Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 38

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 38
H58 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bróðir okkar, GUNNARJÓNSSON, sem andaðist 2. september í White Plains N.Y., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn 1. október kl. 15.00. Systkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR frá Smáhömrum, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi sunnudaginn 27. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Björn H. Karlsson, Matthildur Guðbrandsdóttir, Elínborg Karlsdóttir, Helgi Eiríksson, börn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrverandi húsvörður, Hallveigarstöðum, Hátúni 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 27. sept- ember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. október kl. 13.30. Þóra Björgvinsdóttir, Jón J. Haraldsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Þ. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HULDA DÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR, frabakka 2, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Halla Hauksdóttir, Þorgeir Benediktsson, Hrafn Hauksson, Heiða Hauksdóttir, Hafþór Þorvaldsson, Harpa Hauksdóttir, Ingvar Ingvarsson, Friðjón Unnar Halldórsson. + Ástkær bróðir okkar, HREINN JÓHANNESSON frá Súgandafirði, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 23. september. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 13.30. Hansína Jóhannesdóttir, Herdís Guðrún Jóhannesdóttir og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, SIGURLAUGAR (SILLU) SVEINSDÓTTUR frá Steinaflötum, Siglufirði. Rannveig Pálsdóttir og fjölskylda. Lokað Verslunin verður lokuð í dag, miðvikudaginn 30. september, vegna jarðarfarar ÓLAFÍU JÓHANNSDÓTTUR. Verslunin Álfhóll. OLAFIA JÓHANNSDÓTTIR + Ólafía Jóhanns- dóttir fæddist 1. maí 1915 í Reykja- vík. Hún lést 20. september síðast- liðinn. Ólafia var dóttir hjónanna Ólafíu Hólm Ólafs- dóttur, f. 29.3. 1888, d. 3.3. 1915, og Jóhanns Torfa Steinssonar, yfirvél- stjóra, f. 7.6. 1887, d. 11.11. 1966. Seinni kona Jóhanns var Ester Judit Löfsted. Börn þeirra eru: Örn, Steinar, Aage, Helgi, Harry og Haukur, auk þess áttu þau dóttur, Inger, sem lést 12 ára gömul. Ólafía giftist Hafsteini Guð- mundssyni, prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda. Þau eign- uðust eina dóttur, Dröfn, f. 27.6. 1941. Þau slitu samvistir. Seinni maður Ólafíu er Karl Einarsson verslunareigandi. Þau giftu sig 11.12. 1946. Sonur þeirra er Krisfján Jón Karlsson, verktaki. Kona hans er Petra Jónsdóttir klæðskerameistari. Dóttir þeirra: Ásta Margrét, nemandi við Colombia Uni- versity í Bandaríkj- unum. Dóttir Ólafíu og Hafsteins: Dröfn H. Farestveit, hús- sljórnarkennari, gift Arthur K. Farestveit fram- kvæmdasljóra. Þau eiga þrjú börn: 1) Ólöf Ásta Farest- veit, uppeldis- og af- brotafræðingur, dagskrárstjóri á Stuðlum, gift Þráni Farestveit, afbrotafræðingi, verslunarsljóra hjá Einari Farestveit & co. hf. Börn þeirra eru Bjarni og Dröfn. 2) Einar Farestveit, lögfræðingur, LL.M , starfsmaður lögfræðisviðs Alþingis, kvæntur Elfu Guðna- dóttur, sjúkraliða á Landakoti. Sonur þeirra er Arthur Knut. 3) Anna Sif Farestveit, nemandi við Grundtvigs Höjskole í Fred- riksborg. títför Ólafíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það haustar í landinu okkar. Trén taka á sig hina fegurstu liti. Laufin skrjáfa andartak í vindinum svo hníga þau til jarðar. Lífshlaupi er lokið. Annað haust komið áður en við vitum af. Fegurð mannsins breytist frá flosmjúkri barnskinn til óteljandi litbrigða í sál þroskaðs einstaklings. Mín ástkæra