Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 22
I 22 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hefðir og til- raunir í leir MYJVPLIST Art liiín LEIRMUNIR TOSHIKO TAKAEZU Opið virka daga 12-18 og 14-18 um helgar. Sýningin stendur til 4. október. LEIRMUNAGERÐ er að sjálf- sögðu eitt elsta form listmótunar, en óvíða stendur hún þó jafnfast á grunni hefðarinnar og í Japan, en einmitt þangað sækir Toshiko Takaezu, sem nú má sjá eftir verk í Art hún í Reykjavík, inn- blástur sinn og aðferðir. Hún er raunar fædd á Hawaii-eyjum árið 1922 en er af japönskum ættum. Hún hóf ung listnám og hneigðist snemma að leir- listinni og í byrjun sjötta áratugarins hélt hún til framhaldsnáms við hina þekktu Cranbrook-aka- demíu í Michigan í Banda- ríkjunum þar sem hún lærði meðal annars hjá frægum fínnskum leirlista- manni, Maija Grotell. Mest áhrif mun það þó hafa haft á Takaezu er hún fór og dvaldi í Japan á ár- unum 1955 og 1956. Þar drakk hún í sig hefðina og lærði handbragðið sem þarlendir leirkerasmiðir höfðu þróað mann fram af manni frá því í árdaga. Einkum lagði hún sig eftir því að kynnast handbragði alþýðulistamanna á borð við Shoji Hamada, jafn- framt því sem hún hefur lýst því hvemig hún lærði að tengja saman leirmuna- gerð og zen-búddíska íhug- un. Síðan hefur Takaezu oft snúið aftur til Japan og er vel þekkt þar fyrir list sína. Ferill Takaezu hefur verið glæstur og það eru engar ýkjur þegar aðstandendur Art hún kynna hana nú sem einn af þekktustu leir- listamönnum Bandaríkjanna. Auk þess að vinna að list sinni hefur hún kennt víða og sýnt, hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun, og verið sæmd heiðursnafnbótum af fleiri en einum listaháskóla. Arið 1994 var hún meira að segja sæmd nafnbótinni „Mennskur fjársjóður" af háskólanum í Norður-Karólínu. En hvað er það sem heillar svo við leirlist Takaezu? Jú, það er einna helst hvernig henni hefur á löngum ferli sínum tekist að sam- eina hinar aldagömlu hefðir og að- ferðir við nútímalega formtilfinn- ingu og -útfærslu. Verk sín brenn- ir hún yfirleitt í viði og notar gjarnan hefðbundin efni á borð við kopar til að gefa leirnum lit, auk þess sem hún notar mismun- andi trjátegundir við brennsluna til að ná fram með öskunni mis- VERK eftir Toshiko Takaezu, unnið árið 1996 með kopar- og öskuáferð. munandi áferð og yfirbragði. Bæði í sinni eigin listsköpun og sem atkvæðamikill kennari hefur Takaezu átt ríkan þátt í að brúa bilið milli hins forna handverks al- þýðuleirlistamannanna í Japan og menntaðra leirlistamanna á Vest- urlöndum. Verk Takaezu bera vott um mik- inn þroska hennar í listinni, einfóld en lifandi form án alls tildurs sem virðast bera áhorfandanum eitt- hvað af þeirri djúpu ró sem sóst er eftir í zen-búddismanum. Jón Proppé Til jarðarinnar MYIVPLIST Listasafn ASI, Ásmundarsal við Freyjugiitu LEIRLIST JUN KAWAGUCHI Til 4. október. Opið frá þriðjudögum til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgang- ur kr. 200. KAWAGUCHI er japanskur leir- kerasmiður spm sýnir í Gryfju Listasafns ASI verk sem hann kall- ar „ZOEA“, eða jarðarverk. Þau eru eins konar óður til jarðarinnar þó svo að loftkennd ásýnd þeirra minni á allt annað en jörðina. Reyndar eru þessar litfjörugu smá- myndir meira af heimi geimsins og stjamanna en moldarinnar, enda minna þau sterklega á kosmíska veröld rússneska listmálarans Vassiljí Kandinsky sem hann þróaði á tuttugu síðustu ámm ævi sinnar. Þessi skyldleiki er reyndar ekki einleikinn, svo nærri liggja keramíkplattar Kawaguchis verk- um Kandinskys. Þeir em gjarnan settir saman úr fimm hvítbrenndum einingum - líklega rúlluðum með kökukefli og skomum í litlar sneið- ar - sem síðan tengjast áður en þær eru skreyttar með litríkum snúmm, regnbogaröndum, krossformum og perlum. Yfir tilurð þessara verka mætti gjarnan syngja meistarasöng Hálsaskógarbakarans: „Þegar pip- ZOEA - Jörðin - eftir Jun Kawaguchi. Postulín, 40 x 30 cm. arkökur bakast, kökugerðarmaður tekur fyrst af öllu steikarpottinn ...