Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
GAMLI burstabærinn fellur frábærlega að landinu, aðkoman sjónræn hátíð.
GENGIÐ til kirkjunnar fögru, sem fellur ekki síður vel að landslaginu en burstabærinn.
AÐSKÓGUM
Byggðasöfn hafa verið Braga Ásgeirs-
synihugleikin að undanförnu. Og nú hefur
hann komið að Skógum eftir að hafa verið
á leiðinni þangað í áratugi; allt frá því hann
var í fyrirhleðsluvinnu við Markarfijót, en
þar kynntist hann Þórði Tómassyni, sem
nú er safnvörður að Skógum,
TRÚLEGA hafa einhverjir
tekið eftir auknum skrifum
rýnisins um forn handrit og
byggðasöfn, þótt hvort
tveggja hafi hann lengstum kunnað
vel að meta. En sannast sagna hafa
slík skrif til skamms tíma ekki fallið
fullkomlega inn í ramma almennrar
myndlistarrýni í dagblað. Ailt hefur
sínar ástæður og nú eru breyttir
tímar, þjóðlegur fróðleikur, alþýðu-
list og þjóðhættir hafa ekki síður en
margt annað og mun hjáleitara
þrengt sér inn á vettang hreinnar
myndlistar. Má þar nefna, hljóð at-
ferli leik og flipp, auk þess sem
áhugi hins menntaða almennings á
fortíðinni hefur aukist til stórra
muna víðast hvar ef marka má
aðsókn á söfn erlendis, og hér skipt-
ir máli að vera með á nótunum.
Fornminja-, náttúrusögu- og vís-
indasöfn hafa þannig síður en svo
orðið útundan í þessari þróun, eink-
um hvað hin viðameiri og fullkomn-
ari snertir í stórborgum. Á sama
tíma og heimurinn er að dragast
saman, landamæri verða óljósari,
markaðshyggjan taumlausari og sí-
byljan villtari, virðist andstæðun-
um, hinum dýpri og mýkri gildum,
einnig aukast ásmegin, rísa upp úr
öskustó. Og um leið og þjóðarein-
kenni eru víðast á undanhaldi leitar
hugsandi fólk í vaxandi mæli að
handfestu í þjóðlegum verðmætum
og því sem er ekta, handgerðum
hlutum notagildis, listíðum og al-
mennum íðum, öllu því sem er að
verða fágætara í heiminum.
Hér eru flestar þjóðir á sama
báti, hinar fjölmennustu ekki síður
en fámennustu, Kína i austri ekki
síður en ísland í norðri. Nefni þess-
ar tvær þjóðir vegna þess að þær
eru sér á báti í tveim heimshlutum,
annars vegar gengu kommúnistar á
meginlandi Kínaveldis svo rækilega
milli bols og höfuðs á menningar-
verðmætum fyrri tíma, einkum í
menningarbyltingunni svonefndu,
að landið var eitt flakandi sár. Nú
reyna ráðamenn að byggja aftur
upp söfnin og efla listir, t.d. var
bygging tuttugu og fimm nýrra
safna fyrirhuguð 1995, en það
virðist óneitanlega öllu fremur gert
fyrir ferðamannaiðnaðinn, reisa
Pótemkíntjöld til að afla gjaldeyris,
en styrkja einstaklingsbundna og
lýðræðislega þjóðemiskennd meðal
alþýðunnar. Vilji menn kynnast kín-
verskri menningu í aldanna rás ber
að taka stefnuna á eyjuna Taiwan,
þar er ekki einasta mikilfenglegt
safn þjóðminja og þjóðhátta heldur
blómlegt menningarlíf á nútíma-
vísu. Þá hefur skilningurinn lengst-
um ekki verið mikill meðal Islend-
inga á gildi lista, fomminja né
þjóðhátta, eða þýðingu þess að
kenna börnum lýðveldisins að meta
eldri menningarskeið og miðla
hlutlægri sjónlistasögu frá land-
námi til nútímans, þeim hornstein-
um sem þjóðin hvílir á. Afleiðing-
arnar blasa við og hér erum við á
sumum sviðum litlu betur settir en
þegnar einræðisríkja og banana-
lýðvelda, eins og neyðarlega kemur
fram í spurningaþáttum framhalds-
skóla, ásamt stefnulausri nýjunga-
girni, óþreyju og rótleysi. En á und-
angengnum áram hefur umtalsverð
breyting orðið á þó naumast komi
hún af hinu góða, frekar að vísa
megi til málsháttarins, neyðin kenn-
ir naktri konu að spinna.
