta sýkt lömbin þegar þau hafa ekki lengur vörnina frá móðurinni. Þetta hefur tekist nokkuð vel og veik- in hefur ekki breiðst út til nýrra svæða um nokkurt skeið.“ Hann sagði að á næstu áram kæmi til greina að hætta að bólusetja á nokkrum nýjum svæðum, en til þess yrðu menn að standa vel saman og bólu- setja snemma um leið og ástundað væri hreinlæti í hirðingu á fénu, sérstaklega lömbunum.“ Sigurður byrjaði á Keldum meðan hann var enn í námi 1963. Hann fór í framhaldsnám í meinafræði í London. Samfellt hefur hann verið á Keldum frá 1968, eftir að hann útski'ifaðist sem dýralæknir. Tilraunir með að bólusetja fisk með erfðaefni BJARNHEIÐUR Rristín Guðmundsdóttir líffræð- ingur hefur unnið að skilgreiningu sýkingarmáttar bakteríustofna tegundarinnar aeromonas salmon- icida, sem valda kýlaveiki og skyldum sjúkdómum í laxi og öðrum fisktegundum. „Enn fremur snýst verkefnið um að skilgreina og einangi'a efni, sem bakterían framleiðir og geta vakið verndandi ónæmissvar í fiski og þróa bóluefni með öfluga virkni gegn kýlaveikibróður í laxi,“ sagði hún. „Ef fiskur fær kýlaveiki er það alvarlegt, þótt það fari eftir ástandi fisksins hversu skaðleg hún er. Fiskurinn getur verið smitberi án einkenna, en síðan blossa upp faraldrar þar sem einkennin era mikil. Streita er t.d. mjög tengd því hvort fisk- ur er næmur fyrir sjúkdómnum.“ Á síðasta ári varði Bjarnheiður doktorsritgerð við læknadeild Háskóla Islands og byggðist ritgerð hennar á þessum rannsóknum. Guðmundur Ge- orgsson, forstöðumaður á Keldum, var leiðbeinandi hennar, en rannsóknirnar voru unnar í samstarfi við ýmsa núverandi og fyri'verandi starfsmenn stofnunarinnar. „Nú er verið að halda þessu verkefni áfram með því að einangra gen, sem tjáir mótefnavaka, er get- uð vakið verndandi ónæmissvar í fiski,“ sagði hún. „Algengasta og árangursríkasta aðferðin nú er að sprauta hvern fisk með bóluefninu og hjálparefnum er þá bætt í bóluefnið." Hún sagði að nýjustu fiskabóluefnin væra DNA- bóluefni, sem reynar væru enn á tilraunastigi. Erfðaefni úr viðkomandi sýkli væri skotið inn í vöðva fisksins þar sem það tjáði ákveðinn mótefna- vaka. Rannsaka samband visnu- og mæðiveira við hýsilinn VALGERÐUR Andrésdóttir sameindaerfðafræð- ingur hefur rannsakað samband visnu- og mæði- veira við hýsilinn og hvernig þeim er stjórnað. Morgunblaðið/Ásdís Bergljót Magnadóttir „Við notum veiru, sem var klónuð á Keldum, til að rannsaka hvernig sambandi hennar við frumuna er háttað, hvernig hún sýkir frumuna og hvaða gen hún þarf að hafa til að geta vaxið í ákveðnum , frumugerðum," sagði Valgerður. Hún sagði að rannsóknirnar hefðu leitt í ljós að stökkbreytingar í hylkispróteini gerðu að verkum að þær gætu ekki vaxið í svokölluðum hnapp- kjamaoddfrumum, sem era hluti af hvítu blóðkorn- unum. „Kjarni málsins er sá að þessar veirur era mjög skyldar eyðniveirunni og rannsóknir á visnu geta gefið upplýsingar um hana,“ sagði hún. „Annað- hvort er þá hægt að yfirfæra beint eins og til dæm- is á við um stökkbreytinguna, sem við höfum fundið í hylkispróteininu og á líkast til einnig við um HIV, eða þá að það, sem er ólíkt með veiranum, getur gefið upplýsingar." Valgerður hefur unnið á Keldum í 12 ár með tveggja ára hléi er hún vann við sambærilega rann- sóknarstofnun