“ og svo framvegis. Jun Kawaguchi er fæddur í Yoko- hama 1951. Hann lauk BA-prófi í leirlist árið 1975, frá Borgarlista- skólanum í Kyoto. Árið 1988 kynnt- ist Kawaguchi ungverskri leirlist og snemma á þessum áratug dvaldi hann í ísrael. Þannig er hann víð- förull og að því er virðist öldungis óragur við að hleypa í gegnum sig ólíkum áhrifum. Það sem kemur íslenskum gest- um eflaust spánskast fyrir sjónir er hve lítt Kawaguchi reynir að tengja verk sín náttúralegum heimi. Okkur finnst sem leirlist hljóti að þurfa að varðveita eitthvað af jörðinni sem hún er sprottin af, en japanski meistarinn er á allt öðra máli. Hann vflar ekki fyrir sér að þekja allt sitt postulín með glerjungi sem einna helst minnir á glassúr eða lakkrís- konfekt. Þannig sést hvergi í jarð- neska fósturvísa efniviðarins. Ef til vill er það þessi framandleiki sem gerir Kawaguchi að slfloim aufúsu- gesti, því hví ættum við að vilja sjá eitthvað frá hans hendi sem væri einber viðbót við þá leirlist sem við þekkjum úr smiðju íslenskra meist- ara? Halldór Björn Runólfsson Rökkursæla BÆKUR Ljóð ÁLEIÐIS NÓTT eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Utgefandi Valdimar Tómasson. 1998. NOTTIN er skáldum áleitið yrkisefni. I henni er myrkur, kyrrð en einnig kenndir, losti og líf. Um þvflíka nótt yrkir Pjetur Hafstein Lárasson í bók sinni Áleiðis nótt. Nokkuð er síðan Pjetur sendi frá sér ljóð og ljóst er að hann hefur notað þann tíma nokkuð vel. Hér er á ferðinni íhugul bók sem byggir á fáum, öguðum ljóðmynd- um og sækir myndmál sitt tíðum til náttúrannar. Texti Pjeturs er knappur og þranginn merkingu og myndir hans einfaldar og ljósar og miðla gjaman einhverjum kenndum eins og í þessari ljóð- mynd af ástaratlotum dags og nætur: Nú hallar degi að næturfaðmi djúpum í kyrrð og þögn. Pó ólgar þrá ervekurspumoglosta sem ekkert hamið fær. Sæl er sú stund er fallast ijóð í faðma dagur og nótt og renna að einum ósi. Á það hefur veirð bent að ljóðlistin sé kannski sú list- grein sem næst standi þögninni. Það sé í eðli sínu hljóðlátt. Hver sem reyndin er hvað þessa hug- mynd varðar almennt er ljóst að hún á vel við um bestu kvæði Pjet- urs. Fegursta ljóð bókarinnar er einmitt í þessum anda. Það er tit- illjóðið, Áleiðis nótt, sem í mínum huga kallast á við ljóð fyrstu ís- Innri friður KVIKMYJVPIR Sam-bíóin THE HORSE WHISPERER ick'k'k Leikstjóri: Robert Redford. Hand- ritshöfundur: Eric Roth og Richad Lagravenese. Aðalhlutverk: Robert Redford, Kristin Scott Thomas, Scarlett Johansson, Dianne Wiest, Chris Cooper og Sam Neill. Touch- stone Pictures 1998. í UPPHAFI vora hestar villt dýr sem önnur og eiga víst enn nokkuð erfitt með að sætta sig við yfirráð mannsins. Nokkrum mönn- um hefur tekist að öðlast skilning á tilfinningum hesta og era fengnir til að róa þá niður með því að hvísla í eyra þeirra. Þeir eru nefndir hestahvíslarar. Annie Maclean for- hertur ritstjóri í New York leitar í örvæntingu sinni til hestahvíslar- ans Tom Booker í Montana, eftir að táningsdóttir hennar Grace lendir í hrikalegu slysi ásamt hest- inum sínum Pflagrími. En þau hafa hvoragt náð sér andlega eða líkam- lega eftir áfallið. Hestahvíslarinn er margslungin mynd, og því skrítið að segja hversu falleg hún er í látleysi sínu og einfaldleika. Redford er að koma til skila ást sinni á lífinu og öllu því besta sem felst í því; friði í hjarta og virðingu fyrir náunganum, dýr- unum og náttúranni í heild