Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sagakort Flugleiða verður símakort VILDARKLÚBBUR Plugleiða hefur gert samning við Actima, alþjóðlegt símafyrirtæki sem er í samvinnu við Telia í Svíþjóð. Samn- ingurinn felur í sér að Saga kort Vildarklúbbsfélaga verði jafnframt símakort. Aðgangur að símaþjón- ustu Actima veitir viðskiptavinum þjónustu á lágu verði, en verð fyrir notkun er allt að 30% lægra en með notkun annarra símakorta, segir í fréttatilkynningu. Galdurinn við þjónustu Actima er að korthafar eru ekki bundnir símakortasjálfsölum. Korthafar geta hringt úr hvaða síma sem er, hvar sem er í heiminum, í þjónustulínu Actima og hringt fyrir milligöngu þeirra hvert á land sem er. Þessi þjónusta er ekki síst hagstæð í samanburði við það að hringja á hótelum, úr farsíma eða með sambærilegum símakortum. Símakortið leysir viðskiptavini einnig undan margvíslegum óþæg- indum s.s. að hafa áhyggjur af að eiga smámynt í síma eða fínna símasjálfsala. I hvert sinn sem þjónusta Actima er notuð ávinna Vildarklúbbsfélag- ar sér ferðapunkta. THOMAS Manthei, fram- kvæmdastjóri Actima, og Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðumaður Vildarklúbbs Flugleiða, hand- sala samning um símakortið. Búnaðarbanki íslands hefur vaxið um 56 % á síðustu tveimur árum. Mikil aukning hefur orðið í allri starfsemi bankans og hefur markaðshlutdeild og hagnaður aukist ár frá ári. Stór hluti aukinna viðskipta hefur átt sér stað á fyrirtœkja- og stofnanamarkaði og eru tvö svið innan Búnaðarbankans sem sinna því í nýju skipuriti; Fyrirtœkjasvið og Verðbréfasvið ásamt útibúum bankans. Verðbréfasvið Búnaðarbankans var stofnað í upphaji síðasta árs og starfa í dag 35 starfsmenn á sviðinu, flestir með háskólapróf á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða hagfrœði. Sviðið spannar þrjár rekstradeildir. Eignavarsla sér um vörslu eigna einstaklinga og stofnana og heyra m.a. verðbréfasjóðir undir þá deild. Markaðsviðskipti sjá um heildarþjónustu við stœrri fyrirtæki og fagfjárfesta, sem felur í sér aðstoð við jjármagnsskipan jýrirtækja, miðlun og sölutryggingu verðbréfa, viðskiptavakt, framvirka samninga o.fl. Fjárstýringfer með jjármuni bankans sjálfs, öflun lánsfjár fyrir bankann, gjaldeyrisverslun, millibankaviðskipti og ber ábyrgð á lausajjárstöðu bankans. Aukþessara þriggja rekstrardeilda eru stoðdeildirnar Áhœttustýring og Bakvinnsla innan Verðbréfasviðs. (§) BÚNAÐARBÁNKi ÍSLANDS HF S/r BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Búnaðarbankinn leitar nú að starfsfólki sem hefur metnað og er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að stuðla að frekari vexti og hagnaði bankans. Sérfrœðingar ífyrirtœkjaþjónustu Starfið felur í sér heildarþjónustu við stærri íyrirtæki og stofnanir varðandi fjármögnun, verðbréf, gjaldeyri, afleiðusamninga, skammtímaávöxtun o.fl. Um er að ræða líflegt starf þar sem mannleg samskipti og góð heildarþekking á innlendum íjármálamarkaði skipta miklu máli. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á sviði viðskiptafræði, fjármálafræði eða hagfræði. Umsækjendur þurfa að vera góðir í mannlegum samskiptum, geta starfað sjálfstætt og hafa góða heildarþekkingu á íjármálamarkaði. Hlutabréfamiðlari Við viljum ráða öflugan hlutabréfamiðlara til að þjóna stærri viðskiptavinum í sambandi við viðskipti með hlutabréf. Hæfíleikar í samskiptum við fólk og frumkvæði eru því mikilvægir kostir. Miðlari þarf einnig að vera talnaglöggur, geta aflað sér upplýsinga og myndað sér skoðanir á einstökum fyrirtækjum og þróun á hlutabréfamarkaði. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á sviði viðskiptafræði, íjánuálafræði eða hagfræði. Umsækjendur þurfa einnig að vera áræðnir og hafa getu til snöggrar ákvarðanatöku. Skilningur á ársreikningum fyrirtækja er nauðsynlegur. Afleiðuviðskipti Starfið felur í sér gerð hvers kyns afleiða, þ.e. framvirkra samninga og vilnana. Um er að ræða vaxandi starfsemi sem grundvallast á góðri stærðfræðiþekkingu. Umsækjendur þurfa að geta sýnt frumkvæði og starfað sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófí með áherslu á stærðfræði. Gerð er krafa um dugnað og nákvæmni í vinnubrögðum. Gjaldeyrisverslun Starfið felur í sér samskipti við fyrirtæki og stofnanir á sviði gjaldeyris- og afleiðuviðskipta, bæði innanlands og erlendis. Um er að ræða líflegt starf á ört vaxandi markaði. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi eða sambærilegu námi. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 7.október n.k. merktar: “Búnaðarbankinn - viðeigandi starf“ RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 533 1800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: http://www.radgard.is _ _ i Hlutafjárútboð Landsbanka fslands Tilboði hæst- bjóðanda tekið BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. ákvað á fundi sínum í gær að taka tilboði Vilhjálms Bjarnasonar við- skiptafræðings, hæstbjóðanda í til- boðsflokki hlutafjárútboðs bankans. Vilhjálmur og félagar hans kaupa því 50 milljóna króna hlut á genginu 2,566 og eiga auk þess kost á að kaupa á því verði það hlutafé sem áskrifendur í almennum flokki út- boðsins greiða ekki fyrir. Á fundi bankaráðsins í gær voru lagðar fram áskriftarskrár úr hluta- fjárútboðinu, annars vegar fyrir starfsmenn og Lífeyrissjóð banka- manna og hins vegar í almennum út- boðsflokki. Það skilyrði var sett fyrir samþykki við áskriftum í báðum flokkum að ef áskrifandi greiðir ekki hlut sinn á gjalddaga, sem er 14. október, sé bankastjóra heimilt að hafna áskriftinni og gefa hæst- bjóðanda í tilboðsflokki útboðsins kost á að kaupa hlutina. Staðfesti Vilhjálmur Bjarnason til- boð sitt í 50 milljóna króna hlut í bankanum með greiðslu 128 milljóna kr. fyrir 14. október næstkomandi, eignast hann tæplega 0,8% í Lands- banka íslands hf. og verður annar stærsti hluthafinn, á eftir ríkinu sem á 85%. Ofmat á bönkunum? Ef miðað er við það gengi sem Vil- hjálmur býður er markaðsvirði Landsbanka íslands 16,7 milljarðar kr. Til samanburðar má geta þess að markaðsvirði Islandsbanka er 13,7 milljarðai' kr. Landsbankinn verður ski-áður á Verðbréfaþing Islands þegar framkvæmd hlutafjárútboðs- ins verður að fullu lokið og þá mun myndast markaðsverð. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði hafa spáð því að fyrsta markaðsverð muni taka mið af Tryggingamiðstöðin á Verðbréfaþing Gengi 15% yfír út- boðsverði LOKAGENGI hlutabréfa í Trygg- ingamiðstöðinni hf. í gær, á fyrsta degi eftir skráningu félagsins á Aðallista Verðbréfaþings Islands, var 28,70. Hlutabréf félagsins voru seld á genginu 25 í útboði á dögun- um og er gengið nú því nærri því 15% hærra en útboðsgengið. Á þessum fyrsta viðskiptadegi voru seld hlutabréf í Trygginga- miðstöðinni fyrir um 3 milljónir kr. að söluverði. Tryggingamiðstöðin er 58. félag- ið sem skráð er á Verðbréfaþing Is- lands og það 7. sem skráð er í ár. Allt hlutafé félagsins er skráð á markaðnum, alls 182,4 milljónir kr. að nafnvirði. Markaðsvirði félags- ins er því 5,2 milljarðar kr. miðað við gengi