tengdamóðir fékk fegurðina í vöggugjöf og hún kvaddi þennan heim með litbrigðum haustsins, svo óvænt eins og vindurinn, sem af- klæðir hin fegurstu tré í einni sjón- hending. Fyrir rúmlega áttatíu árum hvíldi ung, sterkbyggð vestfirsk kona, Olafía Guðbjörg Olafsdóttir, í hvítu líni í lítilli stofu í Reykjavík. Ljósmóðirin var á leiðinni. Hríðirn- ar hafnar en ástvinurinn hennar og eiginmaður, Jóhann Steinsson, rétt kominn á ytri höfnina á flutninga- skipinu sínu. Beið eftir að komast inn. Bros ungu konunnar í rúminu, kvíði unga mannsins, sem ekki komst í land, sagði allt um ást þess- ara ungu hjóna, vonir þeiira og til- hlökkun eftir ófædda baminu. Lítið heimili beið, björt framtíð og barn- ið, lítil stúlka með tindrandi dökk augu og brosandi munn, leit dags- ins ljós. Sveipaðu hana teppinu frá pabba hennar, segir unga konan og brosir við systur sinni. Það er gleði og eftirvænting bundin feginleik í loftinu. Daginn eftir er unga móðir- in veik. Á þriðja degi hvíslar hún fársjúk til systur sinnar: Elsku Ki’istín mín, taktu litlu stúlkuna mína að þér og kysstu hann Jóhann minn frá mér. Svo lokaði hún aug- unum. Unga móðirin var látin. Sjómaðurinn ungi stendur í litla herberginu, lítur nýfædda dóttur sína og konu. Kerti loga á borði, lítil stúlka grætur. Það er undarlega hljótt og þá skynjar hann allt í einu að nú er hann einn, einn með litla nýfædda telpu og að konan hans er honum horfin. Við drifhvíta kistu er lítil stúlka Sérfræðingar í blómaskreytinguni við öll tækifæri I blómaverkstæði I I JSlNNA 1 Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 909(1 skírð Ólafía í höfuð móður sinnar. Steinn er reistur við gröf og ungur sterklegur maðurinn leggur lítið barnið í fang móðursystur sinnar, kveður og heldur til hafs. Tengdamóðir mín var fædd. Fædd inn í sorgina, móðurlaus. En faðir hennar kemur í heimsókn við hverja heimkomu, færir henni fallega hluti frá útlönd- um og leikur við hana. Ástríkir fóst- urforeldrar og sonur þeirra annast hana af hlýhug. En í hjartanu sínu spyr lítil stúlka aftur og aftur. Góði Guð, af hverju tókstu hana mömmu frá mér? Af hverju? Og þegar hún fer að fara sjálf um stendur hún oftsinnis við stóra steininn í garðin- um og hvíslar ofan í moldina. Mamma mín, mamma mín, af hverju fórstu frá mér? Og árin líða. Hún gengur í barna- skóla, sækir Landakotsskóla og lærir upp á dönsku, sest í Verslun- arskólann en þá bregður við bliki í augum ungs manns og svo aftur og aftur og svo kankvíst bros og svo er allt í einu kominn við hlið hennar ungur maður með stór tindrandi augu og fallegar hendur og hún finnur til hlýrra strauma, sem hún hefur ekki þekkt til áður. Og ungi maðurinn talar við hana um alla sem hafa það svo bágt, um alla sem eru svo fátækir og um alla þá sem eru svo einmana. Þetta er Haf- steinn Guðmundsson, fæddur i Vestmannaeyjum, skilinn ungur frá móður, fóstraður uppi á landi hjá vandalausum. Lærlingur í prenti. Saman byggðu þau sér drauma um nýja veröld, betri veröld og list- fengar hendur þeirra lögðu saman í litlu herbergi sem var þeim heimili. Hún perlubróderaði fýrir versl- anir, saumaði og hannaði lampa- skerma svo glæsilega að undrun sætti. Hann teiknaði munstur og myndir sem voru felldar inn í þá. Svo sýndi hann henni bækur sem hann vildi gera betri en nokkur annar. Þá fæddist þeim dóttir, lítil stúlka með stór dökk augu og bjart bros, og ungmóðirin fann frið og ró heimilislífsins leita á, öryggi sem hana þyrsti eftir. En veröldin brann, stríðstól æddu yfir jörðina. Tími verkanna virtist stuttur, bönd brustu og konan unga stóð allt í einu uppi ein með dóttur ' Blómabúð in ^ öarðsKom . v/ Fossvogski^IcjugQiA : V. Símii 554 0500 