Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
170 aldraðir
bíða eftir hjúkr-
unaraðstöðu
SAMEINUÐU þjóðim-
ar hafa ákveðið að árið
1999 verði ár aldraðra.
Það má því gera ráð fyr-
ir að málefni aldraðra
verði meira til umfjöll-
unar af því tilefni.
Málefni aldraðra eru
mjög víðfemt umræðu-
efni, því aldrað fólk hef-
ur margvíslegar þarfir
rétt eins og fólk á öðrum
aldursskeiðum. Enda
þótt að margt hafi verið
gert til að bæta líf
aldraðra og gera þeim
ævikvöldið sem léttast,
hafa þeir orðið afskiptir
á vissum sviðum. Þeir
hafa t.d. ekki notið þess
öryggis í heilbrigðisþjónustu, sem
þeim er nauðsynleg og aðrir aldurs-
hópar búa við. Það blandast engum
hugur um að sinna þarf ungbarni,
það getur ekki annast um sig sjálft
fyrstu æviárin. Og ég hygg að hægt
sé að segja að þjónusta sem lýtur að
öryggi og heilbrigði ungbarna hér á
landi sé okkur að mörgu leyti til
sóma. Sömu sögu er því miður ekki
hægt að segja um heilbrigðisþjón-
ustu aldraðra, sem vegna heilsu-
brests þurfa á sérstakri umönnun
og hjúkrun að halda.
Nú eru 170 aldraðir á höfuðborg-
arsvæðinu á biðlista, sem úr-
skurðaðir hafa verið í brýnni þörf
fyrir að komast inn á hjúkrunar-
heimili og 20 bætast við þá tölu á
hverju ári. Þetta er svartur blettur
á heilbrigðisþjónustu okkar á sama
tíma og þjóðin lifir við mesta góðæri
sögunnar. Eldra fólk á ekki að
Magnús L.
Sveinsson
þurfa að finna sig
þurfalinga í þjóðfélag-
inu, heldur á þjónust-
an, og ekki síst heil-
brigðisþjónustan, að
vera sjálfsögð mann-
réttindi. Þetta fólk hef-
ur skilað þjóðinni
löngu og oft ströngu
dagsverki og með því
lagt grunninn að því
velferðarþjóðfélagi,
sem við búum í. Það er
því okkur til vansa að
svo stór hópur aldraðs
fólks, sem misst hefur
heilsuna, skuli ekki
njóta þeirrar heil-
brigðisþjónustu, sem
því er nauðsynleg. Það
er dapurlegt, að á sama tíma og
mjög miklar framfarir hafa átt sér
stað í heilbrigðisþjónustunni, sem
Eldra fólk á ekki að
þurfa að fínna sig
þurfalinga í þjóðfélag-
inu, segir Magnús L.
Sveinsson, heldur á
þjónustan að vera
sjálfsögð mannréttindi.
m.a. hefur leitt til þess að lífaldur
fólks hefur hækkað, hefur orðið al-
varlegur misbrestur á að tryggja
þeim sem ná háum aldri, nauðsyn-
lega heilbrigðisþjónustu.
Það er mikilvægt að úr þessum
vanda verði bætt með markvissum
og skipulögðum hætti á allra næstu
árum. Við lausn þessara mála ber
að huga að byggingu svokallaðra
hjúkrunaríbúða, sem byggðar væru
í tengslum við hjúkrunarheimili,
sem þegar eru í rekstri. Fyrir
nokkrum árum var búið að hanna
og gera áætlanir um byggingu 40
slíkra íbúða á lóð hjúkrunarheimil-
isins Eirar í Grafarvogi. VR hafði
samþykkt að taka þátt í þessari
framkvæmd. Því miður varð ekki af
framkvæmdum þar sem Reykjavík-
urborg, sem hafði samþykkt að vera
helmingsaðili að þessu verki, dró sig
út úr samstarfi sem um þetta hafði
náðst. Með slíkum íbúðum er gert
ráð fyrir að hjón geti áfram búið
saman, þó annað þeirra þui-fi á
hjúkran að halda. Hjúkrun væri
hægt að veita frá hjúkranarheimil-
inu, sem íbúðirnar væru tengdar.
