Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 23 TONLEIKUM Veronicu Oster- hammer var vel tekið í Ingj aldshólskirkj u. Tónleikar í Ingjalds- hólskirkju Morgunblaðið. Hellissandur. VERONICA Osterhammer á Brimilsvöllum hélt sína fyrstu op- inberu tónleika í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 20. september sl. Undirleikari á pí- anó var Krystyna Cortes. Húsfyll- ir var á tónleikunum. Á efnisskrá tónleikanna voru m.a. lög eftir Pergolesi, Brahms, Gluck og Rossini. Þá söng Veron- ica nokkur íslensk þjóðlög og lög eftir Árna Thorsteinsson og Kari Ó. Runólfsson og fór jafnfallega með þau öll. Veronica Osterhammer er 25 ára gömul en hefur verið búsett á Islandi sl. fjögur ár. Veronica er þýsk að uppruna, fædd í Traum- stein í Bæjaralandi en talar lýta- lausa íslensku. Hún hóf lítilsháttar söngnám í Þýskalandi áður en hún hélt til Islands. Eftir að hún kom hingað til lands hefur hún stundað söngnám hjá Sieglinde Kahmann við Söngskólann í Reykjavík og náð góðum árangri á skömmum tíma. Fréttaritari gat ekki annað heyrt en hér væri á ferð og í upp- siglingu mikil söngkona sem gæti átt eftir að ná langt í list sinni. Undanfarin fjögur ár hefur Ver- onica búið á Brimilsvöllum í Fróð- árhreppi og rekið þar hrossabú ásamt manni sínum og var það áhuginn á íslenska hestinum sem dró hana upphaflega til íslands. Tónleikarnir tókust framúrskar- andi vel. Þær vonir manna, að safnaðarheimilið á Ingjaldshóli ætti eftir að verða menningarauki fyrir byggðina og lyftistöng í menningarlegu tilliti hafa nú þegar ræst og hefur það mikið verið not- að síðan það var vígt sl. haust. Nýjar bækur • „RING of Seasons“ er eftir Terry G. Lacy. í bókinni fléttar höfundurinn saman frásögn af dag- legu lífi í íslensku samfélagi sam- tímans og yfír- gripsmikilli lýs- ingu á jarðfræði, sögu, trúarlífí, stjórnmálum og menningu þjóð- arinnar frá upp- hafi byggðar. Höfundi tekst einnig að flétta saman sjónar- þorni á mannlíf á íslandi séð með augum útlendings og þess sem hér þekkir vel til og veita þannig dýpri innsýn í líf og til- veru Islendinga en gengur og ger- ist, segir í fréttatilkynningu. Enn fremur segir að frásögn Terry G. Lacy sé tilvalið kynning- arrit fyrir alla þá sem hyggjast heimsækja ísland, kynna sér það úr íjarlægð eða þá íslendinga sem vilja skoða landið sitt frá nýju sjón- arhorni. Höfundurinn er frá Bandaríkjun- um, en hún hefur verið búsett hér á landi um árabil. Utgefandi er Háskólaútgáfan og er unnin í samvinnu við bókaútgáfu Michigan-háskóla. Bókin er 297 bls. og kostar kr. 3.882. Háskólaútgáfan sér um dreifmgu. Terry G. Lacy Morgunblaðið/Ólafur Jens Kristinn fær góða dóma í Classical Guitar KRISTINN H. Árnason gítarleikari fær lofsamlega dóma í hinu virta breska gítarriti Classical Guitar fyr- ir geislaplötu sína Norðurljós. Krist- inn leikur þar verk eftir Sor og Ponce og segir gagnrýnandinn, Paul Fowles, augljóst að hann sé með allt á hreinu, bæði tækni og taktfestu. „Ef þessi líflega geislaplata endur- speglar leik Kristins í raun og veru, Kristinn Árnason þá er aðeins tíma- spursmál hvenær ótvíræðir hæfíleik- ar hans hljóta þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið." Fowles hælir Kristni mjög fyrir flutning á verkum Ponce - segir túlk- unina hreina og beina og leyfa sam- þjöppuðum en um leið hugmynda- ríkum tónsmíðum hans að tala sínu eigin máli. Fowles er ekki jafnmikill aðdá- andi Sors, sérstaklega Sónötu op. 25, en tekur fram að snyrtilegur og hæverskur flutningur Kristins dragi fram hið besta í þessu útblásna og tíðindalitla verki. NÝTTUÞÉR DREIFINGARSTYRK MORGRNRLADSINS Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu. Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsins um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni. Morgunblaðið er mest lesna dagblað á íslandi og samkvæmt fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til boða með innskoti í Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.