y sína í lítilli kjallaraíbúð. Minningar æskunnar tóku aftur á sig myndir. Hvers vegna var hún aftur ein og yf- irgefín? Hvers vegna fylgdi þetta henni? Hvers vegna gerði Guð henni þetta? Hún hafði engin svör. Hún lokaði bara skúffunum sínum, sem hún hafði svo oft lokað áðui’ þegar hún hafði verið lítil stúlka. Ytti þján- ingunum til hliðar. Svo saumaði hún og saumaði langt fram á nætur og mæðgurnar björguðu sér og árin liðu. Kyrrð féll yfir veröldina aftur og þá allt í einu stóð hár, myndarlegur maður í kjallaratröppunum hennar og spurði hvort mætti ekki bjóða henni í bílferð? Og Dröfn litlu líka, sagði konan og horfði feimin ofan í gráan stein- inn. Og bílferðirnar urðu fleiri og það kom aftur bros á varir ungu konunnar og hún sá að það var að koma vor. Lítil dóttirin horfði með aðdáun á þennan fallega mann, hlakkaði til bílferðanna og svo allt í einu var hann orðinn pabbinn hennar. Karl Einarsson, vaxinn upp í Hafnarflrði af Baldvinssonarfólk- inu. Fólkinu sem barðist fyrir reisn alþýðunnar í landinu. Tveir einstaklingar, með djúpar rætur frá Vestfjörðum, tókust í hendur og lögðu út á veginn. í fimmtíu ár upp brekkuna, ofan hall- ann og upp aftur af ótrúlegri þraut- seigju. Svo eignuðust þau drenginn Kristján Jón, klett við hlið foreldra sinna, og síðar einstaka tengdadótt- ur og barnabarnið Ástu Möggu. Að þjóna öðrum. Gera gestum gott í mat og gjöfum og umgengni stóð hjartanu næst. Einskis vænti hún sjálf. En mikil birta hófst í lífi hjón- anna þegar þau keyptu sér máln- ingarvöruverslunina ÁJfhól í Kópa- vogi. Þá fann hún sig í starfi og samskiptum við fólkið og verslunin varð í mörg ár eins konar himin- festing Kópavogs. Þangað mættu menn til skrafs og ráðagerða. I mörg ár, hvern sunnudagsmorgun, kom aldraður faðir hennar, Jóhann, í heimsókn til hennar. Þáði kaffi og pönnukökur. Ástríkið skein á milli þeirra. Gleði og bros tindraði í dökkum augum hennar. Svo komu barnabörnin eitt af öðru og veittu ömmu sinni ljúfar stundir. Tengdamóðir mín, gullfalleg stúlka, með sterkar rætur úr harðbýlli sveit Dýrafjarðar, er gengin. Traust og heiðarleg kona, sem gaf öðrum af sér en ætlaðist til einskis sjálf. Aðdáunarvert hefur verið að sjá hvað stóri fallegi mað- urinn hennar hefur gefið henni mikið þegar heilsan dvínaði. Ekkert er of gott fyrir hana Lóu mína, sagði hann alltaf. Og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Nú kveð ég þessa indælu konu og þakka henni fyrir elskuleg viðkynni og sérstaklega fyrir dóttur- ina sem hún gaf mér hlutdeild í. Með fátæklegum orðum reyni ég að skilja hvers vegna hún veitti aldrei öðrum það traust að skoða ofan í litlu skúffumar hennar. En senni- lega hafði bara h'til móðurlaus stúlka fyrir löngu lokað þeim fyrir sjálfri sér. Aðeins vindurinn og dúkkurnar hennar fengu að heyra það sem leyndist dýpst í brjósti hennar. Elsku tengdamóðir. Eg og börnin mín, Ólöf Asta, Einar og Anna Sif, eigum þér margt að þakka. Hvfl þú í Guðs friði. Arthur Knut Farestveit. Systir mín Ólafía gekk meðal vina og ættingja undir nafninu Lóa, nafni vorboðans sem allir fagna með hækkandi sól. Þegar Lóa kom inn í okkar veraldlega heim mættu henni hörð örlög, móðirin sem hafði alið hana var mikið veik og lést tveimur dögum eftir fæðingu henn- ar. Faðirinn var sjómaður og hafði langar fjarvistir og því lá beint við að Lóa færi í fóstur til góðs fólks. Svo varð og fór hún til móðursystur sinnar. Lóa fékk nafn móður sinn- ar, Ólafía, er hún var skírð. Ellefu árum síðar leit sá er þetta ritar ljós þessa heims og með vaxandi þroska varð honum ljóst að eitt systkini var ekki á heimilinu og að við systk-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.