Með þessu myndi tvennt mikilvægt
vinriast. f fyrsta lagi þyrfti ekki að
Þjórsárver og
N or ðlingaöldulón
AÐ undanfömu hef-
ur talsvert verið rætt í
fjölmiðlum um hugsan-
lega virkjun í Þjórsá
með stíflu við Norðl-
ingaöldu og miðlunarlón
sem legðist yfir hluta
friðlandsins í Þjórsár-
verum. Þar hefur meðal
annars komið fram að í
reglugerð um friðlýs-
ingu Þjórsárvera frá
1981 segir: „Ennfremur
mun Náttúravemd-
arráð fyrir sitt leyti
veita Landsvirkjun und-
anþágu frá friðlýsingu
þessari til að gera uppi-
stöðulón með stíflu við
Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s.,
enda sýni rannsóknir að slík lóns-
myndun sé framkvæmanleg án þess
að náttúruvemdargildi Þjórsárvera
rýrni óhæfilega að mati Náttúru-
verndarráðs."
I þessari umræðu hefur nokkrum
sinnum verið minnst á rannsóknir
Líffræðistofnunar Háskólans í Þjór-
sárveram 1981-91, en þær voru
unnar undir stjórn undirritaðrar
samkvæmt samningi við Lands-
virkjun og að tilhlutan Náttúru-
verndarráðs. í Morgunblaðinu 10.
september sl. fjallaði Halldór
Jónatansson, forstjóri Landsvirkj-
unar, um þessar rannsóknir og
sagði þar m.a.: „Hið rétta er að
meginhluti rannsókna Líffræði-
stofnunar beindist, eins og Þjórsár-
veranefnd ætlaðist til, að því hvort
verndargildi veranna væri í hættu
af völdum Norðlingaöldulóns," og
einnig að í skýrslu minni sé „hvergi
Þóra Ellen
Þórhallsdóttir
staðhæft að verndar-
gildi veranna rými
óhæfilega með tilkomu
lónsins". í tilefni af
þessum ummælum vil
ég minna á að Líffræði-
stofnun var ekki ætlað
að meta vemdargildi
Þjórsárvera, heldur
skyldi Náttúruvernd-
arráð gera það og
leggja þar til grand-
vallar mínar rannsókn-
ir, svo og ýmissa ann-
arra.
Rannsóknir Líffræði-
stofnunar háskólans
Miðað við núverandi
virkjunaráform (581 m lónshæð)
yrði Norðlingaöldulón þriðja
stærsta vatn landsins. Það næði upp
í syðri hluta Þjórsárvera og myndi
færa á kaf 16 kmz gi-óins lands í
Þúfuveri, Tjarnaveri og í Oddkels-
veri. Rannsóknir Líffræðistofnunar
beindust að áhrifum slíks lóns á
gróður og jarðveg og var markmið
þeirra þríþætt:
1) að kanna áhrif vatnsstöðu-
breytinga á gróður og jarðveg í
Þjórsárverum, m.a. með rannsókn-
um á áhrifum Kvíslaveitu,
2) að afla upplýsinga um hliðstæð
vandamál erlendis og
3) að finna leiðir til að draga úr
óæskilegum áhrifum lónsins. Fyrir-
sjáanlegt er að allt gróið land undir
sumarvatnsstöðu slíks lóns, þ.e.
lægra en 581 m y.s., myndi tapast
þegar í stað. Ahrif lónsins myndu
hins vegar ná út fyrir strandlínu
Markmið rannsókna
Líffræðistofnunar var,
segir Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir, að leggja
fram rökstuddar
rannsóknaniðurstöður
sem orðið gætu grund-
völlur að mati á áhrif-
um miðlunarlóns á
gróður og jarðveg.
þess. Hækkuð jarðvatnsstaða getur
haft áhrif á gróðurfar og leitt til
breytinga á rústum, sífreramyndun-
um sem eru mjög útbreiddar í Þjórs-
árverum. Gróið land getur tapast
vegna öldurofs og síðast en ekki síst
gæti gróið land tekið að blása upp ef
skilyrði skapast til vindrofs við
strendur lónsins. Hversu víðtæk
þessi áhrif verða fer eftir ýmsu,
m.a. því hvort bratt eða hallalítið er
upp frá lóninu, hvort umhverfis er
gróið land með þykkum lífrænum
jarðvegi eða gróðurlitlir melar,
stærð lóns og hversu aðdjúpt er við
strendur þess. Ennfremur ræður
veðurfar miklu og þá sérstaklega
tíðni hvassviðris. Að lokum skiptir
máli hve mikið vatnsborð lónsins
sveiflast. í rannsóknum okkar var
lögð höfuðáhersla á að reyna að spá
fyrir um þessi óbeinu áhrif, þ.e.
hversu mikið gróið land myndi
breytast eða eyðast til viðbótar því
sem strax færi undir vatn.