Aðstæðumar víða um land
hafa gert að verkum, að
fólk hefur orðið að hægja á
sér og líta í kringum sig.
Skjárinn, tölvan og tíðar utanlands-
ferðir hafa einnig miðlað til þess
mikilsverðum upplýsingum um um-
heiminn sem ekki lá á lausu áður,
mætt hefur afgangi í flestum ís-
lenzkum fjölmiðlum... í pistlum
mínum undanfarið hef ég minnst á
þá uppbyggingu sem átt hefur sér
stað víða um land, með auknum
skilningi og áherslum á varðveislu
menningarverðmæta og viðgangi
skapandi athafna. Og vegna mikillar
umræðu um hálendið, ásamt jarð-
vegs- og gróðureyðingu hvers konar
í fjölmiðlum tel ég sömuleiðis mikil-
vægt að vísa einnig sérstaklega til
þess, að hugtakið náttúra er komið
frá latínu, nature, sem þýðir fæðing.
Og með hliðsjón af þeim miklu
undrum sköpunarinnar, upprana
alls sem lífsanda dregur, og skelfi-
legum hemaði gegn náttúrunni víða
um heim, hljóta ógrátin tár að vera
farsælust í þeim efnum.
Ekki er rýnirinn nein undan-
tekning varðandi þá áráttu landans,
að leita langt yfir skammt, í öllu falli
ekki í sumum tilvikum og hefur
hann þó lengstum þramað yfir öðr-
um að líta sér nær. Aðstæðurnar
Ljósmyndir/Bragi Ásgeirsson.
ÞORUR Tómasson í kirkjunni.
hafa einnig átt sinn þátt í því að
hreyfanleiki hans hefur til skamms
tíma verið minni en skyldi innan
iands en utan.
elst þó með því óskiljan-
legra, að það skuli hafa
tekið áratugi að nálgast
byggðasafnið að Skógum.
Ekki síst vegna þess að fyrir hálfri
öld var hann fimm sumur í fyrir-
hleðsluvinnu við Markarfljót, og
sveitirnar í nágrenninu mín önnur
heimkynni. Af og til urðu ýmis
frávik frá vinnunni á Markarfljót-
saurum, til að mynda að lappa upp á
veginn í hlíðinni fögra eða brúna
neðan við Skógafoss, ásamt einu og
öðra smálegu á öllu svæðinu á milli.
Meðal vinnufélaga minna var á
tímabili Þórður Tómasson frá
Vallnatúni, og tókst með okkur góð-
ur kunnskapur, því báðir höfðum
við áhuga á ýmsum mýkri gildum
lífsins, þótt ólík væra. Þótti mér
áhugi bóndasonarins á sveitinni
sinni og öllu því sem henni tilheyrði
jaðra við öfgafull trúarbrögð, enda
fyllti ég á því þroskaskeiði þann
flokk sem helst vildi setja jarðýtu á
gamla tímann, með fyrirvara þó. Þá
var ást Þórðar á sveitinni undir
Eyjafjöllum viðbrugðið, en fegurra
landsvæði vissi hann ekki á möttli
landsins né í heimi hér. Þótti mér
þetta jaðra við stæka átthagaróm-
antík og bemska fortíðarþrá og
spunnust upp langar orðræður, sem
báðir höfðu ánægju af þótt ekki
væram við alltaf sammála, hann
þroskaðri enda nákvæmlega tíu ár-
um og einum mánuði eldri sem var
heil eilífð í þann tíma. Leiðir skild-
ust er ég hélt utan til náms, en við
skrifuðumst á um nokkurra ára
skeið og hann tók að senda mér rit
sín Eyfellskar sagnir og Sagnagest,
er ritflokkarnir komu út og hafði ég
mikið gagn og ánægju af. Batt mig
sveitinni nánari böndum þótt ekki
gerði ég tíðreist austur. Hef þó í
áratugi verið á leiðinni að Skógum
ANDLITSMYND Ríkharðs
Jónssonar af Þorvaldi á Þor-
valdseyri, sem hann gerði
snemma á ferli sínum er
tvímælalaust með lykilverkum í
list hans.
og hef fylgst náið með uppbyggingu
safnsins í fjölmiðlum. Seint koma
sumir og koma þó, og á síðsumar-
degi einum fyrir skömmu fékk ég
loks tækifæri til að bregða mér
þangað og hafði þá verið á leiðinni
allt sumrið, eins og í fyrra, hitti-
fyrra, árið þar áður, áður og áður
o.s.frv.