sinni. Að einfóldustu hlutimir eru bestir og gefa manninum mest. Það er sjaldan að kvikmynd hef- ur komið mér jafnmikið á óvart. Ekki með því að vera mikið öðravísi en ég bjóst við, heldur að mér skuli hafa fundist hún svo yndisleg. Á dauða mínum átti ég von, en ... Ég verð að viðurkenna þá stóru synd, að hingað til hef ég átt erfitt með að þola dýr. Ég grét aldrei yfir Lassie, þoldi ekki „Þyt í laufi“ og öll þessi leiðinlegu og ljótu dýr. En einhvern veginn er þessi mynd þannig gerð að ég fann innilega til með honum Pflagrími, og var mjög hrærð þegar hann og Grace náðu saman að nýju. Persónurnar eru mjög eðlilegar og skemmtilegar. Látlausar og sýna sjaldan léttýkt „bíómyndavið- brögð“ eins og ég ætla að kalla það héðan í frá. Það er þegar áhorfandi býst við ákveðnum viðbrögðum frá ákveðinni persónu sem gegnir ákveðnu hlutverki í framvindu frá- sagnar. Persónan bregst svo öðru- vísi við, áhorfandinn verður hissa, en gerir sér fljótlega grein fyrir að þessi óvæntu viðbrögð voru mun skynsamlegri og vissulega áhuga- verðari fyrst þau komu á óvart. Robbi hefur líka ekkert smá lið með sér. Sam Neill sýnir að hann er einstaklega næmur og góður leikari. Diane Wiest og Chris Cooper leika hjón og betra getur það nú varla orðið. Kristin Scott Thomas er orðin eftirsótt leikkona. Ég næ ekki alveg sjarminum, en hún stendur sig vel. Scarlett litla Johannsson er alveg frábær í hlut- verki dótturinnar. Það eru ófáar tilfinningarnar sem hún þarf að túlka, og stelpan stendur sig þegar mikið mæðir á. Ég held að Robert Redford sýni okkur sérstaklega að hann er alltaf sami sjarmurinn þótt gervitannahrukkurnar séu orðnar nokkuð áberandi. En hann sýnir líka að hann er þrusuleik- stjóri. Myndin er þrír tímar að lengd og persónulega þá fann ég ekki fyrir því. Ég lifði mig svo inn í þessi til- finningalegu átök og hvernig leyst er úr þeim á hljóðlausan hvíslandi hátt með skynsemi og virðingu. Myndin leið áfram og ég held að ég hafi verið snert af þeim friði sem Robbi er að boða. Ekta ánægjuleg bíófór þar sem maður kemur ham- ingjusamur út eins og þegar pabbi eða amma lásu fyrir mann fallega sögu í gamladaga. Hildur Loftsdóttir lensku módernistanna, hrein og tær nætur- og vetrarmynd sem gefur í skyn almenn og óhlutbundin sann- indi með glæsilegri Ijóðmynd. Og utan um allt er haldið með fastri hrynjandi og óreglulegri stuðlasetn- ingu: Sú slóð er hvít sem einum ætlað er að feta langa nótt. Og þó má sjá hvar sáldrast sölnað lauf í gengin spor. Égfylgiþér svo einn sem hugur þinn. Á vissan hátt takast á ákveðnar andstæður í ljóðheimi Pjeturs. Hann yrkir þannig á einum stað um að sérhver maður sé fangi „hlekkj- aður vanans viðjum". Við höldum einnig áfram endalausa vegaleysu „og látum sem í sjónmáli / sé áfangastaður". En öndvert þessari drungalegu sýn rís í brjósti skálds- ins einhver flugþrá og hinn minnsti fugl nær í kvæði hans Sólarflug að fljúga inn í sólina „stæltum vængj- um / á vit ódauðleikans“. Skafti Þ. Halldórsson. ---------------------- Lesið úr nýj- um skáld- verkum á Grandrokk BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld á Grandrokk við Klapparstíg í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 21. Á skáldakvöldinu verður lesið úr íslenskum skáldverkum sem vænt- anleg eru nú fyrir jólin. Eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum: Auður Jónsdóttir, Bjarni Þórarinsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson og Sjón. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Með skáldakvöldinu hefst vetrar- starf Besta vinar ljóðsins, en félags- skapurinn mun á næstu vikum og mánuðum kynna skáldverk á veit- ingastöðunum Grandrokk og Gráa kettinum, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.