hlutabréfanna í gær. ------------------- Samkeppni á farsímamarkaði SAMKEPPNI á farsímamarkaði, er yfírskrift hádegisverðarfundar Imark, Félags íslensks markaðs- fólks, sem haldinn verður í Ársölum Hótel Sögu í dag, klukkan 12. Á fundinum munu Guðmundur Björnsson forstjóri Landssímans, Þór Jes Þórisson framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Lands- símans, Þórólfur Árnason fram- kvæmdastjóri Tals og Arnþór Hall- dórsson framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Tals fjalla um samkeppn- ina á markaðnum og hvað framund- an er hjá fyrirtækjunum. hæsta tilboði í hlutafjáruppboðinu. í Morgunkomi, fréttabréfi Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, er á það bent að um það bil helmingur tilboða var á genginu 2,2 og hærra og megi því búast við að einhverjir tilboðs- gjafar falist eftir hlutum einstak- linga á genginu 2,2 til 2,55. I Morgunfréttum, fréttabréfi Við- skiptastofu Islandsbanka, kemur fram það álit að hæsta gengi í til- boðsflokknum byggist á ofmati á verðmæti bankans. Þar segir meðal annai's: „Það eina sem skipth' máli fyrir verðmatið er að meta hve lík- legt það er að Landsbankinn geti bætt hagnað sinn verulega frá þvi sem nú er og verulega umfram Is- landsbanka. Það er nauðsynlegt til að bankinn standi undir verðinu en hagnaður ársins er undir 6% af markaðsvirði en til samanburðar eru vextir á peningamarkaði 7,5%. Það er athyglisvert að Landsbankinn hefur lækkað afskriftarhlutfall í 6 mánaða uppgjöri en íslandsbanki ekki. Það er vel mögulegt að Landsbankinn geti aukið hagnað sinn á næstu árum en einnig verður að hafa það í huga að ytri skilyrði hagkerfisins eru með allra besta móti. Því verður í verðmatinu einnig að gera ráð fyrir mögrum árum í framtíðinni. Einnig búa allir bankamir við mikla og aukna samkeppni sem dregur úr gildi vegvísa sem meta fortíðina. Markaðshlutdeild og viðskiptavild mun í auknum mæli ráðast af gæðum þjónustunnar. Þetta gengi er því of- mat miðað við eðlilega ávöxtunar- kröfu og raunhæfar væntingar. Þessi viðhorf giida einnig um Islandsbanka og miðað við slíkt mat má einnig komast að því að gengi Islandsbanka sé hátt og það setur miklar ki-öfur um afkomu framtíðar.“ TölvuMyndir kaupa hlut í færeysku hugbúnaðar- fyrirtæki TÖLVUMYNDIR hafa keypt þriðjungshlut í færeyska fyrir- tækinu Vision Software að því er fyrirtækið skýrði frá í gær. Markmiðið með kaupunum á Vision Softvare er að sögn Halldórs Lúðvígssonar, deild- arstjóra viðskiptadeildar TölvuMynda, að koma sér fyrir á færeyska markaðnum með vörur TölvuMynda og þá sér- staklega fyrh' sjávarútveg. Áætlun TölvuMynda er að tengjast Navision Financials fyrii-tækjum, sem fyrirtækið er sölu- og þjónustuaðili fyrir, á hverju markaðssvæði og eru kaupin á Vision Softvare liður í markaðssetningu fyrir Færeyj- ar og Danmörku. Halldór Lúðvígsson mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins, en aðrir eigendur þess eru FaroeDane sem er stærsta verslun Færeyja með tölvur og skrifstofubúnað, Maru Holding sem er fagfjárfestir, og aðrir starfsmenn sem eiga minni hluta. Vision Software er eitt af þrem hugbúnaðarfyrirtækjum í Færeyjum, sem eru öll af svipaðri stærðargráðu. Vision Softvare er rúmlega eins árs fyrirtæki og þar starfa 8 starfsmenn og fer starfs- mannafjöldinn stöðugt vax- andi, segir í fréttatilkynningu frá TölvuMyndum. Það sér- hæfir sig í Navision Financials viðskiptahugbúnaðinum og hafa starfsmenn þess allt að 7 ára reynslu í Navision.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.