Brunaslöngur
frá Noregi
\!ðufkee«d brunavöm
Fáanlegar með og án skáps
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11, Kópavogi
Sími 564 1088.fax 5B4 1089
Fást í bvBgingavöruverslunum um land allt.
skilja hjón að, eins og nú er, þó
annað þurfi á sérstakri hjúkrun að
halda. I öðru lagi myndu verulegar
fjárhæðir sparast þar sem færri
þyrftu pláss á hjúkranarheimilum,
þar sem hinir sjúku gætu lengur
verið í sínum íbúðum.
Verkalýðshreyfingin á að hafa
forustu um að fylgja því eftir við
heilbrigðisyfirvöld, að varanlegar
úrbætur fáist fyrir aldraða, sem
bíða eftir hjúkrunaraðstöðu vegna
heilsubrests. Stór hluti þess
aldraða fólks, sem hér um ræðir,
hefur átt aðild að verkalýðsfélögum
á liðnum áratugum. Skyldan er því
hvergi meiri en hjá verkalýðshreyf-
ingunni, að fylgja því eftir að þessir
öldnu félagar geti búið við sem
bestan aðbúnað þegar heilsan
brestur að loknu löngu og farsælu
ævistarfí.
Höfundur er formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur.
Blöndunartækj
Eins handfangs blöndunartæki
Mora Mega eru lipur og létt í
notkun. Fást bæði í handlaugar
og eldhús, króm eða króm/gull.
Mora sænsk gæðavara.
Náttúruverndargildi
Þjórsárvera
Mat því hve mikið náttúruvernd-
argildi Þjórsárvera rýrnar með til-
komu Norðlingaöldulóns er tviþætt.
Það felur í fyrsta lagi í sér mat á
vemdargildi þeirra 16 km* 1 2 3 af grónu
landi Þjórsárvera sem lenda undir
lóninu. í öðru lagi þarf að meta hve
mikið lífríki veranna muni raskast
ofan við 581 m hæðarlínuna, þ.e. á
grónu landi sem ekki fer umsvifa-
laust á kaf en gæti engu að síður
orðið fyrir veralegum áhrifum.
Með breytingum á lögum um
náttúruvernd var hið gamla
Náttúruverndarráð lagt niður og
tók Náttúravemd ríkisins við hlut-
verki þess að mestu frá 1. janúar
1997. Fyrir Náttúruvernd ríkisins
og Þjórsárveranefnd liggur nú að
meta hvort „lónsmyndun sé fram-
kvæmanleg án þess að náttúra-
verndargildi Þjórsárvera rýrni
óhæfilega". Markmið rannsókna
Líffræðistofnunar var að leggja
fram rökstuddar rannsóknaniður-
stöður sem orðið gætu grundvöllur
að slíku mati á áhrifum miðlunar-
lóns á gróður og jarðveg. Það er síð-
an Náttúruverndar ríkisins að meta
hvort Norðlingaöldulón geti farið
saman við vemdun Þjórsárvera.
Höfundur er prófessor i grasafræði
við liffræðiskor Háskóla íslands.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11. Kópavogi
IjgJjgUjg” Sirai 564 1088. fax 564 1089
Fæst í byggingavöruverslunum um land allt.
iM3)iirrr«n!l
■■■♦
þakrennur
Þola íslenskt veðurfar
ÞakrennukerfiS frá okkur er samsett úr
galvanhúðuðu plastvörðu stáli.
Það er auðvelt og fljótlegt í uppsetningu.
Þakrennukerfi sem endist og endist.
TÆKNIDEILD ÓJtfK
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699
Bamaskór
í st. 22-34
3 litir
Verð 3.290
SMÁSKÓ
sérverslun með barnaskój
í bláu húsi v/Fákafen.