Þótti mér akstursleiðin öðruvísi og
undarieg er komið var í Landeyjar,
enda helsta kennileiti leiðarinnar
Markarfljótsbrúin gamla horfin, ný
og rennileg brú komin miklu austar
er styttir leiðina til muna, þó hvergi
nærri eins ævintýraleg og
myndræn. Ekki alveg sáttur við þau
býti, því þá er ekki lengur ekið um
einn svipmesta hluta Eyjafjalla með
prýði sveitarinnar, Seljalandsfoss, í
næsta og áþreifanlegu sjónmáli.
Vildi reiða fúlgur fjár af hendi til að
aka gömlu leiðina og anda að mér
landinu, hraðinn er ekki allt og ber
að huga að þeim atriðum sem hefja
andann upp og hugann við umhverf-
ið binda.
Meistari Þórður átti von á
okkur Þóri Laxdal Sig-
urðssyni er ók kerranni
og ekki væsti um
móttökurnar. Þórður hefur sem
kunnugt er stýrt safninu af þeim
dugnaði og stóra hjarta að það mun
mest sótta safn utan höfuðborgar-
svæðisins og hróður þess hefur
borist langt út fyrir landsteinana.
Þannig var meira en fróðlegt að
blaða í gestabók og lesa hvað út-
lendingar höfðu skrifað í hana, en
margir halda vart vatni fyrir hrifn-
ingu. Einstæð og geggjuð upplifun,
mátti lesa á þýsku í sömu opnu og
við skrifuðum í, fátítt að fólk láti á
þann hátt í ljós hrifningu sína á
þjóðminjasöfnum. Á miðri viku var
nokkuð um gesti og eftir að hafa
leiðbeint okkur um hluta safnsins
þurfti hann að sinna fleirum. Að
nokkurri stund liðinni var svo kallað
á mannsöfnuðinn til hinnar nývígðu
Skógakirkju, sem skeði sunnudag-
inn eftir trinitatis, 14. júní, og
þangað labbaði öll hersingin með
meistarann í fararbroddi. Þetta var
blandaður hópur, aðallega Þýðverj-
HIÐ sama gildir um mynd
Magnúsar Á. Árnasonar af Jóni
Pálssyni í Hlíð.
ar, en engin vandkvæði vora á að
koma sögunni til skila, né andblæ
fortíðar, hvort heldur á þýsku sem
ensku og hlustaði fólkið af áhuga og
andagt. Hefur fengið í æð, að helgi
guðhúsa markast af öðrum lögmál-
um en stærð þeirra, mikilleika og
umfangi.
Trúlega gera sér ekki allir grein
fyrir því, hve útlendingum þykir
það einstök lifun að minnast á þenn-
an hátt við sál þjóðarinnar frá fyrri
tímaskeiðum, og hve yfírmáta mik-
ilsverðan skerf Þórður hefur lagt til
íslenzkrar þjóðmenningar. Nú er
svo komið að hið gamla er orðið
últra módeme, eins og menn orða
það stundum, og hér eru mikil
verðmæti falin sem með brögðum
listar munu geta ratað í sali heims-
listarinnar fyrr en varir.
Þórður hefur safnað miklu
úrvali muna úr byggðarlag-
inu, auk þess sem safninu
hafa áskotnast ýmsar gjafir
eins og verða vill og sumar jafnvel
til hliðar við byggðasafn af þessu
tagi. Þá hafa verið reistar ýmsar
byggingar frá gamla tímanum, sem
eru þýðingarmikil viðbót við munina
á aðalsafninu, eru að auk í réttu um-
hverfi og falla vel að landslaginu.
Aðalsafnið þyrfti að stækka og hlúa
betur að mununum á nútímavísu, og
vissa mín er að þeir peningar sem í
það fara skili sér á einhvern hátt.
Grónar menningarþjóðir væru ekki
að moka peningum í skylda hluti ef
svo væri ekki, hugsa hér um heild-
ina og ímynd sína út á við. Hlúa
þarf sérstaklega að alþýðulist og
skapa betra og skilvirkara aðgengi
að henni og sömuleiðis myndlistar-
verkum, sem tengjast sveitinni og
era fullfá enn sem komið er. Landið
er að vísu fagurt og frítt, en líf og
starf fólksins landinu er ekki síður
eitthvað til að vera stoltur af og skal
ekki mæta afgangi. Mikið hefur ver-
ið skrifað um sjálft safnið í tímans
rás og væri efni í sjálfstæða grein
og helst fleiri greinar að gera því
verðug skil, en hér skyldi framar
öðru komið að hugleiðingum um
gildi þess og annarra byggðasafna á
landinu.