í Kaupmannahöfn. Hún lærði líf- fræði í Háskóla íslands og lauk doktorsprófi í sam- ,, eindaerfðafræði frá Edinborgarháskóla. Próar bóluefni sem gæti nýst gegn eyðniveirunni HELGA María Carlsdóttir, doktor í sameindalíf- fræði, er að þróa DNA-bóluefni gegn visnu. „DNA- bóluefni er tiltölulega nýtt hugtak,“ sagði Helga María. „Það kom fýrst fram fyrir nokkrum árum. Eg klóna gen úr visnuveirunni inn í svokallaðar genatjáningaferjur, sem er komið inn í frumurnar, í mínu tilfelli kindafrumur í rækt. Þannig athuga ég tjáninguna og ef hún er góð verður DNA-ferjan ^ notað til að bólusetja kindur.“ Hún sagði að þetta gæti verið sniðug aðferð, sér- staklega gegn innanfrumusýklum. Hefðbundnu bóluefnin framkölluðu oft aðeins mótefnasvar, en þetta væri talið betra til að örva frumubundið ónæmi og virkja T-drápsfrumur, sem taldar væru virkari til að ráða niðurlögum innanfrumusýkla. „Visnuveiran er náskyld eyðniveirunni og hefur aldrei tekist að framleiða bóluefni gegn þeim eða neinni lentiveiru,“ sagði hún. „Ef þetta tekst hjá mér mætti nota það sem módel til að byggja upp bóluefni gegn öðram lentiveiram. Það er verið að prófa DNA-bóluefni víða núorðið og virðist ganga betur gegn veirum en bakteríum." Helga María kom til starfa á Keldum í júní í fyrra og hafði þá nýlokið doktorsprófi við Virginíu- háskóla í Charlottesville í Bandaríkjunum. I dokt- orsverkefni sínu athugaði hún pökkunarraðir í erfðaefni eyðniveirannar. ♦ Tilraunir með að nota erfða- efnið beint sem bóluefni SIGURBJÖRG Þorsteinsdóttfr rannsakar ónæmis- svörun í mæði/visnusýktum kindum. Hún kannar bæði mótefnasvörun og frumubundið ónæmi. „Mæði/visnuveiran er lentiveira í kindum og ná- skyld eyðniveirunni,“ sagði Sigurbjörg. „Hún sýkir framur ónæmiskerfisins eins og aðrar lentiveirar. Ónæmiskerfið getur ekki losað skepnuna við veiruna og sjúkdómurinn dregur oftast til dauða. Það hefur komið í ljós að í lentiveirusjúkdómum í ýmsum dýrum gera ákveðnir þættir ónæmissvör- unar illt verra þannig að sterk svöran eykur á sjúk- dóminn. Því er afar áríðandi að rannsaka þetta ferii veirunnar og samskipti hennar við ónæmiskerfið, , bæði með tilliti til sjúkdómsins og þá sérstaklega til bóluefnis. Þar sem ekki er hægt að gera tilraunir á mönnum er nauðsynlegt að gera lentiveirutilraunir á dýrum.“ Á Keldum eru notaðar tilraunakindur, sem sýkt- ar eru með veirum, sem ýmist hafa verið ræktaðar úr sýktum kindum eða eru erfðabreyttar. „Þá hefur veiran verið klónuð og skipt um gen eða hluta gena hennar eftir því hvað er verið að skoða,“ sagði hún. „Síðan eru tekin blóðsýni úr þessum kindum og fylgst með framgangi sjúk- dómsins og ónæmissvöruninni.“ Hún sagði að bæði væru gerðar sýkingar- og bóluefnistilraunir. Tilgangurinn væri að komast að því hvaða hluti ónæmiskerfísins veitti vörn gegn sjúkdómi og hvaða hluti ónæmiskerfisins gerði illt verra, þannig að ekki sé hætt við að sjúkdómur versni við bólusetningu. Sigurbjörg hefur verið á Keldum frá árinu 1989 og kom þangað frá Svíþjóð þar sem hún hafði verið í doktorsnámi í ónæmisfræði í sex og hálft ár. Hún vann doktorsverkefni sitt við Karolinsku-stofnun- ina í Stokkhólmi og snerist það um ónæmissvörun gegn krabbameinsfrumum í mönnum. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.